Alþýðublaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. ágúst 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 FELAGSLIF ÍSÍ SRR (500 m. fr. aðferð), fer fram í .Nauthólsvík 3 sept. n. k. Jafnframt verður keppt í 100 m. bringusundi og 100 m. baksundi karla, 100 m. bringusundi og 50 m. skrið- súndi kvenna. 40 m. baksundi, 50 m. bringúsundi og 50 m. skriðsundi drengja. - Þátttaka tilkynnist til SRR’ fyrir 25. ágúst n. k. SRR. Farfuglar. Um næstu helgi verður far- ið í Þórisdal. Á laugardag verð ur ekið í brunna og gist þar. Á sunnudag, ekið upp á Kalda dal og gengið þaðan í Þórisdal. Allar upplýsingar á Stefáns Kaffi Bergstaðastræti 7 kl. 9—10 í kvöld. Ferðanefndin. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara tvær íangferðir yf- ir næstu helgi. Önn ur ferðin er austur á Síðu og Fljótsliverfi og er 4 daga ferð. Ekið verður austur að Kirkj ubæj arklaustri og ferð ast um endilanga Vestur- Skaftafellssýslu að Kálfafelli. Viðkoma á öllum merkustu stöðum. Komið við í Fljótshlíð í bakaleið. Gist í Vík og Klaustri. — Hringferð um Borg arfjörð. Á laugardaginn ekið austur Mosfellsheiði um Kalda dal að Húsafelli og gist þar í tjöldum. Á sunnudagsmorgun farið yfir Hvítá um Kalmanns tungu að Surts’nelli og Stefáns helli. en seinni hluta dags ek- ið niður Borgarfjörð upp Norð urárdal að Fornahvammi og gist þar. Á mánudagsmorgun gengið á Tröllakirkju eða á Baulu. Síðan farið að Hreða- vatni. Dvalið í skóginum og hrauninu. Gengið að Glanna og Laxfossi. Þá haldið hehn- leiðis. upp Lundareykjadal um Uxahryggi og Þingvöll til Reykjavík. Áskriftarlistar liggja frammi og sé farmiðar teknir fyrir há degi á föstudag á skrifstof- unni í Túngötu 5. SKIPA11TG6RÐ RIKISINS ' R „Esja austur um land til Siglufjarð- ar hinn 10. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag. Felix Guðmundsson Framhald af 3. síðu. maður, mun ekki í neinn skóla hafa gengið í æsku, að undan- skildu eins vetrar barnaskóla- námi á Eyrarbakka. Felix var fæddur á Ægissíðu í Rangárþingi 3. júlí 1084, næst elzti sonur hjálnanna Guðnýjar Jónsdóttur og Guðmundar Fel- ixsonar, er voru búendur þar. Aðrir synir Guðmundar, er komust til fullorðinsára, voru þeir Jón veitingamaður, síðast á Akureyri, dáinn fyrir nokkr- um árum. Hinir eru Helgi um- sjónarmaður og Ólafur tré- smiður, báðir búandi hér í Reykjavík. Ættir Felixar kann ég ekki að rekja, en föðurafi hans var Felix bóndi á Ægis- ríðu og ólst sonarsonur hans Felix upp hjá honum að nokkru leyti eftir að foreldrar hans fluttu til Éyrarbakka. 15 ára gamall flutti Felix á Bakk- ann ásamt afa sínum. Ó1 hann þar sín unglingsár til tvítugs- aldurs, því til Reykjavíkur flytur hann árið 1904 og er bú- settur þar upp frá því. Á æsku- og unglingsárum sínum starf- ar hann við almenna sveita- vinnu og á Bakkanum við hverja þá vinnu, er þar féll til. í Reykjavík vann hann meðal annars við húsabyggingar með þekktum húsabyggingameist- urum eins og Guðjóni Gama- líelssyni o. fl. Þá vann hann á sumrum við brúagerðir, vega- og hafnargerðir í Reykjavík og víðar. Á þessum árum (1907— 1919) er hann verkstjóri við hin ýmsu störf. Er stc\nandi verkstjórafélags Reykjavíkur. 