Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 14
 WILLIAM L. SHIRER síðan sagt, að hans persónulega skoðun væri, að það að Bretar „treystu honum ekki né stjórn hans, væri ástæöarr'. „Hálfvitar!“ Dahlerus segir, að Hitler hafi ætt aftur á bak, rétt út handlegginn og barið á brjóst sér með þeim vinstri. „Hef ég nokkurn tíma í lífinu sagt ósatt?“ Að svo mæltu róaðist nazista- einræðisherrann og talað var um tillögur þær, sem Henderson hafði flutt til London frá Hitler og að síðustu var ákveðið að Dahlerus j flygi aftur til London með frekari tilboð til brezku stjórnarinnar. Göring var því mótfallinn, að til- boðið yrði flutt skriflega og hin- um þjála Svía var sagt, að hann, yrði að læra það utan að. Tilboð- ið var í sox liðum: 1. Þýzkaland vildi gera banda- lag við Bretland. 2. Bretland átti að hjálpa Þýzka landi til þess að ná Danzig, til þess að fá aftur Gdynia, höfnina við Eystrasalt og leið til hennar. 3. Þýzkaland myndi tryggja ný landamæri Póllands. 4. Þýzkalandi yrðu fengnar aft- ur nýlendur þess eða það, sem jafnaðist á við þær. 5. Trygging yrði gefin vegna þýzka minnihlutans í Póllandi. 6. Þýzkaland skuldbindi sig til þess að verja brezka heimsveldið. \ Dahlerus flaug aftur til Londonj að morgni sunnudagsins 27. ágúst með þetta tilboð prentað í hug sér og rétt eftir hádegi var hann lát- inn fara alls konar krókaleiðir til þess að komast hjá því að snuðr- andi blaðamenn sæju hann og hon um síðan fylgt til fundar við Chamberlain, Halifax lávarð, Sir Horace Wilson og Sir Alexander Cadogan. Brezka stjórnin tók nú sænska sendiboðann greinilega mjög alvarlega. Hann hafði komið með fáeinar athugasemdir, sem hann hafði skrifað niður í flýti í flugvélinni og lýstu fundi hans með þeim Hitler og Göring kvöldið áður. í þessum athugasemdum fullvissaði hann tvo leiðtoga brezku stjórn- arinnar, sem nú rannsökuðu skýrslu hans, um, að Hitler hefði verið „stilltur og rólegur". Enda þótt engin skýrsla sé til í skjala- safni utanríkisráðuneytisins um þennan óvenjulega hvíldardags- fund, hefur mynd verið dregin upp af honum með fjöldanum öll- um af ráðuneytisskjölum og sam- kvæmt upplýsingum, sem Halifax l'ávarður og Cadogan hafa látið í té og eftir skýrslu sendiboðans. Brezka útgáfan er allólík þeirri, sem Dahlerus gaf í bók sinni, og við réttarhöldin í Niirnberg, en þegar öll atriði hafa verið tekin með í reikninginn virðist eftirfar andi lýsing á fundinum vera eins nákvæm og nokkru sinni verður hægt að fá. Chamberlain og Halifax sáu undir eins, að fyrir þeim lágu tvenns konar tillögur frá Hitler. í fyrsta l'agi þær, sem Henderson hafði komið með og nú þær, sem Dahlerus flutti, og þær voru öðru vísi. í fyrri tillögunum hafði verið stungið upp á tryggingu til handa brezka heimsveldinu, eftir að Ilitl- er hefði gert upp sakirnar við | Pólland, en í síðari tillögunum virt j ist allt benda til þess að foring- inn væri tilbúinn að gera samn- inga fyrir mil'ligöngu Breta um afhendingu Danzig og Hliðsins, en , að því loknu myndi hann gefa j „tryggingu" fyrir hinum nýju | landamærum Póllands. Þetta var gömul saga fyrir Chamberlain, eft ir reynslu hans af Hitler í viðskipt unum út af Tékkóslóvakíu, sem höfðu valdið honum svo miklum vonbrigðum, og hann treysti ekki fullkómlega tilboði foringjans, eins og Dahlerus lýsti því. Hann ' sagði Svíanum, að hann sæi „eng- j ar vonir til þess að samkomulag j gæti náðst með þessum skilmál- um. Pólverjar kynnu að láta af j hendi Danzig, en þeir slepptu j aldrei Hliðinu án þess