Alþýðublaðið - 21.11.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1951, Blaðsíða 4
I AB-AIþýðublaðið 21. nóvember I95Í AB - hið nýja Alþýðublað TÍMARNIR BREYTAST og mennirnir með, segir gam- alt máltæki. En þetta á ekki síður við um blððm. — Þau verða að fylgjast með og breytast eins og allt annað tU þess að fullnægja þeim liröf- um, sem til þeirra eru gerðar á líverjum tíma; og þær kröf- ur eru alltaf að fara vaxandi. Sá tími er löngu liðinn, að menn lesi blöð, sem ekki haía upp á annað að bjóða en póli- tískar .greinar. Þeir vilja blöð sem fjöibreyttust að efni til fróðleiks og skemmtunar, og þó fyrst og fremst fréttir og myndir af öllu því, sem er að gerast. Þess vegna eru blöðin alltaf að breyta um svip og stækka, annað hvort í bók- staflegum skilningi eða með því að auka lesmál sitt með smækkuðu letrí. Þá er urn ieið hægt að auka fjölbreytni þeirra. Þegar Alþýðublaðið — AB, eins og það skammstafar nú nafn sitt — kemur í dag út í nýjum búningi, þá er ástæðan þessi, sem hér á undan er greind. Það stækkar að vísu hvorki í broti né að blaðsíðu- fjölda, enda er slík stækkun sem stendur á fárra blaða færi, svo geigvænlegt sem pappírsverðið er í bili. En það minnkar letrið og eykur þannig lesmál sitt; og það ger- ir því unnt að verða fjöl- breyttara og að fullnægja fleiri óskum lesenda sinna en það hefur getað hingað til. Það mun gera sér far um það að flytja fjölbreyttari fréttir en áður, bæði innlendar og erlendar, fleiri fréttamyndir og margvíslegra efni annað, bæði til fróðleiks og skemmt- unar. Á afstöðu blaðsins til opin- berra mála verður engin breyting. AB mun, eins og Alþýðublaðið hingað til, verða blað alþýðunnar í landinu, blað verkalýðsins og launa- stéttanna, blað lýðræðisins og jafnaðarstefnunnar. Þessum stéttum þjóðarinnar og hags- muna- og áhugamálum þeirra hefur oft verið þörf skeleggs blaðs, en aldrei meiri en nú, þegar þröngsýn og harðsvír- uð íhaldsstjórn er við völd í landinu og lætur eltkert tæki- færi ónotað til þess að þröngva kosti alþýðunnar og ganga á góðan rétt hennar. Slíkri stjórn og stjórnar- stefnu mun AB engin grið gefa. IMurinn og atvinnuleysið ATHUGUN, sem Félag ís- Lenzkra iðnrekenda hefur látið fara fram, leiðir í Ijós, að fólk, er vinnur í verksmiðj- um félagsmanna, er nú þriðj- ungi færra en um sama leyti í fyrra. Niðurstaða hennar er því sú sorgarsaga, að stórfellt atvinnu’eysi á sér stað meðal þeirra, er vinna að iðju og iðnaði. Þetta hryggilega ástand er í senn afleiðing þeirrar háska- legu stefnu, sem ríkistjórnin fylgir í atvinnumálum og efnahagsmálum, og hinnar hneykslanlegu aðbúðar, er iðnaðurinn verður að sæta af hálfu hins opinbera. Iðnaður- inn er alger. hornreka, enda þótt hann sé nú orðið stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og fjórði hver íslendingur hafi afkomu sína af honum. Þetta er að sjálfsögðu harður dóm- ur í garð valdhafanna, en auð- velt að finna honum stað. Til iðnaðarins er á fjárlögum næsta árs áætluð tæp milljón, en til landbúnaðárins hins vegar nær 37 milljónir! Og nú er háð barátta fyrir því á al- þingi, að he’mingi mótvirðis- sjóðsins skuli varið til land- búnaðarlána, en iðnaðurinn á ekkert af þeim fjármunum að fó! Það er því vissulega ekki að ástæðulausu, þó að forustur menn iðnaðarins fari þess á leit við alþingi, að iðnaðurínn fái ekki minni hluta af mót- virðissjóðnum en landbúnað- urinn. Slíkt er sanngírnis- krafa, sem allir óhlutdrægir ménn hljóta að styðja. enda augljóst mál, að iðnaðinum verður að leggja öflugt lið- sinni, ef þessi stærsti atvinnu vegur landsins á ekki að bíða alvarlegan hnekki og enn meira atvinnuleysi