Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 6
s .ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 9. júlí 1950. J Frú Dáríður Dulheims: Á ANDLEGUM VETXVANGI. Eg er í þann veginn að fara til útlanda. Fyrst og fremst til Danmerkur. Eg slsest 'í fylgd með fólki, sem á einkabíl, og það hittist svo á, að það er laust sæti í honum. Þetta er því meira en lítil heppni fyrir mig; ég hef engan gjaldeyri og ekki neitt, en þau hafa. allt og vel það. Það er svo einkennilegt með þessi hjón; þau eru víst í raun- inni bláfátæk, en þau lifa flott, eiga stórkostlega íbúð og inn- bú og geta allt, sem hugur þeirra stendur til. En þau hafa nú samt lægra í útsvör og skatta heldur en við hjónin, sem bara lifum á kaupi í lægsta launa- flokki; ég hef oft verið að hug- leiða hvernig þetta megi ske, en það er nú til svona. Og þau eiga svo að segja engan gjald- eyri og hafa víst ekki fengið nein gjaldeyrisleyfi, en þau segja bara, að þetta reddi sér allt, þegar þau komi út. Eg ætla að vona það, og satt að segja, þá stenzt ég ekki mátið, þótt þetta sé vitanlega dálítið í óvissu. Þau ráðgera, satt að segja, Iengri ferð en til Ðanmerkur, — eitthvað um Evrópu, ,,svona austur að járntjaldinu,“ ef styrjöldin gerir þá eklci enda á þetta alltsaman. Jæja, það værður þá alltaf hægt að komast heim aítur um Petsamó, ef illa fer. Þess utan erum við ekkert hrædd við Rússana. Við liöfum skrifað undir friðarávarpið ,,til þess að redda þó alltaf bílnum,“ segir maðurinn frúarinnar. Auk þess hef ég alltaf haft mjög mik inn áhuga fyrir rússneskum bal- let og honúm þarna Rimsky- korsakoff. Nei, ég er ekkert smeik við þá. En ég tek það fram, til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að við erum langt frá því að vera kommún- istár. Maðurinn frúarinnar, seg- ir, að það sé bölvað að vera kommúnisti, sérstaklega hátt- settur kommunisti þar, sem Rússar taka völdin. Það komizt nefnilega alltaf upp eftir dálít- inn tíma, að þeir menn hafi alls ekki verið neinir kommúnistar, heldur bara svona hinsegin, þið vitið, og það svo ámátlega, að sjaldnast verða hjá því komizt að taka þá mjög svo alvarlega til bæna. Þetta segir nú hann, og hann fylgist með því, sem ger- ist í heiminunj. Það sé mikið heppilegt upp á allt, einkum seinni tímann, að vera það ekki, en hins vegar getur auðvitað ekkert g'ert til, þótt maður sé hrifinn af rússneskum ballett og Rimsky-korsakoff. Jæja, — ég er semsagt á för- um. Og ég er aldeilis agalega spennt. Eg hef einu sinni áður komið til Danmerkur, — hérna um sumarið. Danir eru ákaflega sálrænt fólk, en 'þeir hafa nú samt sína galla eins og aðrir. Þeim fórst til dæmis skammar- lega við frönsku hjónin, sem voru ákaflega sálrænar mann- eskjur. Það má öllum gera að stela af þeim mynd, meira að segja kvikmynd, og koma svo fram með hana sem sönnun, svo að viðkomandi geti ekki borið á móti neinu. En það er í fyllsta máta ódrengilegt, því að það er blátt áfram skylda, að öllum sé leyft að verja sitt mál og sigra, — en það sér hver heilvita mað- | ur, að slíkt er ekki nokkur leið, þegar allt er kvikmyndað. — ■— Eg er til í að senda ykkur línu, þegar út kemur, og‘ segja ykkur helztu fréttir og af því, sem fyrir mig bar! Með