Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna, — Sumiudagur 9. júlí 1959. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK' Takið höndum saman viS * unga jafnaðarmenn og að- síoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrættl Sambands ungra jafnaðar- manna. | arnefndin ræddi fen Loftleiðlr flytja 100 leiðangursmenn frá Danmörku lil Grænlands í FYRRASUMAR fluttu vélar flugfélagsins Loftleiða l\.f. leiðangursmenn danska vís- indamannsins dr. Lauge Kocb frá Danmörku til Grænlands, en dr. Koch hefur bækistöðvar á Ellaey við austurströnd Grænlands og vinnur þar að rannsóknum ýmis konar. Samningar hafa nú tekizt milli Loftieiða og dr. Koch um ftutninga í sumar, og er gert ráð fyrir að fluttir verði. rúmJ lega 100 leiðangursmenn frá Danmörku til Græniands. Blingað munu þeir konia með „Geysi“, miliilandaflugvél Loftleiða, en héðan munu.þeir fara með „Vestfirðingi“, Cata- línuflugbát félagsins. Verða þeir enn fluttir til Ellaeyjar'. Fyrsti hópur leiðangufs- manna þessara mun koma hing- að til Reykiavíkur frá Dan- mörku 10. þ. m., en hinn síð- asti 19. júlí, Héðan verða þeir svo fluttir jafnóðum og veður- skilyrði leyfa. 559 manns fengu húsnæði í Búsíaða- vegshúsunum Á BÆJARSTJÓRNAR- FUNDINUM á fimmtudaginn svaraði borgarstjóri nokkrum fyrirspurnum varðandi úthlut- un bæjaríbúðanna við Bústaða- veg, og skýrði meðal annars frá því, að við úthlutunina hefði ekki komið til greina fólk, sem flutt hefði til bæjarins, eftir 1941, og heldur ekki fámennari fjölskyldur en fjögurra manna. Jafnhliða þessu var svo höfð hliðsjón af húsnæðisástandi umsækjenda. Fjölskyldurnar, sem hlutu í- búðirnar, voru allt frá fjögurra manna til tíu manna. Alls hlutu 22 fjögurra manna fjölskyldur íbúð, 31 fimm manna, 22 sex manna, 14 sjö manng, 6 átta manna, 2 níu manna og 2 tíu manna, eða samtals 559 manns. Lýsli ánægju yfir rýmkun á landhelginni Vill haida norræn sumarnámskeið á Íslandí r og anka kynningu Islands á Norðuriöndum ———— -------------------------- HINN 4.—6. júlí hélt r.orræna menningarnefndin fundi í Reykjavík í boði íslandsdeildar nefndarinnar. í fundarhöldun- uib tóku þátt íulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Á fundunum var lögð áherzla á, að eins og málum væri nú háttað, væri rík nauðsyn á því að efla samvinnu Norð- uriandanna í menningarmálum og fá til þess fjárhagslegan stuðning frá ríkisvaldi þessara landa. Nefndin tók sérstaklega til athugunar þau vand- kvæði, er tungan og fjar- lægðin hafa í för með sér hvað snertir hin menning- arlegu tengsl milli íslands og hinna Norðurlandanna, og var bent á, að sérstakar skyldur hvíli á þeim lönd- unum, er meiri fólksfjölda hafa, til að styrkja menn- ingarsambandið við Island. Rætt var um, hvaða ráðstaf- anir skyldi gera í þessu augnamiði, og var ákveðið að athuga möguleika á því að halda föst sumarnám- skeið á íslandi í þeim efn- um, sem sérstaklega þykir æskilegt að kynna sér þar, eins og í jarðfræði, íslenzkri tungu, íslenzkum bókmennt um og réttarsögu. Nefndin ræddi einnig ráðstafanir til að auka á hinum Norður- löndunum þekkingu á Is- landi og þýðingu þess. Dýr raforka Framhald af 1. síðu. þrátt fyrir alla þá