Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1950, Blaðsíða 4
4 Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprantsmiðjan h.f. Fegrun Reykjavíkur REYKJAVÍK er fögur borg. Um það munu flestir vera sam- mála, borgarbúar jafnt sem innlendir og erlendir gestir höfuðborgarinar. Sé hins vegar um það spurt, hvað sé fagurt við Reykjavík, er hætt við að svör verði nokkuð á reiki. Sjálfum mun Reykvíkingum finnast bæði borgin og um- hverfi hennar hið fegursta, enda er hún þeirra borg. Víð- reistir menn munu þegar taka undir það, að bæjarstæðið sé með afbrigðum fallegt, þótt næsta nágrenni sé víða hrjóstr- ugt. Hins vegar er fegurð bæj- arins sjálfs ekki hafin yfir gagnrýni. Mörg hin nýrri bæj- arhverfi eru vel byggð og hin snotrustu. Margar hinar stærri byggingar og mikill fjöldi í- búðarhúsa eru myndarleg og jafnvel fögur hús. Hinir ör- smáu grænu bletir eru margir hið mesta augnayndi. En stórir hlutar borgarinnar eru illa byggðir og húsin bæði láreist og Ijót. í heilum hverfum eru göturnar mjóar og opin svæði engin. Húsaræksni, sem hefði átt að rífa fyrir áratugum, standa enn nærri hjarta borg- arinnar og mörgum bygging- um og stöðum, sem sögulegar minningar hafa að geyma, hef- ur lítil sem engin rækt verið sýnd. Um skreytingu á borg- inni hefur vart verið að ræða nema í hvosinni, þar sem mið- bærinn stendur, milli Arnar- hóls, Austurvallar og Hljóm- skálagarðsins. Hér er því ærið verkefni, að fegra og skreyta borgina. Til þess var stofnað fegrunarfélag fyrir nokkrum árum, og hefur það öðru hverju látið til sín íaka í þessum efnum. Að vísu var þetta félag gagnrýnt í önd- verðu vegna sambands nokk- urra embættismanna bæjarins við það. Þeir hafa þó dregið sig út úr trúnaðarstöðum í félag- inu, svo að samband þess við bæjaryfirvöldin er nú frjálst og óbundið, og hafa deilur um íélagið þar með lagzt niður, en hitt komið æ betur í ljós, sem áður var vitað, að allir borgar- búar geta sameinazt um þann íilgang, sem félagið var helgað, Fegrunarfélagið hefur nú gefið Reykjavíkurbæ mynda- styttu eftir Ásmund Sveinsson og mun hafa í hyggju að gefa bænum aðra styttu eftir Einar Jónsson. Er þetta vel tii fund- ið, þar sem of lítið er um slíka skreytingu í bænum, og slíkar gjafir vekja jafnan umtal og umhugsun um fegruh bæjar- ins. Að þessu sinni hefur ekki skort slíkt umtal og jafnvel harðar deilur. Er fyrst og femst deila um list Ásmundar Sveinssonar og hvern sess verk hans megi skipa í bænum. Vilja sumir vegsama listamanninn með því að setja „Wcnsber- ann“ á hinn bezta stað, sem ALÞÝÐUBLAÐIP fundizt getur, en aðrir telja myndir hans ekki til annars hæfar en að kasta þeim í sjó- inn. SÍíkar deilur um list eru ekki nýtt fyrirbrigði hér eða annars staðar, og það er vissulega betra að búa við þær en algera andlega lognmollu. Það, sem skortir í þessu máli, er gott tækifæri fyrir Reykvíkinga til að sjá styttuna sjálfa eða betri mynd af henni en enn hefur birzt, svo að þeir geti af eigin sjón dæmt um verkið, Það hefur verið alrnanna rómur ,að þessi stytta ætti að standa við hina nýgerðu Lækj- argötu, nærri Lækjartorgi. Svo mun þó ekki verða, og