Alþýðublaðið - 16.08.1950, Page 8

Alþýðublaðið - 16.08.1950, Page 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmaima. — ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman vi3 unga jafnaðarmenn ®g að- stoðið við sölu happdrættis miða í bifreiðahappdrættH Sambands ungra jafnaðar> manna. j Horræn hljénr!is!ðr!iÉfí6 i Helsinki í næsía snányi --------------;--*»----- Mör* verk verSa fluít bar efíir íslenzk tónskáid, rn„ a. „Saga symfónian“ eftir i Jón Leifs, er flutt verður þar ífyrsta sinn DAGANA 15.—19. september verður haldin norræn hljóm- j listarhátíð í Helsinki í Finnlandi, en slíkar hátiðir eru haldnar j á tveggja ára fresti og til skiptis á Norðurlöndunum, nema hvað ckki hefur enn ver'ið talið fært að efna til norrænnar tónlistarhátíðar hér, sökum skorts á þjálfaðri symfóníuhljóm- sveit, og er spurning, hvenær úr því rætist. Á hljómlistarhátíð þessari verða flutt ýms tónverk eftir íslenzka höfunda og hafa sum þeirra ekki verið flutt áður opinberlega. Verk þessi eru Koncert a grosso eftir' Jón Nordal, sem fluttur var á lista mannaþinginu í Þjóðleikhúsinu í vor; strokkvartett eftir Helga Pálsson, sem fluttur verður af Sibelius-strokkvartettinum finnska, sem talinn er bezti strokkvartett á Norðurlöndum, og Chaconne eftir Pál Isólfs- son. Veigamesta íslenzka verkið, sem þarna verður flutt, er „Saga symfonia“ eftir Jón Leifs, og verður hún flutt af symfóníuhljómsveit Helsinki- Ekstrabladet birtir viðtal við Sigurð Hordal um hand- ritamáiið EKSTRABLADET í Kaup- mannahöfn birti nýlega ýtar- legt viðtal við Sigurð Nordal prófdssor um handritamálið. Er það skrifað af Leif H. Hen- dil, sem \dega var á ferð hér á laridi, og er undir fyrirsögn- inni • „Sagaöen uden sagaer“. Nordal skýrir í viðtalinu mál- stað íslendinga, sögu handrit- anna og þýðingu þeirra fyrir íslenzku þjóðina svo sem bezt verður gert, eins og hans er von og vísa. Hann virðist hafa sann fært Hendil rækilega (,ef sann- færingar hefur verið þörf), því að blaðamaðurinn bætir nokkr- Um orðum frá eigin brjósti aft- an við viðtalið. Hann segir: „EirtS og prófessor Nordal talar ■—- og talar af innileik — svo tala : allir íslendingar. Við stöndum andspænis heitustu óskum allrar íslenzku þjóðar- innar, og við Danir munum tvímælalaust vinna gott verk og réttlátt, ef við uppfylltum þessa ósk án allrar þrætu um hána'. Mannkynið þarf að sjá dæmi um vináttu og alúð þjóða á milli. Danir eiga í þessu máli ","*gott tækifæri til slíks.“ —. I ■■ .. ........— EANDARÍKJAMENN afhentu Frökkum í gær tvo tundur- spilla, og tóku franskir sjó- menn við þeim í amerískri • 'höfn. . borgar; hefur Jussi Jallas ann- azt æfingar á verkinu, en tón- skáldinu hefur verið biðið að koma til Helsinki og stjórna flutningi þess á hátíðinni. Sym j fónía þessi er í fimm köflum, sem nefndir eru eftir fornsögu- persónum. Ber fyrsti kaflinn nafn Skarphéðins, annar Guð- rúnar Ósvífursdóttur, sá þriðji nefnist „Björn að baki Kára“, fjórði „Grettir“ og fimmti „Þormóður Kolbrúnarskáld“. Má geta þess að við flutning þessa verks verða í fyrsta skipti í sögu symfóníuhljómlistarinn- ar notaðir fornlúðrar, gerðir eftir þeim lúðrum, sem fundizt hafa í jörðu frá bronseöld í Danmörku. Er það í fimmta þættinum, og á að tengja verk- ið