Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1964, Blaðsíða 9
\ Vilhjálmur Viðskiptafrelsi og frjáls slandi AÐ UNDANFÖRNU hat'a birzt greinar í Alþýðúblaðsnu og Þjóðviljanum um útboð á olíuviðskiptum Reykjavíkur- borgar og uppsögn olíufélag anna á viðskiptasamningi, er þau hafa öll haft við Innkaupa- stofnun ríkisins. Að gefnuni þessum tilefnum þykir mér rétt að skýra í stuttri blaðagrein „samkeppnisaðstöðu íslenzku ol íufélaganna“. Svo sem alþjóð er kunnugt, hafa allar þarfir landsins af brennsluolíum og bílabenzini s 1. 10 ár verið keyptar frá Rúss landi að frátöldu nokkru magni af gasolíu á s. 1. ári, sem keypt var frá Rúmeníu. Öll þessi olíu kaup hafa verið byggð á vöru- skiptasamningi milli ríkis- stjórna landanna. íslenzku olíu- félögin hafa framkvæmt þann hluta af vöruskiptasamningi þessum, er snertir olíuinnflutn- ing til landsins. Með því að þau eru þannig af ríkisvaidinu skuldbundin til þess að kaupa öll af sama aðila liggur í hlut- arins eðli, að innkaupsverð hjá öllum félögunum er hið sama Grundvöllur frjálsrar verð- myndunar í innflutningsverzl- un byggist að sjálfsögðu á þvi, að kaupsýslumenn keppast um að ná viðskiptasamböndum sem veiti hagkvæm verð á þeim vörum, sem þeir verzla með. Sá innflytjandi, sem nær hag- kvæmasta verðinu, miðað við sömu vörugæði, nær þá eðb- lega viðskiptum frá öðrum. — Þetta er sá aflvaki í innflutn- ingsverzlun, sem tryggir sam- keppni milli hinna einstöku innflytjenda og leiðir til þess- að sá, sem ekki er ávallt á varð bergi að grípa tækifæri til hag kvæmra innkaupa, hlýtur að missa viðskipti og hverfa af sjónarsviðinu. Af framansögðu ætti að vera Ijóst, að sá grundvöllur til frjálsrar verðmyndunar, sem hér er rætt um, er ekki fyrxr hendi á íslandi. að því er snert ir verzlun með brennsluoliur og bílabenzin, þó aðeins væri litið á þær staðreyndir sem nú hafa verið nefndar. Það geta því ekki verið menn, sem fylgzt hafa með málum á íslandi sífji ustu árin, sem rita um „við skiptafrelsi“ í sambandi við olíukaup til landsins. í þessu sambandi1 er rétt að undirstrika. að enginn dómur er á það lagður hversu ha.g- kvæmir viðskiptasamningar við Rússland hafa verið fyrir þjóð- ina í heild. Allir eru sjálfsagt sammála um, að þeir hafi ver ið nauðsynlegir til þess að skapa markaði fyrir íslenzkar afurðir og verð á rússneskri olíu til íslands hefur verið hav kvæmt miðað við verðskráningn á V-löndum. Hins vegar breytir það ekki samkeppnisaðstöðu ís lenzku olíufélaganna- Þá er komið að öðrum þætti þessa máls, hvort eitthvert olíu félagið skaraði svo fram úr i hagkvæmni í rekstri, að það gæti þess vegna selt olíu á lægra verði en annað og þess vegna boðið betri kjör. Nú er vitað mál að öll félögin liata annazt þessi viðskipti áratugum saman. Þau hafa því öll þraut skipulögð dreifingarkerfi og þjálfað starfslið. Að eitthvert þeirra búi yfir töfrabrögðum til þess að annast þessi viðskipti hagkvæmara en annað, svo verulegu máli skipti, er því i meira lagi ótrúlegt.. Að síðustu er svo rétt að at- huga hvort þóknun sú, sem verðlagseftirlitið hefur skammt að olíufélögunum fyrir að ann azt dreifingu á olíum, hafi ver- ið með þeim hætti, að það veiti olíufélögunum möguleika til að skila hluta af þeim skammti aftur til viðskipta- manna, sem sérstakrar náðar ættu að vera aðnjótandi. Olíufélögin hafa ár eftir ár lagt reikninga sína fyrir verð- lagsstjóra og sýnt fram á, að verðlagning á brennsluoliur.i og bílabenzíni væri með þeim hætti, að raunverulega væru þessar vörur seldar með tapi. Allar