Alþýðublaðið - 02.07.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. júlí 1950. ALÞÝÐUBLAÐBÐ 7 Ðr. Riehard Becks NÝLEGA barst mér í hendur Fáni Noregs eftir Nordahl Grieg, skáld og þjóðhetju Norðmanna, í íslenzkri þýð- ingu Davíðs skálds Stefánsson- ar (Helgafell,- Reykjavík, 1948). Þar leggja því saman tvö þjóð- skáld, enda er bókin, þó sam- in sé .,a ferð og flugi á tímum ógna og erfiðis11, eins og segir í formálanum, hin athyglis- verðasta að efni til og sniöll að frásagnarhætti; og íslenzka þýðingin er með sama hand- bragði um orðfæri og málblæ, í alla staði sæmandi frumrit- inu. Nordahl Grieg var ekki svo skapi farinn, að hann gæti verið óvirkur áhorfandi að hinum mikla hildarleik, þegar þjóð hans barðist í nauðvörn fyrir frelsi sínu og sjálfstæðri tilveru, enda færði hann, eins og flestum mun enn í fersku minni, fórnina mestu á altari frelsis- og ættjarðarást.ar, þeg- ar flugvél hans var skotin nið- ur yfir Berlín aðfaranótt 2. descmber 1943. Honum er rétt lýst í þessum orðum Davíðs Stefánssonar: ;,Vilja hans og fórnarlund gat enginn hamið,“ og þó vissu allir, hve mikið var í húfi. Hann taldi. það skyldu sína, bæði sem hermað- ur og skáld, að taka þátt í nauð synlegum svaðilförum. þó að teflt væri í tvísýnu. Hann fór í skipalestum yfir Atlantshaf, fíáug yfir hættusvæðin, ferð- aðist í kafbátum. Hann var í London, þegar mestja_yprengju- regnið dundi yfir borgina. Dögum saman lá hann í tjaldi uppi á Vindheimajökli, í stormi og stórhríðum. Hann nam her- fræði og varð höfuðsmaður, ekki til þess að sýnast. heldur til þess að geta einbeitt kröft- um sínum til sigurs góðum málstað.“ Öllu þessu. og annarri reynslu hans á stríðsárunum, er lýst í þessari bók hans, sem er safn af blaðagreinum og ræðum frá. þeim árum, og eiga bæði sögulegt og bók- menntalegt gildi, því að ekki leynir það sér, að þar heldur ' Fyrsta og lengsta frásögnin í skyggnt skáld og fimur rit- snillingur á pennanum. bókinni er bráðskemmtileg lýs- ing 'á því, hvernig norska gull- inu var bjargað úr klóm Þjóð- verja, og verður sú æfintýra- lega svaðilför ljóslifandi í höndum höfundar, en hann var einn af helztu þátttakendum hennar. Og sú frásögn sló á næma minningastrengi í brjósti þe.ss, sem betta riíar, því að hann heyrði lýsinguna á þeim söguríka leiðangri af vörum sjálfs leiotoga hans, Friðriks Haslunds verkfræðings, er hann kynnt.i þann kunna norska írænda vorn á ræðu- palii vestur í Grand Forks í Norður-Dakota á stríðsárunum. Heimurinn er nú ekki stærri en betta! Eftirminnileg er lýsing Nor- dahls Grieg á Lundúnum („Þetta er London“) mitt í ægi- legu sprengjuregninu haustið 1940, og jafn minnisstæðar frá- sagnirnar „Flogið á haf út“ og „Skipalest fer yfir Atlants- haf“. Og ógleymanlegur verður ! manni hetjuskapur norskra -sjómanna, sem lýsir sér í frá-- sögnunum „Einn komst af“ og „Tveir norskir sjómenn11, ■ á- gætir fulltrúar stéttarbræðra sinna og afreka þeirra, þegar í nauðirnar rak. En margar