Alþýðublaðið - 23.12.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 23. des. 1950.
Framlenginprsnúrur
jólafrélserínr
Véla- og raftækjavenlunin
Tryggvagötu 23.
Sínii 81279.
F r ank Yerby
EITAR ASTRIÐ
Frú Dáriðai
Dulbeisu:
Á ANDLEGUM
STÓRHÁTÍÐARVETTVANGI
Þá eru blessuð jólin komin.
Ég segi fyrir mig, að það mátti
ekki öllu seinna vera. Ég er al-
veg orðin úrvinda af þreytu,
æsingi, blaupum, kvíða, von-
brigðum, — og ég v.eit eliki
hverju. Endalaus hlaup, enda-
lausar búðarstöður; — en það
er þó ekki það lakasta! Verst er
að hafa sama og ekkert upp úr
öilu saman!
Ég get ekki stillt mig um að
segja ykkur eina smásögu, sem
mér finnst táknræn, bæði fyrir
það þjóðfélagslega öngþvedti,
sem nú ríkir í öllum innflutn-
ings- og verzlunarmálum hér á
landi og þeim óheyrilegu vand-
ræðum, sem þetta hefur bakað
manni. Ég á vinkonu úti í Kaup
mannahöfn — stórmerkilega
manneskju. Meðal annars hefur
hún ákaflega þroskaðan og sér-
kennilegan listasmekk. Um jól-
in í fyrra sendi hún mér ákaf-
lega listræna vettlinga, sem hún
hafði víst sjálf prjónað, með
hvítum ísbirni á handarbakinu.
Nú langaði mig vitanlega til að
senda henni eitthvað , staðinn.
En hvað? Ekki gat ég farið að
prjóna handa henni vettlinga
úr lopa, og band er með öllu ó-
fáanlegt. Og svo fannst mér það
satt að segja eitthvað svo ó-
þjóðlsgt, að hafa mína gjöf ekki
heldur stærri. Ég þaut fyrst eins
og eldibrandur í þessar fáu
kúnstverzlanir, sem til eru í
bænum. Þar var ekkert að fá,
sem mér fannst verulega smart,
en þó sálrænt um leið. Öll al-
mennileg málverk kostuðu yfir
þúsund krónur, og enda þótt
krónan okkar sé ekki há á móts
við þá dönsku eins og allir vita,
þá. þótti mér það heldur mikið
fyrir eina vettlinga. Svo þaut
ég f allar bókaverzlanir að vita
hvort ég fengi þar hvergi góða
íslenzka bók á dqjasku, — nei,
nei, því miður. Listaverkabæk-
urnar! Jú, veit ég Vel, að þær
eru víst ákaflega sálræn list. —
■en það er nú samt til svona, það
eru myndir í þeim bókum, sem
heiðvirðar eldri konur geta
ekki sýnt hverjum sem er kinn
roðalaust, nema þá hjá Ásgrími.
En ég var svo hrædd um, að
Danir kynnu að gera gys að
myndunum hans úr Húsafells-
skógi; þeir hafa svo mikla
skóga sjálfir, svo að það er ekki
nema von, að þeir líti niður á j
smáhríslur. Nú, ekki dugði j
þetta. Ég tók mér drossíu og
leitaði í hverri einustu búð frá
Bræðraborgarstíg og inn í
Kleppsholt, — en ailt kom fyrir
ekki. Ég segi það satt, að ég var
að verða brjáluð út úr þessu
öllu saman!
Jæja, — svo fór ég heim til.
mín og tók til við símann.
Hringdi og hringdi í allar áttir
og til allra vinkvenna minna og
las þeim raunir mínar og bág-
indi. Og viti menn, — ein þeirra
— sennilega sú fimmtugasta,
sem ég átti tal við, hún kunni
ráðið. Selskinnsskór! sagði hún.
íslenzkir selskinnsskór. En
hvar fengust þeir? Hún kvaðst
hafa frétt af þeim í búð suður
með sjó og tiltók það nánar. Og
ég hringi eins og skot á Hreyfil,
því að ég þorði ekki að bíða til
morguns. Hæglega gat nefni-
lega átt sér stað, að ekki væru
til eftir nema einir skór í verzl-
uninni og þeir yrðu þá farnir.
Við komum á ákvörðunarstað-
inn klukkan ellefu um kvöldið,
vöktum kaupmanninn, — og
fsngum skóna — og heim! Og
mikil lifandis ósköp varð ég 'feg
in, það segi ég satt. Það er
kannski ekki sálrænt að segja
iþað, en hálft í hvoru þótti mér
sem ekki aðeins mínum heiðri
og heiðri landsins gagnvart út-
löndum, sér í lagi í Danmörku,
— beldur og líka jólunum væri
reddað.
