Alþýðublaðið - 07.07.1950, Page 8

Alþýðublaðið - 07.07.1950, Page 8
LEITIÐ EKKI GÆF- IJNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Föstudagur 7. júlí 1950. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman viS unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrætti Sambands ungra jafnaðar- manna. j Gunnar Hiiseby kastaði kringlu 50,13 m. ð mótinu í gærkveldi ---------------------------- Á ÍÞRÓTTAMÓ’Í’IííU í gærkveldi skeði það m. a. markvert, að Gunnar' Husebv varð fyrstur íslendinga til þess að kasta kringlu yfir 50 metra. Hann kastaði 50,13 m. og bætti þar með met sitt um rúman meter. Þetta met er með allra beztu afrek- ura samkvæmt finnsku stigatöflunni, gefur 1040 stig. Guð- mundur Lárusson Ármarini var,n 100 m. á 11,1 sek., Ásmundur Bjarnason KR varð annar á 11,2 sek., Sigurður Friðfinnsson sigraði með vfirburðum í hásötkki á 1,84 m., Torfi vann stang- arstökkið á 4,00 m., 3000 metra hlaupið vann Aage Poulsen á ágæt.um tíma, 8:33,4 mín., 1000 m, hlaup vann Mogens Höyer, hljóp á 2:31,0 mín., 2. varð Fétur Einarsson IR á 2:31,4 sek. Langbezta afrek mótsins er ; Eggert Sigurlásson' hljóp líka kringlukast Gunnars Huseby; Hann setti einnig' íslandsmet í samanlögðu kringlukasti beggja handa, kastaði kúlunni með vinstri hendi 32,62 metra, þannig að samanlagt kast beggja handa er 82,75 metrar. Gunnar kemst með þessu af- réki sínu í flokk allra beztu kringlukastara Norðurlanda, og þó víðar væri leitað, og er íyllilega hlutgengur í þessari grein hvar sem er í heiminum. Hann er auk þess í mjög mik- ffli framför, sem bezt sést á þ'ví, að þetta 'er í þriðja skiptið í sumar, sem hann bætir met si.tt. í fyrra kastaði hann lengst 45,62 metra, og var það Islands “met þá. Síðan hefur hann bætt það um 4,51 metra. Þess má geta til samanburðar, að árið 1947 köstuðu aðeins 5 menn í lHiiminum yfir þessu afreki Gunnars. Pétur Einarsson sannaði með hlaupi sínu í gær á 1000 metrum, að hann er að verða bezti hlaupari á millivega- lengdum, sem við höfum átt. Hann bætti tíma sinn á þessari vegalengd um hvorki meira né , minna en -5,8 sek, og er tími hans aðeins 3,6 sek. lakari en íslandsmet Óskars Jónssonar. í gær á ágætum tíma, 2:33,7 mín., og er þáð þriðji bezti tími íslendings í þessari grein. Ingi Þorsteinsson KR vann 200 m. grindahlaupið á ágæt- um tíma, 26,2 sek., og sigraði þar með ágæta danska grinda- hlaupara svo sem Torben Jo- hannessen, sem hljóp á 26,3, og Fredlev Nielsen, sem hljóp á 26,5 sek. Tími Inga er aðeins 0,8 sek. lakari en íslands met Hauks Clausens, og er Ingi að verða í flokki beztu grinda- hlaupara. Úrslit urðu sem hér segir í einstökum greinum: 200 m. grindahlaup: 1. Ingi |>orsteinsson 26,2 sek. 2. Tor- ben Johannessen D. 26,3 sek. 3. Fredlev Nielsen D. 26,5 sek. Kringlukast: 1. Gunnar Hu- sebe 50,13 m. (nýtt íslenzkt met). 2. Munk-Plum D. 46,80 m. 3. Friðrik Guðmundsson 43,12 m. 100 m. hlaup: 1. Guðmundur Lárusson 11,1 sek. 2. Ásmund- ur Bjarnason 11,2 sek. 3. John Jakobsen D. 11,4 sek. ' ? Stangarstökk: 1. Torfi Bryn- geirsson 4,00 m. 2. Stjernild D. 3,90 m. 3. Kjelland D. 3,50 m. 3000 m. hlaup: Aage Poulsen D. 8 mín. 33,4 sek. 2. R. Green- Danska KFDH-liðið keppir vi& úr- val úr Fram og Víking í kvöld —--------------------------------— Síðasti lelkair þeirra hér að þesso sinni. -------------------——------------— SÍÐASTI KAPPLEIKUR DANSKA KNATTSPYRNU- LIÐSINS K.F.U.M. hér á landi að þessu sinni fer fram á íþrótta vellinum í kvöld kl. 8,30, og keppir það þá við úrval úr Fram og Víkingi. Teflir K.F.U.M. nú fram sínu sterkasta liði. Dóm- ari verður Albert Guðmundsson og línuverðir Grímar Jónsson og Frímann Helgason, en þeir voru þjálfarar Alberts hér fyrr- um. K.F.U.M.