Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 8
FRÉTTAMAÐUR TÍMANS RÆÐIR VIÐ BARRY GOLDWATER: Hvai var Lyndon B. er jörð logaði í Panama? JHM-Minnea poös, 6. febr. FEÉ'XT AMAÐUR blaðsins fékk í dag viðtal við Barry • Goldwater, öldungadeildarþing- mann frá Arizona, sem nú er talinn vera einn af líklegustu frambjóðendum republikana í forsetakosningunum n. k. nóv- ember. Goldwater var hér í borg í dag til að halda nokkrar pólitískar ræður, en aðalerind- ið var að tryggja sjálfum sér stuðning á meðal fulltnia flokksins, sem sækja munu út- nefningar- og aðalfund flokks- ins í San Francisco n. k. júlí. Goldwater er aðalleiðtogi í- haldshluta republikanaflokks- ins og hefur fengið orð á sig fyrir að segja meiningu sina og er mjög geðþekkur maður að sjá; heiðarlegur á svip og hefur sérstaka persónutöfra, sem aukið hefur mjög fylgi hans meðal fólksins; enda eiga Bandaríkjamenn oft til að kjósa menn frekar eftir útliti en póli- tfk. Fyrsta spurningin var um á- lit hans á málunum í Vietnam. — Stjómin í Washington er önnum kafin við að kaupa sér atkvæði hér heima fyrir þessa dagana og lætur sig litlu skipta, hvað er að gerast í heiminum. Við verðum að fara að horfast í augu við ástandið, eins og það er, í Vietnam, og gera eitt- hvað til að bæta málin þar; við verðum að taka ákveðnari og ðrlagaríkari afstöðu nú þegar, ef við eigum að geta bjargað Vietnam frá valdatöku komm- únista. Frá hemaðarlegu sjón- armiði er Vietnam í þokkalegu ásigkomulagi, en það er póli- tíska hliðin, sem er í molum og komin að algjöm falli, en hana verður að bæta og það strax. — Hvað geta Bandaríkin gert til að styrkja NATO? — Áhugaleysi okkar er að fara með NATO til fjandans og það er dýrt spaug. Ég vil, að við látum bandalagið hafa meiri og betri nútíma vopn og betri hemaðartækni. Eins legg ég til, að við reynum að hafa meira og núnara samstarf við de Gaulle í öllum NATO-mál- um. — Hefur þú mikið álit á de Gaulle? — De Gaulle er einstakur maður að mörgu leyti. Getum við ásakað hann fyrir eigin ut- anríkisstefnu? Eða getum við ásakað hann fyrir að viður- kenna tilveru Bauða-Kína? Ég virði hann að því leyti, að Frakkland kemur fyrst í ha.ns augum og allt annað númer dvö. — Hvað finnst þér, að Banda ríkisstjórn eigi að gera í Kýp- urmálinu? — Atlantshafsbandalagið get ur að mínum dómi mjög vel leyst þetta vandamál, efns og bezt verður á kosið og í sam- einingu við viðkomandi aðila; og Bandaríkin eiga aðeins að gera það, sem bandalagið bið- ur okkur um að gera. — Ef þú verður kjörinn for- seti og Rauða-Kína gengur í Sameinuðu þjóðimar . . . — Eins og ég hef sagt svo oft áður, þá eigum við að draga okkur strax út úr sam- tökunum, ef Rauða-Kína verð- BARRY GOLDWATER ur leyfð innganga. Samkvæmt stjórnarskrá Sameinuðu þjóð- anna er fjarri því, að Rauða- Kína uppfylli skilyrði, sem nauðsynleg teljast til inngöngu. — Finnst þér sambúðin á milli vesturs og austurs vera að batna? — Frjálsræði er guðsgjöf og þar af leiðandi á hinn frjálsi heimur að gera allt til að koma í veg fyrir framgang kommún- ismans. Við heyrum það frá stjóminni í Washington, að Krústjoff sé alltaf að verða betri og betri, og að hann vilji meirj og betri frið í þessum heimi; og Washington segir, að við eigum að selja allar okkar sprengjuflugvélar í brotajárn til að gera Krústjoff ánægðari með lífið. Það er skylda okkar að