Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 6
8
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
Miðvikudagur 17. október 1951
Dr: ÁJÍur
Orðbengils:
1 BIÐSTOFU
— Já, það er nú það--------—
Þögn.
-— Það er góða veðrið, bessa
cíagana! —
— Já, það má nú segja. —
— Gott haustveður þetta! —
— Já, indælt. —
— Og það eftir slíkt indælis
sumar! —
— Já, það má nú segja. —
Þögn.
— Já, það er nú þao----------—-
Þögn.
— Þau eru heldur fréttafá,
blöðin, þessa dagana. —
— Já, það má nú segja. —
— Alltaf þetta sama, upp aft
ur og aftur. —
— Já. —
— Þeir halda áfram að berj-
ast, þarna á Kóreu. —
— Já, þeir eru víst ekki al-
deilis hættir. —
Þögn.
— Og þeir virðast ekkert á
því, að semja í olíudeilunni! —
— Nei, ekki aldeiiis! —
— Það er meiri óeiningin og
ósamkomulagið þetta alls stað-
ar. —
— Já, það má nú segja —
Þögn.
— Og það er heldur ekki íins
og það sé allt í sómanum hjá
okkur sjálfum með samkomu-
Jagið. —
— Nei, ekki aldeilis. —
— Þá eru þeir farnir að rífast
á þinginu, einu sinni cnn. —
— Já. —
— Þeir gera þar iíklega ekki
mikið meira að gagni í þetta
slciptið fremur en endranær. —
— Nei, ætli það. —
— Ekkert annað en bak-
íjaldamakk, hrossakaup og ó-
samlcomulag. —
— Nei, ekkert annað. —
Þögn.
— Ekki ætla batr víst að
birta nöfnin á þessum, þarna í
okrinu. —
— Nei, sennilega ekki. —
— Þeir þora það ekki. Þetta
er ailt í samsulli og samsekt. —
— Já, það má nú segja. —
— Já, það er svona með allt.
— Já, það má nú segja. —
Þögn,löng þögn.------------
— Það er meiri íjörið, sem
hefur hlaupið í þessa leildist,
allt í einu. •—
— Já, það má nú segja. —
— Það eru bara þrír og fjór-
ír sjónleikir í gangi í einu. —
— Já. —•
— Það er munur eða þegar
hér voru aðeins sýndir þetta
þrír og fjórir á ári. —
— Já, það held ég. —
Löng þögn.
— Fyrirgefio, — eruð þér að
hitta þennan lækni sem sér-
fræðing — — — afsakið, ég
meina hvort það sé maginn? —
— Satt bezt að segja, þá veit
ég það ekki, sem ekki er heldur
von, þvi að ég hef verið hjá átta
læknum, og enginn þeirra veit
hvað að mér gengur. Á kvöld-
in þcgar ég ætla að fara að sofa,
þá verð ég svo undarlega glað-
vakandi, að mér þýðir ekki að
hugsa til að sofna dúr, og svo-
leiðis er ég kannske fram undir
þrjú—fjögur. Og svo, þegar ég
vakna á morgnana, er ég allur
eins og lurkum Jaminn. Og
stundum hef ég sára verki í
baki og fótum, og þegar ég er
nýbúinn að taorða, þá verð ég
allur svo einhvernveginn,-----
og eins ef ég drekk kaffi, þá
verð ég svo uppþembdur og fæ
svo mikla ropa, og svona er það
líka, ef ég drekk te, eða yfir-
leitt hvað sem ég drekk. Og nú
er ekki eins og það sá óreglunni
fyrir að fara hjá mér; raunar
skvetti maður í sig hérna með-
an maður var---------
— Næsti, gerið svo vel.-----
Þurrkuð Epli
Blandaðir
Ávextir
Sveskjur
Rúsínur
Cocosmjöl
Nýja
sendibílasiöðin
hefur afgreiðslu á Bæ]-
arbílastöðinni í Aðál-
stræti 16. — Sími 1395.
Köld borS og
heitur veizlumatur.
Síld <& Fiskur*
Frarohaídssagan 83-
H e I g ö Moray :
IICDIIli
■ iiihiiiimi •■•j v* mrr »»■■■■•■«■
Saga frá Su$ur-Afnku
orðið að láta brjöta upp dyrn-
ar, því að hjarirnar voru orðn-
ar ryðfastar, og Kaffarnir
urðu að höggva og skera vín-
viðinn, sem vaxinn var fyrir
hurðina.
