Alþýðublaðið - 18.05.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagui- 18. máí 1950. ALÞÝÐUBLABIÐ 5 Haraldur Guðmundsson: ALÞÝÐUBLAÐIB birtir í clag síðari hlutann af ræðu Haraldar Guðmundssonar í efri deild 17. marz s. 1., er gengislækkunin var samþykkt. Er lærclómsríkt fyrir menn í dag, tveimur mánuðum eftir samþykkt hennar, að lesa þau rök, sem Haraldur og aðrir þingmenn Alþýðuflokks- ins báru þá fram á móti þeirri ráðstöfun. í SAMBANDI við þetta j frumvarp, sem hér liggur fyr- ir, og undirbúning þess, sem hæstvirt stjórn virðist mjög ánægð með, finnst mér vanta ýmis þýðingarmikil atriði, og furðar satt að segja mjög á, að hagfræðingarnir skuli ekki hafa gert grein fyrir þeiiii. I hinni löngu greinargerð, sem fylgir frumvarpinu, er ekki minnst á tekjuskipting- tma í landinu, hvorki milli stétta eða einstaklinga, en slíkí hlýtur þó að vera grundvall- arsjónarmið, þegar gera á ráðstafanir eins og frumvarpið miðar að. Það er heldur ekkert í greinargerðinni um, hvernig eignaskiptingin í landínu er, hyorki miðað við einstaklinga eða stéttir. Tekjuskiptingin og eignaskiptingin hljóta þó að skipta höfuðmáli, þegar raska á þessu hlutfalli eins og frum- varpið gerir ráð fyrir. Það er að vísu viðurkennt í áliti hag- fræðinganna, sem sömdu þetta frumvarp, að hlutur verzlun- arinnar og iðnaðarins hafi ver- ið og sé óeðlilega mikill og ineiri en hann þyrfti að vera og Iátið skína í, að það stafi ai innflutningshöftum, en hins vegar gert ráð fyrir að það lagist af sjálfu sér, þegar verzl- wnin verði frjáls, án þéss að nokkrar ráðstafanir í frum- varpinu leiðrétti þessa óeðli- legu skiptingu, sem viður- kennd er, og mun ég víkja að því síðar. Óvlss „stóreigna- . skattur44, en ayknir toKIar. í frumvarpinu er gert ráð fyrir skatti á stóreignamenn, án þess að nokkrar upplýsing- ar liggi fyrir um, hvað sá skatt ur verður mikill og meira segja hefur þessum skattaákvæðum nú verið gerbreytt frá því að frumvarpið var lagt fram. enda þótt ekkert sé vitað um, hvort sú breyting hefur í för með sér hækkun eðá lækkun á skattinum, og er alveg undra- vert, að slik vinnubrögð skuli vera viðhöfð í svo stóru máli. Samkvæmt fíumvarpinu, eins og.það var fyrst lagt fram, var gert ráð fyrir að Ieggja skatt á fasteignir allt að 12%. Hjá hlutafélögum átti að leggja á allar fasteignir, en einstakling- ar máítu draga 300 þús. kr. Irá. En hins vegar var gert ráð fyrir að eignaaukaskattui’- Inn yrði Iátinn halda sér eins og’ hann var ákveðinn með eignakönnunarlögunum,. Nú hefur þessu verið breytt þann- ig, að eignaaukaskatturinn er al- veg felidur niður, án þess a'ö nokkrar upplýsingar liggi fyrir um, hversu hár hann myndi verða, og tel ég vafasamt a5 hækkunin á stóreignaskatti frumvarpsins verði meiri en sem eigna- aukaskattinum nemur, ef hann væri innheimtur. Hann átti eííir því sem ég man að nema upp í 30 af hundr- aði af eignaaúka umíram 2 milljónir. Enn fremur hefur sú breyting verið gerð á skattaákvæðum þessa frv., að skatturinn verði ekki lagður á hlutafélög eða samvinnufélög, heldur verði eignum þessara félaga skipt á hluthafana og félagsmenn, og þeir á þann hátt látnir greiða af þeim skatt. Það er eíns með þessa breytingu, að það liggur okkert fyrir um, hvort hún muni hafa í för með sér hælck- un eða lækkun á skattinum. Það er augljóst, að af sam- vinnufélögunum verður skatt- ur enginn eða mjög lítið tek- íð á þennan hátt og sömuleið- is eru líkur til að takmarkað náist af því fé,. sem í hluta- félögum er bundjð, þar sem auðvelt hefur verið að skipta þessu fé á marga aðila, kannske 