Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 15
VINNINGAR í HAPPDRÆTTINU DREGIÐ var á Þorláksmessu hinn 23. des. s. 1. — Þessi núnier lilutu vinning: 38082 Opel Record, árgerð 1964; nr. 37088 Willys jeppi; nr. 71223 Mótorhjól. — Vlnn inga má vitja í Tjarnargötu 26. — Sími 15564. Happdrætti Framsóknarflokksins. Harður árekstur við Silfurtún KJ-Reykjavík, 9. janúar. í DAG varð allhörð aftana- keyrsla á mótum Hafnarfjarðarveg ar og Vífilsstaðavegar. Stór sand- flutningabíll ætlaði að beygja inn á Vífilsstaðaveginn af Hafnarfjarð arveginum og hafði stoppað á horn inu af einhverjum orsökum. Bar þar þá að fólksbifreið, Ford, árg. 1959 og sá hann ekki sendibíiinn fyrr en um seinan. Sandbíllinn var Ijóslaus að aftan og auk þess var götulýsingin ekki í lagi þarna. í fólksbílnum voru tveir farþegar, auk ökumanns, og skarst ökumað- urinn á höfði við aftanákeyrsluna. Fór hanná Slysavarðstofuna, og að aðgerð lokinni heim til sín. LANDSBYGGÐIN (Framhald af 2 síðu) íbúum Árneshrepps, og munu hafa ver;ð keyptir vumlega 1000 hest- ar gf 12 bæjum. Heyið er mest- ailt farið, en þó bíður eitthvað eftir flutningi á Dalvík. Bændur hér eru yfirleitt ekkert smeykir um að komast í heyþrot, þrátt fyr- ir þessa miklu sölu, því að sjaldan hefur heyjast eins vel og í sumar. Flestir hafa stækkað svo túnin hjá sér, og eins var hægt að hefja heyssap snemma í vor og nota júní vel. ÞV-Hrísey, 9 janúar Kvenfélagið hér gekkst fyrir leiksýningu, sem vakið hefur ó- skipta ánægju og athygli bæði hér og víðar. Kristján Guðmundsson frá Reykjavík stjórnaði uppsetn- ingu á Hreppstióranum á Hraun- hamri, sem var frumsýndur hér 27. des. og sýndur þrisvar sinum við húsfylli. Ein sýning var höfð á Grenivík og þrjár sýningar sama daginn á Dalvík var alltaf húsfyllir og urðu menn frá að hverfa. Héðan róa nokkrir bátar, en gæitir hafa verið lélegar og afli einnig. H ey Gó$ taða tíB sölu Ágósf Ólafssen Stóra-Hlðshvoli Hvoishrepj) TEKNIR FASTIR Frarnhald af I. sfðu. félagar voru komnir á háfjallið og inn í sjálfa stöðina, stöðvuðu þá fjórir hermenn, þar af einn vopn- aður. Var þeim sagt að koma inn í stöðina og bíða þar, þangað til yfirmaður hennar kæmi, en hann var þá staddur á flugvellinum á Sauðanesi. Spurði þá Gísli, hvort varðmaður gæti ekki fylgt þeim niður á Sauðanes, þar sem þeir félagar voru mjög tímabundnir, en því var harðlega neitað. Urðu þeir því að bíða þarna í herstöðinni einn og hálfan tíma, þangað til yfirmaðurinn kom, en eftir nokk- ur orðaskipti, var íslendingunum sleppt úr haldi. Raymond Stover, yfirmaður upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna, hafði samband við blaðið í kvöld, og skýrði frá málsatvik- um. Hann sagði, að hér hefði ver- ið um mistijk að ræða, og yfir- máðifF hérstöðvarinnáf 'á Héiðar- fjalli hefði haft samband við við- komandi aðila í dag og beðið af- sökunar á þessum mistökum. VERKBANN Framhald af 16. siðu. niðurstöðu. Næðist ekki meirihiuti í dómnum réði atkvæði formanns- í annarri grein kröfunnar er kveð ið svo á, að næmi ágóði af verð- skrárvinnu meiru en vissum hluta af sveínakaupi í tímavinnu, miðað