Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 5
SEXTUGUR: Jdhann Skaptason sýslumaður Ég er ekki œinnugur á afmæli og varS hverft við í dag (6. febrú- ar), þegar útvarpið flutti þá frétt, að Jóhann Skaptason bæjarfógeti á Húsavík, sýslumaður Þingeyjar- sýslu, væri sextugur. Mér kom þetta á óvart, af því að maðurinn lítur út fyrir að vera miklu yngri. Hins vegar er mér ljóst við um- hugsun, að hann á svo merka og langa starfssögu, að afmælisfréttin átti ekki að þurfa að vekja furðu. í bókum stendur óhrekjanlega, £■'■ Jóhann Skaptason er fæddur í I'tlagerði í Grýtubakkahreppi í f ður-Þingeyjarsýslu, 6. febrúar 1C34. Hann er af traustum ættstofn um kominn, dugmiklum og greind um. Foreldrar hans voru Skapti Jó- hannsson b. þar og kona hans Bergljót Sigurðardóttir. Skapti var sonur Jóhanns bónda á Skarði í Dalsm. 1869—1912 Bessasonar b. 1 Skógum í Fnjóskadal Eiríksson- ar b. á Steinkirkju, sömu sveit, Hallgrímssonar. Kona Jóhanns á . Skarði og móðir Skapta, var Sigur laug Einarsdóttir bónda á Geir- bjarnarstöðum Bjarnasonar b. í Fellssell Jónssonar. (Voru Sigur- iaug móðir Skapta og Þórhallur ISskup Bjarnarson systrabörn). Kona Skapta var Bergljót Sigurð- ardóttir b. í Kolstaðagerði á Völl- um Guttormssonar alþm. og b. á Arnheiðarstöðum Vigfússonar. Skapti lauk námi í Möðruvalla- skóla 1891 og kvæntist Bergljótu 1897. Þau voru fyrstu árin hjá fór- eldrum hans á Skarði, en hófu búskap í Litlagerði vorið 1900. Þar bjuggu þau síðan til þess er Skapti andaðist haustið 1907, fer- tugur að aldri. Jóhann Skaptason var ágætur námsmaður. Hann gekk í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, var í fram haldsdeild hans og í fyrsta hópn- um þaðan, sem fór til Reykjavík- ur að taka stúdentspróf. Það var 1927. Var formaður í Stúdentafé- lagi Háskóla íslands 1929—1930. Lauk lögfræðiprófi við Háskóla ís- lands 1932. Las þjóðarrétt í Eng- landi og Danmörku, fékk til þess styrk úr Sáttmálasjóði. Var lög- fræðilegur fulitrúi og endurskoð- andi Olíuverzlunar íslands h.f. 1932—1935. Varð sýslumaður Barðastrandasýslu 1935 og gegndi því embætti þar til 1956, að hann gerðist bæjarfógeti á Húsavík og sýslumaður Þingeyjarsýslu, — ætt- ar og æskuhéraðs síns. Meðan Jóhann Skaptason var| sýslumaður í Barðastrandarsýslu kynntist ég honum lítið, eins og eðlilegt var, þvi að svo langt var á milli og fundum bar sjaldan sam- an. Hins vegar heyrði ég hans oft getið sem framúrskarandi reglu- sams embættismanns og áhuga- manns um þjóðnytjamál. Síðan Jóhann fluttist til Húsa- víkur höfum við aftur á móti haft mikið og margt saman að sælda og þykist ég því núorðið þekkja hann vel. Hefur sú kynning verið mér til mikillar ánægju,;— og ávinn- ings, því að alltaf er mikill ávinn- ingur að því að kynnast mikilhæf- um drengskaparmanni. Jóhann Skaptason er vasklegur maður á velli, fyrirmannlegur og kurteis í framgöngu. Hann er skörulega máli farinn, prýðilega ritfær og lætur ekki hlut sinn, ef í deilu fer. Hann er traustur emb- ættismaður, vandvirkur með af- burðum og strangreglusamur. Hann er vel að sér í sögu fs- lands og kann flestum betur að rökstyðja nauðsyn þess að sveitirn ar haldist í byggð og þjóðin gerist ekki borgarríki. Hygg ég, að fáir sem heyrðu, gleymi ræðu, er hann flutti um það efni á svonefndum Jökulsárfundi á Akureyri 1962. Hann er áhugamaður um þjóð- leg fræði, þjóðrækinn hugsjóna. maður, félagslyndur, en fer þó eigin leiðir. Hann er náttúruskoð- ari ogá allmikið náttúrugripasafn. Eitt hið fyrsta/ sem jóhann Skaptason gerði, þegar hann kom til Húsavíkur, var að byggja mjög vandað bæjarfógeta- og sýslu- mannssetur á völdum stað á Húsa- vík. Er þetta