tilraunir félaganna til þess að fá leiðréttingu mála sinna hafa reynzt árangurslaus- ar. Þess vegna fengu olíufátög in Svavar Pálsson, löggiltaxi endurskoðanda, til þess að rannsaka fjárhagsafkomu oliu- félaganna á síðustu árum. Sam kvæmt þeirri athugun reyndist netto ágóði allra félaganna samanlagt á árunum 1959—1962 kr. 358.00,00 eða 0,01% af veltu. Það er því óhrekjanlegt að um enga fjármagnsmyndun hefur verið að ræða hjá olíuíc- lögunum á liðnum árum, ef reikningar þeirra allra eru lagðir saman. Verðlagseftirlit- ið hefur því ákveðið verðlag á olíum þannig, að félögin halda ' engu eftir til þess að standa undir eðlilegri söluaukningu og verðþynningu, sem verið hef- ur æði stórfelld síðustu árin og leitt til stöðugt aukinnar fjár- magnsþarfar svo sem kunnugt er. Þetta hefur leitt til þess að olíufélögin hafa í æ víkara mæli orðið að leita á náðir bankanna um aukið rekstrarfé. Allir vita hvernig ástæður bank anna eru í dag. Það kemur því ekki á óvart þótt þeir hafi al- gjörlega neitað olíufélögunum um frekari lán og krafizt nið- ur.greiðslu á skuldum þeirra — Olíufélögin hafa því ekki kom izt hjá að verða alvarlega vör við þá greiðsluörðugleika. sem við blasa í öllu viðskiptalífi i dag Afleiðing af öllu þessu er auðvitað sú, að hvað eftir annað hefur legið við. að olfu- innflutningur til landsins stöðv aðist og við olíufélögunum blasa i dag fjárhagsörðugleikar sem þaú eru ófær að leysa af eigin rammleik. Ég hef reynt að benda hér aðeins á sannanlegar staðreynd ir. Þegar þær eru athugaðar sýnist engum þurfa að koma á óvart, þótt olíufélögin sam- þykktu á s. 1. hausti að íella niður alla afslætti og tilkynnta Innkaupastofnun ríkisins þessa ákvörðun. Þegar svo útboð kom á olíuviðskiptum Reykjavíkur borgar var eðlilegt framhald af þeirri ákvörðun, að félögin legðu fram tilboð, sem miðuð væru við útsöluverð samkvæmt ákvörðun verðlagsstjóra. Rétt er að geta þess að einu aðilav sem fengið hafa afslátt hjá olíu félögunum, svo nokkru netni frá almennum útsöluverðum eru Innkaupastofnun ríkisins og Reykjavíkurborg. Að lokum er rétt að varpa fram þeirri spurningu, nvort þjóðfélaginu sé greiði gerður með því að skammta svo smátr álagningu að eðlilega rekin fyr irtæki geti ekki myndað neitt eigið fé, til þess að standa und- ir aukinni sölu, hvað þá þörf fyrir aukið rekstrarfé vegna verðþynningar. Að mínu viti ætti að búa þannig að nauð- synlegum fyrirtækjum, hvort sem þau stunda verzlun, iðnað, útgerð eða annað, að þau geti í sæimilegu árferði myndað fiái magn til rekstrar og uppbygg- ingar og til þess að mæta skakkaföllum, sem ávallt geta að borið. Þá gætu vel rekin at vinnufyrirtæki verið þeir mátt- arstólpar, sem þjóðfélagið þarí að hvíla á. Ef þessu verður ekki gaumur gefinn er vonlaust að ná fjárhagslegu jafnvægi í búskap þjóðarinnar. Þá verður haldið áfram eins og hingað til, að grípa til stöðugra bráða- birgðaráðstafana, sem fæða at sér ný og ný vandamál, og þeir, sem reyna að reka atvinuu- fyrirtæki ganga sem bónbjarg- armenn milli peningastofnana og ráðuneyta. Orésending fiE Á undanförnum árum hefur þaS skeð nokkrum slnnum, að bændur hafa missf naufgripi af vöídum raflosis. Hefur þeifa valdið föluverðu fjóni, sem engin trygging hefur náð yfir. 5air.vinnu!ryggingar hafa því ákveðið, að venjuleg bruna- frygging á naufgripum nái einnig til raflosfs, án viðbófariðgjalds. BÆHDH Brunatryggið því naufgripi yðar nú þegar. SAMBANDSHÚSIMU SÍMI 20500 T í MIN N , föstudaginn 10. janúar 1964 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.