Alþýðublaðið - 21.11.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.11.1951, Blaðsíða 1
■ALÞY Tilrœði við ferðaskrifstofu rikisins Sjá 4. síðu. XXXII. árgangur. Miðvikudagur 21. nóvember 1951. 226. tbl. Orð Stefáns Jólmn ns á alþingi í gœr: Geta nu loksins gifzt satnrao m iRiánisSa um I ufannkismáiín! FRUMVARF um brey'tingu á gildandi löguni um þingslcop alþingis kom til fyrstu um- ræiSu á a’þíngi í gser. Flutti Ó afur Thors framsöguræðu um málið og skýrði efni þess, sem er það, að utanríkismála- nefnd kjósi þrjá menn úr sín- úm hópi til a'ð vera ríkisstjóru inni til ráðuneytis í utanríkis- málum. Það er hispurslaust viður- kennt, að tilgangur þessa frum varps sé sá að gera ríkisstjórn inni unnt að ræða utanríkis- málin við trúnaðarmenn án þess að kveðja kommúnista þar til; en þeim er enginn trún- aður sýnandi og sízt í utan- ríkismálum. Flutningsmenn þessa frum- varps eru úr ö’lum lýðræðis- flokkunum. Þing S.Þ.: Fullfrúi íslands aftur framsögumaSur sfjörnmálanefndar THOR THORSj ^endiherra, fulltrúi íslands á þingi sam- einuðu þjóðanna í París, var í íyrradag kjörinn framsögumað ur stjórnmálanefndar þings- ins, sem nú er nýtekin til starfa. Er þetta í annað sinn, sem hann er valinn til þessa trúnaðarstarfs. Það var Lloyd, varautanrík- ismáiaráðherra Breta og fúl- trúi þeirra í stjórnmálanefnd inni, sem stakk upp á Thor Thors, en sú uppástunga var studd af Romulo, fulltrúa Fil- ippseyja, sem fyrir tveimur ar um var forseti allsherjarþings ins, svo og af fulltrúum Hol- lands og Honduras. Formaður stjómmálanefna- arinnar var að þessu sinni kos inn Finn Moe, einn af fulltrú- um Norðmanna. Veðurútlitið í dag Norðaustan kaldi og bjart- viðri. r Þess vegna gekk Island í Atlantshafsbanda- laglð og gerði varnarsamninginn AF REYNSLU SMÁÞJÓÐANNA í Evrópu síð- j ustu 10—20 árin sannfærast menn um það, sagði Stef- án Jóh. Stefánsson á alþingi í gær, er rætt var unt frumvarpið urn lagagildi varnarsamningsins við Banda ríkin, að öflug varnarsamtök eru eina úrræði smáríkj- anna gegn ofbeldi og yfirgangi einræðisins. Á grund- yelli þessara staðreynda var Atlantshafsbandalagið, stofnað til að varðveita friðmn. j Og það er ekkert undarlegt, að samið var um varnir ís- lands við Bandaríkin fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins. Það var vonlaust að vinna stríðið gegn Hitler án aðstoðar Banda- ríkjanna. Við hefðum orðið einræðinu að bráð þá án hjálpar frá þeim og yið mundum verða einræðinu að bráð nú, ef þeirra nyti eltki við. ( Últrasluttbylgjusam- * Frumvarpið um lagagildi varnarsamningsins milli ís- jlands og Bandaríkjanna var til annarrar umræðu í neðri deild band við Vesfmanna KÍS.ILSíS eyjar opnað í gær ULTRA-STUTTBYLGJU- SAMBAND var í gær opnað milli Vestm.eyja og Reykja- víkur. Er það bæði fyrir sam- töl og símskeyti, en sæsíminn þar með niðurlagður. Átta sím töl geta farið fram samtímis með þessu sambandi. Hið nýja stuttbylgjusam- band var opnað með viðhöfn í gær, og fór fyrsta samtalið fram milli Björns Ólafssonar ráðherra og Guðmundar Hlíð- dals póst- og símamálastjóra, er staddur var í Eyjum, en þangað hafði nokkrum mönn- um verið boðið vegna þessa viðburðar. TOGARARNIR Röðull og Jón forseti seldu afla sinn á Bret’andi 1 fyrradag. Röðull seldi 4055 kits fyrir 9334 pund og Jón forseti 3736 kits fyrir 8548 pund. ur meirihluta nefndarinnar, i sem kjörin var til að fjalla um það. VÍGBÚNAÐUR RÚSSA. í ræðu sinni rakti Stefán Jóhann fyrst þróun heimsmál- anna síðustu árin. Benti hann á það, að fyrst eftir síðustu styrjöld hefðu lýðræðisþjóð- irnar alið í brjósti