Alþýðublaðið - 18.05.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.05.1950, Blaðsíða 8
SCíerlzt askrifendur að Alþýöublaðlnu. Börií ög unglingar. Komið og seljið r Alþýðublaðið inn á \ hvert heimiii. Hring- ! ið í síma 4900 eða 4906. AlþýÖublaðlÖ. AHir vilja kaupa Fimrntudagai 18. maí 1950. Alþýðublaðið* Nær því 300 minjagripir á sýningu ferðaskrifstofunnar í Bankastræfi I Flðluleikarinn Henry Holst kominn hingað til lands Jóhanna Knudsen hlautfyrstu verðlaun í minjagripasamkeppninni. NOKKUÐ A SJÖTTA HUNDRAÐ gripir frá meira en elft hundrað einstakíingum bárust á minjagripasanikeppni Ferðaskrifstofu -ríkisins og Heimilisiðnaðarfélags íslands, og hefur nú verið opnuð sýning á nálega 300 beztu gripunum í 5-: vningarsalnum á efri tiæ'ð hússins Bankastræti 7. Fyrstu verð- laun í samkeppninni híaut Jóhanna Knudsen, Reykjavík, öðr- um verðlaunum var skipt á milli fyrirtækjanna Laugarness- leirs og Funa h.f., og þriðju verðlaun hlaut Sigurþór Þorleifs- son, Reykjavík. áfmælisþing Um- dætnisslúku Suður- lanÉ heísí í dag SEXTÍU ÁRA AFMÆLIS- ÞING Umdæmisstúku Suður- Iands hefst í dag. Fulltrúar og aðrir templarar munu safnast f-aman við Góðtemplarahúsið kí. 1,30, og verður síðan há- tíðaguðsþjónusta í dómkirkj- unni; séra Sigurgeir Sigurðsson biskup predikar. Að þingsetn- ingu lokinni fer fram þingsetn- ing í Góðtemplarahúsinu. Annað kvöld verður svo sam- sæti í Iðnó. Verður þar sameig- inleg kaffidrykkja, ræðuhöld og mörg skemmtiatriði. —---------♦---------- Hallveigarstaða- bazar í Lisfamanna- skálanimn dag F JÁRÖFLUN ARNEFND Hallveigarstaða heldur bazar í Listamannaskálanum kl. 3.50 í dag. Þar verður á boðstólum alls konar fatna.ður. vtri og innri, á börn á öllum aldri,. barnaregn- kápur úr plastik og barnaleik- föng og enn fremur ýmis konar kvenfatnaður. Happdrætti verður í sam- bandi við bazarinn. Er vinn- ingurinn amerískt brúðuhús. Aliur ágóði rennur í bygg- ingarsjóð Hallveigarstaða. ■-----——*— --------- . Merkjasöludagur BÆR er í dag BANDALAG æskulýðsfélaga í Reykjavík efnir til merkja- soíu til ágóða fyrir býggingar- sjóð æskulýðshallar í Reykja- vlk í dag, uppstigningardag. Merkin verða afgreidd til söiubarna kl. 9 fyrir hádegi í Listamannaskálanum, og er það eindregin ósk bandalags- sfcjórnarinnar, að börn fjöl- menni þangað til að taka merki til sölu. Fá börnin 15% sölu- * Þorleifur Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar, og Björn Th. •Björnsson, listfræðingur, sýndu blaðamönnum sýningar- gripina í gær og skýrðu frá úr- slitum samkeppninnar. Hafði dómnefnd, tilkvödd af báðum aðilum, athugað gripina og val- ið þá úr, er fegurstir þóttu og hentugastir. Sýningin var opnuð kl. 4 síð- degis í gær og verður framveg- is opin frá kl. 9—6 og frá 8—10 eða 11 daglega. VEBÐLAUNAGRIPIRNIB Gripir Jóhönnu Knudsen, sem hlaut fyrstu verðlaun, eru allir með áþrykktum íslenzkum blómum, flestir úr tré, en einn- ig kort og mappa með íslenzka þjóðsöngnum á ensku, Trégrip- irnir eru veggskildir, litlar skálar o. fl., svo' og bók með tréspjöldum og spenslum. Er í bókinni ágrip af sögu íslands á ensku. Þannig er gengið frá blómunum, sem þrykkt er á gripina, að engin hætta er talin á því, að þau losni af. Margvís- legir leirmunir eru frá Funa og Laugarnessleir, en gripir Sigur- þórs Þorleifssonar eru rokkur, snældustóll og snælda. AÐBIR GRIPIR Einna mest ber á tré- og leir- mununí á sýningunni, en frem- ur lítið er þar