Alþýðublaðið - 27.04.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.04.1950, Blaðsíða 1
Friðun fiskimiðanna við Norðurland ICortið sýnir hið nýja friðunarsyæði íiskimi'ða nna úti fyrir Norðurlandi. Punktalínan næst landinu sýnir landgrunnið, strikaiínan lándhé lgkffliuna cg samfeilda línan friðunarlínuna, eins og hún verður dregin samkvæmt regiugerðinni. Sfórfelíd hækkun á hrísgr|áni!m og Sjfíimjöii STÖÐUGT FJÖLGAK vörutegundunum, sem geng jsfellingin hefur áhrif á. Nú síðast hefur orðið stór- felld verðhækkun á hrís- grjónum og hrísmjöli. Hrís- grjónin hækka um 60 aura kílóið og hrísmjölið kr. 1,85 pr. kíló. Hrísgrjónin kosta nú kr. 3,10 pr. kg., en kostuðu áð- ur kr. 2,50, en hrísmjölið kostar nxi kr. 3,95, en kost- áði áður kr. 2,10. Hin nfja frilunarlÉa dregin einni mííu uían landhelginnar Regksgerð om þetta, byggð á Sögom frá 1948, gengyr í gildi í. jóní n. k. SJÁVARÚTVEGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur 'gefi'ð út reglugerð samkvæmt Jögum frá 1948 um frið- 'im fiskimiiða fyrir Norðurlandi, á svæðinu frá Horni að Langanesi, og er friðunarlínan dregin 4 sjómílur úti'af yztu nesjum, eyjum, skerjum og mynni flóa og fjarða, eð'a einni isjómíln utan við landhelgislínuna. Er öll 'botnvörpuveiði og dragnótaveiði íslenzkra og eriondra skipa bönnuð á þessu svæði, en auk þess er eriendum síldveiðiiskipum óheimilt að veiða á svæð- inu, og s'érstaikar reglur verða settar um fjölda ís- verjalanái í gær Zakaszits látinn fara -- hefur gert sitt gagn. lenzkra 'S'í'Idvteiðfekip'a, sem stunda mega veiðar þar. ARPAD ZAKASZITS, forseti Ungverjalands síðan í ágúst 1948, lagði niður völd í gær og var borið við heilsubresti hans.' Við forsetaembættinu tók til hráðabirgða utanríkismálaráð- lierra kommúnistastjórnarinn- ar í Búdapcst. Zakaszits var forustumaður þeirra svo kölluðu vinstri sós- íaldemókrata á Ungverjalandi,1 sem gengu til samkomulags við kommúnista og réðu því að! Framhald á 7. síðu. I Atvinnumálaráðheira skýrði blaðamönnum frá þessu í gær og sagði meðal annars í því sambandi: ,,í sambandi við lögin frá 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, hafa íslendingar lýst yfir því, að þeir hafi umráðarétt yfir og eigi landgrunnið. Lögin mæla svo fyrir, að sjávarútvegsmála ráðuneytið skuli setja reglur úm framkvæmd laganna. Þann' 22. apríl síðast liðinn var í fyrsta sinn gefin út slík reglu- gerð, og gengur hún í gildi 1. júní í sumar. Höfuðtilgangur hennar er að friða fiskimiðin í því skyni að fyrirbyggja að fiskstofninn eyðist óeðlilega. Flingað til hefur útlending- um verið bannað að veiða inn an þriggja mílna fjarlægðar frá ströndum, samkvæmt samningi við Breta frá 1901. Samkvæmt þessari nýju reglu gerð, sem einvörðungu gildir fyrir svæðið frá Horni til Langaness, er sú breyting gerð, að nú er bannað að veiða innan línu, sem dregin er 4 sjómílur frá yztu annesjum, eyjum, skerjum og mynni flóa og fjarða, en þetta er í samræmi við þær reglur, sem gilda á Norðurlöndum, og auk þess reglur þær, sem giltu hér á landi fram til 1901. Bann þetta bitnar að sjálf- sögðu fyrst og fremst á