Alþýðublaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 5
Miðvikuclagur 9. ágúst 1950. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 5 og grem FORMAÐUR FRAMSÓKN- ARFLOKKSINS Hermann Jóna^son hugðist í grein sinni sýna ifram á, að sainvin!iu$,te'"n an hefði yfirburð’i1 yfir jáfhaðar' stefnuna, og rökstuddi hann það m. a. með því að telja þjóð nýtingarkenningu jafnaðar- stefnunnar hafa brugðizt í raun. í þessum greinum hafa hins vegar verið leidd rök að því, að samvinnustefnan er eng an veginn hliðstæð jafnaðar- stefnunni sem lausn á þjóðfé- lagsvandamálunum og að full- yrðingar um, að þjóðnýiingar- kenningin hafi brugðizt, fá 'ekk'i- stáðizt. En þegar reynslu af takmörkuðum og jafnvel ó- fullkomnum rík'srekstri er teflt fram til þess að sýna fram á ókosti þjóðnýtingar í saman- fcurði við samvinnustefnu, virð ist ekki úr vegi, að athuga nokk tið, hvort samvinnuhreyfingm á Islandi hafi að öllu leyti upp fyllt þær vonir, sem við hana voru tengdar, og hvort reynsl an hafi ávallt verið sem á- kjósanlegust á því sviði. Ég vil taka það skýrt fram í upphafi, að þótt unnt væri að sýna fram á, að reynsla af íslenzkri sam- vinnuhreyfingu væri ekki góð, teldi ég það út af fyrir sig ekki 1 urfa að sanna, að samvinnu- stefnan væri röng. Hins vegar er mér Ijúft að viðurkenna, að samvinnuhreyfingin hefur orð- ið íslenzkri alþýðu, eink- um til sveita, til mikilla hags- foóta með því að bæta verzlun- arkjör hennar, og um leið til menningarauka, og hvarflar þó ekki að mér að draga af því þá foarnalegu ályktun, að sam- vinnuhreyfingin feli í sér á- kjósanlega lausn á grundvall- arvandamálum þjöðfélagsins. Og ég vil þrátt fýrir það held- ur ekki loka augunum fyrir því, að samvinnuhreyfingin hér á Jandi hefur ekki veriS alfull- komin, þótt ég sé fús til þess að stilla mig um að draga af því yfirborðslegar ályktanir uta gildi hennar almennt. DREIFINGARKOSTN4Ð- TJR LANDBTJNAÐARÁF- TJRÐANNA. Fyrir fjórum árum var af hálfu verðlagsyfirvalda gerð á því athugun, hversu mikið kostaði að dreifa innanlands þeim vörum, sem landsmenn keyptu frá útlöndum. í Ijós kom, að þessi kostnaður væri óhóflega mikill. Innflutningur, sem kost- aði 135 millj. kr. í innkaupi erlendis og 200 millj. kr. á höfninni í Reykjavík, að með töldum íollum, kostaði 327 millj. kr. í smásölu íil neyt- enda. Það reyndist kosta 66 milljónir króna að koma inn flutningi eins árs af mat- ^vöru, vefnaðarvöru og skó- fatnaði úr skipi og til neyt- enda eða um 2750 kr. á hverja 5 manna fjölskyldu á landinu. Þessi kostnaður við vörudfeifinguna innanlauds var næstum eins mikill og innkaupsverð vörunnar er- lendis, kominnar í skip. Engar hliðstæðar athuganir hafa verið gerðar á því, hvað kosti clreifing þeirrar vöru, sem framleidd er í landinu sjálfu. Á síðastliðnu sumri athugaði ég þó lauslega, hvað dreifing mikilvægustu landbúnaðaraf- urðanna, kjöts, mjólkur og1 mjólkurafurða, hefði kostað ár- I íð áður. Niður?taðan varð í að- alatriðum