Alþýðublaðið - 18.07.1950, Side 8

Alþýðublaðið - 18.07.1950, Side 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; baupið miSa í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna, — « Þriðjudagur 18. júlí 1950 ALÞÝÐUFLOKKSFÓLKS Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið.við sölu happdrætti» miða í bifreiðahappdrætti Sanrbands ungra jafnaðaí'i manna. , „Gullfaxr\ miílilandaflugvél F.í. orrijgnmg og skriiuföii valda sfértjéni á Reyðar firði. I STORRIGNINGUNUM, sem verið hafa á Austurlandi undanfarna daga, hafa orðið ýmsir skaðar og spjöll á tún- um, vegum og bvggingum. —■ Fyrir helgina hljóp skriða á túnið á hinu forna prestssetri að Hólmum í ReySarfirði, og ennfremur skemmdust þar hús af skriðufallinu, meðal annars hlaða og önnur útihús. Meginhluti túnsins gjöreyði- lagðist af skriðuhlaupinu. Af túninu hefur venjulega fengist um' fimm kúafóður, en eftir skriðufallið er einungis eftir skák af túninu, sem áætlað er að muni fást af aðeins fóður fyrir eina kú. Skriðan rann niður yfir túnið og á sjó út, og tók hún burtu með sér hey og annað lauslegt er fyrir henni varð. Spjöll hafa orðið á nokkrum fíeiri jörðum austur þar vegna skriðuhlaupa, meðal annars á Sjónarstöðum og að Hrauni, og toks hafa vegir víða teppzt, þar sem skriður hafa runnið á þá, eða þar sem grafizt hafa skörð í þá vegna vatnavaxta. aroemoen og KeyKjaviKur Fl.aug vegalengdina, sesn er um 1780 km., á a'ðeins 4 klst. og 30 míniítLim. un GULLFAXI seíti nýtt giæsilegt hraðamet á leið sinni frá Gardemoen við Oslo til Reykjavíkur á sunnudaginn. Flaug vélin þessa leið á 4% klukkustund, og komst upp í 509 kíló- metra hraða nokkurn liluta af leiðinni, enda var sterkur með- vindur. Venjulegur flughraði Gullfaxa er hins vegar um 335' km. á klukkustund og áætlaður flugtími milli Gardemoen og Reykjavíkur 6 klukkustundir. Var flugvélin því um l3á tíma skemur á leiðinni en áætlunin gérir ráð fyrir. Vegalengdin, sem Gullfaxi flaug voru 961 sjómíla, eða 1781 kílómetrar, og hefur flug vélin því að meðaltali fiogið með 396 km. hraða á klukku- stund. Lagt var af staS frá Garde- moen kl. 12.25 og lent í Reykja vík kl. 16.55. Þess ber að geta að sterkur meðvindur var alla leiðina, og flugvélin var ekki fullhlaðin. í henni voru þó 21 farþegi og töluvert af pósti. Fljótasta ferð, sem Gullfaxi hefur farið þessa leið áður eru 5 klst. og 24 mínútur, en það var héðan til Gardemoen, en venjulega er fremur meðvind- ur á útleið heldur en að utan. afífellingur, og Fagrikleffur, hafa mestan a ENN hafa ekki náðst samn- ingar við atvinnurekendur um kaup og kjör starfsmanna á Héeringi, og liggur skipið því enn hreyfingarlaust í höfninni, en ráðgera var að það legði af stað austur á Seyðisfjörð fyrir helgi. LOGREGLAN í Japan gerði í gær húsrannsókn á skrifstof- um kommúnista hvarvetna í landinu og gerði upptækar spjaldskrár flokksins og önnur r< m ♦ Á MIÐNÆTTI á laugardag höfðu borizt á Iand samtals 32 210 hektólítrar síldar, og hefur meginhluti aflans, eða um %, verið lagður upp á Rauf arhöfn, en hitt skiptist milli annarra verksmiðja norðan- og austanlands, nema verksmiðj- urnar við Húnaflóa, en þær hafa enga síld fengið ennþá. Um þetta leyti í fyrra höfðu borizt á land 1218 hektólítrar. Fjórir aflahæstu bátarnir, eða þeir, sem aflað hafa yfir 1000 rnál, eru þessir: Skaftfell- ingur, Vestmannaeyjum 1594 tnál, Fagriklettur, Hafnarfirði 1560 mál, Stígandi, Ólafsfirði 1160 mál og Helga, Reykjavík 1124 mál. Meginhluti bátaflotans hefur enga síld fengið ennþá, en all- ir „ávarpið" lil al RAUTERSFREGN FRÁ BER LÍN sýnir, hvernig kommúnist ar þar safna nöfnum undir „friðarávarþ“ sitt. Þeir Iáta landamæralögreglu sína, til dæmis, krefjast þess af bil- stjórum, sem ætla með vagna sína inn á hernámssvæði Rússa á Austur-Þýzkalandi eða við Berlín, að þeir undirriti ávarp- ið, og vilji þeir ekki gera það, eru bílarnir stöðvaðir klukku- stundum saman, áður en þeir fá að halda áfram ferð sinni. Margir kjósa heldur að skrifa undir en að verða að.