Tíminn - 08.02.1964, Side 9

Tíminn - 08.02.1964, Side 9
\ Kvikmynd í þágu uppeldismálanna FYRIR NOKKRU var skýrt frá þvl í Ríkisútvarpinu og blöðum, að Magnús Sigurðsson, skólastj., hefði afhent þiskupsskrifstofunni fé að upphæð kr. 100 þús., er verja skyldi til að bæta úr böli æskufólks og til að flýta fyrir byggingu heimila fyrir afvega- leidda æsku- Er fé þetta inn kom- ið fyrir sýningar á kvikmyndinn', Úr dagbók lífsins, sem Magnús lauk við að gera á síðastliðnu ári. Var hún sýnd hér í Reykjavík alloft fyrir jólin við góða aðsókn. í jólaleyfinu ferðaðist hann með hana til Snæfellsness og sýndi hana á nokkrum stöðum þar og einnig í Borgarnesi og á Akranesi. Voru tvær sýningar á sumum stÖð, um, því að aðsókn var mjög góð og myndinni alls staðar vel tekið. Eitthvað sá ég skrifað um mynd ina í blöðum um það leyti, sem sýningar stóðu yfir hér í Reykja- vfk, en þar sem ég tel, að hér sé um að ræða merkilegt framtak, vil ég leggja orð í belg. Hver er tilgangur Magnúsar Sig- urðssonar með því að gera þessa kvikmynd og sýna? Hafi einhverj- um komið til hugar, að þar réði gróðavon, má sá hinn sami slá þar striki yfir. Afhending fjár þess, sem greint hefur verið frá, sýnir tllganginn. Hann er í þjónustu upp eldisins. Magnús hefur um langt skeið haft afskipti af uppeldi bama og unglinga sem kennari og íkólastjóri, en einnig var hann um mörg ár i barnaverndarnefnd og er nú í bamaverndarráði. Hef- ur hann þannig komizt í náin kynni við þau vandamál og þá margvislegu erfiðleika, sem við er að glíma, þegar heimili gerast ó- fær til að gegna skyldu sinni um uppeldi bamanna. Það björgunar- starf, sem barnaverndamefndir geta unnið, nær skammt, þar sem oft er ekki um neinn stað að ræða, er beri skylda til að taka við þeim börnum og geti orðið þeim gott heimili. Eg lit á þetta afrek Magnúsar (ég hika ekki við að kalla það af- rek) sem sókn í barnaverndarmál- um. Og sú sókn fer fram á tvenn- um vígstöðvum. Fyrst og fremst er ætlunin að afla fjár, til þess að unnt verði að reisa og starfrækja nauðsynleg heimili fyrir afræktu bömin. Þar hefur nú þegar unnizt sígur í fyrsta áhlaupi, en vonandi vinnast fleiri slíkir. Að hinu leytinu er hér um að ræða sókn inn á við. Sú aðferð að taka börn eða hálfvaxna unglinga af heimilum, sem orðin eru ger- spillt, og koma þeim til dvalar á opinberum stofnunum eða sveita- heimilum, er líkt því að flytja fár veikan sjúkling í sjúkrahús. Batinn er aldrei viss, sízt fullkominn bati. Betra væri að koma í veg fyrir sjúkdóminn, ef það væri unnt. Ef það tækizt að opna augu almenn- ings fyrir ýmsu því, sem oft verð- ur upphaf þeirra meinsemda, er siðar gerspilla heimilunum, væri ekki til einskis barizt. í þessu sam bandi má minna á orð Heilagrar ritningar: „Sá, sem þykist standa, gæti þess, að hann ekki falli“. Það er ekki alltaf að kenna drykkju- Ekap foreldra þegar illa tekst, þó að þaf sé voðinn geigvænlegast- ur. Ýmiss konar mistök á uppeld- Inu, einkum í byrjun, verða oft Srlagarik. Hvernig er svo þessi kvikmynd, Úr dagbók lífsins? Eins og nafn- ið bendir til er hér um að ræða lífið sjálft, en þó aðeins þætti úr því. Myndin er sönn, þótt hún sé leikin. Atburðirnir hafa allir gerzt í raun og veru og það hér mitt á meðal okkar — í Reykjavík. Þeir eru valdir úr