Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9, júlí 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÖ VIÐ íSLENDINGAR tölum merkilega tungu, tungu, sem liefur tekið furðulega litlum breytingum í þúsund ár og yeitir okkur því betri skilyrði til þess að skilja sögu okkar og fortíð en nokkur önnur náiæg þjóð hefur. Okkur finnst það svo sjálfsagt, að við gerum okk- iir tæplega grein fyrir því, Jiversu merkilegt. það er, að sérhver íslenzkur maður skuli geta lesið nær þúsund ára gamlar bækur sér til svipaðs gagns og gamans og dagblöðin. En þessi nánu tengsl nútíðar ©g fornaldar eru ein dýrmæt- •<ustu einkenni íslenzkrar menn- ingar, þau gefa menningu okk- ar sérstakt gildi fyrir okkur sjálfa og valda því jafnframt, að skerfur okkar til heims- menningarinnar er mikiu stærri en svarar til stærðar þjóðarinnar og veraldlegs auðs bennar. Ég rakst fyrir skömmu á mjög sérkennilega og skemmtilega sönnun fyrir þess- uim nánu tengslum. í Múnster á Þýzkalandi er stúdent, að aiafni Dietrich Becker, og legg- ur stund á norræn fræði. Hann befur iært þá fornu tungu, sem töluð. var á Norðuriöndum fyrir þúsund árum, og lesið &væði og bækur, er þá voru skráð. En hann hefur engin liynni haft af íslandi nútím- ans og hafði til skamms tíma aldrei séð íslenzka nútímabók. Sn af því að hann langaði til ’þess að eignast slíka bók, skrif- ;aði hann háskólanum og spurð- ist fyrir um, hvort hægt væri að senda sér hana. Og hann skrifaði bréfið á þeirri tungu, sem hann hafði lært af fornum xitum. Háskólaritari sendi lionum nokkrar bækur, og skrifaði þá stúdentinn enn þakkarbréf á þeirri þúsund ára gömlu íslenzku, sem hann hef- «r lært. Ég ætla nu að lofa ykkur að heyra þetta sérkenni- 3ega bréf. Auðséð er að bréfrit- arinn er í dálitlum vandræðum, 'þegar hann þarf að velja nýj- cm hugtökum forn orð, en allt íekst það og allt skilst það, •enda er bréfritarinn gaman- samur. Hér er bréfið: „Háttverðugir prófessorar. Þat var gaman svá mikit, þá er ek gat vingjöf yðra, at ■ek kann eigi segja yðr þakkir 3nínar. Skýjar á gaman því einu at þér kuniíið eigi líta í skap- lyndi mín at sjá, hvernug lízt :mér á bækr þessar, er þér seld- 'uð mér í hendr. Þá er ek gat rit frá bréfa- manni mínum (hann kallar til- kynningu rit og bréfbera bréfa- mann) at gjöf væri komin frá íslandi ok skyldi ek taka við 'þeiri á morgun, þá svaf ek eigi ■of alla náttina ok vakta til þess, •<er leið á morguninn, svá at ek Ikunna fara til bréfahúsa (þ. e. í pósthús) ok taka við allra .gjafa helztunni. Síðan reio ek heim ok tók at 3esa bækr yðrar. Þá hló ek of ■öllum hug ok létta eígi fyrr en þá ek hafði lesinn svá mjök er ek kunna. Ok varð eigi fyrr ■en þat, at ek kunna sofa. Nú em ek allkátr fyrir sakir xnikillar gjafar, — en allókátr fyrir því, at ek veit eigi hversu ek skal segja yðr gaman mitt ■og.þakka. yðr. Hvat er nú til xáða? Hygg ek, at þér munuð vita hversu vel mér gezt at gjöfum þessum, ef ek segi:„íslenzkar sögur eru líelzt lesandi, ok þat er helzt gaman at .þiggja þær at mildum kennarum íslenzk- um. Em ek allra manna glað- astr við þat.“ Einum mánaði síðarr, er líðr á várit, hef ek gert dokt- orspróf ok um sumarit hefi ek gört fullnaðarpróf í þýðversku ok engilsku tungu ok í indo- germanskum tungunum (sem sanskrít ok aðrar). Eptir þann tíma vil ek skjóta loku fyrir dyrr mínar ok lesa sögur ok innar aðrar bækr er þér send- uð mér (Þat var kærleikur mikill at selja í hendr mér bæði Háskóla-Árbækr ok tvau doctorsrit ok nýia Jslenzká bók). Ok þá er ek á eyra at gnógu, þá mun ek fara til ís- lands ok sjá, hvar gerðiz alt þat er ek les í sögunum. Edda ok sögur ok aðrar ís- lenzkar bækr eru mímr kost- gripir, ok jafnan vil ék minnaz þess, at ek gat þá at yðr. Áður