þola slík- ar tafir. En hitt hafa ýmsir þeirra sagt eftir á að væri ann að mál, hvernig ganga myndi að stafa sig fram úr undirskrift um þeirra eða hvort nöfnin, sem þeir settu undir ávarpið, væri nokkurs staðar að finna. SENDIHERRA Breta í Seoul í Suður-Kóreu, sem ekkert spurðist af eftir ða innrásarher kommúnista tók borgina, er nú kominn fram. Hann var tekinn fastur af kommúnistum í Seo- ul og fluttur til Pyong-yang, höfuðborgar Norður-Kóreu; og þar er hann nú, að því er sov- étstjórnin í Moskvu hefur til- kynnt brezku stjórninni. margir eru með nokkur hundr- uð mál og þaðan. af minna. Einn af Hafnarfjarðarbílunum vai farþega í Fossvogí 3 Furðulega lítil slys á farþegum* EIN AF STÓRU HAFNARFJARÐARBÍFREIÐUMUM fósj út af veginum í gær við brúna yfir Fossvogslækinn og hvolfdi bifreiðinni ni'ður í lækinn. Á milli 30 og 40 farþegar voru í bif-« reiðinni, en svo lánsamlega tókst til, að engin alvarieg slys urðu á fólkinu. Hins vegar munu nokkrir hafa orðið fyrii? minniháttar meiðslum og ein kona var flutt í spítala. Atburður þessi gerðist um • * klukkan 16.10 í gær. Bifreiðin, sem er R 4707, ein af stóru Skodabílunum, sem ganga milli Hafnarfjarðar og Reykjávíkur, tagði af stað af Fríkirkjuvegin- um kl. 16, og var þetta 7. ferð bifreiðarinnar þennan dag til Hafnarfjarðar. Reykjavíkurmegin við Foss- v’ogslækinn er ver'ið að vinna að malbikun vegarins, og verða bifreiðarnar því að aka eftir útskoti á veginum fram hjá þeim kafla, sem verið er að malbika. Á þetta útskot hafði verið raðað tunnum, til þess að takmarka hve bílar mættu aka langt út á útskotið, en bifreið- arstjórinn á R 4707 telur að ein tunnan hafi verið færð úr röð- inni og verið fyrir bifreiðinni. Kveðst hann þá hafa hemlað, en við það hafi vegarbrúnin bilað og bifreiðin tekið að hall- ast. Ætlaði hann þá að reyna að aka upp á veginn, en þá rakst bifreiðin á annan brúar- stólpann á Fossvogsbrúnni, og avolfdi niður í lækinn. Kom hún niður á þakið, svo að hjól- in sneru upp. • Flestir farþeganna sluppu að mestu ómeiddir, en aðrir skrám uðust lítils háttar eða mörðust. Aðeins ein kona meiddist það mikið, að hún þurfti að fara á spítala, en eftir aðgerð þar mun hún hafa getað farið heim. Vegna hitans, sem í gær var, voru nær allar rúður í bifreið- inni niðurskrúfaðar, og er það talið eiga sinn þátt í því, að ekki skyldi hljótast alvarlegra slys af veltunni, því að glerbrot voru mjög lítil í bílnum. Það eru „Landleiðir h.f.“, sem nú reka Hafnarfjarðarbíl- ana, en það fyrirtæki keypti þá nýlega af póststjórninni, sem undanfarin ár hefur haft áætlunarferðirnar milli Reykja víkur og Hafnarfjarðar. RanAsóknarlögreglan biður alla þá, sem voru í bifreiðinni þegar hún valt, að koma sem fyrst til viðtals. Byrjað að yfiríæra til Ítalíu LANDSBANKINN byrjaði í gær að yfirfæra til Ítalíu, enda þótt gengi lírunnar væri ekki formlega skráð. Var yfirfært á genginu 26,12, sem er rétt gengi eftir gengislækkunarlög- unum. Mun þá losna um við- skipti við Italíu, sem hafa ver- ið bundin vegna þess, að líran hefur ekki verið skráð. Flugþerna árs- ins 1950 ÍSLENZK FLUGÞERNA, Margrét Guðmundsdóttir úr Reykjavík, var kjörin „Flug- þerna ársins 1950“ á sam- keppni er fram fór í ■'London 15. þessa mánaðar, en alls sendu 15 flugfélög víðs vegar um heim flugþernur til sam- keppninnar, sem er fyrsta slík samkeppni, sem háð hefur verið. Margrét Guðmundsdóttir er 22 ára og hefur starfað sem flugþerna hjá Loftleiðum h.f., bæði í innanlands og utan- landsflugi s.l. tvö ár. 20 félög hafa fengið hækkun ÞA^NN 12. þ. m. gerði verka- lýðsfélagið Vörn á Bílduda! samning við atvinnurekendur um hækkun kaups. Samkvæmt samningnum hækkar allt kaup um 1.695%, eða kaup karla við almenna vinnu úr kr. 8,85 í kr. 9,Q0 á klukkustund og aðrir lið- ir kauptaxtans eftir því. Þetta er tuttugasta félagið’, sem gerir samning um hækkað kaup upp í kr. 9 miðað við kaup karla og eru þá aðeins 13 félög eftir, sem ekki hafa sam- ið um kauphækkun til sam- ræmingar. FRÁ VESTMANNAEYJUM eru 18 bátar farnir á síldveið- ar með snurpinót, en fimm bátar munu fara á rekneta- veiðar, ýmist í Faxaflóa eða fyrir norðan.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.