Alþýðublaðið - 27.04.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.04.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. apríl 1950. ALÞVÐUBLAÐIÐ FYRIR RÚMUM ÁTTATÍU ÁRUM stóð ungur skólapiltur að norðan fyrir aftan öftustu *%ætaröð í gildaskálanum Scan- dinavia í Reykjavík. Þar fór þá fram sýning á sjónleiknum „Útilegumönnum11 eftir Matt- hías Joóhumsson, og skólapilt- urinn starði sem heillaður og hilltur á allt það, er fram fór á leiksviðinu. Þegar hann reit æviminningar sínar, silfur- hærður og háaldraður, taldi hann, að þetta kvöld hefði hann komiít í snertingu við hið „mesta í heimi“, — list list- anna, leiklistina. Fáum árum síðar, eða fyrir áttatíu árum, var fyrsti sjón- leikur þessa unga, skagfirzka pilts frumsýndur af mennta- skólapiltum í Reykjavík. Sjón- leikur þessi nefndist „Nýárs- nóttin“, og efni hans var sótt í íslenzkt sveitalíf og ísíenzkar þjóðsögur. Skólapiltar fóru með öll hlutverkin, einnig hlutverk mennskra kvenna og álfa- meyja, og lék höfundurinn s'jálfur unga stulku. Hann var þá aðeins 18 ára að aldri. Þótti áhorfendum mikið til sjónleiks- ins koma og sýndu hinum unga höfundi þakklæti og r/zðingu á margan hátt. Síðar, þegar höfundurinn var vaxinn að þroska og kunn- áttu, umsamdi hann þennan fyrsta sjónleik sinn, og í þeirri mynd hefur hann oft verið sýndpr í höfuðstaðnum síðan, síðast í þjóðleikhúsinu undan- farin kvöld og var me.ðal ann- ars vígslusýning þess. Á þann fagra—hátt heiðraði hin unga mennihgarstofnun minningu föður síns, skólapiltsins skag- firzka, sem komst í kynni við hið „mesta í heimi“ kvöldið, sem hann stóð fyrir aftan sæta raðirnar í ,,Scandinavia“, — og varð aldrei samur síðan. Sem leiksviðsverk er „Ný- ársnóttin“ barn síns tíma áð efnismeðferð, en hún er hag- lega byggð og ber glöggt vitni leikhússmenntun höfundar, næmri fegurðarkennd og smekkvísi og skyggnri sjón á hið sviðræna og leikræna. Hún er rammíslenzk hvað mál, hugsun, persónugerð og um- hverfi snertir; ;— og enda þótt hundshausinn á Gvendi snemmbæra kunni að vera í ætt við erlenda fyrirmynd, gelt- ir hann og spangólar jafn þj§ð- lega og hver hundshaus annar. „Nýársnóttin" er að vísu að flestu leyti barn síns tíma. En liöfundurinn var barn framtíð- arinnar eins og allir hugsjóna- menn. Hann þekkti leiksviðið í Iðnó og takmarkanir þess flest- um öðrum beíur. Þegar hann umsemur „Nýársnóttiná11, tekur hann að vísu tillit til þeirra takmarkana, en þó í von um stærra svið og fullkomnari tækni heldur en þá þekktist hér á landi. Því er það, að nú fyrst er hægt að sýna þennan íburð- armikla ævintýraleik á þann hátt, sem höfundinn dreymdi um, þegar hann lauk endánlega við hann. Og þjóðleikhúsið hef- ur að sjálfsögðu ekkért til þess sparað, að svo mætti verða, enda eru ekki stirðir stráka- busar í álfamcyjahlutverkun- um að þessu sinni. Áhorfend- urmr þurftu heldur ekki að gera sér í hugarlund, „að þaÖ hlyti að vera dýrlegt, ef Áslaug slægi sprota sínum á málaðar Áslaug — Þóra Rorg. Ljósm.: Vignir. klett, sem opnaðist fyrir þeim Guðrúnu, og þær gengju inn í Ijóshafið og hyrfu þar, en klett- urinn lokaðist svo“, eins og höfundur segir sjálfur, að þeir, sem á fyrstu frumsýningu sjón- leiksins . komu, hafi rætt um íín á milli. En hvað um það, — vinsældir sínar hlaut „Nýárs- nóttin“ í þeim leiksviðsbúningi, sem fremur talaði til ímynd- unaraflsins en augans. Að sjálf- sögðu verður þessi nýi, glæsi- legi búningur ekki til að draga úr vinsældum hennar, en hitt ræður mestu, eins og Indriði Einarsson komst sjálfur að orði, að „það, sem er eilíft í skáldskapnum deyr aldrei“. Og bað er býsna margt í „Nýárs- nóttinni", sem deyr aldrei, enda þótt hún sé fyrst og fremst bundin