Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 3
VÍÐÁVANGUR Ótfinn Stjórnarflokkarnir óttast ekk ert meir en fylgisaukningu Framsóknarflokksins. Sérstak- lega er þeim þyirnir í auga sú staðreynd, að imga fólkið hóp- ast nú til Framsóknarflokksins. Stefna hans finnur sterkan hljómgrunn hjá unga fólkinu og stjómarflokkamir þekkja sannmælið: „Ef æskan vili rétta þén- örvandi hönd, þá ertu á framtíðairvegi.“ — Þessa ótta við Framsóknarflokkinn og fylgi hans meðal unga fólks- ins verður æ meira vart í stjórn arblöðunum öllum. Það er cins og þau viti ekki sitt rjúkandi ráð, og í gær spyr Vísir í ör- væntingu: „Hví ætti unga fólk- ið að fylgja Firamsóknarflokkn. um að málum? Leggur Vísir síðan til að efnt verði til hug- þrautar og verðlaun veitt fyrir svarið, því að það sé með öllu ókunnugt! Það er óþarfi að efna til hug- þrautar um þessa spurningu. Svarið er á ireiðum höndum ungra manna og kvenna. Unga fólkið finnur í sívaxandi mæli, að því er nú æt'laður annar og verri hlutur en áður, er þeirri stefnu var fylgt, er Firamsókn- arflokkurinn réð mestu um. Það sér og skilur að tillögur Fram- sóknarflokksins beinast ein- dregið að því að rétta hlut þess. Og í mikilvægustu málum unga fólksins hefur barátta flokks- ins verið hörðust: Húsnæðis- máhmum. Það veit að þau mál Ee veirða ekki leyst sómasamlega nema með atfylgi Framsóknar- flokksins. Vegna þessa flykkist það að flokknum og mun veita honum brautargengi og afl til $3 knýja þessi mátt fram. Játningin Finnst stjórnarblöðunum nokkuð skrýtið við það, þótt ungt og glöggt fólk sjái hið sama og jafnvel ritstjórar stjómarblaðanna sjálfra sjá þá örfáu daga, sem viðreisnairvím- an virðist renna af þeim? f leiðara Alþýðublaðsins sagði þetta um viðreisnina, húsnæðis- málin og unga fólkið í októ- beirmánuði síðastliðnum: „ . . . braskarar græða stór- fé án nokkurrar fyrirhafnar, en unga fólkið og efnalítið fólk ber þyngstu byrðarnar. Ástand, fc sem þetta, hlýtur að vekja hugs- andi mönnum efa.“ Þetta segir Alþýðublaðið, og , það er hárrétt, að „viðreisnin“ te hlýtur að vekja hugsandi mönn- g um efa. Það gerir meira. Það ! veitir hugsandi ungu fólki vissu í um að við höfum ekki gengið 8 til góðs götuna fram eftir veg. | Það vill fara nýjar leiðir. Það | vill stefnubreytingu. Hagsmunamál unga fólksins Mestu hagsmunamál unga fólksins eru aukin og hagkvæm- airi húsnæðisttán til langs tíma og vaxtalækkun. Hinir háu vextir koma harðast niður á unga fólkinu, sem er nú eða á eftir að byggja upp og koma sér fyrir. Hinir háu vextir eru sem skattur á unga fólkinu, sem þarf á lánsfénu að halda, og það mun ekki sætta sig við það, ið þjóðfélagið leggi á það óeðlllega þungar byrðar — enda verður það þjóðfélaginu sízt til góðs. Það er krafa Fram sóknarflokksins, að hverri fjöl- íkyldu í landinu sé gert kleift að búa í sómasamlegri eigin Framhald á 15. siðu. D SP ★ ENSK hjón voru fyrir skömmu á fasana-veiðum í Ditc hingham í Englandi, þegar leik ar snerust þeim skyndilega í óhag og cinn fasaninn skaut frúna í bakið. f upphafi var fuglinn skotinn af eiginmamv inum, sem tók hann og lagði hann yfir öxl sér, en skepnan barðist svo um í dauðateygjun- um, að önnur löppin spymti á -Á