um hannyrðir og silfurgripir fáir. Meðal sér- kennilegra gripa má nefna hval, gerðan úr kýrhorni, vett- linga, sem brugðrjir eru eftir fyrirmynd frá söguöld, og út- skorna fýsibelgi. SAMKEPPNI NÆSTA ÁR Dómnefndin mun starfa á- fram og taka við minjagripum, enda þótt þessari samkeppni sé lokið, og ráðgert er að efna til annarrar á næsta ári. Einnig er hægt að nota með nokkrum breytingum marga þá muni, sem sendir voru til samkeppn- innar, en ekki voru teknir á sýninguna. Gripirnir verða I seldir . í minjagripas.ölu ferðafélagsins á Keflavíkurflugvelli og einnig í Reykjavík. laun, og þau, sem selja meira en 100 merki, fá 20% í viður- kenningarskyni fyrir dugnað sinn. HENRY HOLST, einn af kunnustu fiðluleikurum Ev- rópu, er kominn hingað til lands og mun á næstunni halda hljómleika hér á vegum Tón- listarfélags Reykjavíkur. Henry Holst e'r fæddur í Danmörku, en dvaldist árum saman í Þýzkalandi og nú síð- ustu fimmtán árin í Englandi. Hefur hann verið prófessor vio konungleg'u tónlistarháskólana í Manchester og London. ---;----.........— Þinglausnir voru í gærdag ÞINGLAUSNIR voru síðla dags í gær. Lauk þar einu lengsta þingi, sem haldið hefur verið, en það stóð frá 14. nóv- ember til 17. maí og voru haldn ir 276 fúndir, 108 í neðri deild 116 í efri deild, en 52 í samein- uðu þingi. Afgreidd voru frá þing þessu 62 lög og 17 ályktan- ir, en alls voru lögð fram 119 frumvörp og 48 ályktunartil- lögur, en auk þess 21 fyrir- spurn. Jón Pálmason, forseti sam- einaðs þings, flutti ræðu við þinglausnir, og rakti hann nokkuð viðhorf og verkefni þingsins almennt. Árnaði hann landsmönnum heilla, þakkaði þingmönnum samvinnu og ósk- áði þeim góðrar heimferðar. Einar Olgeirsson hafði orð fyr- ir þingmönnum og þakkaði for- seta góða samvinnu. Þá sleit forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson, þinginu og hróp- uðu þingmenn húrra fyrir for- seta og föðurlandi. íþróltakvðld að Há- logalandl á tnorgun ÍR EFNIR TIL íþróttakvölds að Hálogalandi annað kvöld. Þar verður badmintonkeppni milli ÍR og íþróttafélagsins á Keflavíkurflugvelli, tvö lið af Keflavíkurflugvelli sýna körfu bolta og enn fremur sýna í- þróttamenn frá Keflavíkurflug velli lyftingar. Keppnin hefst kl. 8 síðd. Leninsýning við Freyjugötu MÍR, félagið Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna, opnar sýningu n. k. föstudag klukkan 8,30 síðdegis í sýningarsal Ásmundar Sveins sonar við Freyjugötu á eftir- myndum og verkum rússneskra listamanna úr lífi og starfi Lenins. Hafa þessar myndir verið sýndar erlendis undan- farið í tilefni af því, að 22. apr- íl voru 80 ár liðin frá fæðingu Lenins. Minrtisskildir verða settir á nokkr- Reykvíksngaféiagið, sem nýlega varð tíu ára, ætlar að gangast fyrir þvL ------------------»-— REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ minntist 10 ára afmælis síns í fyrrakvöld með Iiófi í Sjálfstæðishúsinú, cn íélagið var stofnað hernámsdaginn, 10. maí 1940, og var stofndagsins og þeirra kringumstæðna, sem þá voru hér í bænum, sérstaklega minnzt í hófinu. Þótt Reykvíkingafélagið sé ekki eldra að árum, liggur þeg- ar eftir það nokkurt starf. Það hefur glætt ræktarsemi félags- rnanna sinna við höfuðborgina og aukið kynni og samheldni eldrj Reykvíkinga. Meðal bess, cem félagið beitir sér fyrir. er það, að varðveita sem bezt ýms ar gamlar minjar í bænum, svo og merka sögustaði. í því sam- bandi má geta þess, að Reyk- víkingafélagið