ek lýk þessu rit vil ek segja at ek mun senda yðr þýzkar bæk.r fám dögum síð- arr. Eigi eru þær svá dýrar sem yðrar, en þat skal at eins vera til jartegna þess, at ek kunn yðr þökk fyrir vingjöf máttuliga. Raf þakkir fyrir ok ver heill ok sæll. Dietrich Becker vinr allmikill sagna fornaldar." Og svo. er hér dálítill eftir- máli: „Eigi kann ek vel at rita í tungu yðvarri, ok þat er úskundi mikill. Ok þó ætla ek, at eigi kemr at svá, sem fært er í Eiríks sögu rauða (cap. 5): „Hann talaði þá fyrst lengi í þýzku ok skaut marga vega augunum, ok gretti sik; enn þeir skildu eigi, hvat er hann sagðii“ Svo mörg eru þau orð. Slíkt bréf væri ekki hægt að senda til neins lands nema íslands. Engin önnur þjóð mundi skilja iafnvel, ef talað væri til henn- ar þúsund ára gamalli röddu. Auðvitað er þess að geta, að ekki er víst, að við mundum skilja hina fornu íslendinga, ef við ættum þess kost að heyra Gylfi Þ. Gíslason: GREIN sú, sem hér birt- ist, er þáttur úr erindi, sem Gylfi Þ. Gíslason prófessor flutti í ríkisútvarpinu síðast lnSið mánudagskvöld, í dag- skrárlið þess „Um daginn og veginn“. þá tala, eins vel og við skiljum það, sem þeir hafa skrifað, þar eð við vitum ekki glöggt um framburð þeirra, líkt og það veitist okkur miklum mun hægara að lesa færeysku en : kilja hana talaða. En merki- legt er þetta engu að síður. Þetta beinir athyglinni sð því, að þegar á allt er litið, er ís- íenzka þjóðin og'íslenzka þjóð- félagið í rauninni sérkennilegt og merkilegt fyrirbæn. Það særði ýmsa, þegar brezki nátt- úrufræðingurinp Julian Hux- ley lét svo um mælt í Bret- landi eftir nokkra dvöl hér á Iandi, að ísland væri á, tak- mörkum hins byggilega" heims. En það er óþarfi að firrtast við slík ummæli. Það er staðreynd, að ísland er við takmörk þess svæðis jarðarinnar, þar sem lifað er menningarlífi.’ Og það er í rauninni furðuleg stað- reynd, að á þessum stað jarðar- innar skuli jafnfámenn þjóð og íslendingar hafa Iifað menn- ingarlífi í þúsund ár og að þar skuli nú 140 þúsund manns halda uppi sjálístæðu menn- ingarþjóðfélagi. Þessi stað- reynd er þjóðinni tíl sóma, en ekki vansæmdar. Ég hef oft- lega orðið þess var, að útlend- ingar eiga erfitt með að gera sér þess grein, hversu lítið ís- lenzka þjóðfélagið er, að til skuli vera sjálfstæð þjóð, sem er svo lítil, að nær helmingur hennar býr í smábæ, að nær fjórðungur hennar safnast saman á einum hól og einu torgi á þjóðhátíðardegi sínum, að sjöttungur hennar horfir á leikara og blaðamenn leika knattspyrnu á litlum íþrótta- velli. Og samt íifir þessi litla þjóð fullgildu menningarlífi og býr við lífskjör, sem eru sam- bærileg því, sem á sér stað í nálægum löndum. Skýringin er auðvitað fólgin í því, að við landið eru ein auðugustu fiski- mið veraldar og að moldin er hér frjórri og loftslag mildara en við væri að búast, ef miðað væri við hnattstöðuna eina. Ævintýrið um íslendinga er orðið langt. Á miðöldum voru skráðar hér á landi merkustu bækur þeirra tíma, aigjörlega einstæð rit, sem skipað verður á bekk með fremstu bókmennta afrekum heimsins. í niðurlæg- ingu 17. aldar kvað fátækur prestur hér sálma, sem telja verður til perlna heimsbók- menntanna, Passíusálmana. Á 19. öld voru íslenzk ljóðskáld í hópi fremstu Ijóðskálda Ev- rópu, og enn í dag eru hér Ijóðskáld á Evrópumælikvarða. Bækur margra íslenzkra ritliöf- unda eru þýddar á ýmsar tung- ur og lesnar víða um lönd, og það er ekki lengra síðan en í fyrra ,að íslenzkur rithöfundur var einn þeirra, sem til greina kom við úthlutun Nóbelsverð- launa og hefði verið vei að því kominn að hljóta þau. Og hér er það ekki fátítt, sem talið er til einsdæma víðast hvar ann- ars staðar, að bóndi á afskekkt- um sveitabæ reynist gagn- menntaður