Alþýðublaðið - 22.07.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 22.07.1950, Side 4
4 AUÞÝÐUBLAÐItÐ Laugardagur 22. júlí 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Fingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ÞA.Ð KEMUR FRAM í sam- þykkt þeirri, sem miðstjórn Al- þýðusambandsins gerði á fundi sínum í fyrrakvöld og Alþýðu- blaðið birti í gær, að Torfi Ás- geirsson hagfræðingur, sem átt hefur sæti í kauplagsnefnd sem fulltrúi Alþýðusambandsins, hafi ákveðið að segja sig úr nefndinni í mótmæla skyni við þá fölsun júlívísitölunnar, se’n meiri hluti nefndarinnar hef- ur látið hafa sig til fyrir í- hlutun ríkisstjórnarinnar, fyrst og fremst Björns Óiafs- oonar viðskiptamálaráðherra. En sem kunnugt er orðið var það Björn Ólafsson, sem kall- aði kauplagsnefnd á sinn fund og fékk meirihluta hennar til að bregða út af margra ára reg! um sem útreikning júlívisitöl- unnar til þess að hún teldist ekki vera nema 109 stig, þó að nefndin öll væri áður kornin að þeirri niðurstöðu, að húu væri að réttu lagi, reiknuð út á venjulegan hátt, 117 stig. Þessi ákvörðun Torfa Ás- geirssonar, að segja sig úr kaup lagsnefnd í mótmæla skyni við slíkt gerræði ríkisstjórnarinn- ar og slíkan ræfilshátt meiri- hluta kauplagsnefndar mun áreiðanlega verða talin honum til mikils sóma af yfirgnæf- anai meirihluta þjóðarinnar; því þó að meirihj.uti kauplags- nefndar virðist ekki skilja það, þá skilur allur almenningur það, hvílíkt hneyksli það er, að ríkisstjórnin skuli leyfa sér að blanda sér inn í útreikning vísitölunnar, til þess að fá hana falsaða, og að meirihluti kaup lagsnefndar skuli láta undan slíkri íhlutun! Það er kunnugt að Torfi Ás- geirsson tók því þegar í stað fjarri að faljast á nokkra íhlut- un Björns Ólafssonar viðskipta málaráðherra um útreikning eða ákvörðun júlívísitölunnar. Hann tilkynnti ráðherra'num strax, er kauplagsnefnd var í fyrsta sinn kölluð á fund hans, að hann áliti það algerlega óvið eigandi, að nefndin legði á- kvarðanir sínar fyrir ráðherr- ann áður en endanlega væri frá þeim gengið. En slíka háttvísi skildi Björn Ólafsson bersýni- lega ekki. Hann virðist ekki kunna að gera neinn greinar- mun á réttarríki og vaidstjórn; þvert á móti virðist hann halda, að ráðherra geti gert, íivað, sem honum sýnist, þó að í þingræðis- og lýðræðislandi sé. Að minnsta kosti fór hann eftir sem áður sínu fram með þeim árangri, að meirihluti kauplagsnefndar lét hafa sig til þess að breyta réttum útreikn- ingi vísitölunnar í rangan og falsa vísitölunna þar með um hvorki meira né minna en 8 stig á kostnað launastéttanna í landinu. Það sýnir átakanlega niður- Lægingu Framsóknarflokksins í núverandi stjórnarsamvinnu við Björn Ólafsson og íhaldið yfirleitt, að Tíminn skuli í gær ganga fram fyrjr skjöldu til þess að reyna að verja þetta einstæða hneyksli. Tíminn seg- ir: ,,Það getur verið óendanlegt déilumál, hvernig reikna beri vísitöluná." Það má út af fvrir sig vel vera. En um það verður ekki deilt, hvernig hún skuli út reiknuð hverju sinni. Um það gilda hefðbundnar reglur, sem ekki er hægt að bregða út af einn mánuð frekar en ann- an án þess, að vísitalan sé þar með íölsuð. í því tilfelli, sem hér um ræð ir, hefur hún verið fölsuð með því, að byggja húsaleigulið hennar ekki á hinni útreiknuðu húsaleiguvísitölu, eins og hing- að' til hefur .verið gert, heldur á nýjum lögum um húsaleigu, sem að vísu var talið, að ættu að lækka húsaleiguna, en raun verulega hafa ekki haft nein áhrif í þá átt, svo sem rann- sókn, framkvæmd af kauplags- nefnd, hefur leitt í ljós. Tíminn viðurkennir það rjálfur í gær, að hin nýju húsa Ieigulög hafi enn ,,ekki haft veruleg áhrif”, en telur hins- vegar, að rétt hafi verið að ganga út frá því við útreikning iúlívísitölunnar, að þau muni lækka húsaleiguna á síðara helmingi ársins! En Tíminn veit þó vel. að