Alþýðublaðið - 02.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætti Sambands nngra jafnaðarmanna. — ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK' Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrætti Sambands ungra jafnaðar- Sunnudagur 2. júlí 1950. Samræming kaupgjaldsins: ikil aðsókn að miðnæfurfluginu norður í íshafið FLUGFÉLAG ÍSLANDS hef - v Bi' undanfarin góðvirðiskvöld gengist fyrir miðnæturflugi með farþega norður yfir ís- hafið, og Jiafa bað að^ilega ver- ið útlendingar, sem tekið hafa sér far tii þess að sjá mið- Kætursólina. Flogið hefur verið frá Revkjavík norður yfir Vest- íirðina, en síðan austur með landinu og inn Eyjafjörð og til baka suður yfir hálendið milli iökla. í fyrstu ferðinni var farið í Douglasflugvél, og var skyggni jþá mjög gott, þannig að far- þegarnir sáu allt vestur til Grænlands. Önnur ferðin var farin með Gullfaxa. Þá var einnig bjart veður, en dálíti^ skýjað yfir hafinu. Loks var ráðgerð flugferð í fyrrakvöld á vegum ferðaskrifstofunnar, og höfðu rúmlega 20 manns pantað far. Leiðin, sem flogin er, er um 214—3 Mukkustunda ííug. Ekki hafa enn verið ákveð- in fleiri miðnæturflug, enda ekki hægt að ákveða ferðirnar löngu fyrirfram, þar eð skil- yrðin fyrir ánægjunni af slíku fiugi er fyrst og fremst að bjart viðri sé og gott skyggni. VARALANDSSTJÓPJ Frakka í Mið-Viet-Nam var í gær myrtur af flugumanni. Morðinginn komst undgxJ Danska knaltspyrnuliðið K.F.U.M keppir á Akranesi í dag kl. 4,39 -—.—-— ■»..............—— Dönsku knattspyrnumennirnir fara einnig upp í Vatnaskóg og hitta skógar- menn KFUM. ---------------— DANSKA KNATTSPYRNULIÐIÐ K.F.U.M. fer í dag til Akraness með Laxfossi kl. 8, í boði íþróttabandalags Akraness, og keppir þar við lið í. A. kl. 4,30 síðdegis. Áður verður farið með dönsku knattspyrnumennina í Vatnaskóg, þar sem þeim gefst tækifæri til að hitta félaga sína, Skógarmenn K.F.U.M. Ferð fellur með Laxfossi kl. 1 e. h. frá Reykjavík og til baka aftur kl. 9 e .h., heppileg fyrir þá Reykvíkinga, sem hug hafa á að horfa á leikinn. Lið K.F.U.M. verður hið sama og í síðasta leik, en lið Akra- nesinga er þannig skipað: Jón S. Jónsson Þórður Þórðarson Guðmundur Jónsson. Guðjón Finnbogason Pétur Georgsson Ólafur Vilhjálmsson Dagbjartur Hannesson . Sveinn Teitsson Sveinn Benediktsson Benedikt Vestmann Helgi Daníelsson 15 verkalýðsfélög haia nú fengið kaup hækkað í 9 kr„ missa ekki dýrlíðaruppból NÍU VERKALÝÐSFÉLÖG, sem höfðu samninga um lægra kaup en 'kr. 9,00 á klukkustund í almennri dagvinnu karla, hafa n!ú alveg nýlega fengið kaup- hækkun upp í kr. 9,00. Eru það Vestfjarðafélögin átta, sem Al'þýðusamband Vestfjarða gerði heiidarsamn- inga fyrir í fyrfa, cg verkalýðsfélagið Fram á Sauðár- krcki. Kaupgjaldssamræmingin, sem Alþýðusamband íslands hef- ur verið að koma á að undanförnu, geigur mjög greiðlega. Hafa þá ails 15 félög, sem voru á eftir um ltaupgjald. fengið ur verið að koma á að undanförnu, gengur mjög greiðlega. bætast við innan skamms. Aðeins fá félög hafa nú samninga um lægra kaup en kr. 9,00. frá 12 júní. Kaup var þar áð- ur kr. 8,70 á klukkustund í almennri dagvinnu karla. Aðrir liðir kaupsins hækka að sama skapi hjá báðum fé- lögunum, og vísitöluuppbót missist ekki við hækkunina. Drottningln hæltir ekki íslandssigl- ingum. VEGNA FRÉTTAR, sem Al- þýðublaðið birti nýlega eftir dönsku blaði um að í ráði myndi, að „Dronning Alexand- rine“ hætti íslandsferðum, hef ur Erlendur O. Pétursson. for- stjóri tekið það fram, að fyrir þessu sé enginn. fótur. Samkvæmt upplýsingum,- sem hann hefur fengið frá skrifstofu sameinaða gufu- skipafélagsins í Kaupmanna- höfn, hefur aldrei verið á það minnst þar, að Ðrottningin hætti siglingum til íslands, og mun fregn danska blaðsins því algerlega vera gripin úr lausu lofit. ----------» ......