Alþýðublaðið - 27.07.1951, Page 1
f Veðurútlit:
Hæg breytileg átt. Skýjað en
víðast úrkomulaust.
Forustugrein: ^
B Spánn og Atlanthafbanda
lagið- '
XXXII. árgangur.
Föstudagur 27.
julí
1951.
168. tbl.
Teclrylikja er þeim nauðsyn
Hvað sem á dynur halda Bretar fast við þjóðrrsiði. Á myndinni sjást brezkir hermenn í
iv ' Kóreu fá sér te sopa á milli bardaga.
a * a 6 3 c ft » \i« 9 «" a s v ..
ur náðsf um
skrárafriði vopnahlésins í Kóreu
Einvígi milli ® óvísí að friður verði saminn
Torfa og Lund-
bergs í ágúsf
TORFA BRYNGEIRSSYNI
befur verið boðið ti! Svíþjóðar
til þess að keppa þar á meist-
aramóti í Málmey, sem fram
fer dagana 14.—15. ágúst. Hef-
ur Torfi tekið boðinu og fengið
leyfi frjálsíþróttasambandsins
til keppninnar.
Á móti þessu mun Torfi
mæta á ný hinum kunna stang-
arstökkvara Svía, Ragnari
Lundberg og heyja einvígi við
hann í stangarstökki.
Torfi mun að lokum keppa á
tveim öðrum stöðum í Svíþjóð
í þessari ferð.
---------*----------
Lík flnnsi við
Leirvog__________
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD
IÐ fannst lík rekið í flæðai’mál
inu við Álfsnes í Leirvogi.
Reyndist það vera lík Snæ-
bjarnar Stefánssonar skip-
stjóra, sem fórst af báti her á
Viðeyjarsundi fyrir nokkru
síðan.
Enn barisi á öllum vígstöövum í Kóreu
---------•--------
Á TÍUNDA UNDIRBÚNINGSFUNDI ’að vopna-
hlésviðræðum í Kóreu hefur styrjaldaraðilum tekizt
að komast að samkomulagi um dagskrá vopnahlés-
fundarins. Vopnáhlésfundurinn hefur ekki verið á-
kveðinn, en samkomulag náðist um, að þar skyldi verða-
ákveðin markalína, er hvorugur herjanna mætti yfi-r-
stíga, og skyldi skipuð r.efnd til þes að sjá um að á-
kvæði fundarins um markalínuna skyldu ekki virt
að vetugi. Einnig var ákveðið, að styrjaldaraðilar
skyldu skiptast á föngum, en ekki var minnzt á hversu
s'tórt herlið 'hvor aðili skyldi hafa til varnar við hlut-
lausa svæðið.
Talsveröur ágreiningur hefur orðið um livar markalínan
skuli dregin, og hafa kommúnistar krafizt þess, að miðað skuli
við 38. breiddarbaug, en fulltrúar sameinuðu þjóðanna vilja
draga línuna á því svæði, sem þegar hefur unnizt í styrjöld-
inni og hfý da þeirri vígstöðu, sem þeir nú hafa. Fundinum i
Kaesong verður haldið áfram í dag. Enn er cftir að semja um
ýmis atriði, og telja fréttamenn í Kóreu að óvíst sé, að samn-
ingar um vopnahlé náist, þótt samkomulag um ofan talin dag-
skráratriði hafi náðst.
Talsvert var um bardag'a í
Kóru í gær. Á austurströnd
Kóreu héldu flugvélar samein
uðu þjóðanna uppi ársum á
birgðastöðvar kommúnista, en
á vestur vígstöðvunum var ár
ásum kommúnista hrundið.
Framvarðasveitir sameinuðu
þjóðanna telja að kommúnistar
haldi áfram miklum liðflutn
ingum frá Mansjuríu og talið
er ótvírætt að samkomulag um
vopnahlé náist.
Yar olíugróði Einars OlgeirS'
sonar gefinn upp til skaffs?