íbúð fyrir embættis- manninn með viðtehgdri skrifstofu hússbyggingu, þar sem einnig er fundarsalur fyrir sýslunefnd og skjalageymsla embættisins. Sýslufélagið gefur nú út árlega Árbók Þingeyinga. Jóhann Skapta- son hafði forgöngu um að sú út- gáfa var hafin og er driffjöður j þess fyrirtækis. Á Grenjaðarstöð-j um er byggðasafn, sem hann átti góðan þátt í að stofnað var. Þá tillögu hefur hann nýlega flutt, að á Húsavík verði reist vandað safnahús fyrir hið gamla, Bókasafn Þingeyinga, héraðsskjala safn, náttúrugripasafn og sjóminja safn. Við þessi söfn vill hann að, vísindamaður verði fenginn til að starfa. Þetta er aðeins nefnt sem dæmi. En Jóhann Skaptason er í stuttu máli sagt: áhugamaður um öll þjóð holl menningarmál og hagnýtar framkvæmdir. Jóhann er kvæntur ágætei konu, Sigríði Víðis, dóttur Jóns Þveræ- ings bónda á Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 1892—98, en síðar bókhaldara í Reykjavik, og konu hans Halldóru Sigurðardótt- ur, er var systir Bergljótar móður Jóhanns. Jón var bróðir Bcnedikts á Auðnum, Jónssonar. Heimili bæjarfógeta hjónanna á Húsavík er vel búið og fallegt. Þau eru höfðingjar heim að sækja og gestrisin við alla, er þangað koma. Gott er að sextugur maður, sem er mikilhæfur og heilsugóður, get- ur enn átt mikið ólifað fyrir sig, samferðamenn sína og þjóð sína. Ég leyfi mér að tilefni sextugs- afmælisins að flytja Jóhanni Skaptasyni alúðarfyllstu þakkir fyr ir störf hans í Þingeyjarþingi og persónulega viðkynningu, um leið og ég óska honum og frú hans allra heilla á komandi dögum. pt. Reykjavík, 6. febr 1964. i Karl Kristjánsson. I Þáttur kirkjunnar Skuggi krossins A einu þeirra listaverka, sem notuð hafa verið sem altaris- tafla, er hrífandi fögur mynd, sem gæti átt svo vel við sunnu- daginn í föstuinngangi, þegar kirkjan hefur upp minningu um krossgöngu Krists. Myndin er af vegi, sem á hvorki endi né upphaf innan takmarka hennar. Og yfir veg þennan fellur skugginn af há- um og þungum krossi, sem þó ekki sést sjálfur á myndinni, heldur virðist reistur upp utan hennar, en í mikilli nánd. Öll myndin er mótuð hátíðlegum alvörublæ. Ef við hugsum okkur kirkju- árið með öllum sínum helgidög um eins og veg, sem við eigum að ganga, þá væri sá vegur lík- ur veginum á myndinni. Skuggi af < krossi fellur j'fir hann og hvílir síðan yfir honum alla leið, unz þessi vegur endar á helgasta stað heimsins, uppi á Golgatahæð. Og það eru vissir ómar ljóðs og söngs, sem í vitund okkar íslendinga eru tengdir þessum vegi og þessum skugga, en það eru hljómarnir frá Passiusálm- um Hallgríms Péturssonar. Þótt margar þeirra trúarskoð ana, sem þar koma fram, falli ekki saman við hugsanir nú- tímamanna, þá er líkt og það skipti litlu máli, og er það gott dæmi um, að andi, líf og tilfinn ing er öllum bókstaf æðra, það er fyrst og fremst hin djúpa innlifun og kaerleikur til Krists og kenninga hans, sem tengir mannshjörtun í þá heild, sem heitir kristindómur, en ekki misjafnar skoðanir kynslóða og kirkjudeilda, sem oftast hafa sundrað fremur en sameinað, ef úít í þá sálma var farið. Hvaða guðfræðikenningar, sem menn aðhyllast, geta þeir allir sameinazt í skugganum af krossi Krists, tákni hins fórn- andi kærleika, sem gefur allt, jafnvel líf sitt til að fullkomna hugsjón sína í veruleikanum og leysa ef verða mætti járnfjötra þröngsýni og heimsku, fordóma og haturs af hjörtum og hugum mannkyns og einstaklinga, Á krossinum er Kristur stærstur, þar birtist hann í allri sinni dýrð sem ímynd alls hins göfgasta í mannlegri sál, sem Guð í mannlegu holdi. Og hvert sinn, sem hetjudáð er drýgð með fórn og þjáningu í hættum o’g nauðum, hljótum