Alþýðublaðið - 29.09.1950, Blaðsíða 4
ALÞVÐUBLABIÐ
Föstudagur 29. sept. 1850.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusfmi: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Inningarfífl úl-
gerðarauðvaldsins.
ÞJÓÐVILJINN hefur nú
leyst togaradeiluna'— þ. e. a.
s. á pappírnum! „Afhendið sjó
mönnum togarana!" segir hann
í gær í risafyrirsögn á fyrstu
síðu. „Það er deilt um það,
hvað togararnir beri mikið
kaup", bætir hann við; „en
fæst ekki bezt úr því skorið
með því að láta sjómennina
sjálfa reka þá á eigin ábyrgð?
Þá þarf ekki að deila um kaup
ið".
Þannig farast .Þjóðviljanum
orð í gær. Þetta er nýjasta
, innlegg" hans í togaradeil-
unni.
Sjálfsagt heldur kommún-
istablaðið, að það muni „slá sér
UPP" hjá togarasjómönnum
með þessum upphrópunum, og
ef til vill veiða nokkur at-
kvæði hjá þeim við fulltrúakjör
ið til Alþýðusambandsþings í
Sjómannafélagá Reykjavíkur
um helgina. En þar skjátlast
Þjóðviljanum áreiðanlega.
Þessi uppástunga hans um að
„afhenda sjómönnum togar-
ana" er nefnilega engin ný-
lunda fyrir togarasiómenn-
ina í þeirri deilu, sem nú stend
ur yfir. Hún hefuj komið fram
áður, þó að það sé að vísu nýtt
að Þjóðviljinn heimski sig á
að básúna hana Ct. Bæði Morg
unblaðið og Tíminn, — með öðr
um orðum: málgögn togaraeig
enda í yfirstandandi deilu —
hafa allt frá því, að verkfallið
hófst á togurunum verið með
þann kjafthátt öðru hvoru, til
þess að afflytja kröfur sjó-
manna, að bezt væri að leigja
þeim eða láta þá hafa togar-
ana, nokkra þfírra eða jaínvel
alla, svo að úr því fengizt ~.kor-
ið, eins og Þjóðviljinn segir
nú, hvaða kaup og kjör þeir
geti borið!
Alþýðublaðið gerði fyrir
nokkrum dögum þennan áróð-
ursþvætting Morgunblaðsins
og Tímans stuttlega að umtals
efni og sýndi fram á, hver til-
gangur hans væri, — að með
honum ætti að reyna að læða
því inn í hugskot þjóðarinnar,
að togarasjóménnirnir væru að
fara fram á kaup og t jör, sem
togararnir gætu ekki borið. En
nú gín Þjóðviljinn við þessu
agni borgarablaðanna, rétt eins
og honum væri borgað íyrir
þáð, og tekur nú fullum hálsi
undir áróðurssöng þeirra!
*
Ætli það verði ekki heldur
litlar þakkir, sem togarasjó
menn kunna Þjóðviljanum fyr
ir þetta síðasta ,innlegg" hans i
togaradeilunni, eins og fyrir
hin fyrri, •— vörnina fyrir
verkfallsbrot kommúnista á Ak
ureyri, Norðfirði, Siglufirði og
fleira þess háttar? Eða er Þjóð
viljinn virkilega svo vitíaus að
halda, að togarsjómennirnir
telji það einhverja höfðinglund
við sig, að þeim sé boðið upp
á að taka við togurunum, þeg
ar illa gengur, til þess að af-
henda þá síðan togaraeigend-
um, þegar þeim herrum þykir
ípað svara kostnaði að gera 'pá
út.
iNei, [.togarasjómönnum i var
ekki boðið. upp á að taká við
íbgururíum og reka þá á eigin
ábyrgð, meðan stórgróði var á
útgerð þeirra! En nú mega' þeir
taka við'áhættunni af hugsan-
legum taprekstri! Og þetta
göfuga tilboð Morgunblaðsins
og Tímans gerir kommúnista-
blaðið. að eigin kröfu! Hvílíkt
verkalýðsblað, sem gerir sig
nð slíku ginnings^Fífli útgerðar
auðvaldsins og blaða þess í
cambandi við togaradeiluna!
