Alþýðublaðið - 22.08.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.08.1950, Blaðsíða 1
YeSurhorfur; Nor.ðaustan kaldi; víða skýj- að en úrkomulaust. * Forustugreins Hver er sparisjóður Þjóð- viljajis? XXXI. árg. Þr?djuclagur 22. ágúst 1950 180. tbl. ástraliu í DAG er 53. dairur sjó- mannaverkfalisins, og 12. dagurinn, síðan sáttasemi- ari kallaði deiluaðila á fund. ‘ Þetta er 53. dagurinn, sem ríkisstjórnin lætur eins og hún sjái eklti togarana bundna við bryggjurnar,» þótt gjaldeyrisástandið fari dagversnandi. Menn spyrja: Hvenær ætlar stjórnin að reyna að leysa deiluna? I dag er 53. dagurinn, sem kommúnistar svíkja sjó- mannastéttnia, 53. dagurinn, sem þeir ráðast á samtök togarasjómanna í stað þess að styðja þá í baráttunni við útgerðarvaldið. Venlzelos myndar brá Sab irgðasf jórn á Grikklandi VENIZELOS, leiðtogi frjáls- lynda flokksins á Grikklandi, myndaði í gær bráðabirgða- stjórn, en Páll konungur fól honum stjórnarmyndun strax og Plastiras liershöfðingi liafði beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í síðustu viku. Bráðabirgðastjórn Venizelos- ar er skipuð 16 ráðherrum, og eru þeir flestir úr frjálslynda flokknum. Kommúnistar reyndu gagnsókn við í I íaegu í gær, en voru hraktir tii baka aískriðdrekum og loítárásum ------------- *...... HEEMÁLARÁÐUNEYTIÐ í LONDON tilkynnti | í gær, sð brez'ka stiórnin hefði ákveðið eð senda tvö | herfy'ki úrvaLLiðs frá Hong-Kong til Suður-Kóreu til 1 þess oð taba !þátt í bardcgunum gsgn innrásarliði kommúnista þar, cg eiga hersveitir þessar að samiein- ast herliði fvá Ástraiíu r“ Nýja-Sjálandi, sem er á ieiðir.ni til Norður-Kóreu eða þegar komið þangað. Er þessi ákvörðun tekin að tilmælum MaeArtkurs hers- höfðingja, en hann skoraði fyrir nokkrum dögum á þátt- tökuríkin í bandalagi hinna sameinuðu þjóða að bregðast fljótt við og senda her til Kó- reu, þar sen liðsauka væri mikil þörf þar, ef fyrsta orr- ustan ætti ekki að tapast. Skráning sjálfboðaliða í Kó- reustríðið hefur farið fram í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi að undanförnu, og gáfu mun fleiri sig fram en óskað var eftir. Stjórnin á Filippseyjum til kynnti einnig í gær, að hún myndi senda herlið til Kóreu og leggja 1200 hermenn af stað þaðan næstu daga. Eru her- menn þessir þrautþjálfaðri og vel búnir vopnum. LITLAK BKEYTINGAR MacArthur birti enga her- Etjórnartilkynningu í gær, en skeyti fréttaritara í Kóreu bera með sér, að litlar sem engar breytingar hafa átt sér stað síðasta sólarhringinn. Komm- únistaherinn reyndi að hefja gagnsókn norðvestur af Taegu í gær, en sunnanherinn hrakti hann strax á undanhald. Beitti kommúnistaherinn miklu stór- skotaliði, en sunnanherinn svaraði með loftárásum og skriðdrekaáhlaupum. Á vígstöðvunum við Nak- tongfljótið hefur sunnanher- inn nú gersamlega yfirhöndina, og hrakti hann á flótta í gær síðustu leifar kommúnistaiiers- ins, sem brotizt höfðu yfir ána. Sögðu flugmenn í njósnaflug- vélum sunnanhersins, a5 sá hluti af liði kommúnista, er átti undankomu auðið, hefði verið á hröðum og algerum flótta. Tvær hersveitir norðan- manna gáfust upp á þessum vígstöðvum í gær í fyrsta skipti í sögu Kóreustríðsins. Malik vill enn mál- fund um Kóreu í Brezkur fogari sigldi niður vé! báf úfi fyrir Sandgerði í gær Frá fréttaritar Alþbl. SANDGERÐI. ENSKI TOGARINN „York City“ frá Grimsby sigldi í gær morgun á vélbátinn Gunnar Hámundarson frá GerSum og sökk báturinn á þrem mínút- um. Mannbjörg varð, og náði togarinn sjálfur fimm af sjo manna áhöfn Gunnars, en hin- um tveim bjargaði vélbáturinn Ingólfur frá Keflavík. Slys þetta kom fyrir sex míl um úti fyrir Sandgerði í sól- skini og blíðskaparveðri. Sigldi togarinn stjórnborðsmegin á Gunnar og braut hann að heita má í spón, svo að hann sökk á þrem mínútum. Mönnum var