berjast gegn kommúnisma og um leið bæta friðarhorfurn- ar í heiminum. — Ef þú verður forseti í haust, er það stefna þín að hætta að veita vanþróuðum löndum fjárhagsaðstoð? — Ég er á móti beinni fjár- hagsaðstoð við önnur lönd; ég tel það vera bara óhagstæðar peningagjafir; aftur á móti vil ég veita meiri lán, sem yrði dreift af sameiginlegri stofnun margra landa. — Hver er skoðun þín á Pan- amavandamálinu? — Þolinmæði okkar er á þrot um . . . — Hvaða „okkar“? — Okkar Bandaríkjamanna; við viljum, að þetta leiðinlega vandamál verði leyst sem allra fyrst. Eins og málin standa í dag, virðist ekkert ganga, — hvorki til né frá. Hvar var Lyndon B. Johnson, þegar Pan ama logaði í óeirðum? Kannski var hann að hlusta á stereo- plötuspilarann, sem Bobby Baker gaf honum? Það er mín skoðun, að hægt hefði verið að koma i veg fyrir þessi uppþot á skurðsvæðinu, en Washington hafði hvorki áhuga né ambassa dor á staðnum til að semja um málin; þótt stjómin hafi vitað, að óróleiki ríkti meðal fólksins. bæði Panamabúa og Banda- ríkjamanna, sem vinna við skurðinn. Svo er það annað mál, að við (hér á hann eflausf við stjómmálamenn og blaða- menn) eigum mjög erfitt með að fá upplýsingar um, hvað sé í rauninni að gerast þar sem stjórnin í Washington er mjöc treg að segja nokkuð, svo að við vitum ekkert, hvað er ver- ið að semja um og hvað báðir aðiljar vilja fá. Utn hvað erum við að semja? — Svo að við snúum okkur að forsetakosningunum; hefur þú tapað miklu fylgi við fráfa'l Kennedys forseta? — Mér er engin launung á því að ég hef tapað einhverju fylgi; t. d. vissi ég um vissa 600 fulltrúa, sem sækja mundu flokksþingið í San Franciseo og styðja mitt framboð, en eftir lát Kennedys féll talan niðttr í 450 til 500, en ég er mjög bjartsýnn á að auka fylgi mitt mikið á næstu mánuðum. — Heldur þú að kosningalof- orð demókrata: „Stríð gegn fá- tækt í landinu“, eigi eftir að tryggja þeim hiikinn sigur í haust? — Nei, demókratar geta ekki unnið kosningamar á þessu Jé- lega slagorði sínu. Það getur enginn og það veit enginn hvemig hægt er að útrýma fá- tækt fullkomlega, hvað þá að demókratar hafi nokkra get"ii til þess. Þetta loforð tryggir ekki afstöðu þeirra á neinn hátt. — Hvað um afstöðu demó- krata í þessum kosningum? — Þeir eru að bíða eftir að vera sigraðir og við repúblik- anar ætlum okkur að vinna stórkostlegan sigur yfir þeim. — Að lokum; hvað um þína eigin kosningu? — Það er eins með allar þær kosningar, sem ég tek þátt f, ég vinn í þeim öllum og eins ætla ég mér að vinna forseta- kosninguna á hausti komandi. Friðrik Ólafsson skrifar um Síðasta hindrunin Það fór sem flesta granaði, að enginn varð til að stöðva sigur- göngu Mikhaels Tals í alþjóða- skákmótinu í Reykjavík og bar hann að lokum sigur úr býtum með 12% vinning úr 13 skákum, sem er glæsilegur árangur. Síðasta alvarlega hindrunin, sem varð á vegi hans var Friðrik Ólafsson, en honum mætti Tal í næstsíðustu umferð. Varð viðureign þeirra bæði hörð og tvísýn og var um langt skeið ógerlegt að sjá, hver hefði undirtökin í skákinni. Það gerði gæfumuninn, að Friðrik rat aði í tímaþröng, einmitt þegar mest reið á, að leikirnir væru verulega íhugaðir og tókst Tal þá að snúa á andstæðing sinn. Gafst Friðrik upp í 39. leik, þegar mikið liðstap var fyrirsjáanlegt. Hv.: Friðrik Sv.: Tal Réti-byrjun 1. c4, Rf6 2. g3, c6 3. Rf3, d5 4. b3 (Eftir 4. Bg2, dxc4 kynni hvítur að lenda i erfiðleikum með að ná í peðið aftur.) 