1919 gerist hann umsjónarmað- ur kirkjugarðsins á melunum og síðar, er Fossvogskirkju- garðurinn er tekinn í notkun, er hann ráðinn fremkvæmda- Ktjóri þeirra beggja. Því starfi hélt hann til dauðadags með ó- skoruðu trausti kirkjugarðs- stjórnarinnar, eftir því sem ég veit bezt. í þessu starfi naut Felix trausts, og vinsælda al- mennings. Margir menn unnu að staðaldri undir stjórn hans i görðunum. Veitti ég því sér- staka athygli, hve.sömu menn- trnir voru þar lengi að starfi, er gaf til kynna hve góð sam- vinna var milli atvinnurekand- ans og þeirra. Árið 1934 kvæntist Felix oftirlifandi konu sinni, Sigur- þóru Þorbjörnsdóttur, ættaðri úr Árnessýslu. Þau eignuðust tvö börn, er bæði lifa, Þórunni Helgu 15 ára og Berg 12 ára. Þau áttu skemmtilegt heimiJi og síðustu 3 árin bjuggji þau í eignaríbúð sinni á Grenimel 12. Felix lézt 1. ágúst s.l. í Lands rpítalanum. Hafði hann kennt tásleika nokkrum vikum fyrir andlát sitt, sem leiddi hann á dánarbeð. Með honum er horf- Lnn af sjónarsviðinu góður mað ur og gegn. Maður, sem setti sér það mark í æsku að verða nýtur' þjóðfélagsborgari, sem gæti látið gott af sér leiða. Hann þekkti fátækt og vesaldóm, honum rann hvorttveggja til rifja. Þess vegna gekk hann á hönd þeim stefnum, er skutu frjóöngum í byrjun aldarinnar og gekk í sveit með þeim i«vnn um, sem áttu sömu hugsjónir og hann, en þeir urðu allmargir af unglingum aldamótanna. Við, ’sem höfum starfað með Felix í verkalýðshreyfingunni og Alþýðuflokknum um lengri eða skemmri tíma, þökkum hon um ánægjulegt og gifturíkt sam starf, þökkum fórnfúst starf,- tryggð hans við menn og mál- efni, órjúfandi trú á sigur lýð- ræðisins, sigur lýðræðisjafnað- arstefnunnar yfir öfgum, of- beldi og kúgun einræðisstefn- anna. Allt þetta var honum þau lífsins sannindi, sem hann byggði sína lífsstefnu og lífs- skoðun á. Sigurjón Á. Ólafsson. Faðir og tegndafaðir okkar Einar Jónsson Grettisgötu 61, sem lézt 5.þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu daginn 10. þ. m. kl. 1 eftir hádegi. Olga og Guðmundur Finnbogason. Kveðja frá reglu- félaga Framh. af 3. síðu. Hann var hvorttveggja í senn, góður ræðumaður og ritfær vel. Stefna hans í áfengismál- um var afsláttarlaust bann, hann hélt því alltaf fram að mennirnir yrðu aldrei almennt teknir frá flöskunni, heldur vrði að taka flöskuna frá þeim. Útvarpserindi einu, er hann flutti eitt sinn, lauk hann með þessum orðum: „Að því er séð verður, hefur ekkert ráð .enn komizt jafnlangt í því að tak- marka áfengisnautn sem lireint hann, þrátt fyrir allan þann ill- víga her, sem reynt hefur að spilla árangri þess. Það e.r stað- reynd, að því minni löggjafar- takmarkanir, því meiri drykkju skapur, því meiri takmarkanir, því minni drykkjuskapur.“ Felix Guðmundsson var góð- ur félagsbróðir og sannur vinur vina sinna, hjálpfús og velvilj- aður. Hann átti mikla bjart- nýni og einlæga trú á sigur hins góða málstaðar og hann hikaði aldrei að ljá honum lið. Hlutskipti hins stórhuga og pókndjarfa manns lét honum bezt. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður míns Jóns Klemenssonar Vitastíg 8. Axel Jónsson. læíur í ljós innilegustu samúð með eftirlifandi konu hanö, börnum og öðrum ástvinum, og biður þeim allrar blessunar. Enginn má sköpum renna. Dauðinn er eitt hinna hár- ekörpu bragða náttúrunnar. Hann mátar alla jafnt fyrr eða síðar. Úrskurði hans verður ekki áfrýjað. Vér kveðjum þig sem samferðamann á krossgöt- um, þar sem leiðir skilja í bráð. Kveðjum þig með hrærðum og þakklátum huga og blessum minningu þína, því þar sem þú varst, þar var drengur góður. Einar Björnsson. Felix Guðmundsson gerðist góðtemplar árið 1900 eins og fyrr segir. Hann tók Stórstúku. stig 1907. Var fulltrúi á