Alþýðublaðið - 18.05.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.05.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ8Ð Fimmtudagui' 18. máí 1950. Ingóifs (afé Eldri dansarnlr í kvöld klukkan 9. ASgöngumiðar seldir frá klukkan 8. Sími 2826. Frú Dáríðar Dulheims: VATNSBERINN. Þá hafa blöðin loksins tekið þá rögg á sig, að birta mynd af ; hinni væntanlegu Bankastrætis og um leið Reykjavíkurprýði ,,Vatnsberail fegrunarfélagsins. Ég hef að vísu enn ekki séð mynd nema svona næstum því bsint framan af standmyndinni, og ég verð að segja það, að enda þótt það nægi varla til að kveða upp úrslitadóm þá varð ég aga- lega hrifin. Það er eitthvað svo dásamlega dularfutt og sálrænt við vesalings manninn, — já, eiginlega föturnar líka. Ég skal bara segja ykkur það, að fyrir þær manneskjur, sem lagt hafa stund á að skilja og skýra það táknræna í hlutunum, eða öllu heldur hina eiginlegu meiningu hlutanna, er þetta listaverk al-1 deilis dásamleg opinbsrun. Hvorki meira né minna! Vegna þ'ess að ég þekki mitt heimafölk hérna í henni Reykja vík, langar rnig til að skýra þessa merku mynd svolítið frá sál- rænu og táknrænu sjónarmiði; ekki vegna þess að ég áliti sjálfa mig einhvern spesíalista á því sviði, — ég hef til dæmis ekkert vit á línubyggingu eða þesshátt- ar, — heldur bara af því, að — eins og‘við segjum í kvenfélög- unum, — annars tekur enginn sér fram um það. Við skulum fyrst athuga hvernig mannauminginn horfir. Hann hallar sumsé undir flatt og kókir á fjósakonurnar. Eng- inn má misskilja það svoleiðis, áð þetta sé einhver kvennabósa mynd, heldur er þarna um að ræða tákn sálrænnar stjörnu- slcoðunar. Þar er sem sagt einn af þessum innblásnu vísinda- monnum á ferðinni; maður, sem getur lesið dauðsföll merkra stjórnmálamanna og úrslit kosn inganna í Abbesíníu út úr af- stöðu fjósakvennanna til Orions tuddans og allt það. En þetta uppáviðhliðarkólc mannsins tákn ar meira, — hún táknar hina miklu dularþrá mannkynsins upp á við, sem meðal annars birtist í hinni glæsilegu þróun flugtækninnar á vorum dögum. Og vatnsföturnar! Veitið því athygli, að þær eru grónar fast ar við völlinn. Frá náttúrufræði legu sjónarmiði er þetta merki- legt, en frá táknrænu sjónar- miði er það beinlínis stórkost- legt! Vitið þið nefnilega hvað er í skjólunum? Sálir mannanna! Karlmannsál í minni skjólunni, kvensál í þeirri stærri! Vatns- berinn, ímynd uppáviðlöngunar mannkynsins, er að reyna að lyfta sálarskjólunum, ■— en ,— bví miður; þær eru vallgrónar og það er nú það! Skiljið þið nú þessa fögru, táknrænu mynd, þetta dásamlega listaverk! Tak- ið til dæmis eftir einu, — vatns- berinn er berfættur. Uppávið- 'iögun mannsins er alltaf ber- fætt! Og hann hefur fimm stóru tær á þeim fætinum, sem sést, en það skil ég ekki alminnilega. Ég vil enn éinu sinni taka það £ram, að ég hef enn aðeins séð mynd framan af listaverkinu. Ef til vill og eflaust sé ég eitt.hvað meira táknrænt við liana frá hiið, en það verður að bíða. Öllu sálrænu fólki ber að fagna því, að þetta táknræna listaverk verður nú sett upp á almannafæri og þökk sé voru fegrunarfélagi. í almenniim friði! Dáríður