annmarka, sem á því eru. Einnig má á það benda, að mikill fjöldi manna hefur ekki hálf not af útvarps- tækjum sínum vegna rafmagns skorts, og enn fremur verða þau þungur baggi á eigendun- um vegna tíðra bilana, sem út- heimta dýrar viðgerðir, en margar þessara bilana má bein línis rekja til óviðunandi raf- magns. Ekki er sú hliðin bjartari, sem að iðnaðinum og fram- leiðslunni snýr. Á seinni árum hefur véltæknin nálega alls staðar verið tekin í þjónustu iðnaðar og framleiðslu í æ rík- ari mæli. Raforkan hefur ver- ið og verður hagkvæmasta ork an til þeirra hluta og er því auðséð, að eitt höfuðskilyrði iðnaðar og framleiðslu er, að nægilegt rafmagn með hæfi- legu verði sé fyrir hendi. Eins og nú er komið málum er ósamræmið á þessum svið- um orðið svo mikið milli lands- hluta, að mikill fjöldi fram- leiðslutækja getur ekki heitið samkeppnisfær fyrir þær sakir einar. Tiltölulega mun fiskiðnaSur á Vestfjörðum vera meiri en annars staðar á landinu, og ó- víða eða hvergi mun jaf'nmikill fjöldi verkamanna byggja af- komu sína á vinnu við iðjuver- ið. Það er því skilyrðislaust hagsmunamál allra aðila, að þessum málum verði komið í viðunandi horf. Og svo að enn lengra sé far- ið: Þjóðarbúið sjálft skaðast raunverulega á þessu fyrir- komulagi. Vestfirðingar — og raunar allir landsmenn — eiga heimt- ingu á að hér verði úr bætt, og verður að gera þá kröfu jafn framt, að rafmagnsverðið verði sem jafnast um land allt.“ ELLEFTA ÞING Alþýðusam bands Vestfjarða lýsti ánægju sinni yfir þeirri tilraun, sem gerð hefur verið til rýmkunar 1 arinnar. á landhelginni og taldi þær að- gerðir tvímælalaust spor í rétta átt. Einnig taldi þingið að stefna beri að því, að tryggja íslendingum alger yfirráð á landgrunninu öllu, enda sé það eitt mesta hagsmunamál þjóð- Ákveðið var að láta fram fara í samráði við undirnefndir norrænu félaganna athugun á hinum norræna þætti í starf- semi æðri og lægri mennta- stofnana á Norðurlöndum og á möguleikum til að efla þann þátt. Nefndin ákvða að styðja þær ályktanir, er gerðar voru á bókmenntafundinum í Osló 3. maí til 1. júní s.l. og koma á- íyktunum þessum á framfæri við viðkomandi stjórnarvöld og stofnanir. En á þeim fundi var um það 'rætt, hvaða leiðir væru heppilegastar til að auka útbreiðslu Norðurlandabók- mennta á Norðurlöndum. Nefndin mun leggja til við menntamálaráðherra Norður- landa, að þeir taki til meðferð- ar á fundi sínum í Helsingfors á þessu 'ari tiltekin mál, er nefndin telur hafa sérstaka þýðingu fyrir samvinnu Norð- urlanda. Á dagskrá nefndarinnar voru einnig nokkur mál, sem hreyft hefur verið á fyrri fundum, en hafa ekki verið út rædd ennþá í nefndinni. Georg Andrén prófessor verður áfram formaður nefnd- arinnar þar til næsti regluleg- ur fundur verður haldinn, en gert er ráð fyrir, að sá fundur verði í Kaupmannahöfn í marz eða apríl 1951. Varaformaður eftir J. Nörregárd prófessor frá Danmörku var kosinn Harald Eldin rektor frá Svíþjóð. Bókasafn Islendinga í Kaupmanna- höfn verður opnað í hausí ; Féiaglð á nú om 450 bindi og hyggst kaupa nokkuð af bókumn tp viðbófar. -----------<t,--------- Á KOMANDI HAUSTI mun íslentlingafélagið í Kaup~ mannahöfn opna