að berjast fyrir því fyrst“. Að lokum var samþykkt, að i Dahlerus færi aftur til Berlínar þegar í stað með byrjunarsvar, ekki opinbert, handa Hitler, en síðan skyldi hann skýra stjórninni í London frá því, hvernig Hitler 257 teeki svarinu, áður en opinbert svar yrði gefið og sent til Berlín- ar með Henderson næsta kvöld. Eins og Halifax sagði (samkværnt brezku lýsingunni á fundinum): „Málið yrði ef til vill dálítið rugl- ingslegt vegna hinna óformlegu og leynilegu orðsendinga með Dahlerus. Því væri æskilegt að láta það koma greinilega fram, þegar Dahlerus kæmi aftur til Berlínar um kvöldið, að hann færi ekki þangað til þess að flytja svar stjórnar hans hátignar, held- ur fremur til þess að undirbúa jarðveginn fyrir aðalorðsending- una“, sem Henderson myndi flytja. Svo mikilvægur var þessi óþekkti sænski kaupsýslumaður orðinn við að flytja orðsendingar milli tveggja valdamestu stjórna Evrópu, að hann samkvæmt eigin frásögn sagði forsætisráðherran- um og utanríkisráðherranum á þessurp alvarlegu tímamótum, að „þeir skyldu halda Henderson í London fram á mánudag (næsta dag), svo að hægt yrði að gefa svarið, eftir að þeir höfðu fengið fregnir af því, hvernig Hitler liti á afstöðu Englendinganna" Og hver var svo afstaða Englend inganna, sem Dahlerus átti að skýra Hitler frá? Það ríkir nokk- ur óvissa um það. Samkvæmt laus legum athugasemdum um samtal hans við Dahlerus var afstaða Breta einungis þessi: 1. Hátíðlegar fullyrðingar um löngun til þess að góður skilning- ur ríkti milli Þ. og S-B. (Halifax notaði þessa skammstöfun). Ekki einn einasti stjórnarmeðlimur er á annarri skoðun. II. S-B. verður að standa við skul'dbindingar sín- ar við Pólland. III. Skera verður úr ágreiningsatriðum Pólverja og | Þjóðverja á friðsamlegan hátt. Að sögn Dahlerus yar hið óopin bera svár Breta, sem honum var falið að flytja, miklu yfirgrips- meira — Auðvitað var 6. greininni, : sem fjallaði um varnir brezka i heimsveldisins, hafnað. Sömuleið- is vildu þei ekki láta ræða um nýlendurnar, á meðan Þýzkaland væri að búa sig undir styrjöld. Hvað við kom pólsku landamær- unum, þá óskuðu þeir eftir, að þau yrði tryggð af fimrn stórveld- um. Varðandi Hliðið stungu þeir ! upp á. að viðræður yrðu þegar jteknar upp við Pólland. Og varð- andi fyrstu greinina (í tillögum j Hitlers) var England fúst í aðal- atriðum að gera samkomulag við ! Þýzkaland Dahlerus flaug aftur til Berlín- j ar á sunnudagskvöld og hitti Gör- j ing rétt fyrir miðnætti. Marskálk- | urinn áleit ekki, að svar Breta væri „mjög hagkvæmt". En eftir að hafa hitt Hitler um miðnætti, hringdi Göring í Dahlerus klukk- an 1 um nóttina á hótel hans og sagði, að kanslarinn „gengi að skil- yrðum Breta“, svo framarlega sem opinbera útgáfan, sem Hend- erson átti að koma með á mánu- dagskvöldið, yrði samhljóða þeirri, sem Dahlerus hafði flutt með sér. Göring var ánægður, og Dahler- us jafnvel enn þá ánægðari. Sví- inn vakti Sir George Ogilvie For- bes, ráðgjafa í brezka sendiráð- inu, klukkan 2 (<m nóttina til þess að flytja honam þessi gleðilegu tíðindi. Ekki einungis til þess — heldur var aðstaða hans orðin slík, að minnsta kosti í hans eigin huga — heldur til þess að ráð- leggja brezku stjórninni, hvað segja skyldi í hinu opinbera svari. Orðsendingin, sem Henderson 46 sem ég hafði alltaf reynt að koma í veg fyrir. Phil og Min höfðu unnið að því saman að mála eitt af búningsherbergjunum að tjalda baki, og þau urðu síðust til að ljúka sínu ætlunarverki, þannig að allir aðrir voru