Þetta er að mínu áliti lær-
dómsrík saga, og því segi ég
hana, að ég hygg að mörgum
hafi gengið líkt og mér.
Jæja, — í andlegum friði.
Dáríður Dulheims.
Útbreiðið
Alþýöublaðið
ataður. En þrátt fyrir það hef
óg ákveðið, að þessi náungi
rkuli krafður gjalds fyrir
skemmtunina, og það mun
hærra gjalds heldur en þær
taka fyrir slíkt, í vændisdrósa-
húsunum, enda þótt ég leyfi
mér að efast um, að þú hafir
verið þess umkomin að veita
honum betri skemntur. en þær.
Svona, áfram nú . . “
Það var einkennandi fyrir
persónugerð Victors, að enda
þótt hann væri viti sínu fjær
af reiði, hélt hann beinustu leið
með þau í eikarlund nokkurn,
sem greri á hans eigin jörð.
Hann brá skammbyssunni ekki
úr miði á meðan hann leysti
hönk af grófum kaðli, sem
hékk við söðulneíið, hnýtti
rennilykkju á kaðalinn og brá
henni yfir höfuðið á fangan-
um, kippti síðan 1, svo að snar-
an félli að hálsi hans. Þegar
Jean-Paul sá, hvað hann ætl-
aðist fyrir, varð hann að beita
öllum sínum viljastyrk til þess
að óttinn gerði hann ekki ör-
magna. En Victor fór sér ekki
í neinu óðslega; hann sveiflaði
kaðlinum yfir eikargrein, knúði
hest sinn síðan nokkur kréf aft
ur á bak og hnýtti kaðalinn vel
og vendilega utan um trjábol.
Giles var náfölur, en samt
kenndi hvorki kvíða né æðru í
rödd hans.
„Værir þú gæddur minnsta
votti af mannslund“, mælti,
hann við Victor, „mundir þú
eiga einvígi við mig í stað þess
að myrða mig, án þess að ég
megi nokkurri vörn við koma“.
Victor leit til hans, og augna
tillit hans var þrungið hatri og
fyrirlitningu.
„Þeir, sem menn v.ilja telj-
ast“, mælti hann með þunga,
„skora ekki sigurvegara sína á
hólm“.
Að svo mæltu steig hann af
baki og gekk að hestinum, sem
hinn ungi, dauðadæmdí maður
reið.
„Victor“, æpti jDenisa upp vf
ir sig. „Ég særi þig við nafn
almáttugs guðs . . . “
Victor lyfti hátt svipunni,
hélt henni reiddri eitt andar-
tak og leit til Denísu, sveiflaði
henni síðan svo hvatt, að vart
mátti auga á festa, en svipuól-
in small á lend hesisins, af því
líku afli, að blóð spratt undan
högginu. Hesturinn hvein við,
hentist af stað í ofboði, en snar
an kippti hinum bundna manni
af baki hans og kastaðist hátt í
loft upp. Og þá gerðist það und
ur, að greinin, sem sennilega
hefur verið feyksin. brotnaði
við átakið, og Denisa sá Giles
falla til jarðar, að vísu að
kyrkingu kominn, en þó með
lífsmarki.
Denisa sá Vicfor lyfta skamm
byssunni, en nú hafði hún glat
að allri stjórn á sér. B’-jáluð af
reiði og skelfingu réðist hún
á hann, krafsaði með nöglum
sínum í andlit hans /g augu,
svo að skotið hljóp úr skamm-
byssunni, en blóðið lak úr risp-
unum. Síðan sneri hún sér að
Giles, þar sem hann lá Hann
iá hreyfingarlaus, og hún veitti
því athygli, að blóð rann úr
barmi hans og litaði jörðina.
Hún gekk skrefi nær og laut
að honum, en Jean-Paul tók ut-
anum hana og leiddi hana f jær.
„Það er búið, sem búið er,
Denisa“, mælti hann lágt.
Denisa reif sig lausa og réð-
ist enn á Victor, af enn meira
hefndaræði en fyrr. Hún beitti
bæði nöglum, tönnum og hnú-
:rm, svo að hann fékk engri
vörn við komi, fyrr en hann
kom á hana hnefahöggi, svo
hörðu, að hún féll við. En það
varaði aðeins andartak. Hún!
spratt á fætur og réðist enn á
hann, en hann bei.tti aftur hnef
anum, og í það skipti svo hart,!
að blóðið lagaði úr munni henn 1
ar. Jean-Paul laut að henni og
reisti hana á fætur, en hún reif
sig af honum, tók á rás þang-
að, er hestur Giles hafði num
ið staðar, stökk á bak honurn
og hleypti út úr lundinum, í I
áttina á veginn, sem lá með t
ánni, en svartir lokkarnir flöks
uðust til. |
„Við verðum að hætta á það
að treysta henni“, mælíi Victor.