aðrar frásagnir fjalla um dvöl höfundar meðal norskra sjó- manna, flugmanna og annarra hermanna í Englandi, Kanada og á íslandi, en þaðan eru fjór- ar frásagnirnar. Bera þær, meðal annars,. vitni djúpstæð- um hlýhug höfundar'til lands vors, en hann dvaldi þar langvistum á styrjaldarárunum og var íslendingum því að góðu kunnur. Það er einn af höfuðkostum frásagna höfundar, hve raun- trúar þær eru, og í því felst einnig sögulegt gildi þeirra. Víða bregður þar einnig fyrir skáldlegum tilþrifum í lýsing- um. svo sem þessi kafli úr frá- sögninni „Fáninn“, sem er ejn- hver allra hugnæmasti þáttur bókarinnar, og lýsir flugferð frá norskri strandvarnarstöð í Lokað vegna sumarleyfa til 17. júlí. Eiríkur Sæmundsson & (o. h.t. Yegna sumarleyfa værður Matardeildinni, Hafnarstræti 5, og Kjötbúðinni, Skólavörðustíg 22, lokað dagana 3. til 15. júlí að báðum dögum meðtöldlum. Þann tínia eru heiðraðir viðskiptavinir vinsamlegast beðnir að beina viðskiptum áínum til Matarbúðarinnar, Laugavegi 42, og Kjötbúðar Sólvalla, Sólvallagötu 9. Sláturfélag SuSurlands Bretlandi til Noregsstranda að næturlagi: „Slík nótt yfir hafinu getur búið yfir einkennilegum töfr- um. Enn þá er fegurðin í vest- urloftinu söm við sig, sólarlag og gullinský, en í austurátt, i bokubláu tóminu, blasir við tunglið eins og ofurlítill, rauð- ur hnöttur frá löngu liðnum öldum. Síðan fölnar hann og verður að mána yfir hvítum þokubakka. Regindjúp opnast niður undan, og þai' er sem sjái í svört. fjallavötn. Stund- um koma glufur í þokuna, sem teygja sig óralangt og eru eins Og lygnar svartár á hægri ferð um mánabjarta espiskóga.. Allt í einu hvessir. Tunglið veður í skýjum. í mánasilfrinu er eins og standi bálhvítur blossi uppi af skrúfublöðunujn, líkt og ljóst, flaksandi kvenhár.“ horfið í hug upphafserindið úr kvæði Jóns Magnússonar til Norðmanna: ,,Eg þitt land er sárum sært, svívirt allt, sem þér er kært,' grípur hug þinn heilög bræði. Hvað sé fært og ekki fært: Þvílík spurn er óráðsæði. Auður þinn og jarðnesk gæði þokast burt í þagnarval, þegar frelsið verja skal.“ Það er laukrétt lýsing á hugsunarhætti allra góðra Norðmanna á stríðsárunum, og Nordahl Giúeg var um aðra fram persónugervingur þess hetjuanda, og þess vegna varð hann einnig þjóðhetja landa sinna. Það var hvorki tilviljun né uppgerð, að kvæðabók hans, sem fvrst var prentuð og gefin út á íslandi (Reykjavík, 1943), ber heitið Frihetet (Frelsið), því að ekki liafa önnur skáld á fegurri eða áhrifameiri hátt lofsungið frelsið eða helgað því líf sitt eindregnar en hann gerði. Og þökk sé útgáfunni Helga- felli fyrir að hafa haldið á lofti minningu hans, hugsjónum og fyrirdæmi, á íslandi með vand- aðri útgáfu fyrrnefndrar kvæðabókar hans og umrædds grejnasafns í snjallri þýðingu Davíðs Stefánssonar skálds. Það er bæði makleg ræktar- semi við höfundinn og frænd- þjóðina norsku og auðgun bók- menntum vorum og menning- arlífi. Hér hafa að vísu aðeins ver- ið nefndir nokkrir