farnir, þegar þau loks gátu haldið heim. Þegar þau höfðu slökkt öll ljósin að tjaldabaki og komu fram á sviðið, glóði þar aðeins á daufri týru, sem varpaði draugalegum blæ á salinn. Druslur héngu í loftinu fyrir ofan þau eins og dauðir líkamir í gálgatré, gamla trégólf- ið brakaði hátt undir fótum þeirra. Hrollur fór um Min, og Phil spurði, hvað væri að. — Draugar, auðvitað, svaraði hún alvarleg í bragði. Draugar alls þess, sem ég hef gert, en ósk- að að hafa ekki gert. — Þú talar eins og áttrætt gamalmenni, sagði hann glettnis- lega. Hann opnaði útidyrahurðina, slökkti síðasta ljósið og læsti á eftir þeim. Þau gengu út í bílinn, og þegar þau voru setzt inn í hann, sá hann, að hún var enn alvarleg á svipinn. — Eigum við að skreppa eitthvað og fá okkur drykk? spurði hann. — Nei. Eg vil fara heim. „Heim“ var til litla snotra húss- ins, sem foreldrar Min höfðu byggt skömmu eftir að þau giftu sig. Það var ekki nýtízkulegt eða samkeppnisfært við smáskrýtnu og hugmyndaauðugu húsin, sem arkitektarnir kepptust nú um að teikna, en það var heimilislegt og notalegt í þeirra orða fyllstu merk ingu. Min bauð Phil inn upp á kaffisopa. Hún bar kaffi og sam- lokur inn í setustofuna, setti Phil í ihúsbóndastólinn, en hringaði sig sjálf upp á mottunni fyrir framan arininn, því að nóttin var köld. Phil hreiðraði vel um sig í stóln- um og naut kaffisins í ríkum mælí, það var heitt og sterkt, ekki eins og rótarkaffið, sem hann fékk á sjúkrahúsinu, né líkt og skólpið, sem vesalings Page bar á borð fyr ir hann heima. Min var í rauðum, þröngum síðbuxum og rauð- og hvítflikróttum peysujakka. Á fót- unum hafði hún rauða bandaskó. Hún var hrífandi, þar sem hún sat á hvítri arinmottunni í flökt- andi skini eldsins. Phil drakk þriðja kaffibollann og borðaði fjórðu samlokuna — og talaði Hann talaði um starf sitt. Min spurði, hvort honum fyndist nú — sex mánuðum eftir heimkomuna — að hann hefði gert rétt í því að snúa aftur til Berilo. — Já, og meira en það. Eg er einnig sannfærður um, að ég gerði rétt í því að fara héðan um stund- arsakir. Hún spennti greipar um hnén og horfði spyrjandi upp til hans. El'dglampinn dýpkaði og mildaði brúna litinn í augum hennar og hári. — Eg varð að komast að raun um, hvort draumur minn um að uppgötva eitthvað merkilegt ogj gagnlegt fyrir mannkynið ætti ein hvern rétt á sér, Min. Og til þess varð ég að fara til St. Louis. — Eg skil, sagði Min. Já, hún var mjög skilningsgóð. I Phil talaði látlaust í allt að klukku tíma um sérfræðileg til'felli, sem komið höfðu í hans hlut á sjúkra- húsinu, og Min hlustaði þolinmóð og eftirtektarsöm, skaut inn orði við og við, en þagði þó mest og hlustaði. Phil talaði um Kóreustríðið. Mestan hluta síðari heimsstyrjald- arinnar hafði Phil verið að ljúka sínu námi og aðeins starfað sem herlæknir í tæpt ár eftir lokapróf-: ið. Þetta sumar var mjög að brjót ast í honum, hvort hann skuldaði ekki fósturjörðinni starf og hvortj honum bæri ekki að bjóða 6ig| ELIZABETH SEIFERT fram til þjónustu nú, þegar Kór- eustríðið geisaði. Hann hafði rætt þetta við mig og einnig við Page. Min tók mál'inu af meiri skilningi en Page. Page hafði aðeins sagt í gamansömum tón, að sér virtist læknir með fæðingarhjálp og kven sjúkdóma sem sérgrein ekki hafa sitt rétta starfssvið á vígvöllum. — Styrkti stjórnin þig til náms? spurði Min. — Nei. En ég var á undanþágu frá herþjónustu, meðan ég var við, nám. — Og síðah starfaðirðu í tæpt ár sem herlæknir? — Já. — Það þýðir það, að stjórnin veit, hvar