sínum tíma; heiðríkja hugans, ást á hugsjónum, feg- urð og frelsi og trúin á sigur hins góða. Boðskapur Áslaugar álfkonu var, þegar allt kom til alls, fegursti og hollasti boð- skapurinn, sem áheyrendum var fluttur við vígsluathöfn þjóðleikhússms. Indriði Waage, dóttursonur skáldsins, býr „Nýársnóttina“ á svið og annast leikstjórn. Indriði er þaulvanur leikstjóri, smekkvís með afbrigðum og kunnáttumaður. Öll sviðsetn- ingin bar vitni ást hans á við- íangsefninu og starfsgleði, sem ekki er óeðlileg/þegar í hlut á maður, sem um langan aldur hefur glímt við takmarkanir teiksviðsins í Iðnó, en fær síð- nn allt í einu leiksvið til um- ráða, þar sem hvorki skortir olnbogarúm né tækni til þess að gera djarfasta draum að veruleika. Og leikstjórnin bar það með sér, að livorki hafa leikendur ríé leikstióri legið á liði sínu, hvert atriði var þaul æft og skipulagt, hver staða hugsuð. Gestur Pálsson lék Guð- mund bónda, og var leikur hans allur fágaður og vandaður. Enielía Borg og Arndís Björns- dóttir léku þær systur, Mar- gréti, konu Guðm., og Önnu Samleikur þeirra var með af- brigðum hugþekkur og ckemmtilegur, og Arndís iðaði af fjörl, enda þótt hún væri cársjúk, en það þrekvirki mun iengi geymast í íslenzkri leik- sögu. Þessar systur eru ein- staklega skemmtilegar persón- ur; kátar, saklausar, einfald- ar og brjóstgóðar sveitakonur, gestrisnar og trúaðar, fulltrú- ar gömlu sveitamenningarinn- ar, eins og þeir gerðust beztir. Baldvin Hallclórsson fer með hlutverk Jóns, fóstursonar !ieirra systra, seni að hálfu leyti or ljúflingur og hálfu levti mað ur; hlutverkið gefur ekki tæki færi til mikilla tilþrifa, en leik ur hans er fágaður og smekk- legúr. Bryndís Pétursdóttir fer með hlutverk Guðrúnar og er raeðferð hennar á persónunni orýðileg í alla staði. Hið sama má segia um Hildi Kalman í íilutverki Siggu vinnukonu; gáski hennar og fjör og s.kiln- irigur á persónugerðinni gerir i að úr hlutverki þessu, sem unnt er — og vel bað. Grími er vel borgið í bönd- um á Val Gíslasyni. Grímur er clna hlutverkið, sem géfur t.æki !æri til nokkurra átaka og leys ir Valur þá þraut á sinn skrum 'ausa og fágaða hátt, en njál hans varð helzt til ógreinilegt, begar brjálunin náði tökum á honum. Alfreð Andresson leik- ur Gvend snemmbæra, Gvencl- ur er fyrir löngu orðin sígild oersóna á íslenzku leiksvið. Þar Jregur höfundurinn upp mynd af flakkara; sanna, en rnótaða af glettni og góðleik höfundar- :ns. Mörgum hefur hætt við að ýkja' Jjessa persónu á leiksviði, en Alfreð stillir leik sínum vel í hóf, hið kímilega í fari per- sónunnar kemur innan frá og Gvendur verður skemmtilegur í höndum hans, en ekki fjfl; guðs volaður aumingi og auðnu æysingi en ékki ræfill. Og svo eru það verur af öðr- um heimi. Þar er hlutverk Ás- laugar álfkonu mest og vírðu- legast; þar reynir mest á tign í framkomu og framsögn,. því að boðskapur hennar er bunga miðja leiksins og það er hún, sem veitir þar öflun Ijóssins íeiðsögn og forystu til sigurs. Þessi vandi hvíldi 'á frú Þóru Borg, og var leikur hennar all- ur tilkomumikill og göfugur, eins og við mátti búast og öll- um aðilum til heiðurs. í raun réttri var það hún, sem flutti vígsluávarpið fyrir hönd Ind- "iða heitins Einarssonai', ‘bar iiheyrendur^ kveðjur hans og bjóðinni ái'naðaróskir við þessa hátíðlegu athöfn, er hún hóf upp íánann: „Vér komum til að mála miklu skýrar draumamyndir, dreymdar helzt í vöku, cvo þjóðarljóðin þagni aldi'ei f'-araar. Nýársnótíin, IeiksvJismynd. — Ljósrn.: Vignir. Lf harpan þagnar, dísir allar • , deyja. — | í bæ er dauft, ef hugsjón öll er bí>rfin, og matarstritið guðar á hvern I glugga, | þá fer, sem áður fegurst skáld- | Ijóð