bjargað úr sjónum og náði Ing ólfur tveim mönnum, sem héldu sér uppi á spýtnabraki í sjón- um. Flutti hann þá til Hafna, er togarinn sigldi til Reykja- víkur með hina fimm, sem hon um tókst að bjarga. Gunnar Hámundarson var um 30 lestir að stærð, eign Halldórs Þorsteinssonar í Garði, en skipstjóri var Þor- valdur sonur Halldórs. Ó. V. JAKOB MALIK, fulltrúi Rússa í öryggisráðinu og for- seti þess yfirstandandi mánuð, boðaði fulltrúa þess á óform- legan viðræðufund í gær, en næsti fundur öryggisráðsins verður í dag. Var gert heyrinkunnugt í New York í gærkvöldi, að Ma- lik hefði á viðræðufundi þess- um reifað á ný þá hugmynd sína, að haldinn yrði í öryggis- ráðinu sérstakur málfundur um Kóreustyrjöldina með þátt- töku beggja deiluaðilanna, svo og að kínverska kommúnista- stjórnin fái fulltrúa í ráðinu. Áður hafa fulltrúar lýðræð- isríkjanna lýst síg andvíga því, að öryggisráðið hlýði á mál fulltrúa Norður-Kóreu, þar eð kommúnistastjórnin þar hafi byrjað árásarstríð og virt öll fyrirmæli bandalags hinna sameinuðu þjóða að vettugi. Sennilegt þykir, að fulltrúar smáríkjanna í öryggisráðinu muni enn gera tilraun til þess að miðla málum i Loftárás á Norður-Kóreu Flugfloti Bandaríkjamanna hefui haft úrslitaþýðingu fyrir sunnanherinn í bardö^unum í Kóreu. Myndin sýnir loftárás á borgina Vv7onson í Norður-Kóreu, en loftsókninni er einvörð- ur.gu beint gegn samgöngumiðstöðvum og borgum, þar sem hergögn eru geymd eða framleidd. Þjóðverjarnir sigruðu Fram eð 6 gegn 2 I gærkveid Þýzka IiðiÖ er hið bezía, sem sézt hefur hér í bæ um lan^an tíma. ÞEIR, sem borfðu á fyrsta leik Þjóðverjanna við Fram í gærkveldi, urðu ekki fyrir vonbrigðum. Leikurinn var frá upp- hafi hinn fjörugasti og vel leikinn á báða bóga, og endaði með sigri gestanna, sex mörk gegn þremur, eftir að Fram hafði unnið fyrri hálfleikinn með 2:1. Sigur Þjóðverjanna var fylli- lega verðskuldaður. Samleikur þeirra var sá bezti, sem hér hefur sézí á vellinum í langa ti'ð, og þótt þeir töpuðu fyrri háífleiknum að markatölunni til, voru yfirburðir þeirra þá þegar komnir í ljós. Ríkarð skoraði öll mörkin fyrir Fram, það síðasta úr vítaspyrnu, þegar Iangt var liðið á síðari Iiálfleik. FYRRI HALFLEIKUR: Leikurinn var mjög hraður fyrstu mínúturnar. Þjóðverjar hófu þegar sókn, en hún strand aði á ágætri vörn Fram, með Karli Guðmundssyni sem bezta manni. Þegar um fimm mínút ur voru af leik, náði Hermann knettinum rétt fyrir framan miðju, gaf til Ríkharðs, sem skorði óverjandi af alllöngu færi. Stuttu síðar varði Karl Guðmundsson fast skot á mark línunni, og enn litlu síðar áttu Þjóðverjarnir föst skot í stöng og slá, og enn eitt skot varði markmaður Fram um þetta leyti mjög vel. Þegar fyrri hálf leikur varum það bil hálfnaður, náði Ríkharð knettinum nokkru fyrir framan miðju, lék nokkra Þjóðverja af sér og skoraði aft ur óverjandi, 2:0 fyrir Fram. Það mun ekki laust við að á- horfendur hafi farið að vor- kenna gestunum; svo voru yfir burðir þeirra sýnilegir, að eng- um duldist að markatalan hefði þegar hér var komið réttlát- Iega getað verið 2:0 þeim í vil, og voru þó mörk Fram svo hrein og falleg, sem bezt ger- izt. En óheppnin ellti Þjóðverj ana framan af. Þegar sjö mínút ur voru eftir af fyrri hálfleik skoraði vinstri innherji Þjóð- verjanna, og þannig endaði fyrri hálfleikur. SÍÐARI HÁLFLEIKUR: Þeir, sem kunna að hafa gert sér einhverjar vonir um að Fram myndi ná jafntefli eða betur í þessum leik, sáu þær vonir að engu orðnar um það er fjórðungur síðari hálfleiks var liðinn. Með vélrænni nákvæmni gerðu Þjóðverjarnir 3 mörk á fyrstu 12 mínútum hálfl\,iksinc| ávalt með fjögurra mjnútna millibili! Hið síðasta þessara marka var ónákvæmni mark- manns Fram að kenna, og raunar eina markið ,sem hann Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.