Nei, við þessu sýndartilboði
Morgunblaðsins og Tímans
hafa togarasjómenn allt ann-
að svar en það, sem Þjóðvilj-
inn gefur. Og það er: Þjóðnýt-
ing togaranna!.
Ef togaraeigendur fást ekki
til þess að gera togarana út
aema þegar þeir geta rakað sam
an á því milljónagróða, og
leggja skipunum við hafnar-
bakkann jafnskjótt og eitthvsð
rtregur úr slíkum gróóamögu-
Leikum, þá þurfa þeir ekkert
að furða sig á því, þótt kraf-
an um þjóðnýtingu togaranna
ryðji sér til rúms, ekki aðeins
meðal togarasjómanna, haldur
og allra þeirra, sem skiija, að
þjóðarheill verður að ganga
fyrir gróðasjónarmiðum . fá-
mennrar útgerðarmannaklíku!
því að þjóðin hefur ekki efni
á því, að láta þessi afkasta-
mestu atvinnutæki sín ónot-
uð tímum saman, þó að togara-
eigendur geti hugsað sér það,
með milljónagróða sinni í vas-
anum.
¦ --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------*-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------_
Kosningalygi verk-
fallsbrjótanna.
ÞJOÐVILJINN lýgur því
ritstjórnargrein sinni í gær, að ' mjög góða aðsókn
stjórn Sjómannafélags Reykja-
víkur hafi undanfarna daga
setið á fundum með útgerðar-
mönnum í Sjálfstæðishúsinu til
þess að ræða við þá og skipu-
'teggia sameiginlega baráttu
fyrir kosningu lýðræðissjnna í
Sjómánriáfeíá.ginú' á. ','Alþýðu-'
s-ambandsþing. Ségir Þjóðvilj-
"inn að samkomulag hafi náðst
um þetta, og verði kosninga-
baráttunni í Sjómannafélaginu
stjórnað frá aðalbækistöðvum
atvinnurekenda!
Auðvitað eru. þetta tilhæfu-
laus ósannindi, borin fram i
þeim einum tilgangi að rægja
forustumenn Sjómannafélags
Reykjavíkur við togarasjó-
menn, sem nú eiga í harðri bar-
áttu við útgerðarmenn. Hins
vegar er það alkunnugt og ó-
mótmælt, að í yfirstandandi
togaradeilu hafa kommúnis'tar
ekkert kynokað sér við því, að
sitja sjálfir á fundum með út-
gerðarmönnum, norður á Akur
eyri og Siglafirði og austur á
Nbrðfirði, til þess að ræða við
þá og skipuleggja verkfalls-
brot í togaradeilunni, saman-
ber karfasamningana.
Þegar slíkir menn leyfa sér
s.ð brigzla öðrum, saklausum,
um leynimakk eða samvinnu
við útgerðarmenn í togaradeil-
unni, fer skörin sannarlega að
færast upp í bekkinn; svo að
ekki sé nú talað um það
hneyksli, að verkfallsbrjótarnir
skuli nú bjóða Sjómannafélagi
Reykjavkur upp á sérstakan
iista við fulltrúakjörið á Al-
þýðusambandsþing og ætlast til
fylgis heiðarlegra og stéttvísra
sjómanna við hann!
Sýnd hér á ný
„SÍÐASTI BÆRINN í ÖALN-
UM", kvikmynd Óskars Gísla-
sonar, verður sýnd í Austur-
bæjarbíói á morgun og sunnu-
dag 'kl. 3 o% 5.
í sumar hefur myndin verið
sýnd víðsvegar um land viS
Fyrirspnrn úí af embæííisveiíingu. —. Hvers
vegna veiíir forseti ekki embætíi húsaireistara
ríkisins? — Einkennileg meðferð íslenzka fán-
ans. — Orðsending til skólastjóra.
