Alþýðublaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 4
4 ALMÐUBLAÐÍÐ Miðvikudagur 9. ágúst 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritsjtjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. ÍAuglýsingasími: 4906. |Afgreiðsiusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fríiistjnn RÍKISSTJÓRNIN heíur nú gefið út svokallaðan „frílista“ yfir vörur, sem flytja má til landsins án innflutnings- eða gjaldeyrisleyfa. Var að heyra á heildsölunum Eggerti Krist- jánssyni og Birni Ólafssyni, er þeir töluðu í útvarpið á mánu- dagskvöld, að þeir teldu þetta mikilvægt skref í áttina til frjálsari verzlunar hér á landi. Þó hljóta fagnaðarorð þessara manna að hafa verið mælt gegn betri vitund, því að þeim hlýt- ur'að vera ljóst, hvílíkur lodd- araleikur útgáfa þessa frílista Ein af ástæðum þess, að frí- listinn var gefinn út, er vafa- laust þátttaka íslands í greiðsltf bandalagi Evrópu. Tilgangur bandalagsins er að greioa fyrir viðskiptum , þátttökuríkjanna, og hafa þau minnkað innflutn- ingshömlur sínar með útgáfu frílista. En önnur Evrópuríki hafa ekki gefið út slíka lista, nema þau ættu til gjaldeyri, sem nota mætti til hinna frjálsu innkaupa, enda er það augljóst, að slíkar ráðstafanir eru vita tilgangslausar, ef viðskipti aukast ekki við afnám haft- anna. Gjaldeyrisástandið hér á landi er nú verra en það hefur nokkru sinni verið undanfarin ár og hefur farið hraðversn- andi síðustu mánuði. í lok marz mánaðar, eða fyrir fjórum mánuðum, áttu bankarnir í gjaldeyri umfram skuldbind- ingar 65,5 milljónir króna. Nú eru þeir komnir í 5,5 milljóna skuld. Þá áttu þeir ónotað Mar- shallfé 55 milljónir, en nú er það aðeins 19,5 milljónir. Hef- ur afkoma bankanna því versn- að um rúmlega 100 milljónir króna á þessu stutta tímabili. Af þessu er augljóst, að það er enginn gjaldeyrir til, sem nota má til frjálsra innkaupa, og hefur því enginn gjaldeyrir verið settur til hliðar í sam- bandi vig frílistann. Þegar þess er gætt, að þær lífsnauðsynjar, sem á listanum eru, hafa gengið fyrir öðrum vörum um inn- flutningsleyfi og aldrei verið alvarleg fyristaða á veitingu leyfa fyrir þeim, verður aug- Ijóst, að útgáfa Iistans mun engu breyta og engin áhrif hafa á innflutning eða verzlun. Þá fylgdi frílistanum stutt athugasemd, sem vert er að taka eftir. Var hún áminning til manna um að gleyma ekki, að það er eftir sem áður bann- að að panta vörur nema gjald- eyrir fyrir þeim sé tryggður. Úr þessum viðjum var ekki hægt að leysa frílistavörurnar, og þær eru því raunverulega jafn heftar og þær áður voru. Er þetta önnur sönnun þess, að útgáfa frílistans er ekkert nema sýndarráðstöfun, sem engin á- hrif hefur á verzlunina og gerir hana engu frjálsari en bún áð- ur var. Minnir þessi ráðstöfun óþægilega á það, ef skömmtun er afnumin, þegar ekkert er til a& vörum til að skammta. Það er því hverjum manni Ijóst, að þessi ráðstöfun er ekk- ert nema Ioddaraleikur, og líti menn á skýrslur bankanna um gjaldeyriseignina, verður hún enn fufðulegri. Gréiðslubanda- lag Evrópu er litlu nær og og innflytjendur frílistavöru einnig. Hins vegar mun Birni Ólafssyni hafa þótt full þörf á því að sýna einhvern lit á að gera verzlunina frjálsari, svo mjög sem hann hefur mælt með slíkum ráðstöfunum. Hef- ur honum þótt ógerningur að sitja Iengi í stóli viðskiptamála- ráðherra án þess að gera eitt- hvað í þá átt, og hann hefur heldur viljað gera þessa furðu- legu sýndarráðstöfun en. ekk- ert. En gjöfin, sem hann þykist hafa fært verzlunarstéttinni með þessum frílista, minnir ó- þægilega á nýju fötin keisar- ans. Ástand gjaldeyrismálanna nú gefur tilefni til alvarlegra áhyggna og alls frekar en slíkra sýndarráðstafana. Greiðsluhalli er enn gífurlegur gagnvart dollarasvæðinu, og ofan á hann bætist nú mikill greiðsluhalli við Evrópulöndin. Að vísu hef- ur Marshallhjálpin bjargað þjóðinni frá vandræðum, en hennar mun ekki njóta til