Alþýðublaðið - 28.09.1951, Blaðsíða 1
VeSurútlft?
Austan kaldi, skúrir.
Forostugrein: ]
Skýrslan um okrið. |
XXXII. árgangur.
Föstudagur 28. sept. 1951.
120. tbk
rik Arup látinn
Fimmtáo dænti úr skýrslu verð-
k’aezlústióra áia£nin£una
SKÝRSLA VERÐGÆZLUSTJÓRA um hina gífurlegu
hækkun verzlunarálagningar, síðan verðlagseftirlitið var
afnumið, sýnir, svo að ekki verður um villzt, að „frjálsa
verzlunin“ svokallaða er höfð blygðunarlaust að skálka-
skjóli af þeim. rem hafa geð á bví að f-úfletta almenni.ng
með hóflausri álagningu í verzlun. Skulu hér nefnd úr
skýr.'jlunni nokkur óveíengjanleg dæmí um okur þessarar
„frjálsu verzlunar“:
Vörur, sem fluttar eru inn fyrir bátagjaldeyri:
Innflytjandi flytur inn ávaxtasultu, sem er í inn-
kaupsverði kr. 23.600,00. Verzlunarálagning á þessari
sendingu hefur orðið samkvæmt þessum ákvæðum
19.400,00, en varð 43.600,00. í heildsölu var Iagt á 45,4%
í staðinn fyrir 8%. áður.
Annar innflytjandi flytur inn ávaxtasultu fyrir kr.
316.000,00 og reyndist verzlunarálagningin vera 433.-
000,00 í staðinn fyyrir 252.000,00 kr. áður.
Innfiytjandi flytur inn niðursoðna ávexti fyrir kr.
75.400,00. Verzlunarálagningin reyndist vera kr. 117.-
300,00 í staðinn fyrir kr. 56.800,00 áður. •
Innflytjandi flytur inn aspargus fyrir kr. 15.600,00.
Verzlunarálagningin reyndist vera kr. 48.400,00, en
hefði átt að vera kr. 12.300,00.
Skóáburður er fluttur inn fyrir kr. 2100,00. Verzlun-
arálagningin reyndist vera kr. 5800,00, en hefði orðið
samkv. ákvæðum kr. 1100,00.
Bón ér flutt inn fyrir kr. 7800,00. Verzlunarálagn-
ingin reyndist vera kr. 7300,00, en hefði orðið samkv.
ákvæðum kr. 2800,00.
Þvottavélar eru fluttar inn fyrir kr. 42.900,00. Verzl-
unarálagningin reyndist vera kr. 31.100,00, en hefði
orðið samkv. ákv&ðum kr. 12.000,00.
Nylon-sökkar eru fluttir inn fyrir kr. 16.000,00.
Verzlunarálagningin reyndist vera kr. 18.800,00, en
hefði átt að vera kr. 8300,00.
Eldhúsklukkur voru fluttar inn fyrir kr. 24.500,00.
Verzlunarálagningin reyndist vera kr. 49.400,00, en
hefði átt að vera kr. 22.200,00.
Rakvélablöð eru flutt inn fyrir kr. 115.000,60. Verzl-
unarálagningin reyndist vera kr. 197.500,00, en hefði
átt að vera kr. 80.800,00.
Vefnaðarvöruálagning í heildsölu hefur hækkað veru-
lega eins og áður hefur verið sagt.
Innflytjandi flytur inn sokka. í staðinn fyrir 6,5%
leggur hann á 39,1%. Álagningin hefur sexfaldazt.
Barnahosur eru fluttar inn. f staðinn fyrir 6,5% legg-
ur innflytjandinn á 25,8%. Heildsöluálagningin hefur
fjórfaldazt.
InnClytjiuufFflytiir inn bómullarefni. f staðinn fyrir
6,5% leggur hann á 24%. Heildsöluálagningin hfeur
nær því fjórfa^dazt.
Innflytjandi flytur inn handklæðadregil. í staðinn
fyrir 6,5% leggur hann á 20,3%. Heildsöluálagningin
hefur þrefaldazt.
Einróma samþykkí miðstjórnar
flokksins á fundi síðdegis í gær
MIÐSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS samþykkti
í einu hljóði á fundi, sem hún hélt síðdegis í gær, harð-
orð mótmæli gegn þeirri gífurlegu hækkun álagning-
ar á vörur, sem hefur átt sér stað síðan verðlagseftir-
litið var afnumið og nú hefur sannazt við skýrslu
verðgæzlustjóra um verzlunarálagninguna. Sam-
þykkti miðstjórnin jafnframt að krefjast þess, að verð-
lagseftirlitið verði tekið upp að nýju með öllum vörum
og því stranglega framfylgt.
Samþykkt miðstjórnarinnai'* ' “ ------
fer orðrétt hér á eftir: • . ,
„Með tiívísun til upplýs- ' SðfllSlOyPUStjÓm
í aðsigi í Svíþjóð
Afvinnubófavinna nauðsynleg fyr-
ir 70-80 manns á Ákureyri
MIKILL UGGUR er í verka
mönnum vegna yfirvofandi at-
vinnuleysi í haust og vetur.
Samkvæmt áskorun fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna hefur
bæjarstjórnin kosið atvinnu-
málanefnd úr öllum flokkum.
