Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 1
Uggvænlegar upp- lýsingar um lóöamál borgarinnar komu fram á borgarstjórn- arfundi í fyrrakvöld. (Bls. 6) Verður Dagverðareyrin valin undir aluminíum? ÞRÍR IÐJUHÖLDAR KEYPTU STAÐINN FYRIR 2 ÁRUM IGÞ-Reykjavík, 7. fébr. Stóriðjumálin eru nú mjög á döfinni, og hafa raunar ver- ið það nokkuð lengi undan- farið. Hins vegar komust þau í hámæli að nýju, þegar iðn- aðarmálaráðherra lýsti því yf ir á Alþingi, að tilboð hefðu FLYJA UNDAN KJARADÓMUM KJ-Reykjavík, 7. febrúar. KJARANEFND hefur nú sent frá .sér ályktunarorð í fyrstu tveimur kjaranefndarmálunum, er -------Kjararátt-BSRB-'lagði fyrir nefnd ina og varða 15—20 hjúkrunarkon- or. Meiri hlutinn úrskurðaði í báðum málunum að hjúkrunarkon nr með 9 mánaða sérmenntun skuli ekki taka laun eftir 15. launaflokki heldur eftir 13- launa- fi. Önnur hjúkruúarkonan vann á skurðstofu, en hin á röntgen- deild. Dómarnir tveir voru sam- liljóða. Nokkrar hjúkrunarkonur munu nú hafa sagt upp störfum vegna þessa, og hyggja á störf erlendis. Hér er um það að ræða, hvort hjúkrunarkonur, sem stundað hafa 9 mánaða framhaldsnám skuli Framhal-í' á 15. sfðu. borizt erlendis frá um að reisa hér aluminíumverksmiðju og olíuhreinsunarstöð. Hefur komið til tals að aluminíum- verksmiðjan verði reist við Eyjafjörð, nánar tiltekið á Dagverðareyri, þar sem fyrr- um var síldarverksmiðja, en er nú geymslustaður fyrir tunnur og timbur Tunnuverk- smiðju ríkisins. Fyrir tveimur árum keyptu þrír iðjuhöldar Dagverðareyri, eða þá átta hektara lands, sem áður var athafnasvaeði síldarverksmiðjunn- ar, þrjár hafskipabryggjur og húsa kost staðarins. Þeir sem keyptu eru Eyþór Tómasson, framkvæmda stjóri og eigandi verksmiðjunnar Lindu á Akureyri, Sveinn Guð- mundssó'n 'TrániIcttaihrdáStjóri vél- smiðjunnar Héðins og Sveinn Val- fells framkvæmdastjórií Vinnufata gerðarinnar. Mun þegar hafa ver- ið farið að tala um Dagverðareyri sem stóriðjustað þegar þremenn- ingamir keyptu. Þegar Tíminn hafði tal af Eyþóri Tómassyni í dag, sagði hann, að aðstaða fyrir hafskip til að at- hafna sig sig væri mjög góð á Dag verðareyri. Hún væri fyrsta flokks staður hvað það snerti. Og hann sagði jafnframt að hann vonaði að verksmiðjan yrði staðsett í Eyjafirði vegna þess að þar væri hægt að uppfylla öll skilyrði um vinnukraft og aðstöðu og raunar ætti Eyjafjörður rétt á þessu. Raf magnsmálin yrði þó að leysa áður, því eins og nú væri komið, væri rétt á takmörkunum að rafmagnið frá Laxá reyndist nægjanlegt. Tal að hefði verið um að leiða raf- magn norður yfir öræfin frá Þjórs- á, en hvernig sem það færi, þá væri það staðreynd, að virkja yrði bæði Þjórsá og Jökulsá, áður en langt um liðið. Fram hjá þeirri staðreynd yrði ekki komizt. Eyþór sagði að það mundi ekki standa á núverandi eigendum Dag verðareýrar að semja um aðstöðu fyrir aluminíumverksmiðju á staðnum, og jörðin Dagverðareyri væri föl, þannig að landrými ætti að verða tryggt, ef til kæmi. Fryst grænmeti komið FB-Reykjavík, 7. febr. Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj um gerði í sumar tilraun með að hraðfrysta ýmislegt grænmeti. — Grænmetið hefur verið til sölu i Náttúrulækningabúðinni að und- anförnu, og segja þeir sem reynt hafa að það bragðist sérlega vel. Við náðum tali af Unnsteini Ólafssyni skólastjóra garðyrkju- skólans og spurðum hann um græn metið. Lagði hann mikla áherzlu á, að hér væri einungis um tilraun að ræða, en hann hefði í sumar látið frysta dálítið af tómötum, gúrkum, káli, gulrótum, rabbar- bara og berjum í tilraunaskyni, og nú nýlega hefði nokkuð af græn- metinu verið sett í Náttúrulækn- ingabúðina til sölu. Unnsteinn sagði að stefnan væri sú, að hægt væri að hafa ísl, græn- meti á borðum allt árið. Græn- metið væri tekið, þegar það væri bezt að sumrinu, hreinsað og skor ið niður eða meðhöndlað eftir því, sem óskað er. Að því loknu er það kælt og síðan látið frjósa. Þessi frysting má ekki vera hæg heldur verður að snöggfrysta græn metið niður í -í- 40 stig. Eftir nokkrar mínútur er það tekið úr frystinum og eftir það er nægi legt að það sé geymt við 18—25 stiga frost. Einna veigamesta at- riðið er að grænmetið frjósi snögg lega, til þess að hjá kristalla- myndun verði komist, því ískristall amir sprengja grænmetið eins og menn þekkja hvað bezt af kar- töflum, sem hafa frosið. Grænmetið er geymt í loftþétt um umbúðum, en þar sem hér er einungis um tilraun að ræða, hef- ur ekki verið tekin nein fullnað- arákvörðun um umbúðirnar yfir leitt, ef framhald verður á þessari starfsemi, og heldur ekki á stærð þeirra. Eins og er, geta húsmæð- umar fengið það, sem þær vilja vegið upp í búðinni. Þær geta svo geymt grænmetið eftir vild í ís- skápnum heima, og þegar það er matreitt verður að setja það nið- ur í sjóðandi vatn,- án þess að láta það þiðna áður. Unnsteinn sagði okkur, að gúrk ur væru sérlega heppilegar til frystingar, en aftur á móti verða tómatar of linir til þess að hafa þá ofan á brauð, eins og aðallega er gert hér, þegar frostið er far- ið úr þeim. En þá má nota í tóm- atsúpur og pressa þá í tómatsafa, og til þess eru þeir mjög góðir, sagði hann. Einnig er hægt að nota þá í alls kyns salöt. Atvinnudeild Háskólans rann- sakar nú þetta hraðfrysta græn- meti, í þeim tilgangi að sjá, hvort það hafi glatað einhverju af nær- Framhald á 15. sfðu. ÞAKKAR SAMUD Forseta íslands barst í gær bréf frá frú Jacqueline Kennedy, ekkju John F. Kennedy, hins látna forseta Bandaríkja Ameríku, sem hljóðar svo í fslenzkri þýð- ingu: Eg kýs að senda um yðar hendur hjartanlega þökk til íslenzku þjóðarinnar fyrir auðsýnda innilega samúð á tímum sorgarinnar eftir dauða mannsins míns. Það hefur verið mér hugg un og styrkur að frétta af þeim þúsundum íslendinga, sem komu í ameríska sendi ráðið, til að votta samúð sína, heyra um athöfnina á Alþingi og frestun funda til minningar um mann minn, og fjölsótta minningarat- höfn í Dómkirkjunni. Það var mér og kærkomið að Guðmundur f. Guðmunds son, utanríkisráðherra, var viðstaddur útförina fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar. Það er ósk mín og von, að yðar og mín þjóð megi í sorg okkar beggja styrkjast í þeim ásetningi að starfa fyrir og stefna að okkar sam eiginlegu hugsjónum. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.