Dulheims. Kaupum og seljum allskonar gagnlega hluti seljum einnig í umboðssölu. GOÐABORG Freyjugötu 1. Sími 6682. r Fljót og góð afgreiðsla. Guðl. Gíslason, Laugavegi 63, sími 81218. Herra Kleh brosti afsak- andi. „Þetta eru bara fullyrð- ingar og talshættir, Eula. Barn Epyr ekki að því, hvort allir céu tilbúnir til að taka á móti því. Og undir eins og barnið er komið, eða það er komið af stað, verða unglingarnir full- orðnir og gleyma alveg þvaðr- inu í sjálfum sér“. Það getur vel verið að þetta sé rétt. Eftir því sem tíminn Ie;ð og nálgaðist fæðinguna, tók ég oftar eftir því að Ir- ene lét í ljós gleði sína og Cögnuð. Þetta gerði mig ró- íogri og öruggari. Hún sagði til dæmis: „Ég hlakka svc til pegar litla blómið mirt kem- ur“. Og þegar líða tók á vcrið, sagði hún að vinnan við húsið eengi ákaflega vel og að Alex- under væri t.inm’it nú að vinna af miklum áhuga að bví að út- búa barnaherbergið. Maður fekk þá hugmynd, að nún væri ekki lengur r.eitt ser 'ega einmana. Einu simu skrif aði húr: „Alexander cr alveg dásamlcg’u Á hvj.jiini ein- fl’-ta de;;j, er harm m-. ð mig í dálitla gönguför Læknirinn hefur skipað mér það. en þ ig- ar ég er ein og srginn rokur m ;g af stað þá er óg of löt til að fara“. Þetta var í júní. í lok júií- mánaðar fór ég til Munchen iil að hjálpa Irene síðustu og ei'fið- ustu vikurnar. Þegar barnið væri fætt, ætlaði herra Kleh ao koma með Lottu, og þau ætl- uðu að dveljast hjá þeim í eina viku eða svo, en þá átti-húsið með báðum gestaherbergjunum að vera tilbúið. Urn þetta leyti virtist ótrúlegt, að svo myndi verða, því að þegar ég kom þangað, þá virtist mér svo ákaf- lega margt ógert. Þar voru hvorki hurðir né gluggar og allt ómálað bæði að utan og innan. En Irene sagði, að það gengi kraftaverki næst, hvað fljótt væri verið að byggja svona hús, þegar byggingameistari á borð við Alexander sæi um aila hluti sjálfur. Á þessu sviði hafði engin breyting orðið. Augu Irene geisluðu af ást og umhyggju, þegar hún talaði um hann. Mér fannst þá, að Irene væri, þrátt fyrir þungann, falleg kona. Hún bar barn sitt eins og stolt og tíguleg drottning, án þess að gera minnstu tilraun til að dylja ástand sitt, hvorki í fatn- aði né hreyfingum. „Okkur þremur mun líða svo vel í þessu húsi,“ sagði hún, þegar við vorum á leiðinni heim, eftir að hafa skoðað það. Enn þann dag í dag finnst mér ég heyra trúnaðartraustið í rödd hennar, og enn í dag kveinka ég mér, þegar ég minn- ist þess. Alexander kom seint heim á kvöldin. Hann va.r þreytuleg- ur og áhyggjufullur. Alla dag- ana vann hann að tveimur bvgg ingum samtímis og oft kom það fyrir, að hann sat í vinnustofu r.inni marga klukkutíma eftir vinnutíma á kvöldin. Hann bauð mig velkomna á næstum því of vingjarnlegan hátt og sagðist vera ákaflega glaður yf ir því, að ég skyldi hafa komið og það gleddi sig líka ehn meira veg.na þess að auðséð væri hvað írene væri hamingjusöm vfir nví að ég ætlaði að vera um rtund hjá henni. Hann flýtti ::ér mjög að borða og hafði ekki hugmynd um hvað hann borðaði. Að lokum spurði hann am herra Kleh og systur síria Lisbeth, en að síðustu spurð' ’iann um leið og hann kveikti í oípu sinni, um Lottu. Þar sem ég hafði sagt Irene það litla sem hægt var að segja um ’iana, svaraði ég aðeins. ..Hún tekur miklum framförum í námi sínu“. „Er ekkert útlit fyrir að hún fari að trúlofa sig?