lengdar. íslendingar verða þess vegna að gera sér grein fyrir bví, hvað tekur við hér á landi, þegar hjálpinni sleppir. Hugmynd Marshallhjálpar- innár var að fleyta þjóðunum yfir viðreisnarárin og efla framleiðslu þeirra svo, að þær gætu staðið á eigin fótum 1952. Hér á landi birti Emil Jónsson í ráðherratíð sinni veigamikla áætlun um framkvæmdir, sem hefðu getað aukið gjaldeyris- öflun þjóðarinnar og sparað er-. lendan gjaldeyri með nýjum iðnaði í landinu. Af þessari á- ætlun virðis aðeins brot verða framkvæmt 1952, og verður þá augsýnilega langt frá því, að framleiðsla hafi aukizt eða gialdeyrir sparazt með nýjum Lðnaði, svo sem þörf er á. Hrun ísfisks- og freðfisks- markaðanna hefur að sjálfsögðu ‘kapaÁþjoðihní'^é^áíléga'éffið- leika. Vig þetta þyngist róður- inn enn að miklum mun. og er bví ástæða til að krefjast raun- iiæfrar forustu af hendi ríkis- ctjórnarinnar, en ekki tilgangs iausra sýndarráðstafana. Telpa verður fyrir bifreið í Vesimanna eyjum og slasasf ÞAÐ SLYS varð á þjóðhátíð inni í Vestmannaeyjum á sunnuinn að 9 ára telpa varð undir vörubifreið og slasaðist mjög alvarlega. Slys þetta gerðist inrii í Her jólfsdal. Um tildrög slyssins er ekki fyllilega kunnugt, en, að því er blaðið hefur fregnað mun hún hafa fallið niður af bifreiðinni og orðið fyrir öðru afturhjólinu. Slasaðist telpan mjög mikið og var flutt í sjúkra hús. Telpan er dóttir Páls Þor björnssonar fyrrverandi al- þingismanns. Drengur verður fyrir bíl og lærbrotnar FYRIR NOKKRUM DÖGUM vildi það slys til í Vestmanna- eyjum, að þriggja ára dreng- ur varð fyrir bifreið og lær- brotnaði. Mun drengurinn hafa verið úti á túni, þar sem verið var að taka hey á bifreið, og mun hafa verið fyrir aftan bifreið- ina er hún ók aftur á bak. frá kl. 1—4 e. h. vegn.a jarðarfarar Felixar Guð- mundssonar. Verzlunin Lðgberg. Frídagur verzlunarmanna. — Staðfest reynsla — Gömul verzlun kemur heim úr útlegð rík af góðum munum. — Nærgöngular spurningar við heimkomuna. ÞAÐ FÓR eins og margur rpáði, að rosasamt mundi verða am verzlunarmamiahelgina. — Þetta fer ekki að verða einleik ið. Gamanyrðin um rigninguna þegar verzlunarmenn eiga frí- dag, eru að verða að staðfestri reynslu. í þurrkatíð, meðan jörðina þyrstir eftir vökvun, á að gefa verzlnnarmönnum nokkra frídaga, en hanna þc-im öll frí þegar rosatíð er í von um þurrk handa bændunum. EN ÞRÁTT FYRIR rosir.n fór mikill fjöldi manna úr bænum um þessa helgi. Á ílestum stöð- um utan Reykjavíkur, þar sem fólk safnast annars saman, var fullskipað og allmikil þátttaka var í öllum ferðum Ferðaskrif- stofu ríkisins. Það var líka held- ur fámennt í bænum á laugar- dag og sunnudag. Ég gekk eftir Austurstræti báða aagana og mætti aðeins fáum sálum. Það var bara þéttsetinn bekkur á Austurvelli. A ðems sárafáir mættu við Alþingishúsið undir fána verzlunarmanna, enda mun mönnum hafa hrosið við því hugur að eiga að iabba alla leiðina suður í Tivoii. JÁ, ÞAÐ VAR FÁMENNT í Austurstaæti. Það var helzt við glugga Egils Jacobsen, sem maður sá dálítinn hóp. Manni þykir næstum því vænt um að verzlunin skuli vera komin á gamla staðinn. Þáð var gott að koma til Jacobsen í gamla daga, en svo týndist búðin í mörg ár, en hefur nú skriðið úr skotinu og inn á mitt gólf, og ég efast ekki um að hún muni sóma sér vel þar alveg eins og hún gerði í gamla daga. Rúsmeski pósturhi n kominn tíl skila ÞJÓÐVILJINN á sunnudaginn var frá fvrstu lesmálslínu til hinnars íoustu fordæming á kjarnorkusprengjunni, en kommúnistum um gervallan heim stendur mikill ótti af henni, þar eð kunnugt er, að Bandaríkjamenn ráða yfir leyndardómi hennar, en hins vegar óvíst, hvort Rússum nefur enn heppnazt fram- leiðsla hennar. Hafa skrif- finnar Þjóðviljans í þessu sambandi gripið til þess ráðs að endurprerita áróður danska kommúnistablaðsins „Land og folk“, en það fær :,Iinuna“ beina leið austan frá Moskvu. Þannig er rússneski póstur- inn kominn til