beztu kveðjum í and- legum friði. Frú Dáríður Dulheims. koma í þessum mánuði. Sýnishorn fyrirliggjandi. Tökum á móti pöntunum. Vcla og raftækjavérzlunin. Tryggvagötu 23. Sími 81279. Alþýðublaðinu! Auglýsið f Gina Kaus starfa í barnaherbergi heidur en í húsi, þar sem sorgin ríkir,“ sagði hún. Og það Var ekki ann- að að sjá, en að Líha frænka féllist á það. Felix litli var sannarlega til huggunar, einnig fyrir mig. Irene skrifaði: „Hanh er nauða líkur pabba, alveg eins og þeir hafi verið steyptir i sama móti, hann hefur jafnvel báða brúnu fæðingarbrettina bak við eyr- að eins og hann.“ Þetta gerði mig mjög ham-' 'ingjusama. Ef til vill var það vegna þess, að mér fannst að herra Kleh héldi áfram að vera ti] í þessum litla dreng, og ef til vill líka vegna þess, að drengurinn iíktist meira í þessa ættina, en ekki einhverja aðra. Ég hefði viljað fórna árum af ævi minni til þess að mega kyssa þessa litlu bletti bak við rautt barnseyrað, en ég var allt of þreytt og sorgmædd til þess að ég treysti mér til að takast ferð á hendur svona fljótt. Doktor Tucker kom oft í heimsókn til okkar, en ég man ókaflega lítið af því, sem við töluðum um. Hann hafði gert upp arfinn. Hann sagði, að hann væri allmikill, en það lægi næstum því allt í vöru- birgðum. Hann hafði bara eitt hundrað þúsund krónur í verð- bréfum, og það voru eingöngu hlutabréf í iðnaðarfyrirtækj- um. Hins vegar var húsið sjálft veðsett, og veðin, sem á því hvíldu, voru næstum því helmingi hærri heldur en verð- mæti þess. Herra Kleh hafði tekið þetta lán í október 1915, bersýnilega til þess að geta borgað heimanmund Irene með helmingi upphæðarinnar. Fyrir hinn helminginn hafði hann keypt hlutabréfin, og þau áttu að vera heimanmundur Lottu. Doktor Tucker var sextugur að aldri. Hann var ekki mikill ræðumaður og heldur ekki séð- ur í viðskiptamálum; hann var bara heiðursmaður, réttsýnn og réttlátur ieiðbeinandi í lög- fræðilegum málum og stjórn- andi í fjármálum. Það var ekki hægt að velja betri fjárhalds- mann fyrir hana, en kannski einhvern, sem hefði verið dug- legri. Og það hefði maður ein- mitt getað óskað henni nú, þega ar hinir slæmu tímar sneru öllu við í viðskiptalífinu. „Bara ekki að safna skuld- um,“ sagði doktor Tucker. Honum var ákaflega illa við veðin á húsinu. Ilann vildi helzt borga veðin og losa húsið og nota til þess hlutabréfin, en hann varð að fá samþykki systranna til þess að hann gæti það. Honum fannst, að það væri hreint formsatriði, og hann varð ekki lítið undrandi þegar Lotta skrifaði og sagði, að það væri heitasta ósk sín að kaupa dálítinn bóndabæ fyrir þær hundrað þúsund krónur, sem henni höfðu verið ætlaðar. „Bara einhverja litla jörð með sæmilegum byggingum, þar sem eru hænsni, kýr og svo framvegis, því að hérna er alls ekki hægt að fá egg né mjólk, og við erum svo hræddar um, að það muni draga úr þroska drengsins, og maður veit ekk- ert hvenær stríðinu lýkur, og allt er að versna . .. . “ Meðan Tucker var önnum kafinn við að reyna að finna Ieið til þess að fá Lottu ofan af þessu kom annað bréf og það var enn ákveðnara Lotta hafði þegar litið" á litla jörð í Suður-Bayern og systurnar vildu endilega flytja þangað fyrir sumarið. „Þér getið ekki tekið á yður þá ábyrgð að segja nei,“ skrif- aði Lotta. „Þér getið spurt hvaða barnalækni sem er, cg hann mun segja yður hvað það sé hættulegt að gefa smá- barni niðursoðna mjólk í sum- arhitunum. Hvað hefur það að segja, þó að ekkert veð hvíli á húsinu og fyrirtækið gangi vel, ef drengurinn þrífst ekki? . .