Stiklastaðabardaganum, þeg ar blásið er til orustu, en Þor- móður Kolbrúnarskáld er tal- inn hafa látizt eftir þann bar- daga. Symfónía þessi er samin á árunum 1941—1942, en flutt þarna í fyrsta sinn. Dr. Páli ísólfssyni hefur einnig verið boðið að sækja há- tíð þessa, en hann mun ekki geta komið því við að taka boð- inu. stéttum 62 þátttökuríkja. Venja er, að hvert ríki sendi fulltrúa frá ríkisstjórn, alþýðu- samtökum og atvinnurekenda- samtökum, en að þessu sinni sat Jónas þingið einn af íslands hálfu, nema hvað Haraldur j Kröyer, sendisveitarfulltrúi í Osló, var honum til aðstoðar vikutíma. Á þinginu var gerð samþykkt um alþjóðlegt samstarf til að vinna gegn atvinnuleysi, og var bent á leiðir í því efni. Eitt athyglisverðasta mál Frá vinstri: Ingi Þorsteinsson, Bob Mathias og Örn Clausen. Verkamannabú- slaðir í byggingu Frá fréttaritara Alþýðublaðsins SANDGERÐI. BYGGINGARFÉLAG verka rnanna í Sandgerði hefur nú hafið byggingu fjögurra íbúð- arhúsa, og er þess vænzt að efnisskortur tefji ekki fram- kvæmdir, því mjög mikil þörf er fyrir að fá íbúðirnar sem fyrst í notkun. Umsjón með byggingunum hefur Karl Bjarnason íormað- ur byggingarfélagsins. Einn einstaklingur er einnig að reisa íbúðarhús og eru horf- ur á að hægt verði að fallgera það í haust. Þá er verið að fullgera salt- fiskþurrkhú?, sem Miðnes h.f á, og mun það taka til starfa í haust. þingsins var alþjóðasamþykkt um heildarsamninga milli verkalýðssamtaka og atvinnu- rekenda •!’ sættir í vinnudeil- um. Er þetta mjög mikilsvert mál vegna þeirra verkfalla cg þess vinnu- og framleiðslutaps, sem verður víða vegna vinnu- deilna, og er því augljós ggan- semi af hvers konar umbótum á lausn þeirra mála með auð- veldara móti. Alþýðublaðið mun síðar skýra nánar frá þingi þessu. ILO ræðir sæítir í vinnudeilum og sömu laun karla og kvenna Jónas Guðmundsson sat ársþing al- þjóða vinnumálaskrifstofunnar. ..... ♦ JÓNAS GUÐMUNDSSON, skrifstofustióri félagsmála- ráðuneytisins, er nýlega kominn heim frá Sviss, þar sem hann sat hið árlega þing alþjóða vinnumálaskrifstofunnar, ILO. Með- ál viðfangsefna á þessu þingi var alþjóðasamþykkt um sömu laun fyrir sömu vinnu, samband vinnuveitenda og verkamanna, atvinnuleysið og margt fleira, er viðkemur hinum vinnandi Hörð keppni s 1ÖÖ m, hlaupi 1 ' á meisfaramótiíiu í gær : 1 --------------!---—... - ■ Haukur vann á 10,8, Finnbjörn hljóp áj 10,8 og Örn varð þriðii á 10,9 sek. -------%......- SÍÐARI HLUTI meistaramóts íslards í frjálsum íþróttum. fór fram í gærkveldi. Árangur var í ýmsum greinum góður og þáttakan mikil. Langmesta athygli vakti 100 metra hlaup- ið, þar sem úrslit voru óviss fram á síðustu stundu og bar- áttan mjög hörð milli þriggja beztu mannanna. Torfa tókst ekki að setja met í stangarstökkinu, fór vel yfir 4,15, en felldi 4,30 þrisvar sinnum, þar af tvisvar sinnum mjög naumt, Ingii Þorsteinsson hjó nærri íslandsmetinu í 400 metra grindahlaupi, sömuleiðis Guðmundur LárussoA í 400 metra hlaupi. Úrslti í einstökum greinum0, urðu þessi (aðeins getið þriggja fyrstu manna, þar sem kepp- endur voru þrír eða fleiri): 400 metra grindahlaup: Is- landsmeistari Ingi Þorsteinsson KR á 56,2 sek. Stangarstökk: Torfi Bryn- geirsson KR varð íslandsmeist- ari, stökk 4,15 metra. 