við eðlileg afköst, skuli það sem framyfir verður skiptast að jöfnu milli húsbyggjanda og launþega. Trésmiðafélagið hafði komið fram með þá tilögu að samningsað ilar komi sér á samningstímabil- inu saman um skipun hlutlausrar ráðgefanda rannsóknarnefndar, er tæki við kvörtunum um verk, sem kynnu að koma út óeðlilega há eða óeðlilega lág. Nefndin skal rannsaka 15 eða fleiri afbrigði sams konar verka sem unnin eru við ýmsar aðstæður, og leggja nið urstöður sínar fyrir verðskrár- nefndir félaganna. Stjórnir félag- anna tilnefni sinn manninn hver í nefndina og Iðnaðarmálastofnun- in oddamann. Þessi tilboð voru svo óbreytt iram yfir áramót, er aftur voru teknar upp samningaviðræður. Nú stendur ágreiningurinn aðallega um, hvort nefndin hafi endanlegt úrskurðarvald eða ekki, og hvort Trésmiðafélaginu sé heimilt að framkvæma uppmælingu og reikna út kaup sveina, þótt meistari skili ekki tímaskýrslu yfir verkið. — Vilja trésmiðir, að nefndin hafi ekki endanlegt úrskurðarvald og að Trésmiðafélagið megi gera fyrr greinda útreiknmga. Ákvæði hafa verið um það í samningi frá 1962, að sveinum sé skylt að skila meist ara tímaskýrslu vikulega. Meistarafclag húsasmiða í Rvík og Vinnuveitendasamband íslatids ltafa sent blaðinu greinargerð um trésmiðadeiluna og birtist hún í beild hér á eftir. „Svo sem kunugt er, hefir á- kvæðisvinna trésmiða farið mjög í vöxt hin síðari ár, og eftir kaup- og kjarasamninga þá, er gerðir voru s.l. sumar, mun láta nærri að 60% allra starfandi trésmiða vinni skv. ákvæðisvinnutöxtum. Skv. gildandi mál'efnasamningi1 milli Trésmiðafélags Reykjavíkur| og Meistarafélags húsamiða íi Reykjavík skulu eftirfarandi verkj unnin í ákvæðisvinnu: „Öll trésmiðavinna í nýbygging- um fyrir ofan neðstu plötu við upp! steypu húsa (að fokheldu ástandi) j þar með talið glergluggarammar í og lögn á þakefni, sem ákvæðis-i vinnutaxtinn nær yfir, skal unnin: samkv þeim taxta, og skal' þáj semja við sveina áður en vinnaj hef^t um_stærð hvers verkg. og um' hve margir situli vera í því.‘' Taka verður fram, að lítilj reynsla hefir skapazt í sambandii Nefndin skal rannsítka sambæri- leg verk, sem unnin hafa verið við breytil'egar kringumstæður. Full- trúar félaganna í nefndinni geta hvor um sig krafizt þess að allt að 15 verk séu rannsökuð. Skylt skal sveinum að skila meistara vikulega tímaskýrslu, er greini unninn tíma hvers dags. Meistari skal skila tímaskýrslum yfir verkið, er hann biður um mæl- ingu, og er óheimilt að framkvæma hana, nema tímaskýrsla liggi fyrir, og skal nefndin hafa aðgang að þeim ásam.t öllum upplýsingum er hún óskar. Nefndin leggur nið urstöður sínar fyrir verðskrár- nefndir félaganna, og skulu þær skila endanlegu áliti innan viku, annars gildir úrskurður þriggja manna nefndarinnar.“ Eins og fram kemur af tillög- unni, gildir álit þriggja manna nefndarinnar aðeins, þegar ágrein ingsatriði hefir tvisvar farið fyrir taxtanefnd félaganna, án þess að fá þar afgreiðslu. Sýnist þá óhugs- andi annað en úr ágreiningnum verði að skera og ætti hlutlaus oddaaðili, þar eins og í öðrum málum, þar sem tveir deila, að vera sá, sem úrslitum réði. Þetta fyrirkomulag tíðkast alls staðar, þar sem svipað stendur á, enda óhjákvæmilegt, þar sem lýðræðis- við margs konar verk í ákvæðis- Skrifstofustúlka óskast við' vélritun. Ensku kunn- átta nauðsynleg. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opin- berra starfsmanna. Atvinnudeiid Háskólans Vertíðarfólk Vertíðarfólk óskast, konui i-g kariar á komandi vetrarvertíð — fæði, húsnæði og vinna á sama stað. Upplýsingar gefur Stefán rtunólfsson, símar 2042 og 2043, Vestmannaeyjum Fiskiðjan h f., Vestmannaeyjum vinnu, og þurfa því ákvæðistaxt-; arnir endurskoðunar við. Taxta- j nefnd skipa sex fulltrúar, þrír fráj sveinum og þrír frá meisturum. j Tillögur til breytinga á töxtunumj geta því skv. framansögðu, falliði á jöfnum atkvæðum, a.m.k. ef umj reynslan orðið sú í nefndinni, að; f lestar tillögur til breytinga á ■ ákvæðisvinnutaxtanum hafa fallið á jöfnu matkvæðum, a.m.k. ef um hefir verið að ræða að lækka taxta, sem meistarar töldu óeðlilega há- an, þar eð núverandi taxtanefnd sveina vill nær aldrei lækka kaup- taxtann, hversu ósanngjarnlegaj hár, sem hann hefir reynzt í fram-j kvæmd. Ástand þetta hefir nú var-; að það lengi, að ekki verður við unað, hvorki af hendi meistara eða húsbyggjenda Hafa meistar ar því sett fram sem ófrávíkjan- lega kröfu 'ið núverandi samn- ingsgerð. a^ óhlutdrægur aðili fengi oddaa' töðu til að ráða til lykta þeim agreiningsefnum um uppboð ákvæðisvinnutaxtans, sem ekki fæst samkomulag um í taxta- nefndinni. Lagði meistarafélagið í því sambandi fram eftirfarandi til lögu á síðasta sáttafundi aðfara- nótt 8. janúar s.l.: „Samningsaðilar komi sér sam- an um að skipa nú þegar nefnd í sambandi við ákvæðisvinnu. Nefnd in skal skipuð einum manni frá hvoru félagi og hlutlausum aðila tilnefndum af Iðnaðarmálastofnun íslands. Verksvið nefndarinnar er, að taka við kvörtunum og úrskurða í sambandi við verk, er þykja koma út óeðlilega há eða óeðlilega lág. Kæruaðild hafa sveinar, meistar- ar og verkkaupi. BRUNINN Framhald af 1. síSu. ur. en framleiðsla hinnar verk smiðjunnar er mun minni. Verksmið.iuhúsið sjálft var vátryggt á 7 milljónir króna, en vélar vátryggðar á IV2 milljón. I húsinu var töluvert af efni, en ekki hefur enn verið reikn- að út, hvert verðmæti þeirra hefur verið í verksmiðjunni voru aðeins um 450 tunnur, eða Þ-amleiðsla frá því á hádegi í gær, en tunnum hefur alltaf ver ið ekið burtu jafn óðum, og þær geymdar annars staðar. Tunnuefni var fremur líti'ð [ arna, reiknað með, að það hafi áðeitts verið í um 10.000 tunn- 'ir, en vefksmiðjaft' áttí'Von á efni með Kötlíí, og hefði tjón- Lð orðið miKlu meira, ef þær birgðir hefðu verið komnar. Auk þess sem nú hefur ver- ið talið. átti Síldarútvegsnefnd rokkuð af tunnum í húsinu, en hún geymdi þarna einnig krydd salt, og ýmislegt til síldarsölt- unar, og brann þetta allt. Mjög tíklegt er talið, að allar vél- ar verksmiðjunnar séu ger- ónýtar, en ekki hefur verið hægt að gar;ga úr skugga um bað enn þá. Heildartjónið mun skipta tugum milljóna, því nú iTöðvast framleiðsla verksmiðj unnar, og fjöldi manns missir atvinnu