“ Doktor Tucker vissi ekki hverju hann átti að svara og tók sér því ferð á hendur til Miinchen. En Lotta var sterk- ari en hann. Hún fékk því framgengt að hún var viður- kennd myndug, og svo keypti hún jörðina, og doktor Tucker gat ekki einu sinni komið í veg fyrir það, að Felixhof, eins og jörðin var skýrð, væri yfirfærð á nafn drengsins sem hans rétt- mæt eign. „Ég hef aldrei á ævi minni vitað aðra eins frænku,“ sagði hann. „Hún er miklu vitlausari í snáðanum en mamman sjálf.“ Ég hélt að hjartað í brjósti mér ætlaði að hætta að slá, en svo sagði Lisbeth róleg og með glettnisbragði: „Þessir angar eru alltaf dásamlega skemmti- legir. Mið langar bara til að fara og gerast þriðji kjáninn við vögguna hans“. Ég veit eiginlega ekki, hvern ig dagarnir liðu í þá tíð. Ég hlýt að hafa unnið sjálfkrafa þau störf, sem að kölluðu, en það var ekkert, sem gerðist, er vakti áhuga minn. Ég man að einu sinni, þegar Lisbeth kom, opnaði hun alla glugga upp á gátt og sagði, að það væri kom ið vor. Einu sinni kom hún með fullþroskuð jarðarber handa mér, þá var komið sum- ar. Oft og mörgum sinnum þvingaði hún mig til að koma með isér út undir bert loft. Hún fór með mig út í skemmti- garðinn og þar fengum við okkur sæti. Alltaf settumst við rétt hjá barnaleikvanginum, en aldrei þar sem gamla fólk- ið hvíldi sig. Þetta var eigin- lega þegjandi samkomulag, án þess að við minntumst á það. Stundum settumst við líka skammt frá íþróttavellinum. Okkur þótti gaman að heyra hávaðann í knattspyrnuleikur- um, hvort sem þeir voru stór- ir eða litlir og okkur þótti á- kaflega gaman að horfa á telp urnar með sippubandið sitt og að öðrum leikjum. „Hvernig stendur á því, að þú getur alltaf verið að koma til mín, ég hélt að þú hefðir engan tíma til þess?“ spurði ég hana einu sinni, þegar við sát- um í skemmtigarðinum. „Hver þarfnast mín heima svo sem?“ sagði hún og and- varpaði, og þá skildist mér, þrátt fyrir eigin sljóleika og sorg, að það var ekki aðeins mín vegna að hún kom svona oft til mín, heldur einnig af því að henni leið sjálfri illa. Mér varð hugsað til frú Ad- elar. „Ég hélt að þú værir bú- in að ná þér eftir þetta?“ sagði ég. „Ná mér? Það er bara orð. Það er ekki hægt að segja að maður nái sér með sífelldan liöfuðverk eða tannpínu. Já, það er bara þetta að maður venst sársaukanum, leyfir hon um ekki að marka svip manns, þrýstir honum inn og dvlur hann. En ef sársaukinn verður sterkari en skynsemin, þá . . . já, þá verður kvölin enn sár- ari. Nú., en maður venzt þessu líka því . . . Og hvað er annað að gera?“ ,.0g skilnaður?“ spurði ég. Hún hristi höfuðið. „Það er of seint. Ég hef liðið allt of mikið til þess að ég segi núna allt í einu: Nú vil ég ekki líða meira. Ég mundi ekki geta skýrt það út fyrir neinum lög- fræðingi hvers vegna ég hef þolað það, að maðurinn minn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.