— íslandshefli fíma- Jón Sigurðsson framkvæmda stjóri Alþýðusambandsins skýrði blaðinu frá þessu í gær. VESTFJARÐASAMNINGUR- INN. Alþýðusamband Vestfjarða gerði, eins og kunnugt er, í fyrra samning við atvinnurek- endur vestra, fyrir öll verka- lýðsfélögin innan sinna vé- banda nema verkalýðsfélögin á Bíldudal og í Tálknafirði um kr. 8,85 í almennri dagvinnu karla. Þetta kaup hefur með hinum nýja samningi nú feng- izt hækkað um 1,695%, og verður því grunnkaup í al- mennri dagvinnu karla kr. 9,00 á klukkustund. FRAM Á SAUÐÁRKRÓKI. Verkalýðsfélagið Fram á Sauðárkróki gerði samning við atvinnurekendur, sem gildir SkoSanakönnun Alþýðublaðsins sýnir að JÚNÍHEFTI sænska tíma- ritsins „Svenska Hem“ er helg að íslandi, aðailega heimilis- háttum, híbýlaprýði, listum og listiðnaði. Inngangsorð rit- ar dr. Helgi Briem sendifull- trúi í Stokkhólmi, en meðal annarra greinahöfunda eru Jón Eyþórsson, Þorleifur Kristófersson, Björn Th. Björnsson, Peter Hallberg og kona hans Rannveig Krist- jánsdóttir, Kurt Zier, Ágúst Sigurmundsson, Laufey Vil- hjálmsdóttir, Inga og Sigurð- ur Þórarinsson, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Guðlaugur Rósinkranz. Ritið er prýtt fjölda mynda. Bailey að keppa. éþróttafrömuðir búast viS tenzkum sigri í landskeppnin Af fimmtán íbróttafrömuðum búast 14 við sigri, að meðaltati með II stigum. -------------------------<?.------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerði í gær skoðanakönnun meðal 15 þekktra íþróttafrömuða og íþróttamanna hér í bæ og spurðí þá, hvernig þeir spáðu úrslitum í landskeppninni milii Dana og íslendinga eftir helgina. Einn þessara manna spáði jöfnum leik, 99:99 stigum, en hinir 14 spáðu ailir íslenzkum sigri. Er meðaltal er tekið af spádómum þessum öllum, sigra íslendingar mcð 11 stigum eða því scm næst. Flestir íþróttafrömuðirnir* gizkuðu á úrslitin 103:95, eða íslenzkan sigur með 8 stiga mun. Voru þeir fjórir. Þrír töldu að íslendingar myndu sigra með 16 stiga mun (107: 95). Tveir áttu von á 12 stiga sigri (105:93), en hinir allt frá 4 stiga mun upp í 20 stiga mun. Það er augljóst, að keppni Dananna við Norðmenn hefur orðið til þess, að íþróttamenn hér gera ráð fyrir, að þeir verði hættulegri í fleiri grein- um, en áður var búizt við, og búast þeir því við harðari keppni en áður var talið. LITIÐ OSELT AF AÐGÖNGUMIÐUM. Sala aðgöngumiðar hófst fyrir helgina og var samfelld ös við sölustaðinn í Isafold. Ef sala lieldur áfram í dag og í fyrramálið með sama móti, og alit bendir tii þess, verða allir miðar uppscldir fyrir þádegi á morgun. Mun hafa verið ákveðið að selja 9—10 000 miða alls. Ekki er nú um annað meira talað meðal áhugamanna um íbróttir en landskeppni þessa. Á 3. síðu blaðsins í dag er frek- ar rætt um keppnina. ;em enn eru í gildi. SKÖMMTUNARSTJÓRI hef- ur tilkynnt, að skammtur nr. 10 af öðrum skömmtunarseðli 1950 skuli vera lögleg inn- kaupaheimild fyrir einu kílói af rúsínum til og með 31. júlí. Jafnframt hefur verið ákveðið, að skammtur 11 af öðrum skömmtunarseðil 1950 skuli halda gildi til 31. júlí fyrir einu kílói af rúsínum. Aðrir reitir af eldri skömmt- unarseðlum, sem enn halda gildi, eru þessir: Skammtur 7 af fyrsta skömmtunarseðli 1950 heldur gildi til 31. júlí og er innkaupaheimild fyrir 250 gr. af smjöri. Skammtur 7 og 8 (rauður litur) af fyrsta skömmt unarseðli 1950 gilda hvor fyrir 250 gr. af smjörlíki og skammt- ur 9 (fjólublár litur) gildir fyr- ir einu kílói af sykri til sultu- greðar, og heldur hann gildi til 30. september. Brezka blaðið Daily Herald skýrir frá því, að MacDonald Bailey sé að hugsa um að hætta alveg að keppa nú á miðju sumri. Er hann mjög óánægður með það, hvernig brezka íþróttasambandið hefur farið með hann, m. a. er hann fékk ekki að keppa í Belgíu í júnílok. Bailey telur sig í mjög góðri æfingu nú, en þyk- ist illa leikinn af íþróttasam- bandinu. ikil aðsókn að MIKIL AÐSÓKN hefur ver- ið að sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi í júnímánuði. Hafa vérið þar tveir dvalarflokkar drengja á aldrinum 9—11 ára. Þátttakendur voru 80—90 í hvorum flokki. Næst komandi föstudag fer fyrsti flokkur drengja og unglínga eldri en 12 ára. I þeim flokki verða m.. a. 17 drengir frá Akureyri, auk drengja héðan úr bænum og víða að af landinu. Horfur eru á, að aðsóknin verði einnig mikil í júlí og ágúst. Flokka- I skipti verða vikulega á föstu- I dögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.