Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 1
Veðurútlit? Allhvass norðan og norS- vestan; skúrir og é!ja- veður. Forustugrein: 1 Skattamál hjóna. XXXII. árgangur. Miðvikudagur 17. október 1951 236. tbl. var um symfóníuhljóm svelfarinoar í gær. OLíW KIELLAND, hinn norski hljómsveHarstiór'. vp-r bókstafíega hylltur í þjóðleik húsinu í værkveldi, sð af’okn- úm tónicikum. syin.nó.níuhl’óm- i sveitarinnar, sem hann stjórn- aði í þétta s'nh. Hafa ensrir tón leikar hliómSyejtarinnar. h'ng- að til valdð aðra eins hrifn:ngu Húsið var þétt skipað áheyrend Um. Viðfangsefni hljómsveitar- i innar voru aðeins tvö: Svmfón j ískir dansar or». 64 eftir Grie^ Og Symfónía nr. 4 í e-moll op. 93 eltir Brahms. A eftir ætlaði lófaklappinu i aldrei að linna og síðast varð hl-jómsve;tin að endurtaka | fyrsta _ þátt r',’_mfónísku dans- anna éftir Grieg. Sendiherra Norð'.mánna, And ersen-Rysst, var viðstaddur tónleikana. Fyrirhugað mun vera, að hinn norski hljómsveitarstjóri stjórni öðrum tónleikum sym- f óníuhl j ómsveitarinnar ef tir hálfan mánuð. Munu viðfangs- efni hennar þá verða: Holberg- svítan eftir Grieg og sjöunda symfónían eftir Beethoven. attaþunginn er iniklu meiri á almenningi nú en hann var fyrir stríð -----—»■■■■. Fjölskyldumaður með þrjú börn Töfrdniaðurinn Truxa. Þessa teikningu af sjálfum sér, gerða af Haye W. Hansen, sendi töframaðurinn Truxa Alþýðublaðinu í gær með áletraðri kveðju til lesenda blaðsins. Það er í kvöld, kl. 19,20, sem ríkis- útvarpið f ytur eitt af töfrabrögðum hans og konu hans, hugs- anaflutning milli Austurbæjarbíós og útvarpsins. Liequað áli Khanr forsæfisráðherra Pakisðan, var skotinn fil bana í gær Morðinginn var drepinn sírax á ; síaðnum af mannfjöldanum LIEQUAT ALI KHAN, forsætisráðlierra Pakist- an, var myrtur í gær, er hann var að halda ræðu á útifundi í borg no’k'kurri í norðurhluta Pakistan. Til- ræðismaðurinn, sem var í hópi 20 þúsund áheyrenda á fundinum, skaut úr skammbyssu tveim skotum, er bæði hæfðu brjóst Ali Khans, og féll hann þegar. Var hann sams'tundis fiuttur í sjúkrahús og kúlunum náð úr brjósti hans. Var honum þá gefið blóð, en hann lézt ‘skömmu síðar. Morðinginn var þegar handtekinn af fjöldanum og drep- inn þar á staðnum án dóms og laga. Var hann sagður vera úr fiokki ofstækismanna, sem barizt hafa af heift gegn stjórn Ali Khans og sagt var að hefðu myndað samsæri til þess að steypa stjórn hans af stóli. Harðar lofforrustur voru háðar í Koreuígær, Strax eftir morð forsætisráð herrans kom stjórn Pakistan saman á fund og fyrirskipaði þjóðarsorg og verður öllum op inberum skrifstofum lokað í 2 daga. Samúðarkveðjur þárust frá Bretastjórn, stjórn lnd- lands og frá Iehru persónulega og öðrum þjóðhöfðingjum. Ali Khan var 56 ára að aldri og hafði verið forsætisráðherra síðan 1947. Áður hafði hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í þágu landsins og stáðið mjög framarlega í stjórnmálum. All ókyrt hafði verið í Pak- istan á liðnu ári og í marz síð- Framh. á d. síðu. f GÆR var háð hin mesta loftorrusta yfir Kóreu síðan styrjöldin hófst. Áttust þar vi'ð um 100 þrýstiloftsflugvélar af rúsneskri gerð og 33 bandarísk- ar orrustuflugvé’.ar. Voru 8 flug vélar kommúnista skotnar nið- ur og nokkrar skemmdar, en Bandaríkjamenn misstu eina flugvél. Áttundi bandaríski herinn sótti fram á miðvígstöðvunum