„UNDRANDÍ SKRIFAR. ^reina og þá ber ekki ávallt aS
„Af tilefni sí'óustu embættisveit, líta á það eingöngu, hvort menn
séu ungir eða gamlir. Hins veg-
ar munu embættismenn, sem
orðnir eru 67 ára gamlir vera
að því komnir að láta af störf-
um. Og frá því sjóríarmiði einu
er ekki óeðlilegt, þó að þessi
ernbættisveiting hafi komið ein-
hverjum á óvart".
ingar, það er tilnefningu húsa-
meistara ríkisins, langar mig tii
að spyrja: Hvernig stendur á
því, að svo miklu minna er haft
um veitingu þessa embættis að
ráðherra veitir það, en ekki for
seti ríkisins eins og er um flest
önnur eða öll meiri háttar em-
bætti? Mér hefur alltaf skilst,
að embætti húsameistara sé eitt
af meiri háttar embættum þjóð
EiNKENNILEGT VAR að sjá
það á miðvikudaginn, er stór
arinnar. En óneitanlega virðist | vöruflutningabifreið ók um göt
það ekki vera, fyrst þessi hátt-l ur Reykjavíkur með háfermi og
ur er hafður á um veitingu þess. préseningu bundna kyrfilega
j yfir allt saman, en þar á ofan
ENBÆTTIÐ VAR VEITT á- I íslenzki fqninn. Hvað var hér á
gætum manni, sem persónulega Seiði? Mér datt fyrst í hug, að
nýtur mikilla vinsælda, en ^ vöruflutningabifreiðinni væri
hann er orðinn aldraður, 67 ára
gamall, en margir ungir og efni
legir arkitektar eru með þjóð-
inni'. Er þetta ekki sagt til þess
að kasta rýrð á Einar Erlends-
son, en að eíns til þess að vekja
athygli á því, að í hvert sinn,
sem vetti eru meiir háttar em-
bætti verða valdhafarnir að
líkkista. En það getur varla hafa
átt sér stað, því að þá hefði fán
inn átt að vera utan um hana,
en ekki ofan á „preseningunni".
ÞAö ER EINKENNILEGT
hvað það ætlar að taka langan
tíma að kenna fólki sómasam-
lega meðferð þjóðarfánans. Á-
gæta vel að. Að þessu sinni.var kveðið er, að þegar flaggað er,
alls ekki auglýst eftir ums.ókn-
um og finnst manni það líka
furðulegt".
TIL VTÐBÓTAR við þessi um
mæli bréfritarans, vil ég minna
á það, að Einar Erlendsson hef-
ur árum saman verið önnur
hönd húsameistara ríkisins og
notið trausts í því starfi. Þeg-
ar velja skal menn til slíkra
embætta kemur ýmislegt til
Tilgangur karfaveiðisamninganna.
TÍMINN gerir í forustugrein
sinni í gær togaraverkfallið
að umræðuefni og víkur nokk
uð að þætti kommúnista í því.
Bendir hann á, að afstaða
kommúnista hafi mótazt af
fjandskap þeirra í garð Al-
þýðuflokksins, „enda hafi
þeir, þar sem þeir máttu því
við koma, gert sunnlenzku
sjómannafélögunum svo erf-
ítt fyrir sem í þeirra valdi
stóð m. a. með því að neita
að stöðva þá togara, sem karfa
veiðar stunduðu norðan lands
og austan". Er niðurstaða
Tímans sú, að ekki þurfi að
efa, „að umrædd afstaða
kommúnista hafi verið af mis
jöfnum toga spunnin".
ÞESSI UMMÆLI styðjast við
fengna reynslu. Kommúnist-
ar hafa skorizt úr leik í tog-
araverkfallinu og skipað sér
í sveit með atvinnurekend-
um en á móti sunnlenzkum
sjomönnum með hirif.m al-
ræmdu karfasamningum,
sem eru ekkert annað*en
verkfallsbrot. Það leikur held
ur ekki á tveim tungum, hver
ástæðan er. Hatur kommún-
ista í garð Alþýðuflokksins
og stjórnar Sjómannafélags
Reykjavíkur veldur því, að
þeir gera allt, sem þeir geta
til að torvelda sjómönnum
sigurinn í verkfallinu og
hafa í því sambandi svikið
kröfuna um tólf stunda hvíld
artímann, sem þeir hafa lát-
izt bera fyrir brjósti öllum
öðrum fremur. Þeir hafa runn
fð, þegar á hólminn kom, eins
og fyrri daginn. Og svo er
flótti þeirra mikill, að þeir
hafa staðnæmzt í herbúðum
útgerðarauðvaldsins. Og þátt
ur kommúnista er sízt betri
með tilliti til þess, hver er
munurinn á orð'tSn þeirra og
verkum.
