Alþýðublaðið - 28.09.1951, Síða 4
4
AI-ÞYf)UBLAÐlQ
Föstudagur 28. sept. 1951.
Útgefandi: AlþÝOuflokkuriim.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emilía Möller
Ritstjómarsími: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
AfgreiSslusíxni: 4900.
Skýrslan um okrlð
ÞAÐ er sannarlega ekki að
furða, þó að Björn Ólafsson
heildsali og viðskiptamálaráð-
herra hafi þrjózkazt við að láta
birta opinberlega skýrslu þá
um hækkun verzlunarálagning
arinnar undanfarið, sem verð-
gæzlustjóri hefur látið gera og
Alþýðublaðið flutti útdrátt úr í
gær. Hann hefur gert allt, sem
í hans valdi stendur, til að
stinga henni undir stól. Sú til
raun hans hefur bó mistekizt.
Jón Sigurðsson, sem er full-
trúi Alþýðusambands íslands í
verðgæzlunefnd og formaður
hennar, hefur stigið það sjálf-
sagða spor að birta meginefn-
ið í skýrslu þessari opinberlega
eftir að feluleikur ráðherrans
með hana var orðinn lýðum
Ijós. Og auðvitað á almenning-
ur heimtingu á áreiðanlegum
upplýsingum um það okur, sem
hér á sér stað.
Umrædd skýrsla er þyngsti
áfellisdómurinn, sem enn hef-
ur verið kveðinn upp yfir rík-
isstjórn afturhaldsins á íslandi.
Hún er miklu ægilegra plagg
en skýrslan um dýrtíðarheims
metið, og skortir þó sannarlega
ekkert á, að einnig hún væri at-
hyglisverð. Hér eftir þarf ekk
ert að deila um óheillaþróun
verzlunarmálanna undanfarna
mánuði. Hún hefur verið sönn-
uð með tölulegum staðrevnd-
um, sem ekki verða vefengdar.
*
Og hvað segir svo bessi
skýrsla verðgæzlustjóra, sem
heildsalinn og viðskiptamálaráð
herrann Björn Ólafsson reyndi
að halda leyndri? Því er fljót-
svarað. Hún sýnir og sannar,
að heildsöluálagning hefur tvö
faldazt og þrefaldazt á mörg-
um vöruegundum síðan verð-
lagseftirlitið var afnumið. Það
er hið almenna ástand hækkun
arinnar. En svo koma undan-
tekningarnar til sögunnar.
Með tilliti til þeir'-a eru þess
dæmi, að heíldsöluálagningin
hafi verið tífölduð og jafnvel
þrettánfölduð og numið hvorki
meira né minna °n helmingi
alls heildsöluverðs vörunnar!
Einstök dæmi um þetta eru
rakin í frétt Alþj'ðublaðsins í
gær. Og þau eru vægast sagt
furðuleg. Það er augljóst mál,
að verðlagseftirlitið hefur ver-
ið afnumið með það fyrir aug-
um að ofurselja almenning
miskunnarlausum okrurum.
Ríkisstjórnin hefur bersýnilega
ekki talið það nóg, þó að vör-
urnar hækkuðu stórkostlega
vegna gengislækkunarinnar,
bátagjaldeyrisins og verð-
hækkunarinnar á heimsmark-
aðinum. Við hana hefur bætzt
verzlunarokrið, sem er slíkt og
og þvílíkt í mörgum tilfellum,
að helzt verður líkt við at-
ferli ræningja, Og á þessu ber
ríkisstjórn landsins ábyrgð.
Auðvitað er engum blöðum um
það að fletta, að hér er íhaldið
fyrst og fremst að vfVki. Þetta
er þess stefna. Það vissi, hvað
það söng, þegar það beitti sér
fyrir afnámi verðlagseftirlits-
ins. En Framsóknarflokkurinn
er meðsekur því, flokkur Rann
veigar Þorsteinsdóttur, fram-
bjóðandans, sem. sagði allri
fjárplógsstarfsemi stríð á hend
ur fyrir síðustu-kosningar, þeg
ar hún var að blekkja Reykvík
inga til að senda sig á þing!
Og ríkisstjórnin hefur enga
afsökun í máli þessu. Henni var
sögð þessi óheillaþróun fyrir,
þegar hún beitti sér fyrir af-
námi verðlagseftirhtsins. En
hún sinnti ekki aðvörunum Al-
þýðuflokksins hætis hót. Hún
fullyrti þvert á móti, að afnám
verðlagseftirlitsins myndi leiða
til stórbættra verzlunarhátta.
