Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfur Forustugrein: ♦ Svelti sig í 53 daga Mynd þessi er af Þjóðverjanum Willy Schmitz, sem svelti sig í 53 daga í lokuðu búri í Frankfurt. Hann nærðist aðeins á gos- drykkjum og reykti óhemju mikið af sígarettum. Schmitz léttist úr 73 kg. í 43 kg. Þiiifi AlþýÖösambands Vestf jarða krafð- ist úrbóta á bví s barðorðri sarrsþykkt. ELLEFTA ÞING ALÞÝÐUSAMBANDS VESTFJARÐA takli rafmagnsmálin á Vestfjörðum í algeru ófremdarástandi. Mörg þorp í fjórðungnum eiga við ónóga raforku áð búa og að auki okur-dýra. Skoraði þingið því á sambandsféfögin að hefja nú þegar öflugt starf, er stefni að sameiningu bæja- og sveita- félaga á Vestfjörðum til úrbóta á raforkuþörf byggðarlaganna. Einnig sltoraði þingið á stjórnar'völdin í landinu, að vinna mark- visst að því, áð rafmagnsmálum Vestfirðingafjórðungs verði sem bráðast komið í viðunandi horf og hafi um það nána sam- vinnu við ráðamenn bæja- og sveitarstjórna í fjórðungnum. hækka framlærslu- En kaupgjald hækkar á sama tíma, samkvæmí gengislögunum, ekki nema um 15-20 prósení ■ Msgiliverf áSII nefndar, sem AlþýSu- samband ísiands og BSRB skipulu FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR mun hækka á tímabilinu 1. marz 1S50 til ársloka 1951 vegna beinna og óbeinna áhrifa gengislækkunarinnar um 25—30%, að því er segir í áliti sam- starfsnefndar Alþýðusambands íslands og BSRB, en kaup- gjaldshækkanir á sama síma verða ekki nema um 15—20%. Svarar það til þess, að kjaraskerðingin yrði 7—10%. Komið | hefur þó í ljós, að hækkun framfærslukostnaðar muni verða ! meiri vegna' liækkana, sem orðið hafa, en ekki var hægí að áætla, er útreikningarnir voru gerðir. Greinargerð þessi fylgdi samþykkt þingsins um raf- magnsmál Vestfjarða: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að við algerlega óvið- unandi ástand í rafmagnsmál- um hefur verið að búa í Vest- firðingafjórðungi. Hefur þar tvennt haldizt í hendur: skort- ur á rafmagni og svo óhæfilega dýrt rafmagn, að almenningi er nær með öllu ókleift að njóta þeirra þæginda, sem raf- knúin heimilistæki bjóða — þó ekki sé nefnd sú hliðin, sem að iðnaði og framleiðslu snýr. Ekki er hægt að kenna tóm- læti almennings hér um, því að undravert er, hve mikið menn hafa viljað leggja í sölurnar til þess að notfæra sér rafmagnið, Framhah/ á 8 síðu. Samstarfsnefnd Alþýðusam- bandsins og BSRB var skipuð til að reikna út áhrif gengis- ■ lækkunarinnar á kjör laun- þega og fleira. Nefndina skip- uðu Kristinn Gunnarsson og Magnús Ástmarsson frá Al- þýðusambandinu og Guðjón B. Baldvinsson og Jónas Haralz frá BSRB. Niðurstöður nefnd- arinnar eru miðaðar við horf- urnar eins og þær voru í marz- mánuði. Samkvæmt þeim forsendum, sem nefndin byggði athuganir sínar á, mun hin gamla vísitala i'ramfærslukostnaðarins hækka úm 19,3%, þegar öll hin beinu áhrif gengislækkunarlaganna eru komin fram, þegar gert er ráð fyrir að söluskatturinn verði áfram óbreyttur, en hækkunin verða 15,6%, ef gert er ráð fyrir áð söluskatturinn verði