EN TÍMINN hefur svipaða sök
á samvizkunni og kommún-
istar. Hann hefur, ásamt
Morgunblaðinu og Vísi, dá-
samað karfasamninga kom-
múnista norðan lands og aust-
an, þó að hann viðurkenni
nú, að þeim hafi verið stefnt
gegn sunnlenzkum sjómönn-
um. Og þó er eitthvað annað
en að þessir samningar séu
sú kjarabót, sem Þjóðviljinn
hefur verið að gefa í skyn og
önnur andstæðingablöð sjó-
manna tekið upp eftir honum
í því skyni að reyna að bera
blak af stjórnarflokkunum
og gera togaraverkfallið tor-
tryggilegt. Samningsuppkast
sáttanefndarj sem sjómenn-
irnir felldu á dögunum, var
skárra en karfaveiðisamn-
ingar Tryggva Helgasonar,
Bjarna Þórðarsonar og Gunn-
ars Jóhannssonar. Þjóðviljinn
kallaði samningsuppkast sátta
nefndarinnar smánartilboð.
En hann á ekki orð til að lýsa
hrifningu sinni yfir karfa-
veiðisamningunum!
SJÓMANNAÍSTÉTTIN hefur
sætt svívirðilegum svikum af
hálfu kommúnista í yfirstand-
andi togaraverkfalli. Og af-
staða stjórnarflokkanna hef-
ur verig með sama markinu
brennd. Málgögn þeirra hafa
lofað karfaveiðisamninga
kommúnista, einmitt af
því, að þeim var ætlað
það hlutverk að vera rýtingur
í bak sunnlenzkra sjómanna,
eins og máígagn Framsóknar-
flokksins viðurkennir í for-
ustugrein-sinni í gær. Það er
því alveg sama hneykslið,
þegar Tíminn er með and-
styggileg fleðulæti við sjó-
menn eins og að kommúnist-
ar, vekfallsbrjótarnir í togara
verkfallinu, skuli nú reyna
að sníkja fylgi þeirra, sem
þeir hafa svikið. Ög sunn-
lenzkir sjóménn munu á-
reiðanlega svara báðum aðil-
unum á viðeigandi hátt.
skuli fáninn dreginn niður fyr-
ir klukkan 8 á kvöldin. En
þetta er þverbrotið af fjölda
mörgum. Einhver viðurlög eru
við því, að , misnota f ánann. En
er þeim .nokkurn tíma beitt?
Var það til dæmis ekki skylda
lögregluþjóna að stöðva bifreið
ina á miðvikudaginn og athuga
hverju þessi meðferð fánans
sætti? ¦ -
MÓÐIR SKRIFAR mér á
þessa leið. „Nú fara barnaskól-
arnir að'byrja. Vildi ég mælast
til þess að þú kæmir þeirri orð-
sendingu frá okkur, ssm eigum
börn á skólaskyldualdrt, til
skólastjóra og kennara, að þeir
reyni að sjá svo um, að ung börn
séu ekki látin mæta í skólun-
um fyrst á morgnana. Þetta hef
ur átt sér stað undanfarna vet
ur, en er mjög slæmt. Það er
erfitt fyrir lítil börn að fara í
myrkri í hvaða veðri sem er í
skólana". ;
Nýtt félag stofoað
innan Fríkirkjy-
safnaðarins.
UNDIRBÚNINGI er lokið
að stofnun nýs félags safnað-
armanna (karla) innan Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík
og verður stofnfundur haldinn
í kirkjunni næstkomandi sunnu
dag kl. 5 eftir hádegi. Það rík-
ir mikill áhugi meðal safnaðar-
manna fríkirkjunnar fyrir stofn
un þessa félags, enda brýn
nauðsyn á samtökum einlægra
safnaðarmanna til að leysa
mörg og þörf varkefni Snnan
rafnaðarins, og hrinda í fram-
kvæmd ýmsu sem ekki verður
gert með öðrum hætti en fórn-
fúsu starfi margra áhuga-
manna. f