Alþýðublaðið - 16.06.1950, Qupperneq 4
4
AI-t>Ýf)UBLAÐH)
Föstudagur 16. júní 1950.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möiler.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Friðarvinur svarar
„friðarávarpi"
KOMMÚNISTAR eru alltaf
að leita að einhverjum fræg-
um mönnum, sem hægt væri
að fá til þess að skrifa undir
sakleysilegan, en miður ein-
lægan, friðaráróður þeirra; því
að þeir vita, að fræg nöfn hafa
mikið áróðursgildi. í'ess vegna
þótti þeim bera vel í veiði,
er það spurðist fyrir nokkr-
um dögum, að Niels Bohr,
hinn heimsfrægi danski kjarn-
orku.fræðingur og Nóbelsverð
launahafi, hefði skrifað sam-
einuðu þjóðunum og heitið á
þær, að reyna að ná samkom
lagi um. kjarnorkuna, sem að
óðrum kosti gæti orðið allri
menningu í heiminum að falli.
Þarna þóttust kommúnistar
eygja möguleika á því að fá
frægan mann til þess að skrifa
undir „friðarávarp11 sitt, sem
iiú er borið á milli hrekklausra
manna víðs vegar um heim
til undirskriftasöfnunar; en í
ávarp.i þessu er aðaláherzla
lögð á þá áróðursk .öfu Rússa,
að öll kjarnorkuvopn verði
bönnuð, en raunhæft eftinit
rneð slíku banni, ssm Banda-
ríkin gera að skilyrði fyrir
því, hins vegar eki:; nefnt á
nafn. Kommúnislar sneru sér
því til Niels Bohr cg báðu
hann að skrifa unair „friðar-
ávarpið“.
En þeir fengu svar sem þeir
höfðu ekki við búizt Bohr
kvaðst ekki skrifa undir nein
„friðarskjöl“, nema þar sé
greinilega fram tekið, að allar
þjóðir verði „að opna g'bgga
sína“ og sýna hver annarri
fullkomna hreinskilni 1 öllu
því, sem varðar friðinn og
kjarnorkumálin!
Þetta svar hins fræga kjarn-
crkufræðings hitti kommún-
ista á viðkvæmasta stað; því
að það sýnir, að hann metur
friðaráróður þeirra sem hræsni
eina meðan Rússland er ekki
reiðubúið til þess „að opna
glugga sína“ og gangast undir
raunhæft eftirlit með notkun
kjarnorkunnar um heim allan.
ciimig hjá sér, svo að cngin
þjóð þurfi að óttast, að hún
verði svikin af annarri, með
leynilegri framleiðslu kjarn-
orkuvopna eftir að þau hefðu
verið bönnuð. En það cr að
sjálfsögðu þetta, sem Bohr á
við í svari sínu, þar sem hann
krefst þess, að þjóðirnar sýni
hver annarri fullkomna hrein-
skilni í öllu því, sem varðar
friðinn og kjarnorkumálin.
Bohr lítur þannig greini-
lega svo á, eins og stjórnmála
menn Bandaríkjanna og Bret-
lands, að bann við framleiðslu
kjarnorkuvopna, eitt ú: af fvr
ir sig, eins og sovétstjórnin og
kommúnistar krefjast og vilja
láta nægja, sé alls engin trygg
ing fyrir því, að mannkynið fái
umflúið tortímingu kjarnorku-
styrjaldar. í kringum slíkt
bann væri alltaf hægt að fara,
ef ekki væri neitt raunhæft
eftirlit með því, að því væri
hlýtt. Þess vegna leggur Bohr
höfuðáherzlu á það, sem sovét-
stjórnin og kommúnistískir já-
bræður hennar hvarvetna. um
heim mega ekki heyra nefnt á
nafn, — að allar þjóðir verði
„að opna glugga sína ‘ og sýna
hver annarri fullkomna hrein-
skilni í kjarnorkumálunum,
með öðrum orðum, undirgang-
ast það alþjóðaeftirlit með
notkun kjarnorkunnar hvar-
vetna um heim, sem Vestur-
veldin berjast fyrir!