hefur verið frá því skýrt, að hvorki ráðamenn bæiarins ne lista- maðurinn hafi áhuga á þeim stað. Hins vegar hefur verið rætt um aðra staði, þar á með- al Hljómskálagarðinn. Um þetta verður sjálfsagt enn deilt, en vert er að benda á, hvort ekki eigi að dreifa listaverkun- um meira um bæinn en gert hefur verið. Mundi ekki Vatns- berinn, þetta nútíma raunsæis- verk, njóta sín betur á rúmgóðu torgi í hinum nýrri hverfum Reykjavíkur en við hliðina á Jónasi og Þorfinni við Tjörn- ina? Mundi ekki slíkt listaverk flýta fyrir fegrun heilla bæjar- hverfa og auka bæjarsvip þeirra, ef því væri valinn stað- ur á Sunnutorgi, Miklatorgi eða Hagatorgi? Á bæjarstjórnarfundi í vik- unni, sem Ieið, var borin fram tillaga þess efnis, að skipuð yrði nefnd manna úr samtök- um listamanna til þes að stjórna skreytingu gatna og torga í bænum. Þessi hugmynd er ágæt, og verður vonandi skip- uð slík nefnd. Væri þá ekki úr vegi, að í slíkri nefnd væru auk fulltrúa listamannafélag- anna einn eða tveir leikmenn og fulltrúi frá bæjaryfirvöld- unum. * Fegrun bæjarins getur mið- að vél áfram með slíkri starf- :-emi og slíkri skreytingu. Því má þó ekki gleyma, að stærsta viðfangsefni Reykvíkinga á þessu sviði er að hraða endur- byggingu bæjarins, losna sem fyrst við litla og ljóta kofa, sem standa á dýrum lóðum um allan gamla bæinn. Þegar myndarlegar byggingar rísa í hjarta bæjarins, mun allur svipur bæjarins gerbreytast á skömmum tíma. Fyrir þessari þróun má greiða með lagasetningu um skipu- lag, verðhækkunarskatti á lóð- ir og fleiri slíkum ráðstöfunum. Samt mun endurbygging bæj- arins taka langan tíma, ekki sízt er byggingastarfsemi öll dregst saman eins og nú. En Reykvíkingar mega þó ekki missa sjónar á því, að þetta er eitt veigamesta verkefni þeirra fyrir bæjarfélagið. VANDRÆÐI í NÝFUNDNALANDI. Björgvin Bjarnason gekk ekki inn í neina Paradís, er hann flúði til Nýfundnalands. í ár hefur ábyrgðarverð á fiski verið afnumið þar vestra, og hafa sjómenn og útgerðarmenn mótmælt harðlega. Smallwood forsætisráðherra hefur ein- dregið skorað á útgerðarmenn að halda áfram útgerð, enda muni Nýfundnalandi öllu lokið, ef útgerð tekur af. Þá er í ráði, að ríkisstjórnin veiti allmikil lán til útgerðarinnar til þess að gera henni kleift að starfa á- fram. Nýfundnalandsmenn eiga nú í miklum markaðsvandræðum, og stafa þau meðal annars af því, að landið hefur nú kan- adadollar að gjaldeyri, en ekki sterlingspund eins og áður, og margir viðskiptavinir geta ekki keypt fisk fyrir dollara. Mikl- ar viðræður hafa farið fram í Ottawa um vandamál þessi. AÐALFUNDUR Útgerðarfé- lags Akureyringa h.f. var hald inn síðast liðinn fimmtudag. Samkvæmt skýrslu stjórnarinn ar 1949 fór Kaldbakur 13 veiði og söluferðir, og var meðalsala í ferð 10300 sterlingspund. Var hann söluhæstur nýsköpunar- togaranna á árinu. Svalbakur fór 7 sveiðiferðir, og meðalsala í ferð var 9871 sterlingspund. Hagur félagsins er góður en arður er þó ekki greiddur hlut höfum þetta ár, þar eð félagið stendur í fjárfrekum fram- kvæmdum, kaupum nýsköpun artogara, byggingu saltfisk- verkunarhúss og fleira. Togararnir veiða nú í