samkvæmt geng islækkunarlögunum skal greiða kaupgjald allan síðari hluta árs ins samkvæmt vísitölu fram- færslukostnaðarins eins og hún er, rétt reiknuð, 1. júlí, en ekki samkvæmt neinum bollalegging um um það, hvernig vísitalan kunni að breyfast síðar á árinu. Enda hefur það ekki heyrzt, að Björn Ólafsson eða meðráð- herrar hans í ríkisstjórninni j hafi talið neina nauðsyn á því, | að taka í júlívísitölunni tillit, til líklegra eða væntanlegra verð hækkana á Hfsnauð- synjum síðar á árinu! Það er því alveg sama, hvernig menn velta þessu máli fyrir sér: Júlívísitalan hefur verið fölsuð fyrir atbeina Björns Ólafssonar og, að því er virðist, ríkisstjórnarinnar í heild, í því skyni að svíkja verkalýðinn og launastéttir landsinG yfirleitt um kaupupp- bót, sem þeim ber, síðara hluta ársins, meira að segja sam- kvæmt gengislækkunarlögun- um! Og svo eru þessir menn. eins og blað þeirra Hermanns Jónas ponar og Eysteins Jónssonar í gær. með dólgshátt í garð verka lýðssamtakanna og hótanir um atvinnuleysi og hver veit hvað, ef þau taki slíku gerræði og slíkum svikum ekki með þögn og þolinmæði! Nei, verkalýðssamtökunum verður ekki láð það, þótt þau snúizt nú til varnar. Þau voru búin að sýna það, að þau óskuðu ekki neins stríðs við stjórnina. Það er h ú n , sem hefur sagt b e i m stríð á hendur, en ekki bau henni. Beri hún því nú ábyrgðina! Á ALÞJÓÐAVÖRUSÝNING- UNNI í Chicago, sem haldin verður dagana 7. til 20. ágúst, verður sérstök deild fyrir ís- lenzkar afurðir. Verður þar til sýnis frystur fiskur frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandi íslenzkra samvinnu ÍSLENDINGAR hafa nú unn- ið nýjan sigur á alþjóða vett- vangi, og þeir Albert Guð- mundsson, Huseby og Clau- sen hafa eignast skæðan keppinaut um það, hver nú sé frægastur íslendinga um vestanverða Evrópu. Ung stúlka af Ránargötunni hef- ur farið til Lundúna og ver- ið kjörin flugfreyja ársins 1950 eftir harða samkeppni við valdar blómarósir frá'tiu öðrum þjóðum. Jafnvel í landi fagurra og glæsilegra kvenna, sem ísland tvímæla laust er, hlýtur þetta að vera óvænt og gleðileg viðurkenn ing, og örlítil hughreysting fyrir þá, sem eru um það bil að tapa lífsgleðinni í synda- flóði gengislækkana, vísi- tölufalsana, svartamarkaðs, vöruskorts og fiskileysis. SKÁLDIN ættu að yrkja um heimkomu Margrétar Guð- mundsdóttur. Það eru furðu- legt ef þeim finnst það yrk- isefni, að nýtt skip, sem er úr köldu stáli og dauðum viði, kemur að landi, en finna svo enga sti%ngi bærast á hörpu sinni, þegar gullfalleg ís- lenzk flugfreyja stígur niður úr himinhvolfinu kórónuð drottning flugvélanna. ÍSLENZKAR KONUR þafa um aldaraðir hlotið viðurkenn- ingu fyrir fegurð sína og myndarskap, bæði af hendi þeirra andríkari í verra helm ingi þjóðarinnar, og ekki síð- ur af hálfu erlendra gesta, sem hér hafa dvalizt. En hver ný viðurkenning á þessu sviði er ánægjuefni og hér verður þó ekki sagt að unga kynslóðin láti ekki hendur standa fram úr ermum, því að áður þurftu enskir aðals- menn að ferðast til íslands til þess að sjá fegurð ís- lenzkra kvenna, en nú heiðra þeir þessa sömu fegurð í sam keppni suður í Lundúnum. FEGURÐARSAMKEPPNI er að vísu ekki sérlega að skapi íslendinga, enda getur hver maður séð, að það er ógern- ingur að gera upp á milli ís- lenzku blómarósanna, hvort sem þeirra er leitað á stræt- um Reykjavíkur eða við hey skap uppi í afdölum. Hitt sakar þó ekki að lofa stúlk- unum okkar að reyna sig við stallsystur sínar frá öðrum löndum, að minnsta kosti ekki, þegar árangurinn verð- ur svo góður, sem nú varð. ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ ÞVÍ, að íslenzkir karlmenn séu stoltir yfir þessum sigri, sem kvenþjóðin þeirra hefur unn Usigiir malisr óskar eftir vinmi á kvöldhi og um helgar. AIIs konar vinna kemur til greina. TilboS merkt: % „Ungur maður“ sendist blaðinu. Ríkisstjórn í stríði við alþýðu. — Dagskip- anir til verkalýðsins. — Vegið í sama knérunn. MEÐ ENGRI SANNGIRNI er hægt að mótmæla þeirri stað- hæfingu, að núverantli ríkis- stjórn stefni markvisst að því að rýra kjör verkalýðsins í Iand inu, hinnar vinnandi alþýðu til sjós og lands. Síðasta tiltækið er órækur votiur þess. Með gengislækkunnni var beinlínis ntefnt að því að svifta fólkið kaupgetunni og það er að tak- ast. Alíir verkamenn, allir sjó- menn, allir iðnaðarmenn og rkrifstofufólk verður að tak- marka allí sem það kaupir. félaga og saltfiskur og niður- suðuvörur frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. Fulltrúar þessara fyrirtækja í New York, þeir Jón Gunnars- son, Agnar Tryggvason og Bjarni Guðjónsson sjá um undirbúning að sýningunni. ÉG VIÐURKENNI ÞAÐ, að allir hafa farið gálauslega með fé á undanförnum árum, en það er alrangt að kaupgeta alþýð- unnar hafi leitt það í Ijós. Meiri hluti allrar alþýðu hefur ekki haft meira fé handa á milli en svo áð hann gæti lifað sómasam- legu lífi, án þess að nokkurs staðar í líferni hans sá hægt að finna óhófseyðslu eða munað. En það eru aðrir, sem hafa lifað í munaði og við óhófseyðslu og maður finnur ekki að núverandi ríkisstjórn stefni að því, að stemma stigu við líferni þessa fólks. JAFNVEL^ LÖGIN um gengis lækkunina og ráðstafanir í því sambandi eru svikin með hinni síðustu ráðstöfun stjórnarinnar. Samkvæmt þeim átti að reikna út vísitöluna eftir vissum regl- um og launakjörin að fylgja beim í meginatriðum, en nú er skyndilega rofið það heit og vísitaian fölsuð og þar með rof- inn sá grundvöllur, sem áður hafði verið lagður. SVONA STARFSAÐFERÐIR ið, en að íslenzkar konur , skoði myndirnar af flug- freyjunum í samkeppninni í stækkunargleri. Og það er vissulega ekki úr vegi að skoða þessar þernur skýj- anna. Ef óbreyttur leikmað- ur í þessum efnum (karl- kyns) setur sig í spor dóm- aranna, hlýtur hann að lýsa samþykki sínu við dóm þeirra. Allar voru freyjurn- ar fagrar, ekki vantar það. En Margrét hefur, að því er virðist, hógværðina fram yf- ir hinar. Hún stillir sér ekki upp, og bros hennar er ein- lægt en ekki upp gert. Það er lítill vafi á því, að bæði var hún fegurst og hafði í rík ustum mæli þokka flugfreyj- unnar. Hverja af flugfreyj- unum vildu menn heldur láta hagræða svæfli sínum í háloftunum, rétta sér blöð eða kaffisopa, eða hugga sig loftveika? Enga, og þess vegna er Margrét flugfreyja ársins 1950. ÞAÐ ER ÁNÆGJA að þessum óvænta sigri. Hann er að auki betri landkynning en auglýsingar frá 10 ferða- skrifstofum, og hann er aug- lýsing fvrir íslenzkar flug- vélar. Þess vegna bjóða menn flugfreyju ársins veikomna heim. hefna sín. Það er viðurkennt af öllum, sem af alvöru hugsa Lim hag þjóðarinnar, afkomumögu- Isika hennar, aflabrögð og mark aði, að nú dugi ekki sama lif- erni og var áður. Og verkalýð- urinn í landinu telur ekki eftir sér að taka á sig hluta af byrð- um erfiðra tíma. En nú er stefnt gegn honum einum. Það er sagt við hann. Nú skalt þú kaupa rninni mjólk, minni fisk, minnn kjöt, minni kornmat, því af öðru er ekki að taka. MYNDIN af starfsaðferðum ríkisstjórnarinnar birtist í þessu. Það er ekki við öðru að búast af íhaldsflokknum, en ef til vill hafa einhverjir taúizt við öðru af Framsóknarflokknum. Ekki ég. Ég hef fyrir löngu sann- færzt um það, að stjórnmálastarf semi Framsóknarflokksins er ekki í neinu samræmi við hug- sjónir samvinnunnar, enda reka kaupfélags- og samvinnumenn erlendis upp stór augu, þegar Bagt er frá því hvernig flolckur- inn, sem kennir sig við sam- vinnustefnuna, starfar. VERKALÝÐURINN TAPAHI miklu á gengislækkuninni, en hann hélt friðinn í von um a'5 þrátt fyrir allt gæti hún tryggt afkomu atvinnuveganna, en þeg ar nú er aftur vegið í sama knérunn er mælirinn orðinn fuii ur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.