Tíminn - 16.01.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1964, Blaðsíða 16
t BEZT Á SIGL UFIRDI Fimmtudagur 16. janúar 1964 12. tbl. 48. árg. FJÁRSVIK A VELLINUM KJ-Reykjavík, 15. janúar. UPPVÍST hefur orðið um um- fangsmikið fjársvikamál, og eru íslenzkir og bandarískir starfs- menn er voru á Keflavíkurflugvelli viðriðnir málið. Fjársvik þessi voru í sambandi við ýmsa samninga í sambandi við þjónustu og framkvæmdir á vell- inum, og voru það dollarar sem sviknir voru út úr varnarliðinu. — Rannsóknardómari hefur verið skipaður í máli þessu og er það Ólafur Þorláksson fulltrúi við Saka dómaraembættið sem annast mun rannsókn málsins. Þeir, sem sviku út féð fölsuðu nöfn manna á ávísanir og síðan var þeim framvísað hjá ákveðnum aðil- um sem greiddu þær umyrðalaust. Framhald á 15. sfðu. BÓ-Reykjavík, 15. janúar. UNGUR, SPÆNSKUR mál- ari, Andreu Capdevila frá Barcelona, sýnir nú verk sin í Mokkakaffi. Capdevila kom hingað 1962 og hefur dvalið á Siglufirði alla tíð síðan, nema hvað hann skrapp til heimalandsins í fyrra. Hann nam málaralist í Escuela de Bellas Artes de San Jorge í Barcelona, hlaut skömmu síðar verðlaun á saim- sýningu ungra málara þar í borg, hélt sérsýningu þar og fór síðan til Parísar og Amster- dam, þar sem hann hélt áfram námi. Sýning á málverkum eft- ir hann var haldin í New York 1961. Capdevila sagðist hafa far- ið til íslands af því að hann hefði heyrt vel látið af lapdi og þjóð. f viðtali við blaðið sagðist hann, þveröfugt við marga út- lendinga, ekki vilja gefa neina ANDREU CAPDEVILA (Ljósm.: TÍMINN-KJ). yfirlýsingar um reynslu sína hér. — Það er of snemmt fyrir mig, sagði Capdevila, ég er enn að byrja að kynnast; ég vil að- eins taka fram, að ég kann vel við mig á Siglufirði. Þar á ég marga vini, og ég held, að ég mundi ekki una mér jafn vel sunnanlands eða í Reykjavík. Capdevila er kominn vel nið- ur í íslenzku, skilur hana prýði lega og talar furðuvel, enda málamaður. Hann skilur og tal ar að miklu leyti 6 tungumál. Hann vinnur í ígripum sem matsveinn á Hótel Höfn og seg ir gestum smakkast vel saltfisk urinn og fleiri réttir, sem hann býr til á sænskan og franskan máta. Myndir Capdeivila eru málað- ar með olíu-, plast- og vatnslit- um. Sumar eiga fyrirmyndir í íslenzkri náttúru. Fimm þess- ara mynda eru prentaðar með ,,monotype”-aðferð. Myndimar eru allar til sölu, en þær verða í Mokkakaffi í hálfan mánuð. Tekinn í iandhelgi KH-Reykjavík, 15. janúar. VÉLBÁTURINN Haförn VE 23 var staðinn að ólöglegum veiðum út af Vík í Mýrdal í gær. Land- helgisgæzluvélin Sif flaug yfir bát inn kl. 11,27 í gærmorgun, og Imældist hann ufn 0,6 sjótmílur innan fjögurra mílna markanna. — Ekki náðist samband við bátinn, en málið var tekið fyrir í saka- dómi Reykjavíkur í dag og síðan sent til Vestmannaeyja. SIGLA NÆRRISOLAR- KRING MED SÍLDINA , *f<fe*#i\ KJ-Reykjavík, 15. janúar Það er orðið langt stímið hjá I síblarbátunum núna þegar þeir sigla með síldina alla leið af Síðu grunni og tii Reykjavíkur. Ás- bjö'ii RE kom fil Reykjavíkur um I hálffimm í dag og hafði þá verið i um tuttugu tima á leiðinni og halði innanborðs 1850 tunnur af