að koma til sögunnar meðal þeirra, er vinna að iðju og iðnaði. En í.aðleggjæ; á það, að iðnaðarbankinn verði stofnaður og taki til starfa, enda forustumenn iðn aðarins á eitt sáttir um það, að ekki megi lengur dragast að leysa úr lánsfjáiþörf iðn- aðarins. Gengislækkunin og stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum átti sem kunnugt er að leiða til lausnar á öllum vandamálum atvinnuveganna. Viðhorf iðnaðarins í dag eru eitt dæmi þess, hver er dóm- ur reynslunnar í þessu máli. En ríkisstjórnin heldur að sér höndum og virðist lifa í þeirri trú, að allt sé í lagi. Vafalaust flytur Bjöm ólafsson þjóð- inni þann boðskap fyrir henn ar hönd áður en langt um líð- ur á nýjan leik, að ekkert at- vinnuleysi eigi sér stað á ís- landi og gengislækkunin sé hið mikla bjargráð! En við öðru er naumast að búast af ríkisstjórn^ sem horfir upp á hrun atvinnuveganna, en heldur samt gleði sinni af því að braskaramir og okr- aramir græða á hinni sívax- andí fátækt, sem sviptir þjóð ina smám saman öliu öryggi og allri von. AB-ALÞÝÐUBLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rltstj óraarsími: 4901 og 4902. Ritstjóri: Stefán Pjetorsson. Auglýsingastjóri: Emilía MöIIer Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. ABinnáhvert : ÞýzJmr málari sýnir í Reykjavík Landslagsfegurð er mikil í Vestmannaeyjum, og margir, bæði innlendir og erlendir, telja þær einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins. Fer því að vonum að margir málarar hafi leitað þar viðfangsefna. Þessi teikning frá Eyjum, bátasmíðastöðin og Klifið í baksýn, er gerð af þýzka málaranum Haye Hansen og er ein af myndunum á sýningu hans í Listamannaskálanum. Bœkm- os höfundar: Tllrædf við ferða- freimili! Minour íæ Kristmann G iffmnndsson: Helgafell. Skáldsaga. Höf- undnrinn og Guðmundur Gíslason Hagaíín þýddu. Helgafell, Víkirsgsprent. Beykjavík 1951. UNDIRRITAÐUR hefur svo oft minnzt á skáldsögu Krist- manns Guðmundssonar >rHelga- fell“, að raunverulega er engu við að bæta, þegar hún loksins kemur út á móðurmáli höfund- arins. Auðvitað má þó ekki minna vera en slíkra tíðinda sé getið, enda ekki á hverjum degi, að kröfurnar beri árang- ur! Og sannarlega á ,,HelgafelI“ skilið, að maður skrifi um hana pistil, enda góð vísa aldrei of oft kv'&ðin, ef enduitekningar skyldi gæta helzt til mikið! Kristmann kvaddi bernsku sína með ,,Helgafelli“. Þá var hann orðinn fullþroska rithöf- undur og búinn að leggja undir sig Noreg í andlegum skilningi, en þó hafði hann þá hvorki rit- að „Góugróður“ né „Gyðjuna og uxann“. Danski rithöfundur- inn Jörgen Bukdahl taldi „Helgafell“ skipa hinum unga og djarfa íslendingi á bekk með stórskóldum Norðurlanda. Hér skal hvorki undir það tekið né móti því borið. En liitt er stað- reynd, að „Hélgafeil“ Krist- manns er í tölu mjöllustu og listrænustp. skáldsagna ís- ienzkra bókmennta. Og það er talandi tákn um tómlæti og sinnuleysi, að hún skuli hafa verið í hartnær tvo áratugi á leiðinni; af norsku ó islenzku. „Helgafell" er sKáldsaga frá landnámsöld, en Löfundurinn velur þó hvorki þann kostinn að endursegja fornsögu né nota fólk og atburði úr einhverri þeirra sem uppistöðu. Hann legg ur sjálfur til bæði uppistöðuna og. ívafið. Göfugur maður úr Þrændalögum flyzt búferlum til evlandsins óku-ina í þoku norðurhafa. En fyrst er þó hald- ið tiLÍrlands. og gert þar strand- Kristmann Guðmundsson. högg. Síðan siglir Áskell Gunn- karlsson út til íslands og nemur land við rætur Heígafells. Þar gerist svo sagan, og víst er það margt, sem á dagana drífur. Landkostir eru miklir og .góðir á Snæfellsnesi um þessar mund ir, en þó