við að minnast hans og finna ættarmótið milli þess, sem þjá- ist og sigrar og hans, sem bar krossinn á Via Dolorosa. Og þó er Kristur á krossi sín- um ekki síður tákn þess rang- lætis, sem marfiur h lur orðið að þola, tíkv J&ja kúgaða, 'kramda og pínda, sem kallar á réttlætisvitund hvers göfugs drengs til úrbóta. Hversu marga hefur alls konar grimmd og margs konar hleypidómar krössfest, ofsótt og hrakið bæði beinlínis og óbeinlínis. Heilar þjóðir, margar milljón ir manna hafa fallið á okkar öld í • kristnum Löndum fyrir sams konar hugsunarhætti og þeim, sem negldi Jesúm á kross inn, jafnvel og ekki sízt í Mið- Evrópu, sem þó er vagga Lút- herskrar kirkju. Það mætti sannarlega vekja til umhugsun- ar um, að hér gengur eitthvað úrskeiðis meö kenningar sann- leikans og kærleikans, sem Kristur flutti. Svartasti skuggi krossins á okkar öld stafar frá Gyðinga- morðum þeirra, sem þóttust uppaldir við móðurbrjóst kirkj- unnar í helgisiðum og kirkju- göngum. Þann skugga, þann blett verður erfitt að má af. Og kannski verður það aðeins gert með blóði og tárum síðar á ferli mannkyns. Það er líkt og hver kynslóð, hver öld, hver einstaklingur, eigi sína krossgöngu, sinn Via Dolorosa. Það er eins og við séum alltaf að krossfesta Krist. Og nú eru kynþáttaofsóknir og kynþáttamisrétti og kúgun mest áberandi á þessum krossfesting- arferli. En maður líttu þér nær. Fast an minnir ekki einungis á síóru skuggana og þungu krossana, sem allir sjá og þekkja. Þú eða ég gætum unnið að krossfestingu án þess að gera okkur þess fulla grein. Þess vegna væri ástæða til að íhuga á komandi föstutíma: Hvern ert þú að krossfesta? Hver ber krossinn, sem þú hamraðir saman? Og hvar er krossgöngubrautin, sem þú hef- ur markað? Sérðu skuggann af krossinum í grennd við þig, án þess að bera þangað birtu, án þess að lyfta undir og létta hann? Eitt er víst, þú ert enn á veg- inum með Kristi Jesú. Hann er nær en þú heldur. Kannski er hann einhver af nágrönnum þínum, vinum eða ástvinum, kannski pú sjálfur. Það er þetta, sem boðskapur föstunnar ætti að minna þig á, um leið og hann tendrar samúð þína og skilning á þjáningum krossberanna í kringum þig. Boðskapur þjáningasögunnar á að vera sprengja, sem klýfur steinhjarta fordóma og sjálfs- elsku, plógur, sem ristir ófrjóa jörð hugsana og tilfinninga, arfaskafa illgresis, sem þarf að hverfa. Sálmar og ljóð, andvarp og tár hins góða, sem grýtt og krossfest er enn í dag á vegi þínum, ætti að vera vegvísir inn yfir landamæri kærleiks og frið ar, aflstöð yls og birtu í lífi og samfélagi manna og þjóða. Þannig verður skugga krossins þokað fjær. Árelíus Níelsson. J Hestur Rauður hestur tapaðist úr Kópavogi s.l. sumar. Mark: Sneitt fr. vinstra, biti fr- vinstra Ef einhver hefur orðið hestsins var, þá vin- samlegast hringið í síma 40308 eða 37006, Reyk.ia- vík. JSL EFNAI. AUGIN R J ó R G Sólvolfngötu 74. Simi 13237 Bormahlió 6 Simi 23337 i heiidsölu - Verð 125til 225 . Xiíííma TiS sölu Mercedes-Benz vörubifreið árgerð 1961 Einnig Fordson-Major traktor með ámoksturs- tæki og tætara. Nánari upplýsingar er að fá hjá Sigvalda Arasyni, Borgarnesi, sími 102 Furukrossviður — Harðtex Nýkomið: FURUKROSSVIÐUR: 4—6—8—10—12 m.m. hurðarstasrðir BRENNIKROSSVIÐUR: 3—4—5 rn.m- BIRKIKROSSVIÐUR: 3—4—5—6 m.m. HARÐTEX. Vb"—4x8'— 4x9'—5,7x7'. GABOON: 16—19—22— 25 m.m. NOVOPAN: 15—19 m.m- BIPAN: 18—22 m.m. GYPTEX: 10 m.m. EVOPAN-plastplötur á borð HÖRPLÖTUR: 18-20m.m. HLJÓÐEINANGRUNAR- PLÖTUR: 12x12". Skrifstofa Hallveigarstíg Vörugeymsla v/Shellveg- Síml: 2-44-59 K TÍMINN, sunnudaginn 9. febrúar 1964 ________ s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.