Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.10.1951, Blaðsíða 5
Uliðvikíldagur 17. október 1951 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S ) Islendingar vinna nú n«usn á Keflavíkurl ÞEGAR ameríska varnarliðið kom til Keflavíkurfiugvallar í vor, var þar ekki fyrir ann- ar húsakostur en gamlir her- mannaskálar, sem byggðir voru á árunum 1942 til 1944. Þeir voru úr sér gengnir, en auk þeirra voru þar hin nýja flugstöð og 14 samstæður íbúða og flugvallarhótelið og nokkr- ar aðrar byggingar. Var því á- kveðið að reisa bráðabirgða- byggingar fyrir varnarliðið, þar eð húsakostur vallarins reyndist ekki nægur. Verk- fræðingadeild Bandaríkjahers úr Atlantic District Office, sem áður hét New York Dlst- rict Office, var falið að annast allar byggingar fyrir varnar- liðið á. Keflavíkurflugvelli, en yfirmaður hennar hér er John T. Bilder höfuðsmaður og Paul T. Ward liðsforingi. Þar sem byggingar þessar eru til bráðabirgða, ákvað Hörður Bjarnason skipulags- stjóri, sem hefur e^tirlit með mannvirkjagerð á vellinum, að hinir nýju skálar skyldu reist- ir syðst á flugvellinum alllangt frá þeim stað, sem skipulagð- ur hefur verið fyrir bygging- ar, sem kunna að verða reist- ar í framtíðinni. Eins og lesendum er kunn- ugt, tóku Sameinaðir verktak ar síðar að sér að annast bygg- ingaframkvæmdir fyrir varn- arliðið á flugvellinum. Var það að tilhlutun ríkisstjórn- arinnar að hinir ýmsu verk- takar, svo sem múrarameist- arar, trésmiðameistarar og pípulagningameistarar, mynd- lagsskap, og eru nú um 30 byggingafélög og meistarar, sem hafa starfshópa á flugvell inum. Formaður Sameinaðra verktaka er Halldór H. Jóns- son arkitekt, en Gústaf E. Páls son hefur með höndum yfir- stjórn a’lra framkvæmda á vegum félagsins á flugvellin- um. Þótt ekki sé liðinn nema einn og hálfur mánður síðan byrjað var á byggingavinn- unni þar syðra, er nú um 40% verksins lokið, og í dag munu fyrstu hermannaskálarnir verða fullgerðir svo hægt sé að flytja í þá. Eru þetta fimm skálar fyrir flugmenn, en á næstunni bætast nokkrir við. Samkvæmt samningi eiga flest ir skálarn’r að vera það langt komnir. að hægt sé að flytja í þá 20 .nóvember, en verkinu, sem Sameinaðir verktakar hafa tekið að sér, á öl'u að vera lok ið fyrir jól. Að því er Gústaf E. Pálsson tjáði blaðinu, gengur verkið mjög vel og jafnvel betur en búizt var við í fyrstu. Tíðar- far hefur verið mjög gott og vinna hefur ekki tafizt að neinu verulegu leyti vegna ó- hagstæðrar veðráttu. A'lt kapp hefur verið lagt á að ljúka allri steypuvinnu áður en tek- ur að frjósa, og er nú fyrir nokkru búið að steypa grunna og gólf fyrir nær allar bygg- ingarnar, 104 að tölu. Um he’mingur af skálunum er kominn undir þak. Alls verða þarna 70 skálar fyrir flugmenn, 17 fyrir yfirmenn og 17 stórar skemmur, sem not aðar verða annað hvort sem vöruskemmur, matskálar, skrifstofubyggingar eða sam- komustaðir. Einn hinna nýju hermannaskála. Hinurn nýju skáium svipar að vísu nokkuð t:I skálanna frá stríðsárunum, en eru þó að mörgu Jeyti frábrugðnir og | öllu vandaðri, en byggingalag : ið er svipað, og mörgum. sem þarna vinna nú að