íslenzk um skipum, er stunda veiðar með dragnót og botnvörpu, enda má ef til vill segja, að Framhald á 7. síðu. Hinir umdeiidu skaftar samþykkfir með 304 gegn 299 STJÓRN ATTLEES hélt velli við afgreiðslu brezku fjárlaganna í gær. Báðar sfcattatiilögurnar, um hækiun benzínskattsins og nýjan sfcatt á bifreiðir, sem stjórnin bar fram og lagði við fráför sír.a, ef efcfci næðu fram að ganga, voru samþykfctar >af neðri málstofunni með 304 at- kvæðurn gegn 299. ídngmenn frjálslynda flokks ins greiddu í báðum tilfellum atkvæði gegn jafnaðarmanna- stjórninni, með íhaldsflokkn- um. Atkvæðagreiðslunnar um fjárlögin í gær var beðið hvar vetna á Englandi, og raunar hvar vetna úti um heim, með mikilli óþreyju. Vitað var, að nokkrir þingmanna voru veik- ir og gátu ekki mætt, en stjórn Attlees hafði hins vegar lýst yfir því, að_hún myndi segja af sér, ef hún yrði undir í at- kvæðagreiðslu um nokkurt verulegt atriði fjárlaganna, og þá ekki hvað sízt um hækkun benzínskattsins og hinn nýja bifreiðaskatt. En eins og at- kvæðatölurnar bera með sér hafði stjómin, er til kom, 5 atkvæða meirihluta í málstof- unni. Hélt kjördæminu. Úrslit aukakosningarinnar, sem fram íór í fyrradag, í kjördæmi því á Skotlandi, er Clement Attlee. þingmannslaust varð, er einn af þingmönnum alþýðuflokks- ins lézt rétt eftir kosningarn- ar í febrúar, urðu kunn í gær. Alþýðuflokkurinn hélt kjör- dæminu og þó með mjög knöppum meirihluta. Fram- bjóðandi hans fékk aðeins 293 atkvæðum meira en frambjóð andi íhaldsflokksins. Meirihluti alþýðuflokksins í þessu kjördæmi við kosning- arnar í febrúar var þegar mjög knappur, — ekki nerna 615 at- kvæði; og var úrslita auka- kosningarinnar því beðið með mikilli óþreyju. Tveir erlendir fréiia- ritarar dregnir fyr- ir réit í Búkares! TVEIR erlendir fréttaritar- ar, annar þeirra frá fréttastof- unni Assoeiated Pess, voru leiddir fyrir rétt í Búkrarest í gær, sakaðir um falsfréttir. Eru fréttaritarar \þessir á- kærðir í sambandi yið mál fimm Rúmena, sem einnig eru fyrir réttinum. Það er ekkert nýtt, -að er- lendum fréttariturum sé vísað úr landi austan við járntjald- ið. En þetta er nýtt, að þeir séu dregnir fyrir dómstóla kommúnista þar. MIÐSTJÓRN belgíska jafnaðarmannaflokksins samþykkti í gær, að hafna því samkomulagi, sem til stóð á dögunum, að gert yrði um lausn konungsdeilunnar,' nema Leopohl lofi að fara strax aftur úr landi, er hann hafi lagt konungsvaldið í hendur Baudoin syni sínuin sem ríkisstjóra. Jafnframt ákvað miðstjórnin að liafna þátttöku í stjórn, sem mynduð vrði af van Zeeland og skoraði á verkalýðssamtökin að vera viðbúin nýjurn átökum út af konuno'smálinu. Spaak, hinn fræg'i forustu- maður belgískra jafnaðar manna, lét svo um mælt í gær, að auðséð væri á síðustu yfir- lýsingum Leopolds konungs, að hann vildi ekkert vinna til samkomulags; og átti hann þar bersýnilega við þau orð kon- ungsins, að hann vildi engu lofa urn það, hvað hann tæki sér fyrir hendur eða hvar hann dveldi eftir að hann hefði lagt konungsvald í hendur Baudoin syni sínum sem ríkisstjóra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.