-liðið hefur engum leik tapað fyrir Reykvíkingum enn, og leikur mönnum að sjálfsögðu mikil forvitni á að vita, hvort þeir fara úr Reykjavík ósigraðir. —• Liðin verða þannig skipuð á leiknum í kvöld: Per Krog Börge Blom Th. Thomsen^ Peben De Fries Helge Ahlén H. P. Nielsen . Erik Dennung Jörgen Hillborg Jörgen Thomsen Kjeld Christensen Gottfred Rasmussen Baldur JónssonV Lárus Hallbjörnsson F Óskar SigurbergssonF Gunnlaugur Lárusson V Pdkharður Jónsson F Herm. Guðmundsson F Haukur Bjarnason F Sæm. Gíslason F s Helgi Eysteinsson V Karl Guðmundsson F Adam Jóhannsson F Verður „regn- i bogalax" ræktað-j ■ ur í Grafarholli? i BÆ JARRÁÐ hefur nú; samþykkt að gefa Skúla ■ Pálssyni, Laufásveg 18 A, [ kost á leigulandi til fiski- \ ræktar í Grafarholtslandi.; Hefur hann í hyggju að • ,,rækta“ þar matarfisk, lax| og silung eða sérstaklega; svokallaðan regnbogalax.; Verður fiskurinn hafður í; ,,dömmum“ og fóðraður. Er j ætlunin að nota heita vatnið : í bessu sambandi og er talið,; að skana megi mjög góð skil j yrði til fiskiræktar. Fiskur j þessi á að verða útflutnings : vara, en slík fiskirækt tíðk- j ast víða erlendis. ■ fort D. 8 mín. 53,8 sek. 3. Óðinn Árnason 9 mín. 22,6 sek. (nýtt drengjamet). 1000 m. hlaup: 1. M. Höyer D. 2 mín. 31,0 sek. 2. Pétur Ein- arsson 2 mín. 31,4 sek. 3. Gunn ar Nielsen D. 2 mín. 31,7 sek. Hástökk: 1. Sigurður Frið- finnsson 1,84 m. 2. Erik Nissen 1,75 m. 3. Helge Fals 1,70 m. 4X100 m. boðhlaup: Sveit KR 43,7 sek. 2. Sveit Ðana 44,4 sek. Spjótkast: 1. Poul Larsen 60,32 m. 2. Adolf Óskarsson 58,06 m. 3. Hjálmar Torfason 57,05 m. --------------------- Hæringur fer í næstu viku Þarf aðeins 30 000 mál tiS að bera sig IIÆRINGUR fer frá Reykja- vík í næstu viku og mun þá sigla austur fyrir land til Seyð- isfjarðar. Verður 57 manns á skipinu, og er aðeins reiknað með hálfum afköstum verk- smiðjuhnar, en kostnaður við þennan tilraunarekstur verður um 800 000 kr., og þarf 25—30 þúsund mál til þess að fá fyrir þeim kostnaði, að því er Jóhann Hafstein skýrir frá. Reykjavík- urbær og Síldarverksmiðjur ríkisins annast reksturinn, og verður Garðar Þorsteinsson fiskiðnfræðingur framkvæmd- arstjóri skipsins. Á bæjarstjórnarfundi í gær urðu miklar umræður um þessa tilraun með rekstur Hærings og deildi Þórður Björnsson á þá ákvörðun, að bærin og SR tækju við skipinu til reksturs í sumar. Benti hann á ýmsa vankanta við Hæringsmálið allt, og spurði: Eru miklir möguleikar á að þetta fari öðruvísi en illa? Jó- hann Hafstein, sem er forstjóri Hærings, varð fyrir svörum, og kvað gróðavonir síldarverk- smiðja aldrei hafa verið meiri en nú, en sagðist ekki hafa reynt að fegra leigu Hærings. Allri útgerð fylgdi nokkur á- hætta. 1000-1200 góðhestar verða saman komnir á Þingvelli um helgina Glæsileg hestasýning og veðreiðar verða é íaugardag og sunnudag. ....