sína Þetta mun vera í þriðja sinn, sem tunnuverksmiðja brennur á Siglufirði Síðast brann þar verksmiðja fyrir einum þrjá- tíu árum, og logaði þá í rúst- unum í tvo sólarhringa, áður en tókst að slökkva eldinn al- gjörlega. legar reglur og aðferðir eru f heiðri hafðar. Slíkar reglur virð- ist „núverandi stjórn“ Trésmiða- félags Reykjavíkur hins vegar ekki geta sætt sig við, og er meir en bágt til þess að vita. Eins og að líkum lætur, verða ósanngjarnir ákvæðisvinnutaxtar ekki til þess að auka trú almenn- ings á ákvæðisvinnufyrirkomulag- inu yfirhöfuð, og er illt til þess að vita, ef fáeinum öfgamönnum tekst að stórspilla fyrir slíku fyrirkomu- lagi, sem öll'um jafnt launþegum og vinnuveitendum og þjóðinni í heild, að geta verið til ómetán- legra hagsbóta. Það skal tekið fram, að trésmiða sveinar hafa frá byrjun átt kost á sömu kjarabót.um og aðrir laun- þegar fengu með samningunum 21. des. s.l., þ.e. 15% kauphækkun með þeim skilyrðum einum, er að framan greinir. Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík, Vinnuveitendasamband íslands.“ Víðivangur íbúð, því að það er gruudvallair- atriðið í stefnu flokksins, að hver einstaklingur sé sjálfstæð- ur og efnalega bjargálna. „Stórhugur" þeirra Á síðustu þingum liafa Fram- sóknarmenn barizt Rátlaust fyr- ir bættu ástandi í húsnæðis- málunum. Stjórnarflokkarnir hafa neyðzt til að láta nokkuð undan þeiirri hörðu sókn — einkum fyrir síðustu kosning- ar. En hvergi nærri nóg. Á- standið í húsnæðismálunum er að verða geigvænlegt: „Léleg- ustu íbúðir eru Ieigðar fyrir ótrúlegustu uipphæðir“ viður- kenndi eitt stjcirnarblaðanna nú fyrir skömmu. Ríkisstjórnin þykist vinna eiftir svokallaðri „framkvæmda og þjóðhagsáætl- un“ og telur markmið hennar afar háleit, þótt sannleikurinn sé sá, að það plagg er hín mesta lágkúra. Það segir orðrétt á bls. 30: „Nú er hins vegar svo komið, að hið mikla húsnæðis- vandamál, sem fyrir lá í lok styrjaldarinnar, er í aðalat- riðum leyst og sérstaks átaks í í húsnæðismálum af því tæi, sem gera varð á síðastliðnum áratug, er ekki lengur þörf.“ TÍU KONUR Framhald ai 6. síðu litríkar orðræður, sem þar eiga sér stað, æðislegar geðshræringar og liggur oft við meiðingum, jafn- vel þær í hópnum, sem komnar eru á steypinn, eru í hættu staddar, þegar mest veður á súð- um. Þótt ömurlegt sé umhverfis þessar konur og lífsþorsti þeirra uppskeri ekki aðeins þá gleði og hamingju, sem þær þrá, er leik- urinn alit að því rafmagnaður af spennu. Það er ekki dautt augna- blik, enda eru þær mestan tím- ann allar ellefu á sviðinu í senn. Öllum ykkur fjölmörgu frændura mínum og vinum fjær og nær, er auðsýndu mér vmáttu á sextugs afmæli mínu hinn 5. jan. s.l., með heimsóknum, kveðjum og veglegum gjöfum, flyt ég mínar innilegustu þakkir. Eg óska ykkur heilla og hamingju á nýbyrjuðu ári, og þakka öll hin góðu og hugstæðu kynni á liðnum tíma. Þórður Hjalfason, Safamýri 59 Þökkum auðsýnda samúS við andlát og jarðarför Þórdísar Stefánsdcttur frá Höskúldsstöðum, Djúpavogl. Vandamenn. fíMINN, föstudaginn 10. janúar 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.