Katie gekk inn í myrka
steinldeíana; rakaþefurinn og
myglulyktin var svo megn, að
við sjálft lá, að henni liði fyrir
brjcst. Eðlurnar skriðu unclan
fótum hennar og leðurblökurn
ar héngu steinsofandi á aftur-
löppunum úr rjáfri og bitum,
en fuglar, sem gert hofðu sér
hreiður á vegglægjunum,
styggðust við komu hennar og
flugu út um rifur milli þekju
og veggja.
„Fyrst veroum við að skera
burtu vínviðarflækjurnar af
veggjum og gólfi,“ sagði hún
við Jantse, „og síðan verðum
við að þvo steinklefana hátt og
lágt. Þegar því er lokið, getum
við fyrst hafizt handa um nauð
synlega viðgerð." Og allan lið-
langan daginn stóð hún yfir
Köffunum og sagði þeim fyrir
verkum, enda veitti ekki af,
bví að beir voru bæði latir og
klaufskir.
Þegar liðið var á kvöldið,
kom Maartje hlaupandi. „Hús-
móðir, húsmóðir," kallaði hún
hástöfum. „Það er komin
kona, sem spyr eftir húsmóð-
urinni.“
Gestir, — það var eins og
það var vant. Katie var ekkert
hrifin af töfinni; það mátti
heita að enginn dagur liði svo
að kvöldi, að ekki kæmu gest-
ir. Þessar hollenzku kurteisis-
venjur gátu sannarlega orðið
dálíbð þreytandi þegar til
lengdar lét. en ekki tjóaði að
tala um slíkt. „Þakka þér fyr-
ir, Maartje,“ svaraði hún, „ég
kem að vörmu spori.“
Hún þvoði sér í skyndi og
hafði fataskipti. Þegar hún
lauk upp vængjahurðunum og
leit fram í anddyrissalinn, sá
hún hvar svartklædd kona sat
í skugganum í einu horninu.
Ósjálfrátt kom henni það til
hugar, að gesturinn hefði valið
sér sæti á þeim stað að yfir-
lögðu ráði, í því skyni að hún
gæti veitt Katie nokkra at-
hyg’i, áður en Katie gæti virt
hana fyrir sér.
Það skrjáfaði í silki, konan
reis úr sæti sínu, gekk til móts
við Katie og rétti henni hend-
ina. „Gott kvöld“, mælti hún
með hátíðlegri hæverzku. „Ég
heiti Stella van der Merwe“.
Katie tók í önd henni. Hand
tak þessarar konu var furðu
kalt, eins og líka rödd hennar
og hin dökku augu, sem virtu
Katie fyrir sér með sjáanlegri
forvitni.
„Komið þér sælar, ungfrú
Merwe“, sagði Katie. „Það ér
vingjarnlega gert af yður að
heimsækja mig“. Og hún furð-
aði sig á því hversu kunnug-
lega þessi háa og granna kona
kom henni fyrir sjónir, enda
þótt hún væri þess fullviss, að
hún hefði ekki séð hana fyrr.
„Velkomin í nágrennið, frú
Ki’dare“, mælíi konan með
kaldri hæverzku; fékk sér síð-
an sæti aítur og á sama stað,
og hagræddi pilsum sínurn
vandlega. „Ég frétti það fyrir
nokkru, að þér hefðuð keypt
þetta forna óðal. Og ég varð
að stilla mig um að heimsæ^ja
yður ekki fyrr en v.enjur
lejdðu, svo mikinn hug hafði
ég ó að sjá yður og kynnast
yður persónu’ega". Og konan
brosti, eins og hún vildi dylja
rneiningu orðanna.
Þrátt fyrir þetta afsökunar-
bros, þóttist Katie þess full-
viss, að konan meinti það, sem
hún sagði, er hún kvað sér
hafa Ieikið hugur á að sjá hana,
hyað, svo sem því mátti valda.
„Ég þakka yður hugulsemina",
svaraði Katie, „og ég býð yður
inni’ega velkomna. Mér þykir
leitt, að ég skyldi ekki vera
heima- við, þegar yður bar að
garði; ég var að athuga vín-
klefana. Þeir eru í mestu van-
hirðu, eins og allt annað hér,
og það er svo margt, sem kippa
verður í lag hið bráðasta“. Énn
hugleiddi Katie, hvernig á því
gæti staðið, að þessi ókunna
kona skyldi stara svo forvitnis
lega á hana. Það lá við sjálft,
að hún kynni augnaráði henn-
ar ekki sem bezt.