þessi. Arsframleiðslan á kjöti nam 4637 smálestum, og fyrir þetta kjöt fengu bænd ur greiddar 36,7 millj. kr. Útsöluverð til neytenda var hins vegar 53,5 millj. kr., svo að kostnaðurinn við slátr un, flutning, geymslu og sölu hefur orðið 16,8 millj. kr. Hver fimm manna fjöl- skylda í Reykjavík greiddi 1218 kr. í þennan kostnað á því kjöti, sem hún keypti. Sé gert ráð fyrir því, að bóndi framleiði 900 kg. af kjöti á ári, Ieggjast 3260 kr. á það framleiðslumagn vegna þessa kostnaðar. Magn það af mjólk, sem vegið var inn til mjólkurbú- anna, reyndist 1948 hafa numið 32,3 millj. lítra. Fyr- ir þessa mjólk fengu bænd- ur greiddar 52,3 milij. kr., en tilsvarandi útsöluverð mjólkur og mjólkurafurða, að viðbættum ni'ðurgreiðsl- um, nam 64,2 millj. kr. . Kostnaður við vinnslu og dreifingu nam því 11,9 millj. kr. Kostnaður við vinnslu og dreifingu þeirrar mjólkur, sem seld var í Reykjavík, nam 8,6 millj. kr. eða 779 kr. á hverja fimm manna fjöl- skyldu í bænum. Samtals nam umræddur kostnaður vegna kjöts, mjólkur og mjólkurafurða tæpum 2!) millj. kr. Hver fimm manna fjölskylda í Revkjavík greiddi tæpgy 2000 kr. í þennan kostnað vegna þess magns af Iandbúnaðarvör- um, sem hún keypti. Verð þáð, sem bændur fengu sam tals fyrir framleiðslu þess- ara afurða, nam 89 millj. kr., svo að kostnaðurinn, seni á afurðirnar hefur lagzt, frá því að bændurnir hafa skil- að þeim frá sér, hefur num- ið 33% af verðinu til þeirra. Ég geri ráð fyrir, að hvorki bændur né neytendur hafi á- stæðu til þess að vera ánægð- ir með þessar tölur. Bændur telja vafalaust ekki óeðlilegt, að þeir fái meira en 75% af þeirri upphæð, sem neytendur greiða fyrir afurðir þeirra, fyr ir að framleiða þær, og neyt- endum þykir eðlilega mikið, að hver firnm manna fj ólskylda skuli þurfa að greiða nærri 2000 kr. á ári vegna þess kostn aðar, sem á vörur þessar hleðst, frá því bóndinn skilar þeim og þangað til neytandinn fær þær. Þessi milliliðastarfsemi er að langmestu leyti í höndum samvinnufélaga. Hún virð- ist ekki vera eins ódýr og æskilegt væri. Dæmin virS- ast sýna, aö samvinnufélög geti líka þurft að bæta rekst urshætti sína til þess að koma að sem fyllstu gagni. STEFNA KAUPFÉLAG- ANNA. Starfsemi Sambandsins og kaupfélaganna að dreiíingu inn fluttrar vöru er líka athyglis- verð. Svo sem vikið var að í síðustu grein, hafa höft þau sein verið hafa á inn- flutningi síðastliðin fimmtán ár valdið því, að ekki hefur kveðið mikið að samkeppi > í innfluíningsverzluninni. Kaup félqgin..hafa, einkum á. s.íðara hluta þess.a tímabiis. þ. e. éftir að hert vpr. á. yerðlags.eftirliti, yfirljeitt fylgt þeir-ri stefnu að selja vörur við sama verð: og. ■kaupmenn, en ætlað fé’i-gum sinum að njóta hsgnaðanns af ntarfseminni með því að fá arð af viðskiptunum. Öll þessi fimmtán ár hefur hagnaður af innflutningsverzlun verið mik 111. og á stríðsárunum og fyrstu árun.um eftir stríð var hann gíf urlegur. Gróðamyndunin i inn fiutningsverzluninni átti ;als- verðan þátt í myndun