afnuminn. Þegar búið er að taka tillit til þeirra breytinga á vísitölu framfærslukostnaðarins, sem gengislækkunarlögin kveða á um, og reikna áhrif laganna á hina nýju vísitölu framfærslu- kostnaðarins, þá sýnir hún 16,4% hækkun með óbreyttum söluskatti og 13,2% án sölu- skattsins, þ. e. a. s. hin nýja vísitala framfærslukostnaðar- ins sýnir 85,1% af þeirri hækk- un, sem gamla vísitalan sýnir. Niðurstaða nefndarinnar um það atriði, að hve miklu leyti almennar kauphækkanir mundu koma að haldi til þess að vega á móti þessari kjara- skerðingu, eru þær, að núver- andi ytri aðstæðum óbreyttum og að óbreyttu því samhengi, sem nú er á milli almenns kaupgjalds annars vegar og verðlags í landinu hins vegar, þá verði almennar kauphækk- anir launþega ekki til þess að auka varanlega hluta þeirra af þj óðartekj unum. ■»-------—- Visffólki á Eliiheim- ilinu boðið í Tivoli í GÆRDAG var vistfólki elliheimilisins boðið í Tívolí, og dvaldist það í skemmtigarð- inum milli kl. 2—5 síðdegis. Undi gamla fólkið sér vel á skemmtistaðnum, enda var veður hið bezta. Harðir bardagar 60 km. norðan við Taiden MIKLIR bardagar geisa nú 60 km. norðan við Taiden. í fyrrinótt gerði bandarískt fót- göngulið gagnsókn og hrakti kommúnista til- baka, en þeir hófu sókn á ný í gærmorgun og tókst að ná borginni Chochun. Bandaríkjamenn hafa enn ekki komið skriðdrekum sínum til vígstöðvanna, en bæði stór- skotalið, brynvarðar sveitir og fótgöngulið hefur verið sett á land í höfnum Suður-Kóreu og er nú á leið norður í landið. Risaflugvirki hafa haldið á- fram loftárásum á hervirki og olíuhreinsunarstöðvar Norður— Kóreumanna. Tvær ástralskar og ein amerísk orustuflugvél voru skotnar niður í gær. Flug vélar Bandaríkjamanna hafa enn eyðilagt allmarga skrið- dreka. ---------«—--------- Fleira fólk kemur nú frá Bretlandl með Heklu en í fyrra HEKLA lagði af stað í þriðju Skotlandsför sína á fimmtu- daginn og var hún fullskipuð farþegum. I fyrri ferðunum tveim voru með skipinu sam- tals um 140—150 Bretar, eða um 70 í hvorri ferð,.og er þetta miklu meiri þátttaka af þeirra hálfu heldur en í fyrra, og er útlit fyrir að svo muni verða á- fram í sumar, en skipið mun fara samtals 7 ferðir til Skot- lands. Mésía hækkun, sem orðið hefur a húsaleiguvísitölunni Hækkaði um S8 stlg vegna gengis- lækkunarinnar. HÚSALEIGUVÍSITALAN fyrir tímabilið júlí til september er 178 stig, en var fyrir næsta tímabil á undan, apríl—júní, 160 stig. Er þetía mesta bækkun, sem orðið hefur á þremur mánuðum síðan farið var að reikna þessa vísitölu út í byrjun stríðsins. Hækkunin stafar af útlendu viðgerðarefni húsa, og því að mestu leyti beinlínis af gengislækkuninni, að því er Hagstofan skýrði Alþýðublaðinu frá í gær. Ætla mætti, að þessi hækkun húsaleiguvísitölunnar valdi nokkurri liækkun á vísitölu framfærslukostnaðar fyrir þær sakir, hve miklu hún nemur, og svo vegna hins, að liúsaleiga er stærri liður í vísitölugrundvellinum en var, áður en gengislækkunarlögin gengu í gildi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.