síld sem fór í frystingu og bræðslu. Tveir bátar aðrir komu til I Reykjavíkur í morgun, og von var á íieiri seinna í kvöld. Ágæt veiði var í nótt á miðun- um fyrir austan, og fengu 23 bát ar samtals 28.350 tunnur. Viðbúnaður er nú á Austfjörð- ÁSBJÖRN kom um kl. 5 I gaer fleytlfullur af slld tll Reykjavlkur. (Ljósm.: TIMINN-KJ). SJOPROFINIEYJUM: SERSTOK BALLEST VAR SETT í HRINGVER KH-Reykjavík, 15. jan. í dag voru réttarhöld í Vest- mannaeyjum í má'li Hringvers VE 393, sem sökk að síldveiðum á1 Síðugrunni að morgni 13. janúar s. 1. Við réttarhöldin kom það m. a. fram, að báturinn hafði verið ballestaðun sérstaklega á s. 1. hausti, bæði með keðjum og öðru. Eins og fram kom í fréttum af slysinu, blés gúmmíbjörgunarbát- ur skipsins sig ekki eðlilega út, og verður hann þess vegna send- ur til Reykjavíkur til rannsóknar. Réttur var settur í sjó- og verzl- unardómi Vestmannaeyja kl. 10,12 í morgun af Jóni Þorlákssyni, full- trúa bæjarfógeta, en meðdómend- ur hans voru Páll Þorbjörnsson og Angantýr Elíasson. Richard Sighvatsson, skipstjóri á Hringver, sagði svo frá í réttin- um, að um kl. 3 aðfaranótt mánu- dagsins hefði verið búið að háfa 700 tunnu kast og láta það í lest. Stuttu síðar var aftur kastað, og þegar slysið vildi til, var búið að háfa 400 tunnur úr nótinni og láta í lest, nema dálítinn slatta, sem settur var á þilfar á bakborða til þess að vega á móti þyngslum nót- arinnar stjórnborðsmegin. Veður var gott, en talsverð kvika og velt ingur. Á einni kvikunni tók skipið skyndilega veltu og lagðist á stjórn borða. Bra þá skipstjórinn þegar í stað við og sendi út hjálpar- beiðni. Meðan hann var að því, vann skipshöfnin að þvi undir Framhalo á 15. síðu. um til að taka á móti síld til bræðslu þar, og leggja bátarnir væntanlega leið sína þangað, held ur uj stíma alia leið til Reykja- víki'i. Til Reykjavíkur voru komnir í kvold Víðir SU, Vigri, Arnfirðing- ur, \sbjörn og von var á Sigurði Bjarnasyni með 1500, Helga Fló- venlssyni 1900, Sigurkarfa 2400, Engey 1000, Pétri Sig. 1100, Báru 700 og ólafi Mi.gnússyni 1100. Fngin síld oerst til Akraness, ends engir Akranessbátar á síld. Haraldur og Höfrungur koma af iínu í nótt, er eiga síðan að fara á síld og verða væntanlega tilbún ir seinnipartinn á morgun. Til Kef’avíkur komu tveir bátar í dag FramhaM ð 15. sl3u. NY LEITAR- LfKISÝND KJ-ReykjavíK, 15. janúar Lun þessar mundir stendur yfir sýning á nýrri gerð síldar- og fiski ieitartækja í Slvsavarnafélagshús inu á Grandagarði. Er það fyrir- tæk'ð ATLAS Werke sem sýnir þarna nokkurn hluta framleiðslu sinnar. en umboðsmaður verk- sr.iiðianna hér á landi er Hörður I ríniannsson rafmagnsverkfræð- ingur. Mf.rgir síldvf.ðiskipstjórar hafa skoðað sýningu þessa og þá eink- •jm hið nýja *æki Periphon F 4 sem nú er sýnt í fyrsta skipti hér á landi Það si m einkum skilur þetva nýja síldarlfitartæki frá öðr- um, er hve það ’refur mikinn vinnu hraða, en pað er einmitt bað sem sjómenn vilja. aS tækið sé fljótt að finna torfur. og gefa til kynna hvar þær em. Leitargeisli þess er 2000 metrar með 360 gráðu leitar- radíus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.