7 til 8 í sömu fjölskyldunni. Hitt kann að vera, að meira náist af þeim, sem eiga í mörg um hlutafélögum, á þennan hátt. Annars liggur ekkert fyr- ir um, hvað þessi skattur muni nema miklum upphæðum og verð ég að lýsa furðu minni yfir því, að ekki skuli svo mik- ið sem stafkrókur um það at- riði fylgja þessu mikla frum- varpi. Þá er ekki heldur neitt um það, hvaða áhrif gengisbreyt- ingin hefur á tolltekjurnar, en verðíollurinn er áætlað- ur í fjárlagafrumvarpinu am 60 millj. Hækkun á hon um ætti því að nema 30—40 millj., og yrði þá um veru- lega tollahækkun að ræða þrátt fyrir lækkun þá, sem gert er ráð fyrir í frumvarp inu. Er þörf á slíkri hækkun ,4 neyziuvörum landsmanna? Um það ligg.ia engar upplýs- ingar fyrir, hvorki frá hæst- virtri ríkisstjórn eða þeim hagfræðingum, sem frumvarp- tð sömdu. Óvissar afkoniii- horfu.r útgr§pr- inrsar. Loks Iiggja engar upplýs ingar fyrir um afkomuhorf- ur útgerðarinnar, sem þó er talað um að verið sé að bjarga með þessum aðgerð- um. Það eina, sem er upp- 'Iýst í sambandi við afkomu útvegsins, er það, að fyrir hraðfrysta fiskinn þurfi að fást 10 pence, og þá geti hrað frystihúsin greitt 93 aura, en það er líka upplýst, að þau geta ekki greiít þetta. Um söluhorfur er ekkert fjall- að í sambandi við þetta mál. Það er t. d. ekkert um mark- aðsmögujeika í Bandaríkjun- M.m fyrir hraðfrystan fisk og '>kki vitað, að nokkuð hafi ver ið gert til að leita fyrir sér um það vandamál. Það er held ur ekkert getið um, hvort lík- ur séu til að Hússar myndu kaupa af okkur fisk eftir geng islækkunina. Ef til vill er líka retlunin hjá háttvirtri ríkis- rtjórn, að byggjá eingöngu á markaðinum í Bretlandi og Mið-Evrópu. Ég verð að segja, að það er hrein furða eftir all- rxn þann undirbúning, sem tal- flð er um í sambandi við þetta frumvarp. að háttvirí ríkis- stjórn skuli hafa látið sér ræma að veita engar upplýs- ingar um þessi atriði; eða hef- ur kannske farist fvrir að láta athuga þessar hliðar málsins? Hví ekki landsverzi- un eins og Bretar? nema þann, sem fluttur var á markaðinn til þeirra. Þannig var utanríkisverzlun in svo til öll í höndum rík- isins, en með því var allt verðlagseftirlií miklu auð- veldara í framkvæmd og milliliðagróðinn stórkost- lega lækkaður eða af tek- Það er áreiðanlega enginn vafi á, að ef við hefðum verið svo hagsýnir að hafa slíkt fyr- | irkomulag á stríðsárunum, þá | værum við betur á vegi stadd- ir nú og heíðum sennilega losn- ! að við þá erfiðleika að miklu ieyti, sem nú á að levsa úr með gengislækkun. Nú segja menn, að Bretar séu að leysa upp landsverzlunina og það er I að verulegu léyti rétt, en þeir I eru líka að losna úr sínum I efnahagserfiðleikum, sem stríð ið hafði í för með sér. Nú erum vi'ð aftur á móti í líkum vanda og Bretar voru, þegar þeir gripu til landsverzlunarinnar, og þar af leiðandi athugandi, hvort ’ við eigum ekki að grípa til sömu ráða og þeir gerðu. Þá vil ég víkja a ðræðu hæst- virts atvinnumálaráðherra. Hann taldi, að Alþýðuflokkur- inn hefði ekki bent á neina leið út úr þeim erfiðleikum, sem nú steðja að, aðra en þá. að taka upp landsverzlun og það væri þýðingarlaust mál, sem enginn tæki alvarlega. Ég get játað það, að vandinn er meiri nú, en ef fyrr hefðj verið móti honum snúizt, og það getur ver- íð, að landsverzlun leysti hann ekki allan eins og nú er komið. Hins vegar vi! ég benda hæstvirtum atvinnumálaráð herra á, að ekki ómerkari ^þjóð en Bretar tóku það ráð, þegar efnahagsvandamál stríðsáranna steðjuöu að þeim, að þjóðnýía utanrík- isverzlunina, taka upp