dýrtíð- arinnar og var allþungur baggi á almenningi. Það hefði haít mikla þýðingu, ef hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa gróðamyndun. Með harðri sam keppni af hálfu sterkra aðila hefði ef til vill verið hægt að stemma nokkuð stigu fyrir henni og hefta að einhverju leyti vöxt dýrtíðarinnar. Samvinnufélögin höfSu svo sterka aðstöðu í inn- flutningsverzluninni og vöru • dreifingunni innanlands, að þau hefðu átt að geta hafiJ slíka samkepþhi við káup- menn. Fyrir þau var milli þess tvenns að velja, að heyja slíka samkeppni af fyllstu hörku og safna þá litlum eða engum hagnaði eða að selja yfirleitt við sama verði og kaupmenn og safna á þann hátt gífurleg- um gróða, sem yrði að vísu sumpart greiddur félags- mönnum sem arður. Samvinnufélögin völdu síð- ari kostinn og hafa auðgazt mjög á síðasta áratug. Þessi stefna þeirra er skiljanleg frá sjónarmiði þeirra sjálfra. Þau hafa viljað tryggja aðstöðu sína og safna sjóðum. En frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar var stefna sú, sem þau völdu, rniklu óæskilegri en hin, sem t-.au höfnuðu. Ástand innflutningsmál- anna í stríðinu og eftir stríð ið er einiriitt ein gleggsta sönnunin fyrir því, sem bald ið iiefur verið fram í þess- um greinum, að sainvinnu- hreyfing, þótt öflug se, megn ar ekki ein út af fyrir sig að Ieysa meginvandamál efnahagslífsins, jafnvel ekki á sviði vörudreifingarinnar. Þrátt fyrir hina öflugu sar' vinnuhreyfingu varð verz!- unin óhófleg gróðalind á þessu tímabili og íþyngdi af komu almennings. Það tjóar ekki að benda á, að takmörkuð hlutdeild sam vinnufélaganna í ' innfíutn- ingnum hafi verið þeim fjöt- ur um fót. Samvinnufélögin hafa ekki keppt nerna að tak Alikálfakjöt II pn i§i Sími 2678. mörkuðu leyti við kaupmenn, íivað verð snefftir, svo að ekki- er líklegt, að veruleg lækkun verðlags hefði hlotizt af auk inni hlutdeild þeirra í inn- flutningnum. Auðvitað hefðu í-kilyrði þeirra til arðgreiðslu aukizt og sjóðir þeirra vax- ið enn meir, og hefði hvort iveggja vissulega verið æski- legt. En höfuðmeinið sjálft, gróðamyndunin og dýrtíðar- aukningin hefði verið ólæknað. MeS þessu er auðvitað eng- an v'éjginn sagt, að sam- vinnuhreyfingin hafi ekkert gagn gert á þessum árum. Það gerði hún tvímælalaust. En hafi einhverjir vonað, aS samvinnhreyfingiii mundi tryggja heilbrigt verðlag í landinu eða haldi’ð, að hún væri þess megnug, þá hljóta þeir hinir sömu að hafa orð- ið fyrir vonbrigðum. Jafn- aðarmenn hafa hins vegar ekki orðið fyrir neinum von- . brigðum í þessu efni. Þeir hafa vitað, að samvinnu- hreyfingin ein nægir ekki til slíks. Ríkisvaldíð eitt hefði á þessum árum getað gert ráðstafanir, sem dugað hefðu til þess aS tryggja Iands- mönnum beilbrigða eg hag- kvæma verzlun. Þær ráð- stafanir voru ekki gerðar. Því fór sem fór. Nú undaníarið hefur afkonra þeirra, sem fást við vorzlun, rýrnað verulega, fyrst og fremst vegna minnkandi inn- flutnings þess varnings, sem gefur mest í aðra hönd. Á