■» —— - UM 1000—1200 góðhestar munu vcrða saman komnir á Þingvelli nú um helgina á landsmóti því, er Landsamband hestamannafélaga gengst fyrir. Mótið hefst í dag með hesta- sýningum og verða þá verðlaun dæmd, en á laugardag og sunnudag verður mótið opið fyrir almenning, og verða þá hestasýningar og dómum lýst, og enn fremur verða veðrei’ðar, en reyndir verða eingöngu úrvalshestar af Öllu svæðinu, sem Landsamband hestamannafélaganna nær yfir, en það er allt Norður-. Vestur- oet Suðurlandið. Þetta er fyrsta landsmót þessarar tegundar, sem hér er haldið, og er það háð að til- hlutun Landssambands hesta- mannafélaga, en bað var stofn- að á síðasta ári. í sambandinu eru 15 hestamannafélög. Á mótinu fer fram sýning á reiðhrossum og enn fremur verða kappreiðar, en áður en mótið er opnað fyrir almenn- ing verður búið að dæma verð laun, og verður dómum á hross unum lýst fyrir áhorfendum og kostir, og gallar hverrar skepnu dregnir fram. Hrossin verða eingöngu dæmd, sem reiðhross, en ekki tekið tillit til stærðar, og verða þarna veitt hærri verðlaun, bæði á sýningunni og veðreiðunum, heldur en nokkru sinni hefur áður tíðkast hér á landi. Alls verða um 60 þúsund krónur veittar í verðlaun, auk sér- stakra heiðursverðlauna. Fyrst verða sýndir 23 tamd- ir stóðhestar, þá 33 tamdar reiðhryssur, og loks hafa 40-50 afkvæmum eldri stóðhesta ver- ið dæmd verðlaun, en síðasta hálfan mánuð hefur dómnefnd ferðast um landið og skoðað hrossin. Þá mæta þarna 26 úr- valsgæðingar, sem keppa um heiðursverðlaunin, en hvert fé- lag innan sambandsins hefur rétt á að mæta með tvo hesta til þess að keppa um þau, og munu fimm hestar hljóta heiðursverðlaun. í veðreiðunum verða ein- göngu beztu kappreiðahestaiy sem til eru á öllu félagssvæð- inu. Reyndir verða, 16 skeið- hestar og 37 stökkhestar, og verða kappreiðarnar og hesta- sýningarnar bæði á laugardag- inn og sunnudaginn, og fara fram á leirunum neðan við Hvannagjá. Mótið verður sett á laugar- dagsmorguninn kl. 10 f. h. af H. J. Hólmjárn, formanrii landssambandsins, og enn frem ur flytur Steingrímur Stein- þórsson forsætisráðherra ræðu? en hann er heiðursforseti móts ins. Til Þingvalla koma menn af öllu félagssvæðinu með hesta sína, allt norðan úr Þingeyjar- sýslu, Eyjafirði, Ilúnavatns- sýslum, Skagafirði og af Yest- ur- og Suðurlandi, og er búizt við að alls muni um 1000-1200» hross verða saman komin á mótinu. Telpa hrapar í bjðrg- um og bíður bana SÍÐASTLIÐINN laugardag vildi það slys til vestur í Arn- arfirði, að 6 ára telpa hrapaði í björgum og beið bana. Telpan hét Halla Ragnarsdóttir, og' skeði slysið í klettum upp und- an bænum Hrafnabjörgum. Síldarúfvegsnefnd hefur ákveðio verð á saltsíld 110 krónur — - - -------------- SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur nú ákveðið verð á síld til söltunar í sumar. Verður verð á uppsaltaðri tunnu (95 kg.) af „cutsíld“ 110 krónur. Verð á uppmældri síld frá skipi hefur enn ekki verið á- kveðið, en það hefur tíðkazt nokkuð undanfarin sumur, að skip seldu síldina uppmælda. Verðlagsnefnd sjávarútvegsins gferði tillögur um síldarverð- ið, og voru þær mjög svipaðar og það verð, sem nefndin á- kvað. Búið er að selja á annað hundrað þúspnd tunnur síld- ar, og vonir standa til þess, að hægt verði að selja allt að 200 þúsund tunnum. Mundi það magn af útfluttri saltsíld gefa þjóðinni 60-70 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Byrjað verður um miðjan mánuðinn að salta nokkur þús- und tunnur upp í samning við Finna. Síldin hefur verið seld til Finnlands, Póllands og Sví- þjóðar og er Svíþjóð lang- stærsti kaupandinn. Samning- ar standa einnig yfir við Dan- mörku, Þýzkaland og Banda- ríkin. Hefur Erlendur Þor- $ r steinsson staðið í samningum í Svíþjóð, Danmörku og Þýzka- Iandi, og er hann væntanlegur heim eftir helgina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.