Og hún hefur horft upp á það
aðgerðalaus mánuðum saman,
að okrið viðgengist og ágerðist.
Þegar skýrsla verðgæzlustjóra
liggur fyrir og leiðir í ljós, hví
líkt kviksyndi spillingarinnar
verzlunarástandið í landinu er
orðið, reynir svo Björn Ólafs-
son viðskiptamálar.iðherra og
höfuðpaur heilsalanna og stór-
braskaranna að stinga henni
undir stól. Þannig er gangur
málsins, þegar hann er rakinn
afdráttarlaust og umbúðalaust.
Það er þetta, sem íslendingar
kölluðu yfir sig í síðustu kosn
ingum, þegar þeir glæptust til
að fela núverandi stjórnar-
flokkum pólitíska forsjá sína.
Og sömu dagana og þetta allt,
kemur í dagsins ljós dirfast
blöð ríkisstjórnarinnar að áfell
ast Alþýðuflokkinn fyrir verzl
unarhættina, meðan hann hafði
úrslitaáhrif á stjór»r landsins!
.*
Björn Ólafsson talaði dig-
urbarkalega um það á sínum
tíma, þegar verðlagseftirlitið
var afnumið, að verzlunarstétt
in kallaði yfir sig nýtt verð-
Iagseftirlit, ef hún félli í freist
ingu óeðlilega hárrar álagning
ar. Nú er að því komið, að
hann standi við þessi orð sín.
Reynslan hefur leitt í Ijós, að
álagningin er ekki aðeins ó-
eðlilega há. Hún nær engri átt,
hún er himinhrópandi hneyksli.
Almenningur getur ekki unað
því deginum lengur, að hann
sé ofurseldur þessu takmarka-
lausa og svívirðilega okri. Lífs
afkoma hans er nógu erfið, þó
að hann sé ekki beittur þeim
fantabrögðum, sem formælend
ur hinnar svokölluðu- „frjálsu
verzlunar" hafa í frammi.
Auðvitað ætti Björn Ólafs-
son að sjá sóma sinn í því að
segja af sér sem ráðherra. Hann
er vissulega búinn að láta nóg
að sér kveða sem höfuðpaur
heildsalanna og stórbraskar-
anna og bölvaldur almenn-
ings, þó að honum verði ekki
gefinn kostur á að halda upp-
teknum hætti. En mir.nsta
krafan, sem hægt er að gera
til ríkisstiórnarinnar . á þessu
stigi málsins, er að verðlagseft
irlit verði tekið upp á ný og
því framfylgt eins og þörf er á.
Hrifning á tónleikum
Árna Kristjánssona
á Ákureyri
Allt í lagi! — Bless! — Orðtök og slcttur, sem
úreltast. — Atvinnubifreiðarstjóri skrifar
um sóðalega farbega.
H. Þ. SKRIFAR: „Svo virð ^ tveim samnefndum .iþvýum'1,
ist, sem nokkur áraskipti sé a'ð ^ og heyrizt fremur sialdan nú
því, hvaffa orfftök menn nota orðið. Eins er pm „ó, key“, sem
mest í daglegu máli. F.r slíkura kom upp á hernámsárunum á-
orffskviffum jafnaffarlega . kasí- 1 samt fleiri ónefnum, sem vitan.
að fram án tillits til þess, livort | lega eiga engan rétt sér í okk
þau eiga viff effa ekki. Nú sem ar máli. Samt er orðið „jeppi“
stendur eru orfftökin „Allt í alveg innlimað í íslenzkuna, og
lagi — Bless“ algengust og eru þýðir víst ekkert að amazt við
húsgangar um land nl!t. Oftast því lengur. En það held ég að
nær mun ,allt í lagi“ þýffa: goít væri góð tilbreytni, að segja
Einkaskeyti frá fréttaritara
“ Alþýðubl. AKUREYRI
ÁRNI KRISTJÁNSSON
píanóleikari hélt píanóhljóm-
leika í Nýja Bíói r fyrrakvöld
á vegum Tónlistarfélags Akur
eyrar. Voru þetta þriðju tón-
leikar félagsins árið 1951. Lista
manninum var ákaft fagnað og
honum bárust margir blóm
vendir. Að lokum var hann
marg kallaður fram og gaf
hann aukalag að endingu. Við
fangsefnin voru sónötur eftir
Beethoven.