af frásagna- þáttum bókarinnar, en í heild sinni er hún harla ítarleg og glögg lýsing á þeim merkilega skerf, sem Norðmenn lögðu fram á stríðsárunum til sigurs málstað frelsis og mannrétt- inda. Og sú saga á það meir en skilið að geymast hjá frænd- þjóðinni íslenzku á eigin tur.gu § r Framhald af 3. síðu. ur þess ekki langt að bíða að úr rætist í því eíni. Ársþingið samþykkti að fela söngmálaráði og stjórn sam- bandsins að undirbúa söngmót hér í Reykjavík, svo fremi sem flestir sambándskóranna sjái sér fært að taka þátt í því. AÐALFUNÐURINN, Aðalfundinn sóttu fulltrúar frá flestum kórum innan sam- bandsins. Einn nýr kór hefur komið í sambandið á s. 1. ári, Samkór Neskaupstaðar, Norð- firði, en sá kór hefur um 50 félaga. Stjórn sarnbandsins skipa nú: E. B. Malmquist formaður, Steindór Björnsson ritari, Ágúst H. Pétursson féhirðir. Söngmálaráð skipa: Dr. V. Urbantschitsch, .Tónas Tómas- son tónskáld frá ísafirði og Björgvin Guðmundsson tón- skáld á Akureyri. fer frá Reykjavík laugardag- inn 15. júlí kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar skulu sóttir eigi síðar en föstudag 7. júlí, annars verða þeir seldir öðr- um. Það skal tekið fram, að farþegar verða að sýna fullgilt vegabréf, þegar farseðlar eru sóttir. H.f. Eimskipféiag FORSETI ÍSLANDS sæmdi 17. júní s. 1. eftirtalda menn riddarakrossi fálkaorðunar: Bjarna Snæbjörnsson, lækni, Hafnarfirði, Ólaf H. Jónsson. bónda, Eystri-Sólheimum í í Mýrdal, Ríkarð Jónsson rhynd höggvara, Tómas Jónsson, borg arritara, Reykjavík og Þor- steinn Þorsteinsson, alþingis- og sýslumann. Dalasýslu. Forseti íslands hefur einnig, í tilefni komu söngflokks frá konunglegu óperunni í Stokk- I hólmi sæmt eftirtalda menn I fálkaorðunni: Joel Berglund óperustjóra og Arthur Hilton framkvæmdar- ! stjóra óperunnar, stórrriddara- 1 krossi og Kurt Bendix, riddara I kossi. Lendingar fiugvéla. Framh. af 5. síðu. em, hóf í þessum mánuði reglu bundið flug frá Kaupmanna- höfn til Grænl-ands, með við- komu á Reykjavíkurflugvelli. Flogið er einu sinni í viku fram og aftur. Notaðar eru fjögra hreyfla Skymastervélar. hennar. Og við að lesa hana hefur mér hvað eftir annað FESÐAFÉLAG ' ÍSLANDS ráðgerir skemmtiferð austur í Öræfi þann 8. júlí og er það 7—15 daga ferð. Flogið verður austur að Fagurhólsmýri. Farið ríðandi út í Ingólfs- höfða. Dvalið nokkra daga í Öræfum. Farið í Bæjarstaða skóg og víðar. Gengið á Ör- æfajökul ef hægt er. Úr Ör- æfum farið vestur Skeiðar- ársand ef fært er yfir vötnin og sandinn. Á heimleiðinni dvalið í Klaustri 1 dag. — Áskriftarlisti liggur frammi og séu allir búnir að taka farmiða fyrir kl. 5 á fimmtu- dag. Verð fjarverandi næstu 6 vikur. — Herra Haukur Kristjánsson læknir gegnir samlags- störfum mínum á meðan. Hann er til viðtals dag- lega kl. 4—6 (laugard. 11 —12) í Pósthússtræti 7. Sími þar 3139, heimasími 5326. Þórður Þórðarson læknir. Anglýsið í Alþýðublaðina!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.