fræðimaður eða fiskimaður í smáþorpi snjallt skáld. Það hefur einnig komið í Ijós á síðustu árum, að íslend- ingar hafa reynzt óvenjulegir hæfileikamenn á ýmsar íþrótt- ir, andlegar.og líkamlegar. Þeir eiga Norðurlandameistara í skák og eru í Evrópusveit í bridge-spili. í frjálsum íþrótt- um eiga þeir Evrópumeistara og Norðurlandameistara Nokkr ir ungir menn hér í smábæn- um Reykjavík eru í hópi beztu íþróttamanna Evrópu hver í sinni grein, og íslenzkur há- F (ÚRVALSLIÐS) hefst á íþróttavellinurn mánudaginn 10. júlí kl. 8.30. Aðgöngumioar verða seldir á vellinum í dag, sunnudag, kl. 10—12 og' 2__4. skólastúdent er einn af fjöl- hæfustu íþróttamönnum heims. Allt er þetta næstum ó- trúlegt, þegar smæð þjóðarinn- ar er athuguð. En varast skyldi þjóðin þó að ofmetnast af þess- um sökum, því að ekki er hún eða þjóðfélag hennar galla- Iaust. Því fer fjarri. Þótt ís- tenzkir alþýðumenn séu harð- gerðir og harðduglegir til starfs, held ég, að íslendingar verði ekki taldir framkvæmda- menn, þeim lætur ekki skipu- legt og stöðugt starf undir sam- stilltri stjórn, eins og t. d. Þjóð- verjum og Bandaríkjamönn- um. Til þess eru þeir líklega of miklir einstaklingshyggju- menn. Þeim fellur betur að vinna sjálfsíætt vei'k á fiskibát eða sveitabæ en að vera hlekk- ur í langri keðju í stórri verk- smiðju. í nánum tengslum við þetta er það eflaust, að íslend- ingar lúta illa ölium aga, svo illa, að til nokkurra vandræða horfir. Við eigum erfitt með- að hlýða reglum, sem settar eru ckkur til sameiginlegi'a hags- bóta og til þess að tryggja rétt- læti og öryggi, og á það við í smáu sem stói'u. Það er t. d. eins og það hafi aldrei hvarflað að fótgangandi fólki hér í Reykjavík að hlýða hinum á- gætu götuvitum í miðbænum, skömmtunarreglur hafa hér ekki verið haldnar — ég býst t .d. við að óhætt sé að segja, að tilgangslaust hefði verið að halda áfram benzínskömmtun, begar henni var hætt, þar eð í Ijós var komið, að hún hafði nær engin áhrif á notkunina — og varla þarf að minna á skattalög og gjaldeyrislög í þessu sambandi. í nánu sam- bandi .við þetta allt saman er svo það, að við erum óstund- vísir, við komum kannski alls ekki þangað, sem við segjumst hafa ætlað að koma, við svör- um ekki bréfum. við erum kærulausir í meðferð fjár- muna og hættir við yfirborðs- legu óhófi. Við erum yfirleitt ekki formfastir og nákvæmir í umgengni eða störfum. Og fyrst við erum jafnframt deilu- gjarnir, eins og títt er um ein- staklingshyggjumenn, þá er ekki að undra, þótt við séum ekki alltaf prúðir. Það er mjög haft á orði, hversu stjórnmála- líf okkar sé óþroskað og gegn- sýrt persónulegum sjónarmið- um. Sízt skal ég mæla slíku bót. En því miður verður- dá- lítið svipað uppi á teningnum, hvert svo sem litið er í þjóðfé- Iaginu. Lítið t. d. á samkomu- lagið innan hinna fámennu samtaka okkar ágætu lista- manna, rithöfunda, málara, ieikara. Það er ekki gott. Hvernig er með íþróttahreyf- inguna? Einhver mesta skammagrein. sem ég hef lesið, var skrifuð í tilefni af íþrótta- málum. Og hvernig er með kirkjuna, þar sem e. t. v. mætti búast við beztri fyrirmynd í þessum efnum? Ekki skortir á deilurnar þar. Þær eru ekki all- ar prúðmannlegar og fara ekki allar fram fyrir opnum tjöld- um. Ekki munu- stjórnmala- menn heldur geta sótt neina fyrirmvnd í síðustu fríkirkju- kosningar eða afleiðingar beirra, því miður. því að fyrir- myndar þárfnast þeir vissu- lega. Ég nefni þetta aðeins til þess að benda á, að sundur- lýndið er ekki einvörðungu á stjórnmálasviðinu, heldur hvai' vetna í þjóðfélaginu. Og svo má geta þess, að hið að öðru leyti frjóa menningarlíf þjóð- arinnar er undarlega móttæki- Vramhaid á 7. síðu. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.