------♦—-----
Maðurinn, sem greiðir 2774 krónur í
útsvar og skatt, fékk 100 þús. krón-
ur í aukatekiur skömmu eftir stríð.
ÞJÓÐVILJINN þykist vera ákaflega hneykslaður á
því, hvað forustumenn Alþýðuflokksins borga háa skatta.
Hins vegar hefur hann ekkert við það að athuga. þó að
kommúnistar hif miklu hærri tekjur og fer undan í flæm-
ingi, ef minnzt er á hneigð þeirra til skattsvika. Það er
þó ólíkt meira afbrot að svíkja undan skatti en að greiða
háa skatta!
íj I tilefni þessa er ekki úr vegi að minna á olíugróða
y Einars Olgeirssonar. Formaður kommúnistaflokksins
{ fékk sjöfalt verð fyrir hutbréf sín í Nafta, þegar
Olíuverzlun íslands keypti það skömmu eftir stríðið.
Hlutbréf, sem Einar hafði gefið 15 000 krónur fyrir,
kostuðu kaupandann 100 000 krónur, þegar salan fór
fram. Það er gróði, sem nemur 600—700%.
Alþýðublaðið spurði þess í vetur, hvort þessi gróði
Einars Olgeirssonar hefði verið gefinn upp til skatts.
Einar hefur ekki haft fyrir því að svara þeirri fyrirspurn,
og Þjóðviljinn þagði þunnu hljóði.
Vill nú ekki málgagn kommúnistaflokksins gera
svo vel og segja skýrt og afdráttarlaust til um það,
hvort þessi fáheyrði olíugróði Einars OT'geirssonar
hafi verið gefinn upp til skatts? Og er það ekki grun-
samlegt, að maður, sem haf'ði þó þessar aukatekjur
á einu ári skömmu eftir stríð, skuli nú vera svo blá-
fátækur, að hann greiðir ekki nema 2774 krónur í
útsvar og skatta?
Norðmenn unnu Islendinga
á landsleiknum með 3:1
Pravda gefur sovél-
höfundum línu
-------♦—----
Segir þá vanrækja
að lýsa Rússlandi
kommúnismans.
PRAVDA, aðajmálgagn
rússneska kommúnistaflokks-
ins, hefur í forustugrein ráð-
ist harkalega á þá sovéthöf-
unda, sem „snúi baki við nú-
tímanum til þess að vegsama
fortíðina“.
Ræðst Pravda í þessu til-
efni á rússneska rithöfundafé-
lagið, ritstjóra fjölmargra bók
menntatímarita og einstök
flokksfélög fyrir að eiga sök
á þessum lyfirsjónum rithöf-
undanna.
Segir Pravda, að rithöfunda
félagið hafi ekki tekið nægi-
legt tillit, til samþykktar mið-
stjórnar kommúnistálflokksins
♦ NORÐMENN SIGRUÐU
ÍSLENDINGA með 3 mörkum
geg 1 á landsleiknum í knatt-
spyrnu, sem fram fór á LiIIe-
sehtleikvanginum í Þránd-
lieimi í gærkvöldi. Þetta er
fyrsti ilandsleikurinn í knatt-
spyrnu, sem fram fer í Þránd-
heimi, og horfðu á leikinn 17—
20 þúsund manns.
Veður var mjög gott, þegar
leikurinn fór fram, en hitinn
allt að 20 stig.
í hálfleik stóðu leikar 1:0,
Norðmönnum í vil, en í síðari
hálfleik settu Norðmenn 2
mörk og íslendingar 1.
Þetta er sjötti landsleikur-
inn, sem íslendingar heyja í
knattspyrnu og annar erlendis.
Áður hafa íslendingar keppt
við Norðmenn, en það var sum-
arið 1947, og þá unnu Norð-
menn með 4:2.
um bókmenntir og listir. Skip-
ar blaðið sovéthöfundunum að
velja viðfangsefni sín í nútíð-
inni og lýsa Rússlandi komm-
únismans.