Tíminn - 16.01.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1964, Blaðsíða 5
FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKÁKMÓTIÐ Staða Norðmanns ins var orðin von- laus eftir sjö leiki Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sést hér leika fyrsta leik mótslns — d2-d4 fyrir Johannesen. (Ljósm.: TÍMINN-KJ). Magnús — Wade. Magnús hafði snemma betri stöðu og jók stöðuyfirburði sína jafnt og þétt. Ekki var annað að sjá en Wade væri al- gjörlega glataður, en með hug- vitsamlegri leikfléttu, tókst honum að ná þráskák. Gaprindasvili — Trausti. Gaprindasvili náði betri stöðu þegar í upphafi, og var Trausti allan tímann í vöm. Biðskákin stendur betur fyrir Gaprindasvili, og virðast all'ar líkur benda til þess, að hún beri sigur úr býtum í þessari viðureign. Skák Inga R. og Guðmundar var frestað vegna veikinda hins síðarnefnda. í kvöld verður þriðja umferð tefld. Alþjóðaskákmótið hófst s.l. hriðjudag með því að Geir Hallgrímsson borgar- stjóri lék fyrsta leiknum í skák þeirra Johannesen og Tal. Þar með var baráttan á öllum botðum hafin. Ein- stök úrslit urðu þessi: Johannesen 0—1 Tal GUgoric 1—0 Jón Kristinss. Fnðrxk 1—0 Freysteinn Ingvar Vz—Vz Arinbjörn Magnús Vz—Vz Wade. Gaprindas'ili biðsk. Trausti. Ingi R. biðsk. Guðmundur. Hér á eft.r verður brugðið upp mynd af skákunum, eins og þær komu mér fyrir sjónir, en einungis dregin fram aðal- atriðin. Tal—Johannesen. Þessi skák íylgdi troðr.um slóðum fram- an af, en í 8. leik bryddaði Tal á nýjung, sem bersýni ltga kom Johannesen algjör- lega úr jafnvægi. Hann lék nokkrum veikum leikjum í röð >g Tal átti ekki erfitt með að hagnýta sé- fingurbrjótana. Fftir 7 leiki var hvíta staðan crðin vonlaus og gafst Johann- esen þá upp. Hér kemur skák- in ásamt nokkrum athuga- semdum. 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, o o. 5. f4, d6. 6. Rf3, c5. 7. dxc5, Da5 8. Bd3, Rfd7. næg sóknarfæri fyrir peð sín). 9. —, Rxc5. 10. Bc2? — (Biskupinn átti skilyrðislaust að fara til e2. Nú hallar jafnt og þétt undan fæti). 10. —, Db4. (Nú kemst hvítur vart hjá peðs tapi). 11. Bb3? — (Hvítur reynir að streitast á móti en það hefði hann ekki átt að gera). 11. —, Db6. (Nú steðja ýmsar ógnanir að hvíti og hann ræður ekki við þær allar í senn. Hann reynir því að flækja stöðuna). 12. De2, Rxb3. 13. Rd5? — (Þessi leikur leiðir óumflýjan- lega til taps. Skást hefði ver- ið 13. axb3). 13. —, Da6. 14. Hdl, Dxa2. 15. Rc7, Ra6. (Hvítur gafst upp. Hann fær að visu hrókinn á a8j en ridd- arinn sleppur aldrei út. Gligoric—Jón Kristinsson. — Jón tefldi byrjunina ónákvæmt og fyrirgerði rétti sínum til að hrókera strax í upphafi. — Jafnt og þétt seig á ógæfuhlið- ina fyrir honum og varð hann að gefast upp eftir rúma 20 leiki. Friðrik — Freysteinn. Byrjunin fylgdi troðnum slóð um til að byrja með, en í 10. leik breytti Friðrik út af. Frey- steinn tefldi áframhaldið ekki eins vel og skyldi og náði Frið- rik þáhættulegumsóiuiarfærum á kóngsvængnum. í 21. leik varð Freysteini á fingurbrjót- ur, og var þá útséð um leiks- lok. Ingvar — Arinbjörn. Þessi skák varð all-fjörug strax í upphafi, og fórnaði Ingvar peði í þágu sóknarinnar. Ekki varð honum mikið ágengt, en eftir smávægileg mistök af hendi Arinbjarnar, náði hann að jafna metin. í endatafli, sem fylgdi, hafði hann vinningslík- ur en tókst ekki að finna réttu leiðina. Skákin endaði með jafn tefli. (Þetta er nýjungin. Fram að þessu ihefur jafnan verið leikið 8. —, Dxcð. 9. De2, Rc6 o.s. frv. og er staðan þá nokkuð í jafn- vægi. Leikur Tal gefur hvíti ýmis vandamál að glíma við og NONA GABRIASVILI — hefur mlklar vinnings- líkur í blðskákinnl við Trausta. tekst Johannesen ekki að ráða fram úr vandanum). 9. Bd2, _ (Virðist eðlilegasti leikurinn. Til greina kom 9. o-o, Bxc3. 10. bxc3, Dxc3. 11. Hbl, Rxc5, en vafasamt er, að hvítur hafi T í M I N N, fimmtudaginn 16. janúar 1964 ■I 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.