“ spurði hann og svipur hans formýrkvaði st um leið og hann spurði kæru- leysislega að því er viríist. Ég svaraði að það væri lítið um samkvæmi hjá okkur og að herra Kleh hefði ungan mann í huga handa Lottu, en að þessi ungi maður væri ‘sem stendur á vígvellinum. Svo virtist, sem Alexander itefði alls ekki heyrt svar mitt. Hann fóf' til vinnustofu sinn- ar. ,.Það verður alveg yndislegt begar hann er búinn að byggja og fær vinnustofu heima hjá okkur“, sagði Irene. „Vitan- iega kemur ekki til mála að trufla hann þegar hann er að vinna, en það verður allt ann- að fyrir mig að heyra alltaf fótatak hans og hóstann í hon- um, en hann befur alltaf þenn an þurra hósta af of miklum reykingum. Já, þá verð ég ekki oins einmana og ég hef stund- um verið undanfarið. Iiún var í raun og veru ákaf lega mikið einmana. Oftast, þeg ar hún vaknaði á morgnana var Alexar.der farinn til bygging- arinnar. Oft hafði hann ekki tíma til að koma til miðdegis- verðar og á kvöldin var hann orðinn svo dauðuppgefinn að iiað var ekki. hægt að koma af :;tað neinum skemmtilegum r.amræðum. „Hann gengur allt of mikið upp í starfi sínu“, ragði Irene. „Hann slítur sér alveg út fyrir þennan striðs- I gróðahákarl, sem hefur svo j ekki minnsta skilning á því. 1 Það getur vel verið að þetta r.é vegna þess að þetta er fj’rsta stórhýsið, sem hann fær“. Ég vonaði að það væri eins og hún sagði. „Þegar stríðið er búið, þá get ur hann ráðið til sín ungt fólk svo að öll vinnan þurfi ekki að hvíla á honum einum“, svar aði ég, en innst inni husaði cg. Eftir að barnið kemur cg það íer að babla, þá mun hann fú meiri tíma til þess að vera iieima. Við töluðum eiginlega varla um annað en barnið. Barnaföt- in voru þegar tilbúin og allt FÉLAGSlíf Kvensl údenfafélag r Dvalið verður í skólaseli Menntaskólans næstu helgi. Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 3 e. h. á laugardag. Far- miðar á sama stað f. h. á laugardag. Stjórnin. FARFUGLAR og ferðafólk! — Um helgina verður farin skíðaferð á Hellisheiði og gengið á Skálafell (574 m.). Önnur ferð um helgina verð- ur í Sæból í Kjós og gengið yfir Reynivallaháls, á upp eítir leið verður ekið að Með- alfellsvatni og geta þeir, sem vilja, orðið þar eftir og stund að silungsveiðar. Allar nán- ari upplýsingar á Stefáns kaffi,. Bergstaðastr. 7, kl. 9 —10 á föstudagskvöld. Ferðanefndin. VORÞING Umdæmisstúkunn- ar nr. 1 hefst kl. 2 í dag með hátíðaguðsþjónustu í Reykja vík. Herra biskupinn, Sig'ur- geir Sigurðsson prédikar. Að guðsþjónustu lokinni verður þingið sett í Góðtemplara- húsinu í Reykjavík. Föstu- daginn 19. maí kl. 8.30 e. h. verður samsæti í Iðnó í til- efni af 60 ára afmæli Um- dæmisstúkunnar. Laugardag og sunnudag verður svo þingið háð í Góðtemplarahús inu í Hafnarfirði og hefst báða dagana kl. 1.30 e. h. Á sunnudaginn ltl. 4 e. h. verð- I ur útbreiðslufundur í Bæjar- I bíó í Hafnábfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.