— Hafr. —
og vel, — gerir ekkert til, láf-
um svo vera, effa eitthvaff þvi-
líkt. — Hattur fauk ,af dömu
í einu rokinu, en hún sagffi
bara „allt í lagi“, þegar hattur
inn skoppaffi alla leiff út i
Tjörn. — Þetta sama orðíak
heyrffi ég austur á Siffu og norð
ur í Mývatnssveit.
ÉG EFAST EKKI UM, að eins
sé gripið til þess suður í Grinda
vík og norður á Snæfjalla-
strönd. Nú verður varla sagt,
að mikil málspjöll séu að þess-
um orðtökum, en aldrei kann ég
við þetta ,,bless“, sem börnum
er beinlínis kennt að segja.
„heill“ í staðinn? Það gæti bæði
þýtt heill og sæll, sem er góð
kveðja, eða þá heill og ham-
ingja og má vel við það hlíía.
EINU SINNI VAR mikið dá-
læti á „nú er það svart, mað-
ur“, og fyrir 40 árum var „allt
í grænum sjó“, sem eitthvað fór
aflaga. Þetta tvennt síðast
nefnda var gert alveg útslitið í
Vörn Tímans og þáttur Framsóknar.
RÆÐA STEFÁNS JÓHANNS
um stjórnmálaviðhorfin í
landinu hefur farið óþægilega
fyrir brjóstið á ritstjórum
st j órnarb1. aðanna og hús-
bændum þeirra í ráðherrastóL
unum. Öll stjórnarblcVin hafa
nú brugðið við, hinni gagn-
rýndu og aðþrengdu íhalds-
stjórn til vamar. Einn dag-
inn var það Vísir, annan dag-
inn Morgunblaðið og í gær
var það Tíminn. Og alls stað-
ar eru tilsvörin eins og götu-
stráka er siður, er þeir eru
staðnir að einhverri óhæfu:
Þér ferst ekki; þú ert ekki
betri! Engin alvarleg tilraun
er gerð til þess að mæta þeirri
þungu og rökstuddu gagn-
rýni, sem ræða Stefáns Jó-
hanns hafði inni að halda, á
rangri stjórnarstefnu og ó-
stjórn íhaldsfI okkanna. -
STRÁKSLEGUST og ógeðsleg-
ust eru, sem að vanda, skrif
Tímans í gær í tilefni af ræðu
Stefáns Jóhanns. Hanp byrjar
á því, að Stefán Jóhann sé
„nú kominn heim frá Strass-
borg“ —• hann kom þaðan
fyrir þremur mánuðum! —
og hafi þurft að deíla á ríkis-
stjórnina til að reka af sér
slyðruorð, þar eð Þjóðviljinn
hafi hampað því óspart, að
stjórnin hafi útvegað honum
farareyrinn til Strassborgar
í því augnamiði að tryggja
sér hóflega andstöðu Alþýðu
flokksins á eftir! Með þess-
um rógi kommúnista, sem
Tíminn smjattar á og tekur
undir, þykist hann vist hafa
sagt eitthvað, sem máli skipt
ir um ræðu Stefáns Jóhanns.
En um hitt þegir hann vand-
lega, að það var óvart ekki
núverandi ríkisstjórn, sem
sendi Stefán Jóhann á þing
Evrópuráðsins í Strassborg,
heldur alþingi, sem kaus hann
til þeirrar farar og kostaði
hana.
ANNARS ER GREIN Tímans
um ræðu Stefáns Jóhanns
ekkert annað en skætingur
um þá stjórn, sem hann veitti
forstöðu, og tókst í hartnær
þrjú ár að verja þjóðina geng
islækkun, dýrtíð, verzlunar-
okri og öðru öngþveiti, sem
núverandi ríkisstjórn hefur
kallað yfir hana. Endurtekur
Tíminn í því sambandi rétt
einu sínni enn þá lygi, að
þegar stjóm Stefáns Jóhanns
skilaði af sér, hafi „atvinnu-
reksturinn mátt heita alveg
stöðvaður og ríkið gjald-
þrota“; og því hafi núverandi
ríkisstjórn auðvitað orðið að
grípa til gengislækkunarinn-
ar, bátagjaldeyrisins, afnáms
verðlagseftirlitsins og ann-
arra líkra ráðstafana, sem nú
eru að færa allt á bólakaf í
dýrtíð og öngþveitii
EN MEÐAL ANNARRA
ORÐA: Voru þeir Eysteinn
Jónsson, Bjarni Ásgeirsson,
Bjarni Benediktsson og Jó-
hann Þ. Jósefsson algerlega
áhrifalausir menn í stjórh
Stefáns Jóhanns? Skipuðu
þeir þó ekki meirihluta í
henni? Höfðu þeir ekki meira
að segja meirihluta alþingis
að baki sér og einn þeirra
fjármálaráðuneytið í sínum
höndum? Mönnum hlýtur að
akiljast, að Tíminn vegi nokk
uð svæsið að sínum éigin
mönnum og núverandi banda
mönnum í íhaldsstjórninni,
ef hann ætlar að halda því
fram, að stjórn Stefáns Jó-
hanns hafi skilað atvinnuveg
unum stöðvuðum og ríkinu
gjaldþrota! En að vísu er
hvort tveggja helber lygi.
