Alþýðublaðið - 27.04.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.04.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. apiíl 1950. Leifur Leirs: OG SVO FRAMVEGIS . . . það situr lítill karl á gangstéttarbrún úr grásteini við hlið hans liggur hálfflaska með fallegum miða og hann starir á umferðina án þess að sjá hana gljáfágaðar Hudson- bifreiðir og skítuga jeppa með drifi á aftur og framhjólum og hann sér þær ekki hann hlustar' á gný bifvélanna og fótatak manna sem framhjá ganga en heyrir ekki neitt og frúrnar í biðröðinni segja að það sé aldeilis agalegt með þessar vetnis sprengjur en karlinn á gang stéttarbrúninni veit ekki af þeim fremur en hann veit a£ Truman, Stalin og S Þ þeirri, sem framreiddi skak- drykkinn, og leiðir af sjálfu sér, að það hefur gert keim hans enn óþjóðlegri og fjarskyllari bragðinu af okkar ástkæra þjóð drykk, — Dauðanum. En einu gleymir hljómlistar- sérfræðingurinn í þessu sam- bandi, því ólíklegt verður að teljast, að hann hafi ekki veitt athygli jafn veigamiklu og ger- óþjóðlegu fyrirbæri: -— tónverk in foru leikin á erlend hljóð- færi! Ekki svo mikið ssm eitt einasta hrútshorn, (af íslenzk- um hrút en ekki karakúl, auð- vitað), lét þar til sín heyra. Nei, — þetta er sko ekki hægt. Það er því ekki nema sjálf- sögð* sanngirniskrafa íslenzkra tónlistarneyttnda, að hið veg- lega þjóðleikhús komi sér sem fyrst upp alíslenzkri hrúts- hornahljómsveit, og séu hornin eingögu valin af alinnlendum þjóðelgur hrútum! Séu síðan ein göngu leikin alíslenzk tónverk eftir alísLsnzka menn---------- Það yrði, sko enginn skak- drykkur! Smurt brauð og snitfur. Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljið eða símið. Síld & Fiskur. mikið« á maðurinn gott og þó það er nefnilega búið úr flöskunni hans með fallega miðanum -------- Lejfur Leirs. GENGIÐ UNDIR LEKA. Hljómlistarsérfræðingur . Mánudagsblaðsins er ákaflega hneykslaður þessa dagana, sök- um vígslutjónlistarinnar, sem nöfð var um hönd í þjóðleikhús- inu. Hann hefur sem sé komizt að raun um, að þar hafi alls ekki verið um innlenda fram- leiðslu að ræða, heldur hafi ,,tónlistarneytendum“ þarna verið boðið upp á skakdrykk (cocktail),- samsettan úr. ótal themum héðan og þaðan úr út- .landinu, — og það er kunnara en góðtemplurum þurfi frá að segjá, að sumir menn eru með þeim ósköpum fæddir, að þeir þola ekki skakdrykk. Ög ekki bætir úr skák, að nokkrir út- lendingar voru í hljómsveit Onnumst kaup og sölu fasfeigna og alls konar samningagerðir. SALA og SAMNINGAR Aðalstraeti 18. Sími 6916. hefur afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. Eric Ambler I OREÍPUM DAUÐANS lega þrjú. Ég mæli með því, að þér takið lesíina þar. Ég get ekið yður til Asti í bifreið minni.“ „Ég held, að ég mundi hafa gott af því að fá eitthvað að borða.“ „Kæri Mr. Graham. En hvað ég hef verið heimskur og ónær- gætinn. Vitanlega þurfið þér að fá góða máltíð ofan á þetta^allt saman. Við getum numið stað- ar í Novi. Ég skal gefa yður fyrsta fiokks máltíð. Nú, og ef þár fæst dropi af kampavíni, þá skuluð þér sannarlega fá það. Það jafnast ekkert á við kampavín, þegar maður er eitt- hvað miður sín.“ Og allt í einu varð Graham eitthvað léttari á sér. Hann hló. Sendiherrann bretti brún- irnar. ,,Já,“ sagði Graham afsak- andi. „Þér verðið að fvrirgefa mér. Það er heldur skrýtið, en það er nefnilega þannig, að ég á stefnumót í lestinni, sem fer klukkan tvö. Ég hugsa, að hún verði heldur undrandi, þegar hún sér mig.“ .... Hann varð allt í einu var við að einhver greip um handlegg hans, og hann opnaði augun. „Bardonecchia, signore. — Gjörið svo vel að sýna mér vegabréf yðar.“ Hann leit upp í gulleitt and- lit brautai-þjónsins, sem beygði sig yfir hann, og honum varð ljóst, að hann hafði blundað í sæti sínu síðan lestin lagði af stað frá Asti. I dyragættinni sá hann að stóðu tveir menn, bún- ir eins og ítalskir lögreglu- menn, sem starfa við járnbraut- irnar. Hann reis upp í sæti sínu, eins og hann hefði verið stung- inn, fálmaði í jakkavasa sinn og tautaði. „Vegabréfiö mitt? Já, vitanlega." Annar mannanna, kom og leit á vegabréfið, athugaði það um stund, en slæmdi svo •stimpli á eina síðuna. „Grazie, signor. Hafið þér nokkra ítalska peningaseðla?“ „Nei.