KONSTANTIN Grikkjaprins og Anna-Maria Danaprinsessa, verða gefin saman í heilagt hjónaband á næsta ári, en þá verður Anna-María fullra átján ára. Mikill styr hefur staðið um það á milli landanna tveggja, hvenær brúðkaupið ætti að eiga sér stað, en uú oOo ★ SOPHIA, Grikkjaprinsessa, sem gift er Spánarprinsinum, Juan Carlos eignaðist dóttur núna alveg nýlega. Þessi gleði- legi atburður hefur aftur kom- ið af stað umræðum um það, hve mikil líkindi séu til þess, að Juan Carlos verði Spánar- konungur, þegar Franco dreg- ur sig í hlé, eða deyr drottni sínum. Stjórnmálamenn á Spáni eru samt á þeirri skoðun, að Franco hafi enn fullan hug á því, að reyna að innleiða nú- tímaeinveldi. Einhver vonbrigði voru yfir því meðal kóngafólks ins, að barnið skyldi ekki verða drengur og þar af leið- andi krónprins spönsku krún- unnar. oOo ★ f FJÖGUR ár samfleytt hafa 15 af helztu náttúrufræðingum Bretlandseyja stundað vinnu sína í görðum Buckinghamhall- ar, en þar rannsaka þeir dýra- og gróðurlíf, því hvergi er það fjörugra í allri London. Vís- indamennirnir hafa rannsakað bæði gras, tré, runna og blóm, skordýr, fugla, fiska og mold- vörpur. Árangur af rannsókn- um þessara fjögurra ára verð- ur skráður í skýrslu, sem ekki verður gefin út opinberlega. — Garðar drottningarinnar í Lond on em mjög vel verndaðir fyr- ir almenningi og rannsóknur- störfin fóru að mestu leyti fram, þegar drottningin dvald- ist annars staðar. Á einu atriði geta vísindamennirnir enga skýringu gefið og það er hvers vegna leðurbökur þrífast vel i Hyde Park og St. James, en sjást aldrei við Buckingham- höllina. gikkinn á veiðibyssunni, sem einnig hékk á öxl mannsins. — Skotið hljóp úr byssunni og lenti í baki frúarinnar, sem samstundis var flutt á spítala. og líður víst sæmilega. hefur samkomulagið greiniiega náðst. Hjónaleysin eru þessavi ákvörðun einna fegnust, en þessi mynd er tekin af þeitn á flugvelliniun í Genf. Anna- María leggur stund á frönsku- nám í borginni Montreux og eru heimsóknir Konstantius þangað alltíðar. * HINN NÝI forsætisráð- herra Kenya, Jomo Kenyatta á þrjár konur, og er það sam- kvæmt þarlendum Iögmn og reglum. Fjölkvæni er alls ekki óvanalegt á þeim slóðum, cn það sem vekur athygli á kon- um Kenyattas er það, að ein þeirra er hvít. Það er hin 54 ára gamla Edna May Kenyatta. kennslukona frá Sussex í Eng- landi. Þau giftu sig árið 1943, þegar Kenyatta starfaði sem garðyrkjumaður í Englandi, — jafnframt því sem liann stund- aði nám við háskóla og bjó laud k JÓLA-verzlunin í London hefur aldrei verið eins ótrúlega mikil og um s. 1. jól. Aldrei, síðan stríðinu lauk, virðist fólk ið hafa haft eins mikil peninga ráð, og aldrei hefur eins mikið verið selt í verzlunucn í West- End og aldrei hefur umferðin verið eins mikil. Verzlunar- menn í London halda því fram, að þessi jól slái öll met í sög unni og frostið síðustu dagana fyrir jólin jók söluna á öllum vetrarfötum, bæði loðfeldum og ullarfötum. Jafnvel skinn- húfur fyrir herra, sem hingað til hafa ekki selzt í London, hafa runnið út eins og heitar lummur. Hvað leikföngum við- kemur, þá eru leikfangaverzl anir orðnar að stórkostlegum peningamiðstöðvum þarsem ein göngu vélræn leikföng