4. —, Bf5 (Þessa uppbyggingu notaði Lask- er með góðum árangri í hinni frægu skák sinni við Réti í New York 1924 og, er þaðan komið nafn afbrigðisins — New York afbrigðið.) 5. Bg2, e6. é.o-o; Be7. 7. Bb2, o—o 8. d3, h6, h6 9. Rbd2, a5 10. a3 (Til að geta svarað 10. —, a4 með b4.) 10. —, Rbd7 (Eftir skákina áleit Tal, að 10. —, Ra6 hefði verið nákvæmara til að hafa betra vald á b4-reitnum). 11. Bc3 (Hvítur undirbýr nú að leika 12. b4, en það vill Tal alls ekki leyfa.) 11. —, c5 12. Hel (Það kann að vera rangt, að leyfa svarti að loka miðborðinu, því að hvítur fær ekki eins mikið mót- vægi á kóngsvængnum og hann hafði átt von á. Annar möguleiki var 12. cxd5, exd5 (eða 12, —, Rxd5 13. Bb2, Bf6.) 13. d4.) 12. —, d4 13. Bb2, Dc7 14l h3. (Hvítur hafði í huga að leika hér 14. —, e5 15. e4, Be6 dxe frhl. 15. Hxe3, Rg4 og hvíta d-peðið fellur. Vænlegasta áfram- haldið hefði hins vegar verið 14. Rh4, Bg4 (Eftir 14. —, Bh7 gæti hvítur leikið 15. e4, dxe frhl. 16. Hxe3, g5 17. Rf3, Rg4 18. Hel, Bxd3 og nú á hvítur ýmissa kosta völ svo sem 19. h3, Rgf6 20. Re5 — eða 20. h4 — eða jafnvel strax 19. Rxg5.) 15. h3, Bh5 16. Dc2 og hvítur stendur nú mun betur að vígi .en í skákinni, þar eð svarti biskupinn stendur ekki vel á h5.) 14. —, e5 15. e4, Be) (Þarna stendu^ biskupinn nú mjög vel og hvítur geldur þess í fram- haldinu að hafa ekki rekið hann strax til h5 eða h7.) 16. Rh4, g6 17. Bcl, Rh7 18. Rdf3, Rg5 19. Rh2?! (Hálfgerð ævintýramennska, en hvítur vildi fyrir alla muni flækja taflið. Fengi hann þessa stöðu upp einhvern tíma seinna mundi hann vafalaust leika 19. Rxg5, enda er sá leikur miklu traustari og betri en 19. Rh2. Þannig getur ein skák orðið til þess að gjörbreyta hugmyndum manna um ákveðna stöðu.) 19. —, Rxh3t (Þessi leikur felur í sér skipta- munsfórn af hálfu svarts, en hann varð að taka eitthvað til bragðs, áður en hvítur næði að fylkja liði sínu til sóknar þ.e. með 20. Rg4 ásamt 21. f4 o. s. frv.) 20. Bxh3, Bxh3 21. Bxh6, Bxh4 22. gxh4, (22. Bxf8 væri hæpið hér vegna Bg5.) 22. —, Dd8 (Afræður að láta af hendi skipta mun, þar eð hvítur mundi ella ná undirtökunum eftir 22. —, Hfe8 23. Df3, Be) 24. Dg3.) 23. Bg5 (En hvítur afræður að þiggja hann ekki. Eftir 23. Bxf8, Dxh4 24. Df3, Hxf8 25. Dg3, Dh5 hef- ur svartur frjálsa stöðu og gott spil fyrir skiptamuninn og hæpið er, að hvítur fái nokkurn tíma fært sér í nyt liðsyfirburði sína.) 23. —, f6 24. Bd2, Kf7 25. Df3, Be6 26. Dg3, Hh8 27. f4, exf4 28. Bxf4, g5! (Tal áleit þessa tvíeggjuðu peðs- fórn eina úrræðið til að ná gagn- sókn. Hann hafði rétt fyrir sér.) 29. hxgð, Hh3 30. Dg2? (Hér verður hvíti á fyrsti fingur- brjóturinn, sem kannski er jafn- framt afgerandi. Tal áleit, að hvít ur hefði skilyrðislaust átt að leika hér 30. g6f, Kg7 31. Dg2, Dh8 32. e5 og er þá 'svarti kóngurinn ekki síður í hættu staddur en sá hvíti. T. d.: 32. —, Hf8 (32. —, f5 kemur varla til greina, því að hvítur á þá kost á því að leika Rh2-f3-g5 o. s. frv.) 33. Dxb7. Svartur neyðist nú til að leika —, f5 vegna hótunarinnar 34. exf6f ásamt 35. Hxe6. Hvítur leikur þá bezt 34. Dg2 hótandi 35. Bg5 á- samt 36. Bf6f, ef á þyrfti að halda) 30. —, Dh8 31. Hfl Framhald á 13. síSu. 8 T ÍMIN N. sunnudaalnn 9. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.