von um lang varandi frið. Vesturveldin hefðu afvopnazt, þannig að Bretar, sem í lok stríósins höfðu 5 milljónir manna und ir vopnum, hefðu aðeins haft 750 þúsund manna her í ársbyrjun 1948, og Banda- ríkin, sem höfðu 11—12 milljónir manna undir vopn um í stríðslokin, ekki nema 1,5 milljón í ársbyrjun 1948. Þessi mikla afvopnun sannar það, sagði Stefán Jóhann, að Vesturveldin hugsuðu um allt annað en friðslit. En hins vegar höfðu Rússar hvorki meira né minna en Framhald á 2. síðu- Frank Sinatra, hinn heimsfrægi dægurlagasöngvari, hefur nú loksins fengið skilnað við konu sína, Nancy. En dýrt var drott- ins orðið: Sinatra varð að lofa að greiða henni 33% allra tekna sinna upp að 150 000 dollurum á ári og 10% af öllum tekjum umfram það. Það var að vísu upplýst, að tekjur hans hefðu á fvrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs numið hvorki meira né minna en 367 000 dollurum. svo að á flæðiskeri er hann ekki staddur, þó að Nancy fái af þvi 72 000 dollara, eins og henni ber, samkvæmt skilnaðarúrskurðinum. — Sinatra lét það vera sitt fyrsta verk, er skilnaðurinn var fenginn, að fljúga frá Hollywood til Philadelphia á fund kvikmyndastjörnunnax Ava Gardner, sem var þar stödd og hann ætlar nú að ganga að eiga. Myndin sýnir þau skötuhjúin, er þau hittust í Philadelphiu. 478 stríðsfangar í Kóreu fundn ir myrfir af kommúnistum Ridgway óttast aó þúsundir ame- rískra fanga hafi hlotió sömu örtög. RIDGWAY HERSHÖFÐINGI birti í gær skýrslu, sem ber það með sér, að hátt á fimmta hundrað amerískir stríðsfangar hafa fundizt í Kóreu, myrtir og dysjaðir af kommúnistum. Og líkur benda til að þúsundir amerískra stríðsfanga hafi verið myrtir á sama hátt. Skýrsla Ridgways er byggð á rannsókn, sem Hanlev offursti, yfirmaður stríðsglæpadsildar 8. hers Bandaríkjamanna í Kóreu hefur látið gera. Hefur sú rann sókn leitt í ljós að 478 amer- ískir stríðsfangar hrfa fundizt myrtir og grafnir af kommún- istum, og hafa 367 þeirra þekkzt; en óvíst er um 111. Um 10 800 amerískra her- FlugvéEar með Iveimur mönnum saknað, TVEGGJA MANNA flug- vél, TFKAM, lagði af stað úr Reykjavík kl. 12,40 í gær, áleiðis til Akureyrar. Vélin náði ekki ákvörðunarstað og í gærkvöldi var hafin leit að henni. Heyrzt hafði í flugvél skammf frá Mællfelli í Skagafirði um þrjúleytið í gær. Tveir menn voru í flugvélinni, sem sakna'S er, þeir flugmennirnir Viktor Aðalsteinsson og Stefán Sig urðsson. Til mála kom að björgun- arflugvél af Keflavíkurflug- velli legði af stað til leitar norður í gærkvöldi, en ekki gat af því or'ðið sökum slæmra veðurskilyrða. Hins vegar lagði leitarsveit í bif- reiðum upp frá Sauðárkróki í gærkvöldi. Þá hefur og flugbjörgunarsveitin skipu- lagt leilðangur, sem leggja átti af sta'ð héðan í birtingu í morgun og sömuleiðis fara héðan le|tairLug\rélar, ;ef .veðurskilyrði leyfa. manna er saknað, að því er skýrslan segir; og ottast her- stjórn Bandaríkjamanna að margar þúsundir þeirra kunni að hafa fallið í hendur komm- únista og ver;ð myrtar af þeim. Útvarpið í Pyongyang, höf- uðborg kommúnista í Norður- Kóreu, mótmælti þessari skýr.slu í gær og kom með. gagnásakanir. Sakaði það Bandaríkjamenn um að hafa drepið 17 000 manns, sem þeir hefðu tekið til fanga. AÐALFUNDUR LÍÚ skor- aði á síldarleitarnefnd að beita sér fyrir því, að a. m. k. eitt síldarleitarslsip hér við land verði útbúið með ELAC og ASDIC tækjum, og verði skip þetta til aðstoðar síld- veiðiflotanum íslenzka á sama hátt og norska skipið G. O. Sars leiðbeinir norskum síld- veiðigkipum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.