skammt að bíða hallæris og baráttu við tryllt náttúruöfl. Þá kafla sögunnar segir Kristmann hátt og snjallt. En mesta alúð legg u* hann í sál arlífslýsingarnar, enda eru þær jafnan aðalatriðið í skáldskap hans. Samskipti norrænu víking anna og írsku þrælanna og ambáttanna gegna merkilegu hlutvérki í. sögunni. Fyrsti ís- lendingurinn er niðji höfðingi- ans úr Þrændalögu.n og írskrar ambáttar, en ástarsaga þeirra ber Kristmanni fag irt.vitni sem rithöfundi og sálfræðingi. Öld- urnar af ólgusjó mannlegra til- finninga rísa hátt og jbrotna þungt í „HelgafeUi". Speglun höfundarins á Gu'.mkarli, Ás- fceli, Aðalheiði, Dirrdrí,' Jolgeiri og Andri Kvaranssyni er túlk- un, sem aðeins getur verið á Vfiidi mikils iistamanns. og húrr er kjami sögunnar. Atburður FUNDUR. Húsmæðraféiag Reyfcjavfkur heldur spila-, sauma- og skemmtifund á fimmtudag 22. þessa mánaðar klukkan 8.30 í Borgartúni. 7.— Konuxn heimilt að taka með sér gesti. S t-j ó r n i n v Nýtt frumvarp Skúla Guð- mundssonar. KOMiÐ ER FR An { á alþingi frumvarp um það að fella nið- ur úr lögunum um ferðaskrif- 't-f | stoíu rrkisins ákvatðið ura, að hún éin hafi réit ti! þess að starfrækja ferðaskrifstofu fyr- ar erlenda menn. Flutningsmaður frumvarpá þessá, sem tvímæla/aust geng- ur mjög í þá átt að spilla að- stöðu ferðaskrifstoíunnar og skilyrðum hennar til starfa, er Skúli Guðmundssor., og rök- styður hann frumvarpið þann- ig í greinargerð, að „rikisein- okun á þessu sviði sem öðrum er misjafnlega séð í viðskipta- löndiun okkar“! . . . óg enn fremur, „að ferðalög útlendra manna hingað til lands mundu aukast, ef fleiri aðilar en ferða skrifstofa ríkisins hefðu mögu- ieika til þess að reka ferða- skrifstofur og veita útlending- um leiðbeiningar og fvrir- greiðslu á ferðalógum þeirra hér á landi“! Það er augljóst, að slik breyt ing, ef að lögum verður, veldur ekki öðru en því, að einstak- lingum leyfist að hagnast á ferðamannaviðskiptum. „Lækitir af lífi og sál", fræg amerísk skáldsaga í þýðingu BÓKAÚTGÁFAN SETBERG hefur gefið út skáldsöguna „Læknir af lífi og sál“ eftir amerísku skáldkonuna Mary Jiíoberts Rinehaírf * þýðfngu Andrésar Kristjánssonar blaða manns. Mary Roberts Rinehart er í tölu víðlesnustu rithöfunda Bandaríkjanna, en skáldsaga þessi, sem heitir „The Doctor,- á frummálinu, mrm hafa fært henni mestar vinsældir. Hún fiallar um ungan og mikilhæf- r n lækni, sem heyir hetjulega fcaráttu. Er talið, að eigrn reynsla höfundarins liggi sög- unní til grundvallar, en Mary Roberts Rinehart var gift lækni og hefur ritað mikið um líf og starf lækna. Þetta er stór bók, og prýðis- vel til útgáfu hennar vandað. Hún er prentuð í prentsmiðj- unni Oddi. inn í hofinu, þegar Askell sér og skilur Aðalheiði eins og hún raunverutega er, verður manni ógleymanlegur. Þar ílæða sam- an elfur forneskjunnar og sam- tíðarinnar. Manneskjan ,er allt- af sjálfri sér, lík — í gleði, í sorg, í ást og í hatri! Og öll viðburðarás sögunnar er í snillcl arlegu samræmi.við spennuna í sálum fólksirts, sem f.ún greinir frá og fjallar um. Lesandinn rekur feril hennar í -aðdáun og eftirYæntingu, unz allt er sagt og Öllú lokið. Og hjíium finnst, að hér hafi örlögin verið að verki. Kristmanni hefur tekizt að gæða „HelgafeH“ blæ og svip fomaldarinnar, . hugsunarhætti hennar og viðhorfum, lífi henn ar og anda. Sögunni hefur ver- ið gefin sú einkuun, .að.hún væri óhugnanlegur itstur. Þaö er sátt, að hatrið og heiftin má sin mikils í „Helgafelli", en þó sannarlega ekki um efni fram og sízt meira en í þeim forn- Framh. á 5. síðu. 4 — Miðvikudagur 21 nóv. — AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.