gegn harðri mótspyrnu komm- únista. Van Fleet hershöfðingi hefur nýlega látið svo um mælt, að sameinuðu þjóðirnar hafi nú það mikið lið og svo vel vopnum búið, að það geti hindr- að vetrarsókn komúnista í Kó- reu, þótt her kommúnista sé nú betur búinn að vopnum en nokkru sinni fyrr. Loftorrustur færast nú daglega í vöxt, enda margfaldast fluglið kommún- ista. ætíi engan skatt að greiða af 25 ÖÖÖ króna ársfekjum. ........... Skilyrðislaus krafa Alþýðuflokkslus: Eng- an skatl á þurfíartekjur! --------«.------- GYLFI Þ. GÍSLASON ræddi ófremdarástand skattamál- anna í neðri deild alþingis í gær og kunngerði niðurstöður af athugun, sem hann hefur gert og leiðir í ljós, að skattabyrðin er miklum mun þyngri nú en fyrir stríð, en auk þess hafa óbeinu skattarnir aukizt von úr viti, og þeir koma harðast niður á láglaunamönnum með mikla ómegð. Sýnir samanburð- ur Gylfa, að fjölskyldumaður með konu og þrjú börn á fram- færi ætti engan skatt að greiða af 25 000 króna árstekjum, ef hlutfallið væri óbreytt frá því sem var 1935, en honum er nú gert að greiða 1740 krónur í beina skatta. En við þetta óréttlæti bætist svo útsvarsálagningin, sem er enn ranglátari, eins og sjá má af því, að Reykvíkingur mcð aðeins 25 000 króna árs- tekjur og konu og sex börn á framfæri á að greiða 550 krónur í itsvar á yfirstandandi ári. Þessar upplýsingar komu fram, er Gylfi fylgdi úr hlaði frumvarpi sínu, Stefáns Jóh. Stefánssonar, Emils Jónsson- ar og Ásgeirs Ásgeirssonar um breytingu persónufrádráttar- ins við álagningu tekju- og eignaskatts. Benti hann á, að ófremdarástand skattamál- anna hér á landi væri þrenns konar: 1) Hlutdeild óbeinu skatt anna í heildarsköttunum er orðin óhæfilega mikil. 2) Veru legur hluti óbeinu skattanna er söluskatturinn, sem hvílir þyngst á almenningi. 3) Beinu skattarnir — bæði ríkisskattar og útsvar — hvíla mjög mis- þungt á einstökum stéttum. I fjárlagafrumvarpi þessa árs er allur tekju- og ojgnar- skattur aðeins áætlaður 8% af ríkistekjunum. Tollar, sölu- skattur og aðrir óbeinir skatt- ar nema fimmfalt hærri upp- hæð en beinu skattarnir, og gróði ríkisins af áfengi og tó- baki nemur tvöfalt hærri upp- hæð en beinu skattarnir. í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi nema beinu skattarn- ir hins vegar rúmlega helmingi allra tekna ríkis og sveitar- félaga. Flestir óbeinu skattarn ir hvíla miklu þyngra á efna- minni stéttunum, og af því leið ir, að okkar skattakerfi er miklu óhagstæðara fyrir þær, en skattakerfi nágrannaland- anna. Framhald á 7. síðu. Oeirðir fara í vöxf við Suez og Brefar fjölga liði þar ...... Múgur manns rænir krá; skólavagn grýttur; hermaður stunginn tií bana. ------------------.------ ÁSTANDIÐ f EGIPTALANDI þykir nú alvarlegra em nokkru sinni fyrr, og tilkynnti brezka stjórnin í gær, að f jölgað yrði í herliði Breta vi’ð Suez, en það er nú 6000 manns. — Óeirðir fara í vöxt, og í gær réðist múgur að brezkrí veit- ingakrá og rændi hana. Var lögregla Egipta kölluð, en hún neitaði að a'ðhafast nokkuð, og urðu brezkir hermenn að dreifa mannf j öldanum. Til óeirða kom einnig í Alex andriu þar sem 40 manns særð I ust alvarlega í viðureign við ' lögregluna. í útvarpsræðu er Sir John Erskin yfirmaður herafla Breta í Egiptalandi flutti til her- (Frh. á 8. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.