sungu, | að „fólkið deyr, ef hverfa Ijóð ; af tungu." Iríga Laxness leikur Ljós björt álfamey með innileik og blíðu, og- er öll meðferð bennar á hlutverkinu eimkar hugþekk. Glín Ingvarsdóttir fer með hlut- verk Heiðbláinnar. Elírí er fög- ur og tíguleg á svioi og röddin hreimHrein og látlaus, en leik- urinn fágaður. Hið sama verð- ur því miþur ekki sagt um með-. ferð Steinunnar Bjarnadóttur á hlutverki Mjailar; viðleitni hennar til að ná kulda raddar- innar misheppnaðist algerlega, röddin varð ekki köld. heldur arjúf og hi-yssingsleg og í al- geru ósamræmi við þann.tign- ! arbrag, sem á sviðinu ríkti. Jón Aðils leikur Reiðar sendimann með reisn og skörulegri fram- sögn og Ævar Kvaran fer glæsi. lega með hlutverk Húnboga stallara, en Haraldur Á. Sig- urðsson leikur Svart þræl, van- þakkláttTilutverk og í mótsögn við alla birtuna og skrautið; en Haraldi tekst vel leikurinn. Þeir Ragnar B. Guðmundsson og Ólafur Thors jeika álfa- sveinana snoturlega. Indriði Waage fer með hlut- verk álfakonungs. Það kann að vera hefðin frá álfadönsunum, sem mér er í barnsminni, að mér þykir sem slíkir embættis- menn eigi að vera miklir að vallarsýn og skörulegir. Indriða tókst vel að túlka harm og lífs- i þreytu hins aldna konungs, en hörku og harðýðgi einvaldans, sem hanga vill í valdastóli á meðan hann dregur andann og öeygja allt og alla undir mikil- úðleik sinn, tekst honum ekki r N "vna, Þreytan var það, sem einkenndi leik hans fyrst og fremst, og engin rök komu þar fram, er gerðu sennilegan ugg og ótta álfanna fyrir veldi hans. LeiksviðsbúnaSur var allur hinn glæsilegasti, baðstofan hæfilegá stór og gó.ð eftirmynd. af gamalli, þokkalegri sveita- baðstófu. Fiórða og fimnita sviðið, hjá Álfhamri, var hins vegar með öðrum svip en ætl- azt er til í leikritinu. Þar ríkti ekki miðsvetrarnótt rneð mána lýsu á hjarr.i, heldur eins kon- ar millistig sólskins og stofu- biríu: fyrir bragðið varð hrím- ið og snjórinn á klettunum að gráum, dauðum skellum, en álfarnir og dans þeirra aðeins danssýning skartbúinna, mennskra manna. Sefjun álfa- ragnarinnar og hálfbirta ævin- týrsins fór þar með öllu for- göi'ðum. Er leitt til þe$s að vita, að svo skyldi takast nú. því að eklci er þar tækniskprti um aö kenna. Það, sem einkennir „Nýárs- nóttina" mest einkenndi og höf- und hennár og gerði hann sam- tíð sinni minnisstæðan; fegurð’, heiðríkja í .hugsun, hugsjóna- göfgi og trúin á sigur hins góða, glæsibragur og þor til að ganga á hólm við allt, sem lágt var og rislaust. Megi það sama ein- kenna þjóðleikhúsið, þá djörfu hugsjón höfundai'ins, sem nú ei orðin að veruleika, og íslenzka ieiklist, — listina, sem hanrí taldi hið „mesta í heimi“. Loftur Guðmundsson. j ■ M mmWá I \\ 1 :' ■•• .*• ^ 4 fll tSKHm i KKSBMMMKft^ \\ ? s \ ■ - Nýársnótíin, íeiksviðsmy»id. Ljósm.: Vignir. 16 fyrirtæki fyrir verðlagsbrot UNDANFARIÐ hafa eftir- taldir aðilar verið sektaðir fyr- ir brot á verðlagslöggjöfinni og nemur sekt og óíögíegu-i ágóoi ramtals eins og hér segir: Sápuhúsið, Auaturstræti 17, kr. 2156,00. Lúllabúð, Ilverfis- götu 61, 495,00. Guðjón Sím- onarson, Framnesv. 5, 400,00. Verzl. Krónan, Vesturgötu, f 16,00. Veitingastpfan, Þórsg. 14, ’ 344,50. Breiðfirðinrrabúð, f-kólavörðustíg 6 B, 600,00. Verzlunin Olvmpia,. Vesturg. 11, 600,00. Verzl. Göðaboi'g, Óðínsgötu, 500,00. Herrabúðin, Skólavörðustíg 2, 691,30. Verzl. nborg. Samtúni 11, 2900,00. Bápuverksm. Mjöll 2500,00. Verksm. Skírnir 2505,07. Ei- ;k-ur Kristjánsson kaupm., Akureyri 1305,95. Vefzl. Esja, Akureyri, 150,00. Gunnar Hteingrímsson kaupm.. Ákur- cyri, 1312.60. Gjafabúðin, Ak- ureyri, 1176,80. tesið Aibýðubtaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.