En slíkt alþjóðaeftirlit má
Rússland Stalins, sem sagt,
ekki heyra r.efnt. Sovétstjóríi-
in segir, að það myndi þýða
skerðingu á fullveldi þjóðanna.
í stað þess hamra sovétstjórnin
og kommúnistar á þýðingarlít-
illi eða þýðingarlausri pappírs-
samþykkt sameinuðu þjóðanna
þess efnis, að framleiðsla kjarn-
orkuvopna skuli vera bönnuð,
og brígzla Vesturveldunum
um svikráð við friðinn af því,
að þau vilja ekki fallast á
slíkt bann nema því aðeins, að
það verði tryggt með alþjóða-
eftirliti, að því verði hlýtt
af öllum, einnig af Rússum.
En hvað kemur þá til, að
sovétstjórnin skuli ekki vera
fáanle^ til þess, að undirgang-
ast alþjóðaeftirlit með notkun
kjarnorkunnar? Bandaríkin
hafa tjáð sig reiðubúin til þess,
að samþykkja algert bann við
framleiðslu kjarnorkuvopna
og eyðileggja þær birgðir, sem
þau hafa komið sér upp af
kjarnorkusprengjum, ef Rúss-
land vilji samtímis fallast á ör-
uggt alþjóðaeftirlit með notk-
un kjarnorkunnar um allan
heim, svo að ekki þurfi að ótt-
ast, að kjarnorkuvopn verði
neins staðar framleidd í laumi,
þrátt fyrir bannið. En við þessu
sjálfságða skilyrði segja Rúss-
ar nei! Það skyldi þó aldrei
vera, að þeir hyggi á að búa sig
undir kjarnorkustyrjölcl sjá;f-
ir, þótt þeir vilji banna öðrum
þjóðum það?
Hvað um það; Hér hefur
friðarvilji sovétstjórnarinnar
verið látinn ganga undir próf
og ekki staðizt það. Hún vill
ekki fallast á það alþjóðaeftir-
lit með notkun kjarnorkunnar,
sem er ófrávíkjanlegt skilyrði
Vesturveldanna fyrir banni og
eyðileggingu allra kjarnorku-
vopna og eina tryggingm fyrir
því, að þau verði ekki fram-
leidd neins staðar í framtíðinni.
Það er því engin furða, þótt
Bohr láti sér fátt um finnast
„friðarávarp11 kommúnista og
afþakki með öllu þann heið-
ur, að fá að skrifa undir
það. Bohr liggur það vaíalaust
mikið á hjarta, að kjarnorkan,
sem hann hefur átt svo mikinn
þátt í að rannsaka og beizla,
verði ekki notuð í tortímingar
skyni í nýrri styrjöld. En jafn
augljóst er, að hann telur sig
ekki eiga neina samleið með
hræsnisfullum „friðaráróðri11
kommúnista, sem þykjast ætla
að forða mannkyninu frá
kjarnorkustyrjöld með því að
banna öll kjarnorkuvopn, en
vilja þó halda öllum möguleik-
um opnum fyrir Rússland til
þess að framleiða kjarnorku-
vopn í laumi og ráðast síðan á
lýðræðisríkin með þeim.
Saiffiskþurkunar-
hús í '
/ IfB
I
BÆJARUTGERÐ HAFN-
ARFJARÐAR er nú að byggja
siltfiskþurrkunarhús, sem
verða mun að líkindum tilbúið
til notkunar seinni partinn i
sumar eða með haustinu. Einn-
ig er Jón Gíslason útgerðar-
maður að byggja saltfiskþurrk-
unarhús í Hafnarfirði.
Fjórir togarar frá Hafnar-
firði stunda nú veiðaí í salt.
Reykjavík — Osló — Kaupmaiinahöfn.