skálabygg- | ingu, eru töm handtölvn frá ! því er þeir byggðu skála á | styrjaldarárunum síðustu. | Nýju skálarnir eru langt um stærri en þeir göm’u. Þeir eru 20 fet á breidd og 96 fet á : lengd, og í raun og veru: eru þetta tveir skálar, en á milli þeirra er snyrtiklefi, sem hægt er að ganga í frá báðum skálunum. Er ílugmönnunum ætlað langt um meira rúm en þeir höfðu í gömlu skálunum. Einnig er í hvorum skála all- stórt anddyri og eru í því skáp ar fyrir yfirhafnir. Var þetta þannig gert með tilliti til veðr- áttunnar hér á landi. Þá eru skálarnir hitaðir með olíuofn- um. í skálunum er alveg ný tegund glugga. í stað g’ers er notað grænleitt plast efni, sem er sveigjanlegt. Er það rifflað, og að utan er varla. hægt að sjá að gluggi sé á skálanum! Við byggingaframkvæmdir fyrir varnarliðið vinna nú yfir 400 íslendingar, og má segja að þar séu fulltrúar frá öllum iðnstéttum. Flest- ir verkamennirnir eru frá Keflavík og nágrenni, en þó er allstór hópur úr Reykjavík og Hafnarfirði. Flestir þess- ara manna munu halda áfram vinnu þarna þar til verkinu er lokið; því þótt búið sé að steypa grunna og reisa grind- urnar og klæða þær, er svo til öll innivinnan eftir. Auk þess er ekki farið að vinna neitt að vegagerð, vatnslögn eða sko’p- ræsagerð. Unnið er 10 tíma á dag, en til að byrja með voru hinar stórtæku vinuvélar í notkun svo til allan sólarhring inn. Verkamennirnir búa flestir í tveimur samkomuhúsum, en í stórri vöruskemmu hefur mötueyti verið komið fyr- ir. Frítímum er þannig komið fyrir, að . verkamennirnir hafa annan hvorn laugardag alveg frían, auk sunnudagsins; eru þeir fluttir heim á föstu- dagskvöldum og vinnur því ekki nema helmingur starfs- liðsins á laugardögum. C. T. Davies, fulltrúi Metcalf Hamilton byggingafélagsins, sem er ábyrgur um fram- kvæmd verksins gagnvart verkfraeðingadeild hersins og lítur eftir framkvæmdum, hafði mörg góð orð um starfs- hæfni og dugnað íslending- anna og kvað verkið ganga vonum framar. Auk íslendinganna, sem vinna hjá Sameinuðum verk- tökum við byggingafram- kvæmdir,, er stór hópui ís- lenzkra manna, sem hefur stöð uga vinnu hjá varnarliðinu. Starf þeirra er mest fólgið í viðhaldi bygginga. James Ro- bert höfuðsmaður, sem sér um þessar framkvæmdir, sagði, að milli 60 til 70 íslendingar hefðu stöðuga vinnu við þessí störf. í þeim hópi eru .smiðir, pípulagningamenn, vélavið- gerðamenn, .raf’agningamenn, bílstjórar, verkamenn og skrif stofumenn. ,.Við erum alltaf að bæta við mönnum og höfum Framhald á 7. síðu. Hópur verkamanna að vinnu við einn herskálann. Bókalisti I. Nýjar Nerðra Sú nýbreytni verður viðhöfð til kynningar á nýjum bók- um vorum í ár, að jafnóðum sem þær fcerast á markað- inn verða þær auglýstar í samanþjöppuðu formi, skýrt frá efni þeirra í stuttu máli, verð tilgreínt ásamt stærð. Hver tilkynning verður tölusett til hægðarau.ka fyrir hina fjölmörgu viðskiptavini víðs vegar um land, sem fylgjast vil-ja með öllum nýjum Norðra-bókum. — Geymið listann. Hann getur ávallt orðið vður til þæg- inda um val á góöri bók sjáífum yður til handa, eða í kveðjuskvni til kunni.ngja' yoar. Söguþœttir landjjóstanna ÍIL Lokabindi