mjöl- vinnslu fyrir Krossanesverk- Sunnudagur 9. júlí 1950. ðSckar á m GJALDEYRISSKORTURINN: Mikill skortur hefur verið á vinnufötum í Iandinu og er gjaldeyrisskorti kennt um. Þó skorti einn mesta vinnufataframleiðandann, Svein Valfells, ekki gjald- eyri til að kaupa nýjan, amerískan lúxusbíl (Buick 1950, R 4446), sem kostar Íiúsundir dollara. * * * Þessi bílakaup hafa komið Valfells í hin alvarlegustu vandræði. Hann á nú þrjá bíla, en Iáðist að hafa nema tvo bílskúra við villu sína í Blönduhlíð. * * * Valfells er einn sterkasti bakhjarl kommúnista og styður flokk þeirra á margvíslegan hátt, frá beinum framlögum til þess að gefa Einari Olgeirssyni Iúxusíbúð. * * * Vonandi segir Þjóð- viljinn frá hinum nýja, glæsilega lúxusbíl, eins og öðrum slíkum. Fegrunarfélagið er að láta gera afsteypu af höggmynd eftir Einar Jónsson og verður myndin gefin Reykiavíkurbæ. MOSKVUBLÖÐIN halda því fram, að Grænlandsleið- angur Paul Emile Vicíors, sein Loftleiðir annast flutninga fyrir, sé dulbúinn .amerískur njósnaleiðangur. Blöð frá New York sögðu frá því undir allstórum fyrirsögn- um, er skip, sem er eign 95000 manns, kom í höfn í Brooklyn. Skipið var Arnarfell, eign íslenzku samvinnufélaganna. HITT OG ÞETTA: Helgi Hjörvar er nú í árs leyfi frá störf- um hjá útvarpsráði. * * * Jón Þórarinsson tekur við stjórn Fóst- bræðra. * * !fMiðbærinn mundi lagast mikið, ef Reykjavíkur- Apótek og Eimskipafélagshúsið væru fegruð eins og t. d. Hótei Borg og landssímahúsið. * * * Kassagerð Reykjavíkur sækir um iðnaðarlóð. * * * Knattspyrnufélagið Þróttur biður bæinn um land fyrir íþróttasvæði. REYKJAVÍK OG PARÍS: Danski fiðlúleikarinn Wandy Tworek, sem lék fyrir hálftómu húsi í Reykjavík fyrir tveim árum, hefur nú farið sigurför til Parísar. FRIÐARSÓKNIN: Kommúnistinn Haukur Bjömsson, sem er landflótta vegna óreiðu í viðskiptamálum, er nú Kominformagent í Svíþjóð og Ðanmörku. Hann mætti á Islendingamóti í Kaupmannahöfn 17. júní. Þegar hinir öl- kærari í hófinu voru farnir að finna á sér, dró Haukur upp Stokkhólmsávarpið, og reyndi að safna undirskriftum. — Hann þorði ekki að sýna mönnum plaggið fyrr! Á vetrarvertíðinni gengur löndun bátafiskjar í vesturhöfn- inni í Reykjavík þannig fyrir sig: Úr bát fer fiskurinn á bíl af bryggjunni yfir götuna í verbúðirnar. Þar er farið inn í fisk- inn. Síðan er hann aftur settur á bíl og ekið alla leið að vog- inni í Tryggvagötu og þaðan aftur að fiskiðjuveri xíkisins. Fisk- iðjuverið er aðeins 10 metra frá næstu bryggju, þar sem fisk- urinn lagði af stað í ferð sína! REYKVÍKINGAR geta átt von á mikilli liækkun á raf- magni og heitu vatni. Getur hækkunin orðið allt að eða um 50%. HVER SILKIHÚFAN . . . .: Ef mönnum finnst verð á er- lendri vöru vera hátt á íslandi, ættu þeir að sundurliða verðið frá því varan var keypt erlendis. Sundurliðunin yrði á þessa Ieið: 1) Erlent fob. verð. 2) Farmgjald. 3) Vátrygging. 4) Cif- verð. 5) Uppskipun og akstur. 6) Vörumagnstollur. 7) Vöru- magnstollauki (200%). 8) Verðtollur. 9) Verðtollauki. 10) Vöru- gjald. 11) Bankakostnaður og leyfisgjald. 12) Kostnaðarverð. 13) Heildsöluálagning. 14) Söluskattur. 