Frá og með 17. júní hefjasí vikulegar flugferðir til
Osló í sambandi við áætlunarflug félagsins til Kaupmanna
hafnar. Farið verður frá Reykjavík á laugardögum og til
baka frá Osló á laugardögum og til baka frá Osló á sunnu-
dögum.
Nánari upplýsingar verða veittar í skrifstofu vorri,
Lækjargötu 4, símar 6600 og 6603.
Flugféiag fslands h.f.
Labbað fram hjá blómagarði. — Myndarskapur
og ómyndarháttur. — Fallegar, vinnuklæddar
stúlkur. — Grasleysið á barnaleikvöllunum. —
Stéítaskiptingin og óperan.
BLÓMAGARÐUR Elliheimil-
isins stendur í fullum skrúða.
Það er augnayndi að labba
fram hjá Elliheimilinu og sjá
þetta blómahaf, og- hvergi getur
að líta annað eins í Reykjavík.
Það er myndarskapur í þessum
framkvæmdum, myndarskapur,
sem Ieið vekur athygli á ómynd
arskap annarra, sem stjórna
sams konar fyrirtækjum. Hvers
vegna er það svona? Hvers
vegna er ekki hægí að prýða
betur lóðina kring um Lands-
spítalann? Bletturinn kringum
FæSjmgarcleildina er fallegur,
þó að enn sé ekki farið að setja
þar niður blóm.
Sala hraðfrysta fiskjarins
NÚ VINNA SMÁSTÚLKUR
í skrúðgörðum bæjarins og á
opnum túnum. Þær ganga
þarna um með ,,klórur“, liggja
á hnjánum við að rífa burtu ill-
gresi og virðast stunda þetta af
alúð. Þær eru léttklæddar og
með bera fótleggi og allt af
brosandi. Þetta eru fallegar og
frjálslegar, kornungar stúlkur
og þær eru líka sumarboðar og
það er gaman að þeim.
ÞAÐ Eft VERST að ekki
skuli vera hægt að prýða alla
Reyk'javík með svona starfs-
stúlkum á sumrin. Þær eru
nefnilega miklu fallegri en þær,
sem eru tilbúnar, skrífðar, mál
aðar, prúðbúnar. Einkennilegt
er þetta, en svona er það samt,
að hið náttúrlega, það sem
sneytt er allri tilgerð, er allt af
fallegast. Jóhánnes skáld ur
Kötlum orti einu sinni kvæði
um litla stúlku í vinnufötum á
UPPLÝSINGAR ÞÆR, sem
fram hafa komið á aðalfundi
sölumiðstöðvar liraðfrysti-
húsanna um markaðshorfur
fyrir frystan fisk, eru ugg-
vænlegar. Frystihúsum hef-
ur fjölgað mjög hér á landi
síðustu ár og mikið fé hefur
verið bundið í þeim Hefur
bátaflotinn fyrst og fremst
treyst á þau til að taka við
afla sínum, ' og þúsundir
manna eiga afkomu sína
undir atvinnu við þau. Loks
hafa gjaldeyristekjurnar af
sölu hraðfrysts fiskjar orðið
verulegar, og má þjóðarbúið
sízt við því, að þær minnkj
til muna.
ÞAÐ SORGLEGASTA við
þetta mál er sú staðreynd,
að hraðfrysti fiskurinn hefur
verið eins konar varaforði,
sem selzt hefur, þegar annar
fiskur eða önnur matvæli
hafa ekki verið nægileg. Fisk
urinn hefur þá venjulega
verið þíddur og seldur í stað
inn fyrir ísfisk, en slíka með
ferð þolir hann ekki og verð-
ur léleg vara. Á þennan hátt
er.búið að gera stórtjón með
því að spilla sölumögu .eikum
þessa fiskjar ,sem þó heíur
aila möguleika til að vera
hinn boðlegasti, ef hann er
vel unninn, snyrtilega nakk-
aður og fær rétta meðftrð
alla leið úr frystiklefa á ís-
landi til matborðs úti í lönd-
um.