skýrslum barnavernd arnefndar og lögreglunnar. Leik- endur eru ólærðir, og sumir þeirra hafa aldrei komið á leiksvið fyrr. Eru það einkum kennarar hér í Reykjavík og börn þeirra. Ég verð að játa, að ég hef litla þekkingu á gerð kvikmynda og þeim kröf- um, er sjálfsagt þykir að gera til þeirra, sem þar taka að sér hlut- verk. Telja má víst, að mörgu hefði verið gerð fullkomnari og glæsilegri skil af vönum leikurum. Hins vegar dáist ég að því, hve þetta lítt vana fólk leikur margt vel og eðlilega. Á myndinni sjáum við einkum skuggahliðar heimilanna, og eru sumar þeirra mjög dökkar. Má vera, að mönnum þyki ótrúlegt, að svo hryllileg svívirðing skulí finn- ast mitt á meðal okkar. Við skul- um vona, að slík heimili séu fá. En ekki er furða, þótt börn verði að andlegum vanskapningum við það að alast upp við slíkan kulda og kæruleysi, drabb og ólifnað sem þarna er sýnt. Og dæmin eru nokk uð mörg og verða áhorfendum minnisstæð. Hér skulu nokkur nefnd: Drengur kemur hvað eftir ann- að of seint í skólann, vegna þess að hann hefur ekki svefnfrið á heimilinu. Er þar foreldrunum um að kenna. Hann er drifinn upp úr rúminu á þeim tima, sem hann á að vera mættur í skólanum, vaK inn af æstri móður sinni og rek- inn af stað án þess að fá þurrt eða vott til næringar. Þetta endurtek- ur sig, þrátt fyrir góðan vilja drengsins að gera skyldu sína- — Augljóst er, hvert stefnir. Vilji drengsins sljóvgast við síendur- tekna ósigra, og að lokum verður nann kærulaus. Annað dæmi: Móðir gefur lít- iili dóttur sinni svefnlyf til þess að komast út að skemmta sér. •— Þetta mistekst þó. Bamið vaknar og hleypur grátandi út á nátt- klæðunum til þess að leita að henni. Átakanlegt er að sjá inn á heim- ili að morgni jóladags. Smábarn situr uppi í rúmi og nagar hráa rjúpu, en foreldrarnir liggja dauða drukknir innan um brotnar áfengis fíöskur og hvers konar skran. Drengsnáði fer hverja ferðina eftir aðra, stelur úr verzlunum og færir móður sinni fenginn. Hann fær því meiri þakkir sem þýfið er verðmætara. Unglingsstúlka, sem hefur misst allt traust á heimili sínu, fer að heiman og út í skip. Lögreglan sækir hana þangað, er hún þá of- urölvi og gerir tilraún til að kasta sér i sjóinn. Einna átakanlegast finnst mér að sjá inn á heimilið, þar sem óvild milli hjóna var órðin svo megn, að móðirin sleit fötin utan af litla drengnum sínum og hrinti honum frá sér, vegna þess að fað- irinn hafði klætt hann gegn vilja bennar. Nokkru síðar (þá er kotn- in nótt) sést inn í svefnherbergið, þar sem feðgarnir sofa, en þá sit- ur móðirin enn þá inni í stofunni með frosinn svip. Litli drengurinn hennar hefur ekki svifið inn í draumalöndin vermdur móður- hlýju kvöldið það. Þarná er vér- ið, að bera barnssál út á klakann. Svo sem sjá má af þessum dærn um, er efni myndarinnar einkum neikvæðs eðlis, þ. e. ætlað til við- vörunar. Vera má, að sumum þyki þar ekki rétt stefnt. Ég játa, að ég hef meiri trú á hinu jákvæða i öllu, er að uppeldi lýtur. Hitt er þó' augljóst, að til þess að hægt sé að lækna mannleg mein, þarf að þekkja þau. Læknir hefst ek'd handa um aðgerðir fyrr en hann veit, hver meinsemdin er. Hér er verið að kynna alvarlegt þjóðar- mein, voða, sem er mitt á meðal okkar og fer áreiðanlega vaxandi, sé ekkert gert til