bókasafn sitt; en féíagið á nú orðið um 4501 bindi, og hafa því borizt flestar bækurnar að gjöf á síðasta áis frá bókaútgefendum hér heima, og eru forustumenn Íslendinga- félagsins mjög þakklátir bókaútgefendunum fyrir rausn þeirra- Félagið hefur nú fengið1 sendar allar helztu bækur ís- lenzkra höfunda, sem gefnar hafa verið út á síðustu árum. Þó vantar félagið ýmsar merk- ar bækur, sem það heíur hug é að fá í safnið, o ghefur verið lögð til hliðar nokkur fjárhæð. sem á að verja til bókakaupa hér. Hefur félagið samið lista yfir þær bækur, sem það ætlar að kaupa, og mun væntanlega fá þær fyrir haustið. Ekki hef- ur enn þá verið endanlega gengið frá því, hva-r bókasafn- ið verður til húsa í Kaup- mannahöfn, en í ráði er, að ís- lendingafélagið hafi samvinnu við Dansk-islandsk samfund, en þa ðá allgott bókasafn, með- al annars toluvert af gömlum íslenzkum bókum. °Frá þessu verður endanlega gengið á að- alfundi íslendingafélagsins, er væntanlega verður haldinn í september, en um það leyti er ráðgert að opna bókasafnið. Hugmyndin er að það verði op- ið vissa daga vikunnar, og verða þá bækurnar lánaðar út, en ekki mun vera hægt að koma því við, að minnsta kosti til að byrja með, að hafa lestr- arsal í safninu. Ferðaskrifstofan hefur á ný eftirmiðdags- og kvöldferðir um nágrennl bæjarins FERÐASKRIFSTOFAN er nú á ný að taka upp eftirmið- dags- og kvöldferðir, en þær hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. í gær efndi skrifstofan til fyrstu eftirmiðdagsferðarinnar á þessu sumri, og var þá farið í Heiðmörk. Næstu kvöld, þeg- ar gott er veður, verða farnar ferðir í Heiðmörk og verða leiðsögumenn með til þess að kynna fólki mörkina. Reykvík- ingum, sem vilja kynna sér Heiðmörkina og annað ná- grenni bæjarins, er bent á þess- ar kvöld- og eftirmiðdagsferðir, og geta þeir fengið nánari upp- lýsingar um ferðirnar hjá ferða skrifstofunni. NÝLEGA brann bærinn Bjarnastaðír í Blönduhlíð í Skagafirði. Komst fólkið með naumindum út úr bænum, en bæjarhúsin brunnu til kaldra kola, og ekki tókst að bjarga neinu af innanstokksmunum. kemur í dag pfts«*- , TJ. -»■ — • Úrvalslið sjálenzkra knatt- spyrnumanna kemur hingað flugleiðis í dag og mun leika fyrsta leik sinn á morgun. —• Myndin er af Jörgen Larsen, sem gerði eða átti verulegan þátt í 5 mörkum, sem Sjálend- ingar settu hjá íslenzka úrvals- liðinu, er fór til Danmerkur í fyrra. íslendingar eiga honurn því vissulega grátt að gjalda. MikiS fjölmenni á landsméti hesfa- manna á Mftgyelli LANDSMÓT hestamanna var sett á Þingvelli kl. 10 fyrir há- degi í gærdag og stendur það yfirr þar til í kvöld. H. J. Hólm. járn, formaður Landssambands hestamannafélaga, setti þingið, en því næst flutti Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra ávarp, en hann er heiðursfor- seti þingsins. í gærdag fóru fram hestasýn- ingar, og dómum og verðlaun- um var lýst —• og ennfremur fóru fram veðreiðar. Auk hins mikla fjölda manna, er komu til Þingvalla á hestum, var þar mikið annað fjölmenni, þegar leið á daginn í gær, og í dag má búast við mannsöfnuði á. völlunum, en þá fara aftur fram sýningar og veðreiðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.