EVRÓPULÖND hafa flest
þann hátt, að ríkissíjórnir
semja um kaup og sölu sin á
milli, og gera nú flest mirk-
aðslönd okkar svokallaða
„rammasamninga11, sem fel-
ast í því, að leyfður er inn-
flutningur á svo og svo miklu
magni af hraðfrystum fiski,
ef kaupendur fást í landinu.
Nú verður hraðfrysti fiskur-
inn, eftir hina óheyrilagustu
meðferð á mörkuðunum und-
anfarin ár, að standast sam-
keppni við annan fisk og
aðra matvöru á frjálsum
markaði, og er því ekki ann-
að fyrir hendi en rottækai:
ráðstafanir til markaðsleitar,
auglýsingar og sam vandað-
astrar framleiðslu, eins og
réttilega er bent á í árs-
skýrslu SÍIT.
FLEST ÞAU LÖND, sem
keypt hafa frystan íislf af
okkur undanfarin ár, eiga ó-
seldar miklar birgðir af hon-
um. Ekki bætir geymslan
gæði vörunnar og ekki kaup-
ir sá fisk, sem liggur með
hundruð tonna í geymslum
sínum og getur ekki komið
þeim út. Þá er ótalin versta
hættan, sem í slíku felst, en
hún er sú, að þessar þjóðir
losi sig við íslenzka í'iskinn
fyrir gjafverð, eins og Bret-
ar eru nú að gera, og stór-
skemma þannig markaði okk
ar.
VANDAMÁLIÐ fyrir frysti-
húsin er nú ekki lenger ao
framleiða sem mest og fá rik
isstjórnir til að undirrita
samninga um kaup á svo og
svo mörgum þúsundura lesta.
Nú verður að hefja sk.ipu-
lagða og vel hugsaða sókn til
þess að fá alþýðu manna í
öðrum löndum til að líta við
þessari vöru og vinna henni
vinsældir á ný. Það verður
áð einbeita öllum kr'íftum
að þeim mörkuðum, sem
bezta aðstöðu hafa til að seija
frysta vöru. Þar haldast gæði
fiskjarins bezt. Þá verður að
vanda framleiðsluna til hins
ýtrasta og pakka fiskinum í
snotrar og aðlaðandi urabúð-
ir og halda uppi auglýsipga-
starfsemi.
HRAÐFRYSTI FISKURINN
okkar á ekki skilið þá með-
ferð, sem hann hefur fengiö.
Hann verður að fá að sanna
ljúffengi og næringargildi
sitt við góðar aðstæður og þá
mun hann ekki skorta mark-
aði.
hjóli, sem gaf honum eld. Það
var gott kvæði, fagurt og göf-
ugt. Hann orkti það áður en
félagar hans voru búnir að ergja
úr honum fegurðartilfinning
una, því að ekki hefur komm-
únisminn sjálfur gert það!
JÆJA. ÞAÐ ER VERST að
ekki skuli vera hægt að hafa
gras á barnaleikvöllunum. Það
er víst ekki hægt. Það hefur
verið reynt, en ekki tekizt. •—
Börnin verða að leika sér í hálf
gerðum hveitisandi, sem rýkur
upp í litlu vitin við hvern g’ust
svo að þau verða kolkrímótt í
framdn og þeim líður illa. Æ,
það er bölvað að það skuli þurfa
að vera svona, því að fátt er
eins fallegt eins og barn að leik
í grænu grasi.
VERKAMA ÐUR SAGÐI við
mig í gær: „Mér finnst, — að
stéttamismunurinn í Reykjavík
hafi aukizt við komu óperu-
flokksins hingað. Þetta ér
kannski skrítið, en þetta finnst
mér. Það geta ekki aðrir en
peningamenn farið á óperuna.
Það er alveg útilokað fyrir
okkur, sem lifum á lágum laun-
um. Þegar fegurðin kemur —
hámark listanna, þá vex stétta
skiptingin! Þá verður okkur
fyrst reglulega Ijóst, bilið á
milli okkar og hinna.“
Framhald á 7. síðu.