15) Heildsöluverð. 16) Smásöluálagning. 17) Söluskattur hjá smásala. 18) Útsöluverð til íslenzkra neytenda. „Samvinnufriður^ um hneykslismál JÓN PÁLMASON, íorseti sameinaðs þings og fyrrver- andi landbúnaðarmálaráð- herra, sem uppvís hefur orð- ið að því, að hafa í sinni stuttu ráðherratíð brotið lögin um jarðakaup ríkisins til þess að losa flokksmann sinn eg sam- þingmann, Gísla Jónsson, við jörðina Otradal í Arnarfirði fyrir margfalt fasteignamats- verð, telur sig illa svikinn af blaði samstarfsflokksins í nú- verandi ríkisstjórn, Tíman- um, sem ljóstraði þessu máli upp, bersýnilega að undirlagi eftirmanns Jóns í landbúnað- armálaráðherrastóli, Her- manns Jónassonar. JÓN HEÍMTAR af Tímanum það, sem hann sjálfur kallar ,,samvinnufrið“, og á með því bersýnilega við, að illa fari á því, að Tíminn sé að núa hon- um Otradalshneykslinu um nasir meðan stjórnarsam- vinna Sjálfstæðisflkoksins og Framsóknarflokksins stend- ur. En Tíminn er ekki alveg á því, að veita honum þennan ,,samvinnufrið“. Hann segir: „Með því móti yrði stjórnar- samstarfið hæglega að bófa- samsæri". Er engin furða, þótt Jóni Pálmasyni þyki með þessum orðum óþægilega að sér sveigt, enda segir hann í grein, sem hann nefnir „Sam- vinnufriður og Otradalsmál" í Morgunblaðinu í gær: „Blaðasnápar, eins og sum fíflin, er starfa við Tímann, verða í þessurn efnum aldrei til annars en bölvunar. Slíkir eru þjóðfélagsins mestu háska menn.“ EN HVAÐ HEFUR ÞÁ JÓN að segja sér til varnar í sjálfu Otradalsmálinu? Það er ekki mikið. „Ég tel þetta lítilsvert mál,“ segir hann, „og ekki til þess fallið, að blaðadeilur héldu áfram um það. Það markar enga stefnu í jarð- eignamálum eða hefur þýð- ingu fyrir hag ríkisins. þó að ein jörð sé tekin upp í skuld og með hæfilegu verði.“ En það hefur verið upplýst, að^ Jón hafi látið ríkið kaupa Otradal upp í ógreidd opin- ber gjöld Gísla Jónssonar. ÞANNIG VILL JÓN PÁLMA- SON láta líta á Otradals- hneykslið og embættisafglöp sín í sambandi við það. En almenningur Iítur öðru vísi á málið. Hann telur það ekki „lítilsvert mál“, að fyrrver- andi landbúnaðarmálaráð- herra og núverandi forseti sameinaðs þings skuli verða uppvís að því, ao hafa brotið lögin um jarðakaup ríkisins og Iátið hið opinbera kaupa jörð af flokksmanni sínum og sam- þingmanni fyrir sexfalt hærra verð en leyft er í lögum. En sem kunnugt er lét Jón ríkið greiða fyrir Otradal 70 þús- und krónur, þó að fasteigna- matsverð jarðarinnar sé ekki nema 12 þúsundir og ríkið megi, samkvæmt lögunum um jarðakaup ríkisins, ekki kaupa neina jörð án sérstakr- ar samþykktar alþingis fyrir meira en fasteignamatsverð. ÞETTA ER EKKI „LÍTILS- VERT MÁL“, þó að Jón Pálmason og Gísli Jónsson vilji láta líta svo á. í þessu máli hefur ráðherra brotið lög landsins til þes að hygla einum flokksmanni sínum á kostnað hins opinbera. í slíku máli myndi á Englandi eng- inn friður, ekki einu sinni „samvinnufriður11 með tveim- ur stjórnarflokkum, vera hugsaitlegur. Það myndi þar kosta báða hina seku þing- mennskuna, ef ekki meira. Ú 5 b re i ði I ftlþftobljSIS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.