skila í rit- stjórnarskrífstofur Þjóðvilj- ans með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Tilgangurinn með áróðri þessum er að blekkja auðtrúa og saklausar sálir til að undirrita Stokk- hólmsávarpið svokailaða. FRIÐARHUGSJÓNIN hlýtur að grundvallast á því, að víg- búnaði og hergagnafram- Ieiðslu sé hætt og skilningur og samvinna takist með þjóð- unum. Hitt er ekkert íram- lag í þágu friðarins að krefj- ast banns við framleiðslu til- tekinnar vopnategundar af því, að ein þjóð ræður yfir leyndardómi hennar en önn- ur ekki. Þess vegna er friðar- skraf kommúnista ekkert annað en áróður og þjónkun við húsbændurna austur í Moskvu. EF KOMMÚNISTUM væri það alvara að vilja raunhæf- an og varanlegan frið. myndu þeir krefjast þess, að aliar þjóðir hættu vígbúnaði og vopnaíramleiðslu, landamær- in milli ríkjanna yrðu opnuð og samvinna þ'óðanna aukin og efld. Þessa krefjast þeir ekki af því, að vígbúnaður Rússa er margfaldur á við vígbúnað lýðræðisríkjanna, iandamæri Rússlands lokuð með járntjaldinu fræga og samvinna þjóðanna farin út um þúfur fyrir óbilgirni og öfuguggahátt rússnesku vald- ' hafanna. Greinargerð norsku rithöfundanna um Stokk- hólmsávarp kommúnista er því orð í tíma töluð. Þetta plagg skiptir engu máii fyrir varðveizlu og eflingu heims- friðarins. Tilgangur þess er sá einn, að kornmúnistar um allan heim hefji nýja áróð- ursherferð til að blekkja fólk og villa heimildir á sér og húsbændum sínum. • STOKKHÓLMSÁVARPIÐ hefur þegar hlotið sinn dóm. Leppríki Rússa í Norður-Kó- reu hefur hafið árásarstríð, sem teflir heimsfriðnum í tvísýnu. Friðarpostular kom- múnista fordæma ekkt þetta gerræði við heimsfriðinn. Þeir taka þvert á móti upp hanzkann fyrir árásaraðilann og staðhæfa, að hinn seki sé saklaus en hinn saklausi sek- ur. Þess vegna er friðartal kommúnista í dag sama blekkingin og skraf Hilers um ást hans á friði árin fyrir síð- ari heirrisstyrjöldina, þegar nazistar unnu nótt og dag að því að skipuleggja og undir- búa hildarleikinn mikla. ALLT MANNKYNIÐ þráir frið. Og það er undir Rússum og leppríkjum þeirra komið, hvort friðurinn helzt eða nýr hildarleikur fer í hönd. Fram- lag þeirra til varðveizlu heims friðarins á að vera það, að Kóreustyrjöldin verði stöðv- uð, undirokuðu þjóðunum austan járntjaldsins fengið frelsi og sjálfstæði og sam- vinna þjóðanna endurnýjuð á traustum grundvelli skiln- ings og sámstarfs. Kommún- istar ættu að leggja friðar- hugsjóninni lið með þvi að koma þessari stefnuskrá á framfæri við húsbændur sína í stað þess að eyða tíma í að safna undirskriftum á jafn ■ lítilmótlegt plagg og Stokk- hólmsávarp þeirra er. ÞAR VAR tilkomumesta bið- röð, sem nokkru sinni hefur sézt í Reykjavík. Og svo mikil var neyð fólksins, að það stóð tiæstum því heila nótt áður en opnað var til þess að fá vörur fyrir 200 kr. Einhver sagði ,,neyð“, en ég efast um það. Það munu ekki hafa verið þeir, sem búa við reglulegan skort í vefn- aðarvörum, sem þarna stóðu fastast. Það mun fyrst og fremst hafa verið fólkið, sem alltaf tekur sér stöðu í biðröð, ef það r.ér biðröð, sem alltaf þarf að kaupa, ef eitthvað er á boðstól- um. EN SVO VAKNAR spurning- in um það, hvernig verzlunin gat opnað með svo mikið af vörum, sem varla hefur verið hægt að fá, og selt þær við verði, sem þekktist fýrir löngu. Er hér um skömmtunarvörur að ræða? Vörur, sem verzlunum var úthlutað á tímabili vefnað- nrvöruskömmtunarinnár? Og ef rvo er, hvernig getur það átt sér ctað? GÁTU VERZLANIR, sem fengu leyfi, stungið vörunum undir stól, sett þær niður í stór- kistuna og geymt þær? Og ef gvo er, hvað hvarf þá mikið af ckömmtunarvörum yfirleitt? Þessi verzlun virðist hafa geymt vörurnar. En hvað voru það margar verzlanir, sem ekki geymdu vörurnar, heldur seldu þær? Og fyrir hvaða verð voru þá þær vörur seldar? ÞESSARA SPURNINGA hafa margir spurt síðan Jacobsen Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.