úrbóta. Ég trúi , því vart, að fólk horfi svo á þesa I mynd, að það hrærist ekki til meðaumkunar með börnunum, sem eru svo ólánssöm að alast upp á spilltum heimilum, þar sem fram- tið þeirra er stefnt í beinan voða. Nú er meðaumkunin ein ekki mík ils megnug, en hún vekur samúð og myndar þannig andlegan jarð- veg fyrir ræktunarframkvæmdir í uppeldismálum. Og þær hljóta að vera í nánd. Þá munu áhrif myndarinnar — hið neikvæða — hrinda fram já- kvæðu starfi á sama hátt og myrkr ið knýr okkur til þess að kveikja ljós. . Ég vil að endingu hvetja fólk til þess að sjá þessa kvikmynd, þegar þess verður aftur kostur. Með því styrkir það gott mál. Auk þess hefur fullorðið fólk gott af því að horfast í augu við sannleikann, þótt hann sé stundum nokkuð beizkur. Hafi Magnús Sigurðsson þökk fyrir framtak sitt. Eiríkur Stefánsson. I Raunsæi i. í Tímanum 31. júlí birtist grein um drauma, og segir þar frá ýms um nýlegum athugunum varðandi draumlífið og ekki ófróðlegum. Nokkuð er þar minnzt á drauma- kenningu Freuds og hann sagður hafa lagt grundvöllinn að nútíma draumarannsóknum með fjölda nýrra ályktana. Þó fæ ég ekki bet ur séð en að þær nýju athuganir, sem þarna segir frá, samrýmist miklu betur annarri draumafræði en Freuds. Draumafræði dr. Helga Pjeturss er það, sem ég á við. Skulu brátt tekin nokkur dæmi úr greininni þessu til sönnunar. Sannleikurinn er sá, að drauma skýringar dr. Helga hafa mikla yfirburði yfir aðrar draumaskýr- ingar, þar með taldar skýringar Freuds, þó að þær skýringar njóti stórum meiri frægðar og viður- kenningar en sem komið er. En á þvi kynní að verða breyting fyrr en varir. Raunsæi er það, sem yfirburðir draumakenningar dr. Helga byggj ast á, raunsæi í athugunum og á- lyktunum, sem tilfinnanlega skort ir hjá Freud og öðrum slíkum, er kunnastir hafa orðið af því að rita um drauma. Niðurstaða Freuds um draumana varð eins og kunn- ugt er sú, að dulvitundin sem, * Sigurður Halldórsson bóndi að Efri-Þverá í Vestur-Húnavatns- sýslu var á ferð hér syðra á dög- unum og hitti Tíminn hann snöggv ast að máli að spyrja frétta úr sveit lians, Þverárhreppi. Hefur Sigurður, auk búskaparins, gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, situr í hreppsnefnd og stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, en orð hefur farið af þvi, hve hagur þess sé góður þrátt fyrir miklar bygging- arframkvæmdir, sem félagið hef- ur staðið í hin síðustu ár. SIGURÐUR HALLDÓRSSON HROSSUM FÆKK- — Hvernig hefur tíðarfar ver- ið hjá ykkur undanfarið? — Vorið, sem leið, var mjög vont, frá því í apríl og fram á mitt sumar, snjóaði í júlí, sem víð- ar um land. Þó gerði hlýindakafla í júnímánuði og gras spratt furðan lega. Hey voru sæmilega vel verk- uð, og þó náðust ekki hey sums staðar. Haustið var ekki eins gott og það næsta á undan, varð hag- laust upp úr 20. september og varð að taka skepnur á gjöf. Göngum og réttum á heiðum varð að fresta, en vanhöld urðu ekki svo heitið gæti. — Hvaða skepnum fjölgar helzt hjá ykkur seinni árin? — Hiklaust má segja, að helzt fjölgi kúm upp á síðkastið. Áherzla hefur verið lögð á að auka mjólk- urframleiðslu, einkum eftir að mjólkursamlagsstöðin á Hvamms- tanga endurnýjaði vélakostinn svo mjólkurvinnslan hefur gengið ó- líkt betur. •— En hvað