Forstjóri vinnumiðlunarstofn-
unarinnar telur þörf atvinnu-
bótavinnu handa 70—80 manns
á vegum bæjarins með haust-
inu.
inga þeirra, sem birtar hafa
verið um gífurlega hækkun
álagningar á vörur, sem eru
ekki liáðar verðlagseftirliti, I
telur miðstjórn Alþýðu- ] FREGN frá Stokkhólmi í
flokksins komið ótvírætt í gær hermir, að Tage Erlander
ljós, að skipulagslaus inn- forsætisráðherra sænsku jafn-
flutningur og sú „frjálsa aðarmannastjórnarinnar hafi
samkeppni“, sem ríkisstjórn boðið sænska bændaflokknum
in hefur stefnt að, tryggi þátttöku í stjórn og þyki lík-
ekki hóflega álagningu og Iegt, að bændaflokkurinn muni
sanngjarnt vöruverð. taka því boði og fá þrjá ráð-
Miðstjórnin mótmæliij herra í stjórninni.
harðlega þeirri stefnu ríkis- j Sænska jafnaðarmanna-
stjórnarinnar, að veita milli- stjórnin hefur sem kunnugt er
liðum frelsi til þess að okra ^erið hrein flokksstjórn und-
á almenningi samtímis því anfarið, en ekki haft neinn ör-
sem hann stynur undan' uggan meirihluta á þingi.
byrðum sívaxandi dýrtíðar. (Þannig hefur hún ekki haft
Hún krefst þess, að verðlagsá nema 112 þingsæti af 230 í
kvæði verði þegar í stað sett neðri deild þingsins.
aftur á allar vörutegundir
og strangt eftirlit haft með
því, að þeim sé hlýtt.“
ÁHRIF SKÝRSLUNNAR
Útdrátturinn, sem Alþýðu-
blaðið birti í gærmorgun úr
skýrslu verðgæzlustjóra um
verzlunarálagninguna, var að
vonum mikið ræddur í höfuð-
staðnum í gær og blöskraði
mönnum það okur, sem með
þessari skýrslu hefur verið
leitt í ljós, og er ennþá meira
en nokkurn hafði óráð fyrir.
Það fór ekki á milli mála, er
talað var við menn um þessi
mál, að það væri krafa þeirra,
að verðlagseftirlit yrði tekið
upp á ný og því framfylgt af
svo mikilli festu, að endir yrði
bundinn á verzlunarokrið.
Svo almenn er réttlát reiði
almennings yfir því hneyksli,
sem hér hefur verið afhjúpað,
að jafnvel eitt stjórnarblaðið,
Tíminn, þorði ekki annað en
birta í gærmorgun samtímis
Alþýðublaðinu svolítið hrafl
úr skýrslu verðgæzlustjóra; en
Framh. á 8. síðu.
Erik Arup.
NÝLÁTINN er í Kaupmanna
höfn Erik Arup prófessor, einn
frægasti sagnfræðingur Dana á
þessari öld. Hann varð tæp-
lega 75 ára gamall.
Arup var prófessor í sögu við
Kaupmannáhafnarháskóla um
30 ára skeið, en lét af því emb-
ætti fyrir aldurs sakir fyrií
fimm árum. Honum var við
brugðið sem kennara, af nem-
endum hans; en út á við var
hann langþekktastur af sagn-
fræðilegum ritum sínum og þá
fyrst og fremst hinni stóru
Danmerkursögu, isem hann
byrjaði að gefa út 1926; en
hafði því miður ekki lokið er
hann lézt. Eru aðeins tvö af
fyrirhuguðum fjórum bindum
þessa mikla ritverks komin út
og ná þau til ársins 1627. En
óhætt er að segja, að með þeim
hafi verið brotið blað í sögu
danskrar sagnfræði, svo mjög
sem hann skrifaði sögu lands
síns frá öðrum og nýrri sjónar
(Frh. á 8. siðu.)
Hermenn Iransíjórnar íóku í gær
olíustöðina í Abadan á sitt vald
Og Hussein Makki heimtar að sendi-
herra Breta í Teheran sé vísað úr landi! j
—. .. -.. --------
í GÆR krafðist Hussein Makki, formaður olíunefndar ír-
anska þingsins, þess í ræðu í þinginu, að Sir Francis Shepheard,
sendiherra Breta í Teheran, yrði vísað úr landi. í gær hertók
persneskt lið olíuhreinsunarstöðvarnar og önnur mannvirki
brezk-íranska olíufélagsins í Abadan, og fékk enginn brezkur
þegn að koma nærri olíuhreinsunarstöðvunum. Herútboð þetta
átti sér stað eftir að Mossadeq forsætisráðherra hafði setið fund
í öryggisráði landsins með hershöfðingjum, lögreglustjóra o. fl.
Her Persa við suðurströndina hefur einnig verið skipað að vera
við öllu búinn.
Mikil ólga er nú í íran og á-
standið ískyggilegt. Á miðviku
dag var boðað til fundar í
neðri deild íranþings, en þar
varð ekki fundarfært og talaði
Mossadek til mannfjöldans úti
fyrir þinghúsinu. Meðan á
ræðu hans stóð, setti oft að
honum grát og mannfjöldinn
hrópaði: „Niður með Breta“í
Brezka stjórnin hélt ráðu-
neytisfund í gær. Tilkynnt var
að loknum- fundi, að stjórnin
mynda enga ákvörðun taka í
málinu fyrr en sendiherra
Breta í Teheran befði sent
skýrslu sína.