þig er áð finna, ef þín gerist þörf. Hún hló. — Eg held að þú getir verið alveg rólegur. Þeir eru van- ir að hafa upp á sínum mönnum, ef þeirra er þörf. Hann sagði henni, hvað Page hafði sagt. — Það gerir endahnútinn, hlá Min. Eða gaztu nokkuö starfað I þihni sérgrein þetta ár sem her- læknir? — Nei, ég var í sjóhernum. En ég hefði eins getað lent í slíku. Eg vissi um einn nuddlækni, sem gerði ekki annað mánuðum sam- an en taka á móti börnum her- manna. — Ja-há, svona á það að vera! Öllu snúið við, tísti Min. Phil kom sér enn betur fyrir í húsbóndastólnum. — Eg held að ég reyni að hafa hemil á ættjarð arástinni og reyni heldur að gera mitt til þess, að það verði til næg ur mannskapur til að berjast í næstu styrjöld, sagði hann. — Þar kom hugmyndin! Ef til vill nokkuð háði blandin, en raun- sæ engu að síður. Næsta klukkutímanum eyddi Phil í að segja henni frá öll'um sínum hugmyndum um að bæta læknishjálp við fólkið í afskekkt- ustu héruðunum, hugmyndum sín- um um að koma upp nokkurs kon- ar heilsuverndarstöðvum, a. m. k. þremur á því svæði, sem heyrði undir Berilo-umdæmið. Á hverj- um stað ætlaði hann að hafa eina hjúkrunarkonu og heimsækja svo staðina á frídögum sínum. Á vet- urna mundi hann þurfa að ferðast flugleiðis, og það mundi vissulega spara mikinn tíma að ferðast einn ig þannig á sumrin. í rauninni hafði timburfélagið boðizt til að lána flugvél sína í þessu skyni — Þetta hljómar vel, Phil. — Eg mundi samt ráðleggja konunum að koma á sjúkrahúsið til að eignast börnin. En það er svo mikilvægt að geta veitt þeim nauðsynlega læknishjálp, meðan á meðgöngutímanum stendur, og þær mega ekki vera að því að koma alltaf hingað til skoðunar. Þær verða að vera heima og hugsa um heimilið og eiginmennina, sem vinna daga og nætur og þurfa svo mikils við. Timburfélagið skilur, að það heldur ekki í sína menn, ef þeir geta ekki verið öruggir um, að heilsu kvenna þeirra sé ekki stefnt í voða. Þess vegna vill það gera allt, sem það getur, til að styðja framfarir á þessu sviði. — Þetta er dásamlegt, Phil. Mig undrar ekki, að þú skulir vera svo gagntekinn af starfi þínu. Hann virti hana fyrir sér með hlýju í augnaráðinu. Hvað hún var skilningsgóð og áhugasömi Hann hafði vonazt eftir slíku hjá Page, en hún virtist aldrei skilja það mannlega við læknisstarfið. Hún skildi allt hið vísindalega, en þegar hann talaði um sjúklinga sína sem einstaklinga og mannleg ar verur með tilfinningar, virtist hennar skilningi lokið. Phil var þakklátur fyrir að geta nú loks tal- að um starf sitt við konu, sem skildi hann svo vel og sýndi hug- myndum hans svo lifandi áhuga. Hann sagði henni nokkra brand ara af fólkinu, fólkinu, sem þau bæði þekktu svo vel og Min hló dátt að sögum hans. Phil leið svo vel, að hann gleymdi að líta á klukkuna fyrr en hún var farin að ganga þrjú. Þá stökk hann á fætur og greip báðar hendur Min. — Þú ert indæl. Min. Þú hefur alltaf verið indæl Hann dró hana hægt og blíðlega að sér og kyssti hana. — Þakka þér fyrir kvöidið. sagði hann lágt og mjúklega — og kyssti hana aft ur. lengi og innilega. Svo sneri hann sér snöggt. við og gekk á brott. Og Min stóð lengi fyrir íraman kulnandi glæðurnar. þrýsti lófun- um að brennandi vöngum sínum og hugsaði um þennan koss, hún lifði hann upp aftur og aftur, hún fann hrjúfa höku Phils gegn sinni, harða bringu hans, þegar hann dró hana þétt að sér, ylinn, ástríðuna Að lokum gekk hún til her- 14 TÍMINN, föstudaginn 10. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.