hefur tekið að sér að halda við gömlu baíiar- húsunum á Árbæ og hefur þeg- ar látið lagfæra þau mikið, en það er mjög' kosfnaðarsamt og er því ekki fullbúið enn. Þá hefur félagið í undir- búningi að láta gera minn- isskildi til þess að setja á ýmsar sögufrægar bygging- ar í bænum, t. d. í Aðal- stræti, þar sem „Innrétting- ar“ Skúla voru, á húsið við Suðurgötu, sem Jónas Hall- grímsson átti síðast heima :í héi% og víðar. Einnig er í ráði að setja einn slikan minnisskjöld á Menntaskól- ann til minningar um þjóo • fundinn 1851, er Islendingar kröfðust stjórnarskrár af Danakonungi, en eins og kunnugt er sleit Trampe greifi konungsfulltrúi þeim fundi, en þá var það, sem Jón Sigurðsson mælti bin sögufrægu orð: „Vér mót- mælum allir,“ Enn fremur hefur Reykja- víkurfélagið það á stefnuskrá sinni, að stuðla að prýði og fegrun bæjai’ins, og hefur í því efni nokkra samstöðu við Fegr unarfélagið, en sérstök nefnd skipuð mönnum frá báðum fé- lögunum er nú starfandi með tilliti til þeirra mála. Nýlega hefur Reykvíkinga- félagið tilkynnt bæjarstjórn, að það gefi bænum gosbrunn, sem byggður verður úti í Tjörn inni, en bærinn mun sjálfur annast uppsetningti hans. í" hófinu í fyrrakvöld var margt gamalla og kunnra Reyk víkinga, þar á meðal tveir fyrr- verandi og elztu borgarstjórar Reykjavíkur, þeir Páll Einars- son og Knud Zimsen. Hjörtur Hansson fram- kvæmdastjóri setti hófið og stjórnaði því. Ólafur Thors at- vinnumálaráðherra talaðí fyrir minni félagsins og Reykjavík- ur, Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri mælti fyrir minni íslands, Lúðrasveit Reykjavík- ur lék nokkur lög og Pétur A. Jónsson söng með undirleik V. Urbantschitsch. Á milli atriða var fjöldasöngur. Loks voru flutt nokkur stutt ávörp; þeir sem tóku til máls voru: Friðrik Magnússon stórkaupmaður, Knud Zimsen fyrrv. borgar- stjóri, Jón B. Jónsson og síra Bjarni Jónsson vígslubiskup,. forseti félagsins. Að endingu. var stiginn dans til kl. 1 e. m. Hófið fór í alla staði mjög vel fram. ----------»---------- Fyrsla skemmliferð ferðaskrifstof- unnar á sumrinu. FYRSTA skemmtiferð ferðœ skrifstofunnar á þessu sumrí verður farin í dag. Lagt verð- ur af stáð kl. 13.50 frá skrif- stofunni og ekið um Krýsuvík, Selvog, komið við í Strandar- kirkju, Þorlákshöfn og um Hellisheiði til baka. Lie þögull... Framhald af 1. síðu. vegar lét hann svo ummælt við blaðamennina, að hann hefði ekki ástæðu til að vera óánægð- ur með þær viðræður, sem hanrt hefði átt við Stalir,, Molotov og Vishinsky. Við Stalin sagðist hann hafa rætt um alheims- stjórnmál, kalda stríðið, kjarn- orkumálin og fulltrúann fyrir Kína á allshferjarþingi og í ör- yggisráði sameinuðu þjóðanna. En annað kvaðst hann ekki geta sagt að svo stöddu. Trygve Lie mun fara frá Moskvu á föstudaginn og fljúga þaðan beint til Parísar. Þar mun hann ætla sér að eiga við- ræður við Schuman, utanríkis- málaráðherra Frakka, en eftir það fer hann til London og ræðir þar við Bevin, áður en hann fer aftur vestur um haf. ---------—»----------- Forseti íslands dvelur í Frakklandi sér til hressingar FORSETI ÍSLANDS, herra Sveinn Björnsson, dvelst nú í Suður-Frakklandi sér til hress- ingar. Hann var áður rúman mán- uð í Englandi til læknisrann- sóknar, en einnig fjóra daga £ sjúkrahúsi vegna smávegis að- gerðar, og bar hvorttveggja góðan árangur. (Frá forsetaritara.) /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.