“ Graham stakk vegabréfinu aftur í vasa sinn. Braútarþjónn- inn slökkti á Ijósinu aftur og dyrnar lokuðust. Þá var þessu lokið. Hann geispaði aumkunar- lega. Hann var stirður og hann skalf. Hann stóð upp til þess að fara í yfirfrakkann og»tók þá/ eftir því, að brautarstöðin var á kafi í snjó. Hann hafði íarið heimskulega að ráði sínu, að fara að sofa svona útbúinn. Það yrði ekki skemmtilegt að koma heim með kvef. En nú var hann kominn gegnum ítalska vegabréfaeftirlitið. — Hann skrúfaði frá hitanum og hagræddi sér í sætinu; hann ætlaði að fá sér eina sígarettu. Hann hlaut að hafa sofnað svona skyndilega vegna hinnar ágætu máltíðar og vínsins, sem hann hafði drukkið. Það .... En þá mundi hann allt í einu, að hann hafði ekkert aðhafzt vegna Josette. Mathis- hlaut líka að vera einhvers staðar í lestinni. Lestin lagði af stað og kippt- ist ónotalega til. Hann hringdi bjöllunni og brautarþjónninn kom til hans. „Signore?" „Verður ekki veitingavagn með, þegar við komum yfir landamærin?“ „Nei, signore; stríðið," svar- aði þjónninn og ypti öxlum. Graham skaut að honum nokkrum aurum. „Ég þarf að fá flösku. af öli og dálítið af brauði. Gætuð þér útvegað mér það, þegar við komum til Mo- dane?“ Brautarþjónninn leit á pen- ingana. „Auðveldlega, signore.“ „Hvar er þriðja farrými?“ „Fremst í lestinni.“ Brautarþjónninn hvarf á brott. Graham reykti sígarett- una og ákvað að bíða þangað til lestin hefði farið frá Mo- dane, og svipast þá efíir Jo- sette. Lestin stóð ótrúlega lengi við að Modane, en að lokum höfðu frönsku vegabréfaeftirlits- mennirnir lokið starfi sinu og lestin komst aftur á hreyfingu. Graham gekk fram á gang- inn. Það loguðu aðeins örlítil blá- leit ljós, að öðru leyti var lest- in myrkvuð. Hann gekk í hægð- um sínum áleiðis til þriðja far- rýmis. Þau voru aðeins tvö, og lionum reyndist ekki erfitt að finna Josette og José. Þau sátu saman í einum klefanuum. Ilún sneri sér við um leiö og hann opnaði klefadyrnar og starði óviss á hann. En um leið og hann kom inn í birtuna til þeirra stökk hún á fætur og rak upp óp. „Hvað hefur komið fyrir?“ hrópaði hún. „Hvar hafið þér verið? Við José biðum til síð- asta augnabliks, en þér komuð ekki eins .og þér höfðuð samt’ lofað. Við biðum. José getur sagt yður, hve biðin var löng. Segið mér, hvað hefur komið fyrir.“ „Ég tapaði af lestinni í Genúa. Ég varð að aka lengi til þess að ná henni.“ „Ókuð þér til Bardonecchia? Það er ekki mögulegt.“ „Nei; ég ók til Asti.“ Það varð þögn. Þau höfðu tal- að frönsku. Nú. hló Josá. Hann sat í sæti sínu og hallaði ser aftur á bak. Hann stangaði úr tönnunum með nöglinni. Josette kastaði frá sér sígar- ettunni og tróð á henni. „Þér komuð í lestina í Asti',“ sagði hún og hreypti brúnum. „Og þér bíðið þangað til núna með að hitta mig. Þér eruð kurteis, verð ég að segja.“ Hún þagnaði í svip, en bætti svo við og' tal- aði mjög hægt:*,,En þér munuð ekki láta mig þurfa að bíða svona eftir yður í París, eða hvað, chéri?“ Hann hikaði. „Hvað segið þér, Chéri?“ Það var einhver broddur í spurn- ingu hennar. Iiann sagði: „Mig langar til þess að tala við yður undir fjögur augu. Josette." Hún starði á hann. Andlit hennar var sviplaust í drauga- legu rökkrinu. Svo stóð hún upp og gekk áleiðis til dyranna. „Ég held,“ sagði hún, að betra væri að þér töluðu við José“. „José? Hvað kemur José þetta við? Það eruð þér og eng- inn annar, sem ég vil tala við.“ „Nei, chéri. Talið þér fyrst við José. Ég kann ekkert í verzlunarmálum. Mér er ekki um slíkt gefið. Skiljið þér mig?“ „Nei, alls ekki.“ Hann sagði aðeins sannleik- anp. ',,Ekki? José mun skýra það fyrir yður. Ég kem aftur eftir eina mínútu. Talið þér nú við José, cheri.“ ,En . . . . “ Hún gekk fram á ganginn og lokaði dyrunum á eftir sér. Hann ætlaði að fara að opna þær aftur. „Hún kemur aftur,“ sagði José þurrlega. „Hvers vegna fáið þér yður ekki sæti og bíð- ið eftir henni?“ Graham settist treglega í sætið. Þetta kom honum á ó- vart. José stangaði úr tönnun- um og horfði á hann. „Þér skiljið ekki neitt í neinu, eða hvað?“ „Ég veit ekki einu sinni hvað það er, sem þið ætlizt til að ég skilji.“ José skoðaði nöglina, sleikti hana og fór svo að stanga úr öðrum tönnum. „Yður lízt vel á Josette. er það ekki?“ „Vitanlega. En . . . . “ „Hún er mjög fajleg, en hún hefur lítið vit. Hún er bara kvenmaður. Hún hefur ekkert vit á viðskiptamálum. Og þess vegna sé ég, eiginmaður henn- ar, alltaf um þau. Við erum fé- lagar. Skiljið þér það?“ „Þetta er nógu einfalt. En hvað um það?“ „Ég hef áhuga á viðskiptum Josette. Það er allt og sumt.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.