Um leið og hann sleppti orðmu,
hleypti hann brúnum, það varð j
ekki um villzt, að Giles hafði
hreyft annan fótinn. Að vísu að '
eins örlítið, en samt var það,
næg sönnun þess, að hann væri 1
enn með lífsmarki.. Jean-Paul
hafði auðsjáanlega líka veitt
pessu athygli, því að hann
starði á Giles, náfölur og titr- ■
andi. Victor greip um hlaupið
á sjóliðaskammbyssunni og
hugðist slá Giles rothögg með
skeftinu. Hann gekk skrefi nær j
honum, en hikaði skyndilega'
við, því að Jean-Paul hafði dreg
ið upp skammbyssu sína og
miðaði henni á Victor.
„Snertu hann ekki“, hrópaði
Jean-Paul, en tárin runnu nið
ur vanga hans. „Ef Denisa ann
honum, þá læt ég það ekki við
gangast, að þú myrðir hann“.
„Slepptu þessu barnleik-
fangi“, urraði Victor. „Ég held
bað sé ekki nema velgerningur
að binda enda á kválir þessa
Morðurríkj aræfils".
„Þú hreyfir ekki við hon-
um“, svaraði Jean-Paul, og.það
var bænarhreimur í rödd hans.
„Ég mundi harma það allt miit
líf, ef ég neyddist til þess að
irepa þig, Victor, en ég sver,
að það skak ég fyrr gera, en ég
ieyfi þér að vinna slíkt níðings
verk. Stattu kyrr . . .“
Victor nam staðar. Jean-
Paul var fölur sem nár; jafr.-
vel titrandi varir hans voru
bleikfölar.
„Ef þú myrðir hann. verðum
við hengdir!" hrópaði hann.
„Já, þá verðum við áreiðan-
lega hengdir!“
„Þú heldur það9“ maldaði
Victor í móinn.“ Þá það! Þá
verðum við hengdir.“ Hann
gekk skrefi framar Skamm-
byssan lifraði í hendi Jcar.-
Pauls. Honum var það Jjóst, að
hann mundi aldrci gola hleyþt
af skotinu, — aldrei geta vegið
bróður sinn ?em liann í raun-
inni unni hugástum. Ilopum var
þetta ljóst og Victor ekki síð-
ur. Það var ekki laust við að
bros léki um varir hans, þeg-
ar honum varð litið á Jean-
Paul með skotvopnið.
Jean-Paul vissi ekki hvað
gera skyldi. Hann leitaði í ör-
væntingaræstum huga sér að
oinhverju því ráði, sem hugs-
anlegt var að gæti bjargað við
málinu. Og skyndilega fann
hann ráðið. Hann felldi skamm
byssuna úr miði.
„Gættu nú að þér, Victor!“
mælti hann lágt en rólega.
„Hvernig fer þetta, ef Denisa
er þunguð? Hvað er þá til
bragðs að taka“.
Victor nam staðar. Eins og
hann hefði rekizt á ósýnilegan
múrvegg. Jean-Paul þótti þeg
ar sigurvænlegra, er hann sá
áhrifin sem orð hans höfðu á
bróðurinn. Hann ásetti sér að
reyna að teygja úr umræðum
sem bezt hann gæti.
„Margar Suðurríkjastúlkur
hafa gifzt Norðurríkjamönn-
um. Gert úr þeim heiðursmenn
meira að segja. Og þessi lítur
út fyrir að vera bezti strákur.
En látum við hann deyja, án
þess að hann geti gengizt við
barninu, verður Denisa dæmd
af almenningi sem opinber hór
kona . . .“
Um hríð stóð Victor kyrr í
sömu sporum, hugsi, þung-
búimi og illilegur. Síðan stakk
hann sjóliðaskammbyssunni í
hylkið og fór sér í engu óðs-
lega.
„Hjálpaðu mér þá til að koma
óþokkanum heim í húsaskjól!“
urraði í honum.
Það var furðuleg sjón, sem
Hugh Duncan sá, þegar hann
sneri hesti sínum af þjóðvegin
um á heimbrautina að Lascals-
ville. Hann knúði hest sinn úr
sporum og náði bræðrunum,
enda bar þá ekki hratt yfir. Þeir
höfðu sett Norðurríkjahermann
inn á bak hesti Victors og
studdu hann báðir, enda virtist
þess ekki vanþörf.
Hugh benti á hann með svipu
sinni.
FGDURTUN
verður í búðum í dag* seinustu eintökin