um hrossarækt, haf ið þið ekki gert eitthvað af því að selja til útflutnings? — Almennt hefur það ekki ver- ið, þó að einstaka menn hafi selt hross út með milligöngu Páls frá Fornahvammi. En yfirleitt hefur hrossum fækkað. Til útflutnings þýðir ekki að ætla sér að selja nema gallalaus og tamin hross og þó fæst ekki fyrir þau nema á fjórða þúsund og um þúsund fyrir folaldið. Menn hafa sem sagt gef- ið sig meira að kúaræktinni. — Hvað um félagslíf í þinni sveit? Hafið þið fengið félags- heimili? — Það er sama sagan hjá okk- ur og víða annars staðar, að unga fólkið leitar burt á vetrum, fer í skóla og annað, svo þá er ekki að búast við fjörlegu félagslífi, þegar unga fólkið vantar. Það er gott til þess að vita, að Reykja- skóli í Hrútafirði var endurskipu- lagður og náði sér aftur á strik með nýjum skólastjóra. Hvað fé- lagsheimili áhrærir þá er nýtt í smíðum á Hvammstanga, og það á að vera fyrir alla sveitina. draumakenninga hann nefndi svo, skapi þá, og að í draumum sé um að ræða útrás hvata og óska, sem einstaklingur- inn hafi bælt niður í vöku. Mjög á annan veg varð hins vegar niður staða dr. Helga um draumana. Og á þá leið, að undirrót draums væri ævinlega, ekki hugsköpun, heldur samband sofandans við einhvern vakanda, draumgjafa. Draumvit- undin sjálfsvitund annars, sem framleiddist í dreymandanum. Draumsýnirnar utanaðkomnar sbr. hugsanaflutning, um nokkurs kon ar lífrænt sjónvarp að ræða, flutn ing skynjana úr vakandi heila- í sofandi. Draumsambandið sagði hann að ætti sér stað jafnvel yfir órafjarlægðir himingeimsins, við íbúa annarra stjarna, eins og sum draumareynsla bæri með sér. Veit- ir þessi kenning .þannig útsýn mjög stórkostlega fram yfir aðrar draumakenningar. Alheimssam- bandsmöguleikar mannsins koma í ljós, líffræðin færð út til stjarnanna og framlífsfræðin haf- in, upptök og eðli margvíslegrar dulrænnar reynslu, og raunar lífsins sjálfs. verður ljóst og nátt- úrufræðilega skilið. Er það undireins góð bending um sannleiksgildi draumakenning ar þeirrar, sem hér um ræðir, að hún skuli þannig jafnframt veita lausn á rhörgum öðrum torleyst- um viðfangsefnum. Slíkt er jafn- an einkenni mikilla uppgötvana. Má hér t. d. minna á hvernig að- dráttarlögmál Newtons, færði sam tímis lausn á ýmsum öðrum göml um gátum. 2. Virða skal nú fyrir sér út frá kenningu dr. Helga nokkur dæmi úr fyrrnefndri grein. Þar stendur þetta m. a.: „Eru draumarnir í litum, eða svarthvítir? Hvort tveggja er algengt, og er engin skýring til á því hvers vegna sum ir draumar eru í litum en aðrir ekki. En það er staðreynd að þeir draumarnir eru öllu fleiri, sem okkur dreymir í litum en hinir“. Ekki er við því að búast að vel gangi að finna skýringu á þessu, meðan byggt er á dulvitundar- kenningu Freuds varðandi draum- ana. Því að væru draumsýnirnar framleiðsla einhverrar dulvitund- ar, væri ekki sjáanleg nein ástæða til þess, að þær skuli vera þannig ýmist með litum eða án þeirra. Allt öðru máli gegnir sé á draum sýnirnar litið sem fjarskynjanir. Fjarskynjanir — segir dr. Helgi einhvers staðar — eru mismunandi að lit/yllingu og ljósmagni. Og hann vakti athygli á því, að annar- Framhald á 13. sfSu. í M I N N , laugardaglnn 8. febrúar 1964 a

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.