2. Kol- beinn Kristinsson Selfossi, 3,60 metra. 3. Robert Mathias, 3,40 metra. 400 metra hlaup: íslands- meistari Guðmundur Lárusson Ármanni á 49,5 sek. 2. IngþÞor steinsson KiR 51,9 sek. 3. Sveinn Björnsson KR 52,3 sek. Kringlukast: íslandsmeistari Gunnar Huseby KR 47,29 m. 2. Þorsteinn Löve ÍR 45,95 m. 3. varð Bob Mathias, kastaði 44,94 m. og fjórði Friðrik Guðmunds son KR 44,85 m. 100 metra hlaup: íslands- meistari Haukur Clausen ÍR á 10,8 sek. 2. varð Finnbjörn Þor valdsson ÍR á sama tíma og 3. varð Örn Clausen á 10,9 sek. Þrístökk: íslandsmeistari varð Kristleifur Magrlússon Vestmannaeyjum, stökk 13,95 metra. 2. varð Jón Bryngeirss. einnig frá Vestmannaeyjum (róðir Torfa), stökk 13,64 m. og 3. Oddur Sveinbjörnsson frá Ungmennafélaginu Hvöt í Biskupstungum, stökk 13,39 m. 1500 metra hlaup: íslands- meistari varð Pétur Einarsson ÍR á 4:09,4 sek. 2. Stefán Gunn arsson Ármanni á 4:16,2 og 3. Sigurður Guðnason ÍR á sama tíma. Sigurður er mjög ungur, en bráðefnilegur hlaupari. Hann á vafalaust mikla framtíð fyrir höndum á millivegalengd um, ef hann leggur rækt við þær greinar. Sleggjukast: íslandsmeistari varð Þórður Sigurðsson KR, kastðai 43,02 metra. 2. Vil- hjálmur Guðmundsson KR, 40,56 m. og þriðji Gísli Sigurð- son FH, 34,22 metra. 80 mctra grindahl. kvenna: íslandsmeistari varð Margrét Hallgrím ^óttir, UMF Reykja- víkur á 15,1 sek. 2. Hafdís Ragnarsdóttir á sama tíma. 3. Helga Björnsd. KR 16,4 sek. Kringlukast kvenna: Isþands- meistari varð Ruth Jónsson Ár- nessýslu, kastaði 33,03 metra. 2. María Jónsdóttir KR 32,57 m. 3. Margrét Margeirsdóttir, KR, 30,16 m. Fyrirlestur um íþróttamál PRÓFESSOR, dr. Carl Diem, forstöðumaður þýzka íþrótta- skólans í Köln, flytur fyrirlest- ur miðvikudaginn 16. ágúst kl. 20,30 í 1. kennslustofu Háskóla Islands. Fyrirlesturinn verður fluttur, á ensku og nefnist ,,Funda~' mental principles of physical education11. — Öllum heimill aðgangur. —---------*--------- ) Skemmliferðir um næslu helgi SKEMMTIFERÐIR Ferða- skrifstofu ríkisins um næstu helgi verða sem hér segir: 1) Þriggja daga ferð í Þórsmörk. Ekið austur á laugardag, dval- izt inn frá ^fir sunnudag og ekið til baka á mánudag. 2) Gullfoss- og Geysisferð á‘ sunnudaginn. Ekið um Hreppa að Gullfossi og þaðan að Geysi og beðið eftir gosi. 3) Þá er og ráðgerð Fljótshlíðarferð á sunnudaginn, ekið að Múlakoti. þaðan um Markarfljótsaura meðfram Stíflunni. GengiS verður á Þórólfsfell, skoðutS Þórólfsglj úfur, Bleiksárglj úfur,;' Mögugilshellir og svo sögustað-*' ir. 4) Ferð til Borgarfjarðar.' Ekið verður um Þingvelli og þaðan norðpr Kaldadal að Húsafelli. Á heimleið skoðaðid Barnafossar og komði að ReykV holti. 5) Bláfellsför. Ekið á Blá-’ fellsháls og gengið þaðan á Blá- fell, en útsýni er þaðan geysi-1 vítt yfir hálendið. HringferS um Krýsuvík, Selvog, Strand-1 arkirkju, Hveragerði og heýrs um Hellisheiði. ! Gengu á land í Nor&~ ur-Kóreu í gærdag AMERÍSKUR herflokkué gekk í gær á land á austur- strönd Norður-Kóreu, skammf sunnan við landamæri So%7ét- ríkjanna. Sprcngdu Amcríku- menn í loft upp járnbrauta- göng, sem aðalbrautin til Vla- divostok liggur um, en um haná berst mikil hjálp frá Sovétríkj- unum til kommúnista í Kóreu«

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.