Stór- stúkuþingi í fyrsta sinn 1913 og sat eftir það flest þing Stór- stúkunnar. Hann átti sæti í framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar, sem stórgæzlumaður löggjafarstarfs á árunum 1926 —27 og 1932—42, en stórkanzl- ari var hann frá 1946—48. Hann var meðal stofnenda St. Skjaldbreið árið 1905 og var í henni um árabil, og síðar stofn- andi st. íþöku. Er hann lézt var íiann félgai st. Einingin nr. 14. Hann var umdæmistemplar í Umdæmisstúkunni fnr. 1 fyrst 1918—20 og síðar 1931—34, auk þess sem hann átti sæti í framk.n. umdæmisstúkunnar í öðrum embættum. Hann var ritstjóri „Sóknar“, blaðs Stór- ctúkunnar, frá 1931—33. stefnan brugðizl! Framh. af 5. síðu. komið, gæti í raun og veru al- ■ veg eins verið um þjóðnýttan rekstur að ræða. Yfirstjórn þjóðnýtts reksturs gæti verið skipulögð á mjög svipaðan hátt. Sannleikurinn er só, aS þeg- ar um samvinnustónekstur er a'ð ræða, er minni munur en oft virðist ráð fyrir gert á skipulagi og stjórnartil- högun hans annars vegar og þjóðnýtts reksturs hins veg- ax-, og þar af leiðandi um sömu vandamálin að ræða. Valdið yfir rekstrinum er auð- vitað ekki í höndum sama að- ila, og kann það að ráða afstöðu manna til þess, hvora tilhögun- ina þeir kjósa. En sé um mikilvægan rekst- ur að ræða, verður hvorki talið óeðlilegt né ólýðræðis- legt, að hið æðsta vald sé í höndum samfélagsins sjálfs, en ekki óháðrar stofnunar innan þess. Mér er fullljóst, að til þess að rétt sé að fela ríkinu slíkt vald, verður það að vera vandanum vaxið. Einmitt af þeinx sökum er spurningin um, hvaða xekstrarkerfi sé heppilegast og hagkvæmast, ekki aðeins spurning um kosti og galla kerfanna í sjálfum sér, held- ur almennt þjóðfélagslegt vandamál, sem leysa verður með tilliti til heildarað- stæðixa í þjóðfélaginu. Með þessari grein lýkur greinaflokki Gylfa Þ. Gísla- sonar um einkarekstur, jafn- aðarstefnu og samvinnu- hreyfingu. Samkvæmt fjöl- mörgum óskum lesenda AI- þýðublaðsins munu greinar þessar verða sérprentaðar og verðfe fáanlegar í skrifstofu flokksins. HANNES Á HORNINU Framhald af 4. síðu. opnaði á nýja staðnum. Og mér finnst ekki að spurningarnar séu óeðlilegar. En ef til vill er þetta allt eðlilegt, þó að maður skilji það ekki. BELGISKA STJÓRNIN hef ur ákveðið að verja 5 milljörð- um franka til aukinna land- varna. TRUMAN FORSETI hefur beðið þingið um að setja strang ari lög varðandi skemmdarverk og njósnir. Verkfalli matreiðslu- og framreiðslu manna á skipunum lauk um helgina Það er sárt að kveðja vini EÍna hinzta sinni. Góðtemplara- reglan harmar tryggan félaga, þar , sem er Felix Guðmunds- ron, og hún á margs að minn- Qst og þakka á kveðjudegi. Hún DEILA matreiðslumanna og framreiðslumanna á skipum Eimskipáfélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins er leyst, og voru nýir samningar undir- ritaðir á laugardagskvöldið var kl. 7,30. Samkvæmt samningunum hækkar grunnkaup matreiðslu- manna, annarra en yfirmat- reiðslumanna, um kr. 150,00 á mánuði, og kaup búrmanna einnig. Grunnkaup framreiðslu manna á þremur skipuxn, Goða- fossi, Dettifossi og Lagarfossi, hækkar um 300 kr. Öll eftir- vinna hækkar um 36 aura á tímann. Auk þess fengust nokk- ur hlunnindi. Samningarnir gilda frá og með 1. janúar síðast liðnum, nema að því er varðar eftir- vinnuna; sá liður gildir frá síð-' ast liðnum mánaðamótum. I das er síðasti söludagur í 8. flokki. Happdræfti háskólans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.