af hetjusögnum landpóstanna gömlu, svaðii- förum þeirra og mannraunum. Helgi Valtýsson safnaði og bjó til prentunar. — 236 bls. Heft kr. 50,00. Austurland í bók þessari birtist segulegur fróðleikur, margvíslegir þættir um menn og atburði, ságnaþættir og ævisögu- þættir fjö’margra Austfirðinga. Af mikilli. frásagnarlist er hér brugðið upp ógleymaníegum myndum fá liðnum árum. — 390 bls. Heft kr. 48,00, innb. kr. 68,00. Áð vestan III. Sagnaþœttir og sögur Hér er sagt frá Rannveigu stórráðu, séra Jóni Eiríkssyni, Tungu-Halli, Eiríkri í Ormarslóni, Markúsi á Nauteyri, Ólafi á Sandá, svo að nokkurra sé getið, en a’ls eru þætt- irnir 13. Svo koma 35 sögur um ýmis dularfull fyrir- brigði, sérstæðar og athyglisverðar. — 238 bls. Heft kr. 38,00, innb. kr. 55,00, skinnb. kr. 65,00. Fœreyskar sagnir og œvintýri Þýddar og valdar af Pálma Hannessyni rektor og frú Theodóru Thoroddsen, úr þjóðsagnasafni hins merka fræðimanns, dr Jakobs Jakobsens. Langfiestar sögurnar falla undir þá flokka, er nefndir eru afreksmannasögur, en auk þess eru sagnir frá seinni öldum og ævintýri. —- 191 bls. Heft kr. 36,00, innb. kr. 55,00. Barna- og ungiingabækur: Hvað viltu mér? Hugrún, hin vinsæla skáldkona, sendir hér frá sér 18 hugljúfar og yndisfagrar smásögur fyrir börn og ung- linga. Þær eru fjölbreyttar eins og sjálfur barnshugur- inn og eiga erindi til allra ungra hjartna. — 105 bls. Innb. kr. 22,00. Hilda eínir lieit sitt Bók þessi er framhald sögunnar Hilda á Hóli, sem kom út fyrir nokkrum árum og margir töldu beztu unglinga- bók, er út hefði komið hér á síðari árum. Nú gefst mönn- um kostur á að kynnast því, hvernig Hilda fer að því að efna heit sitt. umvafin vandamálum og erfiðleikum dag- legs lífs. — 175 bls. Innb. kr. 28..00. Hreinninn fótfrái er sænsk saga þýdd af Stefáni Jónssyni námsstjóra. Seg-1 ír þar frá hreininum Tjapp og stráknum Kapp, svaðil- förum að vetrar’agi í hríð og hörkufrostum, hreindýra- þjófum. blysförum, bardaga úlfs og hreins o. m. fl. Bók- in er prýdd fjölda mynda, hún er ævintýraleg og heill- andi. — 108 bls. Innb. kr. 25,00. r Petra hittir Aka A’lir þeir, sem lásu bókina Petra á hestbaki, munu hafa beðið þessarar bókar með óþreyju. Nú er Petra 17 ára og les undír stúdentspróf. Ánægja hennar og yndi á Faxa vérður samt ekki endasleppt, en smám saman fjölgar áhugamálunum og viðhorf lífsins breytast. Hún hittir glæsilegan bóndason •— og þar með hefst ævintýri æsk- unnar. — 132 bls. Innb. kr. 25,00. Beverly Gray og upplýsingaþjónustan Þetta er 12. bindið í sagnaf’okknum um hina snjöllu og dugmiklu Beverley Gray. Nú gerast hörð átök og um- svifamikil, ný ævintýri. furðuleg og spennandi. — 167 bls. Innb. kr. 25,00. ■ Allt vandaðar bækur að öllum frágangi. Beztu bækurnar og ódýrustu í ár verða Noiðra-bækurnar, eins og jafnan á'ður. Sendum gegn póstkröfu. Bókaútgáfan NORÐRI Pósíhólf 101— Reykjavík. S 'V s s s s ’S s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s. s s s s s s s s s s s s s V s b- s s’ s s n s s s- s s s s s s s s s s V s s s V ■ s Á s s V V s s s s s s s s N oc m? aíli SBK rxi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.