síðast Iiðnu ári greiddu tvö stærsíu kaupfélög lands- ins, KEA og KKON, félags- mönnum sínum engan arð, og munu þó yfirleitt hafa noíað álagningarheimildir og þannig ekki seíí vörur sínar \ ódýrar eti kaupmenn. Her- mann Jónasson ráðherra hef- ur bent á lélega afkomu rík- isfyrirtækja sem sönnun verður settur 1. október 1950. Þeir, sem ætla að stunda nám við skólann, sendi skriflega umsókn, ekki síðar en 10. sept. þ. á. Um inntökuskilyrði, sjá ,,Lög um kennslu í vélfræði. nr. 71, 23. júní 1936“, og Reglugerð fyrir Vél- skólann í Reykjavík nr. 103, 29. sept. 1936. Þeir utan- bæjarnemendur, sem ætla að sækja um heimavist, sendi umsókn til húsvarðar Sjómannaskólans fyrir 10. sept. þ. á. Nemendúr sem búsettir eru í Reykjavík eða Hafnar- firði koma ekki til greina. Skóíásíjóririn. fyrir því, að slikur rekstar sé óheppilegur. Telur hann þessa Iélegu afkomu stærsta kaupfélaga Iar.dsiiis bera vott um, að samvinnustefnan hafi brugðizt? Auðvitað er hvorugt rétt, þar eð mjög margs þarf að gæta í báðum tilfellum. En dæmið fýnir þó, að hæpíð er að draga víðtækar ályktanir um rekst- urskerfin af einstökum atriö- um, jafnvel þótt mikilvæg séu, eins og rekstursafkbman óneií- anlega er. SAMVINNUHREYFINGIN OG LÝÐRÆÐÍÐ Að síðustu er rétt að vekja athygli á enn einu atriði, sem mál| skiptir í samb’andi við þjóðnýttan rekstur og sam- vinnurekstur. Þjóðnýting hefur verið gagnrýnd fyrir þá sök, að erfitt sé um lýðræðislega stjórn á þjófenýttum fyrirtækjum án þess að auka hættu á. skrif- finnsku og draga úr skilyrðum til stefnufastrar stjórnar. Hér er um raunhæft vandamál að ræða, sem misjafnlega vel get- ur tekizt að Ieysa, og var vikið að því í síðustu grein, að Bret- um virtist hafa tekizt vel að Ieysa það í sínum þjóðnýtta íðnaði. En fvrir þá sök er þetta nefnt hér, að þegar samvinnu- hreyfing tekur að annast stór- rekstur, koma nákvæmlega BÖmu vandamálin til skjalanna innan hennar. íslenzkir sam- vinnumenn hijóta að hafa veitt því athvgli, að um leið og sam- vinnufélög hafa stækkað, hef- ur orðið erfiðara að koma við jákvæðri, lýðræðislegri aoild félagsmanna að stjórn félag- anna. Tilhneiging verður í þá átt, að raunverulegt vald safn ■ ist á hendur fárra áhrifamanna, bar eð viðfangsefnin eru víð- tækari en svo, að félagsmenn almennt sinni þeim að ráði. Af hliðstæðum ástæðum munu að- alfundir Sambandsins og hafa fengið á sig nokkuð annan blæ á hinum síðari árum er, tíðk- nðist áður fyrr. Þá munu þeir hafa haft á sér nokkurn mál- fundablæ, þar sem fulltrúarnir rökræddu fram og aftur um viðfangsefnin,- er þeir höfðu að- stöðu *til þess að fylgjast með og voru kunnugir. Nú munu beir hins vegar fyrst og fremst vera vettvangur íyrir skýrslu- flutning og tiltöiulega form- bundnar kosningar. Ég segi þetta eklti vegna þess, að mér feé ekki Ijóst, að þessum málum Verður varla öðru vísi háttað, þegar um slíkan stórrekstur er að ræða. En þegar þannig er Framhald á 7. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.