eru seld fyrir offjár. Sem dæmi um það. sem Englendingar hafa gefið í jólagjafir má nefna lítið glas með frönsku ilmvatni, sem kostar 6000 krónur ísl., og lítil ferðaútvarpstæki, sett demönt um í minnkaskinnshulstri, sem kosta 18,000 ísl. kr. Þegar jóla- bisnessinn hefur verið svona mikill í London má rétt ímynda sér, hvernig hefur gengið í New York eða öðrum banda- rískum borgum, og hafa kaup- mennirnir hér í Reykjavík held ur þurft að gráta hlut sinn. sitt undir sjálfstæðistökuna. — Þau eiga einn son, Pétur, sem nú stundar nám við Cambridge háskólann í Englandi. Edna og Pétur voru bæði viðstödd liá- tíðahöldin í Kenya fyrir skömmu og var það í fyrsta skipti, sem Edna kom til ætt- jarðar eiginmanns síns og heils aði upp á hinar konurnar tvær. Annars kemur þéim vel sam- an og sjást oft saman á göiurn Nairobís í verzlunarerindum. — Kenyatta átti fjórðu konuna, sem var svertingi, en hún dó fyrir nokkrum árum. ★ LJÓSMYNDAMIÐSTÖÐ AP í Kaupmannahöfn glímir nú við dularfulla gátu. Hvaða stúika er það í Indlandi, sem þykist vera Margrét Danaprinsessa og ríkisarfi? Miðstöðin bað við- eigandi aðila í Indlandi um nokkrar myndir af prinsessunni — er hún var á ferð um Ind- land, og fékk myndina hér að ofan senda. Ljósmyndarinn, sem tók þessa mynd í Indlandi, fullyrðir, að stúlkan á mynd- inni hafi sagzt vera ríkiserfingi Danmerkur. oOo * ÍTALINN Pietro Cuccoii varð heimsmeistari í kokkteil- blöndun í ár, en keppnin fór fram í St. Vincent í Ítalíu. Það væri ekki úr vegi að gefa ykk- ur uppskriftina að þessum ljúf- fenga kokkteil, en hún er svona: Þrír jafnir hlutar af Vodka, þurrum Cinzano-Ver- mouth og Cherry Herring, í það voru settir tveir dropar sí beiskum Campari og tveir drop ar af banana-líkjör, ásamt app- elsínu- og sitrónurifi. ■ Blandan er hrist með ís. u' :i9 .sin.'rT j b> oOo ★ ÞAÐ hefur vakið mikla at- hygli, að kvöldblöðin tvö, sem gefin erp út í Edinborg, Even- ing News og Edinburgh Even- ing Dispatch, komu fyrir skömmu út í síðasta skipti í sitt hvoru lagi, en daginn eftir voru þau gerð að einu og sama blaðinu. Eftir þetta mun Glas- gow vera eina borgin í Eng- landi, utan London þar sem út koma tvö kvöldblöð. Á bak við þessar breytingar stendur kanadiski blaðakóngurinn Ray Thompson, en hann keypti út hluthafa í Edinburgh Evening Nei*s. f greinargerð, segir Thompson-fyrirtækið, að reynsl an hafi sýnt, að gjörsamlega ó- mögulegt sé að gefa út tvö kvöldblöð í sömu borginni, nema þá í höfuðborginni, þar sem framleiðslukostnaður sé orðinn svo gífurlegur. Enginn veit lengur, hve mörg blöð eru í eigu Roy Thompsons, en þegar hann nýlega keypti blaðið Bang kok Times, sem gefið er út i Thailandi, var sagt, að það væri 100. blaðið, sem hann eignað- ist. Annars virðist blaðaútgáfa vera að dragast eitthvað saman í Bretlandi, því að nokkru áð- ur en þetta gerðist urðu tvö kvöldblöð að einu í borgunum Leicester, Liverpool og Leeds. oOo k 22ja ÁRA gamall Japani flækist nú sem stendur um göt- urnar í Tokío með skilti frainan á sér og aftan, en á því stend- ur að hann bjóði sjálfan sig til sölu fyrir 24.000 ísl. kr. oOo 4TÍMINN. föstudarrinn 10. ianúar 1964 3 j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.