Allir atvinnuvegir voru í full
um gangi, þegar stjórn Stef-
áns Jóhanns fór frá ,og fjár-
hagur rikisins ekki verri en
það, að alger óþarfi var að
hverfa frá stefnu hennar og
fara inn á óheillabraut geng-
íslækkunarinnar, þó að í-
haldsflokkarnir gerðu það til
þess að auka gróða hinna fáu
ríku og skerða kjör hinna
mörgu efnalitlu og efnalausu.
TÍMINN TELUR núverandi
ríkisstjórn það til gildis, þeg
ar hann ér að bera hana sam-
Framh. á 7. síðu.
sjaldnar „allt í lagi“, þegar það
á alls ekki við, og útrýma
„bless“ með öllu“.
ATVINNUBÍUSTJÓRI skrif-
ar: „Ég las fyrir nokkrum dög-
um bréf sem birtist í dálkum
þínum og var þar rætt um sóða
skip í leigubílum. Ég get vel
trúað að mikið sé til í því, að
hreinlæti sé ábótavant í þeim
og mættu bílstjórar vanda hirð
ingu þeirra betur. Ea mér finnst
að hinir mörgu og misjöfnu far
þegar mættu líka, ekki síður en
bílstjórarnir, bæta nokkuð um
og ganga betur um bílana, en
þeir hafa gert.
MÉR FINNST AÐ við bílstjór
arnir getum gert þær kröfur til
farþeganna, að þeir gæti sama
hreinlætis í bílum, :em þeir aka
í, og í heimahúsum. Líklega
þætti það ekki góður siður
heima fyrir að henda sígarettu-
stubbum á gálfið og sá öskunni
um sæti og gólf eins og oft kem
ur fyrir í bílum. Eða ætli frún-
um þætti það sérlega góður gest
ur, sem kæmi með smákraklta
og léti hann ganga með skítug-
um skónum upp 'im sæti og
svína allt út. Ég ætla <ekki að
nefna meira af þessu tæi, en
nóg er til. Og sumt svo, að
varla væri hægt að prenta.
EN ÞAÐ VAR ANNAÐ, sem
mig langaði til að tala um, það
eru glerbrotin á götunum. Það
er ævinlega eftir hverja helgi
og stundum oftar, að mikið ber
á glerbrotum á götunum. Þetta
starfar af því að þegar menn
hafa of mikið af tómum flösk-
um þá bara henda þeir þeim í
götuna og kæra sig kollótta um
afleiðingarnar. En afleiðingin af
þessu er mjög slæm fyrir alla,
sem bíla eiga, því ekið er yfir
þsssi brot og smátt og smátt týn
ast þau upp í dekkin og skera
þau svo að óhægt er að segja,
að hver.t einasta dekk, sem lát
ið er undir bíl endist mun
minna fyrir þennan végest.
MÉR ÞYKIR TRÚLEGT, að
það eigi langt í land, að menn
verði svo kærusamir að hætta
þessum ósið, þó að eðlilegast
væri að við litum á Reykjavík
sem okkar heimili en ekki
ruslakistu. En af því að við er
,um alltaf svo lengi að læra
góða siði og lengi að \isnja
okkur af ósiðunum, þá held ég,
að það væri mjög nauðsynlegt
að hafa mann til að sópa gter-
brotin burtu jafnóðum. Ég eín
ekki, að dagsverk þess martns
mundi borga sig vel, enda ætti
ekki að véra ónauðsynlegra að
sópa glerbrotum af götuuum cn
tína bréfsnepla úr Austur-
stræti“. . „....'J