„Og hvernig ltunnið þér við
yður hérna í Stellanbosch, frú
Kildare“? spurði konan.
„Ég hef hvergi kunnað bet-
ur við mig“, svaraði Katie.
„Og er það þá fastur ásetn-
ingur yðar að setjast hér að
fyrir fullt og allt?“
„Auðvitað", svaraði Katie
og dálítið ku’dalega. Henni
þótti spurnmgin bera vitni ó-
þarflegri áleitni, og ákvað að
vera við öllu búin. „Hér verð-
ur heimili mitt“, bætti hún við
og lagði áherzlu á orðin.
„Já, einmitt það. Þetta ka’la
ég gleðifréttir. Og má ég ger-
ast svo djörf að spyrja hvað
valdi því, að þér kjósið að eiga
heima hérna í Stellenbosch?“
Slík spurning er vitanlega
ekki svaraverð, hugsaði Katie
með sjálfri sér, og það var ekki
laust vlð, að henni rynni í
skap. „Því er auðsvarað“,
mælti hún. „Mér þykir hvergi
jafn fallegt í nýlendunni og
einmitt hér, og það veldur á-
kvörðun minni“.
„Já, hér er unaðslega fagurt.
Ætt mín hefur búið hér um
tveggja alda skeið“. Hún brosti
dálítið lvmsku’ega. „En það
vitið þér að sjálísögðu ,...“
„Því raiðu-r held' ég, að mér
hafi ekki verið kunnugt urn
það, enda þótt þér sjálfar kom-
ið mér einkennilega kunnug-
lega fyrir sjónir. Sat að segja,
þá er ég ókunnug öllurn hér,
og það hlýtur að vera það, að
ég hafi einhvern tíma kynnst
einhverjum, sem svipar til yð-
ar, sem veldur því, að mér
finnst ég lcannast við yður“,
varð Katie að orði.
„Það er ekki ólíklegt. Ég
held að mér sé óhætt að full-
yrða, að þér þekkið bróður
minn Pál .... Pál van Rie-
beck. Ég geri ráð fyrir, að
hann hafi einhverntíma minnzt
á það vio yður, að ég byggi
hérna í StelIenbosch“. Hún
hagaði orðum sínum þannig, að
Katie gat vart álitið annað en
að um vísvitandi áreitni væri
að ræða, enda styrkti hæðnis-
hreimurinn í rödd konunnar
þann grun.
En það^var eins og sterku
ljósi hefði verið beint að and-
liti hennar. Auðvitað, — nú
var henni ljóst, hversu sterkur
ættarsvipur -var með þeim,
Stellu og Páli. Það var ekki
að undra þótt henni kæmi sá
svipur kunnuglega fyrir. Skyldi
hún vita, eða hafa grun um,
hversu náin vinátta var með
okkur Páli, hugsaði hún með
sér. Nei, það var að minnsta
kpsti harla ó’íklegt að hún
hefði nokkra hugmynd um
það.
Og Katie reyndi að vera
eins eðlileg í róm og henni
var unnt. „Já, þegar þér minn
ist á þetta, rekur mig minni
til þess, að hann hafi einhvern
tíma sagt mér, að hann væri
kynjaður frá Stellenbosch, eða
einhverju héraði hér í grennd.
En ég held að mér sá óhætt að
fullyrða, að hann hafi aldrei
minnzt neitt á yður“. Lvmsku
bros Stellu espaði hana til mót
þróa, og hún afréð að láta
krók koma á móti bragði,
„Því trúi ég raunar vel, frú
Kildare", svaraði Stel’a. „Hann
hefur sennilega álitið með öllu
óþarft að segja yður nokkuð af
mér, af þeirri góðu og gildu
ástæðu, að hann hefur al.drei
látið sér það til hugar koma, að
þér mynduð setjast hér að“.
„Það má vel vera,“ mælti
Katie kulda’ega. „Og nú hefði
ég gaman af að vita hvernig á
því stendur, að yður er kunnugt
um að við Páll þekkjumst.“
Stella beit á vörina og strauk
lófanum um hár sitt eins og
henni kæmu þessi tilmæli á ó-
vænt. Sennilega kunni hún bezt
við að ráða sjálf viðræðum, þar
sem hún var stödd.
„Pál'l minntist á það' við mig,
þegar hann kom frá írlandi, að
hann hefði komizt þar í kynni
við stúlku, sem bar þetta nafn.
Og svo var það fyrir ári, að
hann minntist aftur á yður;
kvaðst þá hafa hitt yður í Vona-