rík- isinnkaup í svo stórum stíl, að allar brýnustu nauðsynj- ar voru keyptar af því opin bera og má í því sambandi nefna t. d. olíu, kornvöru, feiti, kjöt, ull og fisk, Óhóflegur verzkin- argróöL Fyrir tveimur árum var gerð athugun á verzluninni hér hjá okkur, bæði álagningu og hversu margir væru í þeirri atvinnugrein. Sú athugun leiddi í Ijós, að á fjölmörgum vörutegundum var álagningín meiri en innkaupsverðið í er- iendum gjaldeyri. Ég benti áður á, að hagfræð- ingarnir Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson, birta í áliti sínít, að til verzlunarinn- ar og iðnaðarins hafi runnið óhóflegur gróði á undanförn- um árum. Þó neitar enginn því, að fólkið, sem vinnur að verzlun, er margfalt fleira en þarf að vera. Það er því aug- ijóst, þar sem hægt hefur ver ið að borga öllum þeim fjölda, F.em unníð hefur við verzlun, gott kaup, en hafa auk þess óhóflegan gróða. þá mætti ná í Aíþyðttblaðinu é surmudögum, eru vinsamlega beðnir að skila handrifi að auglýsingunum fyrir klukkan 7 á föstudagskvöíd í auglýsingaskrifstofu blaðsins, Hverfisg. .8—10. Önnumst kaup og sölu fasfeigna og ails konar samningagerðir. SALA og SAMNINGAR Aðalstraeti 13. Sími 6916. allmiklu fé með því að taka upp landsverzlun eða lækka , verðið og spara þjóðinni fé. Eg fullyrði ekki, að hægt væri hð ná í nægilegt fé til að rétta við sjávarútveginn með þess- ari leið, en fullvíst er, að veru- i.ega mætti létta á útveginum, ef þetta fé væri flutt til hans, og telja verður það eðlilegri iausn en láta launastéttir ia.ndsins bera þær byrðar. Auk bess hefði slíkt fyrirþomulag í för með sér, að auðvelt væri að leggja aukalega á vissa vöru flokka og veita því fé tíl útvegs ins, þar sem öll verzlun vaeri í höndum rikisins. Það kunna sumir að segja, ■ a'ð sííkt. væri raunar ekki ann- að en gengislækkun og má á vissan hátt segja að svo sé. En með því móíí væri einungis sú króna lækkuð, sem notuð væri til kaupa á sérstökum vörum og þá væntanlega ekki brýn- ustu nauðsynjum. Krónan, sem n. otuð væri til kaupa á brauði og slíkum nauðsynjum, væri cskert, en hins vegar lækkuo krónan, sem varið væri til kaupa á sigarettum og bílum o. s. frv. Þetta væri auðvelt, ef fólkið vildi fara þessa leið. Eg verð að segja, að jafnvel þó þetta frumvarp verSi samþykkí sé nauðsynlegt að athuga þeíía mál. FS fæ ekki séð, aS nem trygging sé. fyr- ir því, að gengi það, sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu, haldist, enda er beinlínis ákvæði í frum- varpinu. sem ótvíræít gefa í skyn, að það getí þurft að breytast aftur og það án að- gerða alþingis. Bætir ekki úr vörii- skortinurn, Um ummæli hæstvirts at- vinnumálaráðherra í sambandi við eignaskattinn. ætla eg ekki að ræða nánar nú. Það gefst væntanlega tækifæri til að ræða það í sambandi við um- ræður um einstök ákvæði frumvarpsins. Hæstvirtur ráð- herra og aðrir, sem að frum- varpinu standa, draga ekki dul á það, að takmarkið með því «é að gera verzluríina frjálsa, en við það muni annað lagasí af sjálfu sér, og það geíur vel verið að frjáls verzluri bætti úr einhverju, sem henni, er ætlað. Hitt er bara Iakara, að fátt bendir til.-að þessu mark • rniði verði náð í náinm fram- tíð. í sjálfu sér teljum við Al- þýouflokksmenn heidur ekki að svokölluð frjáls verzlun sé neitt takmark út af fyrir sig. Höfuðmarkmiðið teljum við að sé að tryggja öllum atvinntt við arðbær og gagnleg störf, en það er undirstaða þess a3 fólkinu líði vel. Hitt er miklu, minna atriði, hvort verzlunin er frjáls eða ekki, aðeins ex Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.