Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 6
 llllliil "■■■' mi"n7" i; 1111 ck'PArAn O rv KM r MU iliiil >••■•'' •'•'••• - :■ i .frt w —*_ — —* r , - Ógreidd skuld Benjamín Elríksson, banka- stjóri, hefur nýlega skrifað i Morgunblaðið langan og at- hyglisverðan ritdóm um bók Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein. Ritdómur þessi ber vott um mikla könnun heimilda og glögga söguskynjun. Margt athyglis- vert kemur þar fram, en mesta umhugsun hlýtur það að vekja, að höfundur dregur vel í ljós, að hlutur Benedikts Sveinssonar sýslumanns er enn ekki metinn sem skyldi. Hann tók upp baráttuna eftir Jón Sigurðsson, þegar þjóðin átti mun erfiðara hlutskipti en i tíð Jóns. Heima fyrir sóttu að óvenjuleg harðindi og uppgjafarhugur greip um sig, eins og vesturfarirnar sýndu bezt. Út á við jukust svo örðugleikarnir vegna þess, að hatrömm ihalds- stjórn kom til valda í Dan- mörku og sýndi íslendingum minnkandi skilning. Það var ðrðugt hlutverk að vera for- ingi íslendinga á þessum tlma. Um þetta segir Benja- mín réttilega í grein slnni: „Benedikt Sveinsson berst á tímum svartasta afturhalds- lns í Danmörku. Hann berst baráttu, sem flestir voru sam mála um að gæti ekki borið nelnn sjáanlegan árangur að slnni. Hann þurftl að stappa stáli í lið, sem var llla upp- lýst, vonlítið, þróttlítið og marghrakið. Hann er foring- inn á vonleysis-og uppgjaf artímum. En hann sá „stóru málin“. Og honum og hans mönnum var það fyrst og fremst að þakka að uppgjafar stemning, eins og sú sem við kynnumst hjá Hannesi Haf- stein 1885 og 1888, verður ekki að allsherjar undanhaldi. En hann liggur óbættur hjá garði. Jóni Sigurðssyni og Hannesi Hafstein hafa verið reistir minnisvarðar. Það er senn timi að greidd verði skuldin vig Benedikt Sveins- son“. Það eru vissulega orð í tíma töluð, að mál er til komið, að þjóðin greiði skuldina við Benedikt Sveinsson og viður- kenni þátt hans í sjálfstæðis- baráttunni. Benedikt, Valtýr o? Hannes Það var Benedikt Sveins- son sýslumaður, sem hóf bar- áttuna fyrir heimastjórninni. Það var raunverulega árang- ur af hinni skeleggu baráttu hans, að íslendingar fengu heimastjórn, en hún var mik- ill áfangi í sókn þjóðarinnar til fulls sjálfstæðis. f sam- bandi við þennan þátt sjálf- stæðisbaráttunnar, gerir Benjamin athyglisverðan sam anburð á þeim Benedikt, Val- tý Guðmundssyni og Hannesi Hafstein. Benjamín segir: >fNú getum við gert saman- burð á foringjunum Benedikt Sveinssyni, Valtý og Hannesi. Valtýr og Hannes byggja á afstöðu dönsku stjórnarinnar og orðum danskra ráðherra. Þeir vilja miða við vilja dönsku stjórnarinnar — hvað fáanlegt sé hverju sinni. Þeir bíða ósigur að lokum — báð- ir. Ósigurinn stafar af röngu mati þeirra sem stjórnmála- foringja. Gæfumunur þeirra stafar aftur á móti af mis- góðri mannþekkingu og mis- sterkri trú á þjóðinni. Bene- dikt grundvallar allt sitt á ís- lenzku þjóðinni. — Hann virð ist ekki einu sinni tala við Danina, sem hefði þó þurft að gera. Gengisleysi hans staf ar samt fyrst og fremst af velkleika þjóðarinnar. Laun eins embættismanns eru rök á Alþingi með eða móti — ákveðinni lausn á stjómar- skrármálinu, með eða móti innlendri stjórn. En hans stefna sigrar. Eftir því sem þjóðinni vex fiskur um hrygg, eftir þvi eflist stefna hans. Hún hefur sigrað gersam- lega“. Ráð Halldórs Snorrasonar Dagur á Akureyri birtir ný- lega viðtal við Bernharð Stef- ánsson. Talið berst m. a. að stjórnmálum. Bernharð seg- ir aðspurður, að honum Utist illa á þau. í framhaldi af því spyr blaðið, hvað honum lítist verst á. Bernharð svarar: — Þetta sífellda hrun á ís- lenzkum gjaldmiðli. Ég vann við banka i 30 ár, eins og þú veizt. Síðan er mér vel kunn- ugt um, hverjir eiga spariféð. Það eru ekki ríku mennirnir. Þeir hafa ekki sína peninga í bönkum, nema rétt I hlaupa- reikningum, til daglegra nota. Nei, það er sparsamt, bjarg- álna fólk, sem er að safna sér til einhvers ákveðins, svo sem til elliáranna, eða til að byggja hús. En peningarnir rýrna og rýrna. — Hvað er til ráða, Bern- harð? — Ég held, að þjóðin þyrfti að fara að eitthvað svipað og Halldór Snorrason. Það var gengislækkun lika. þegar Har aldur Sigurðsson blandaði peningana með tini og var kölluð Haraldsslátta. Þegar Halldór fékk sinn mála, þá kastaði hann málanum I hálm inn og vildi ekki þiggja. Hann kúgaði síðan hring af drottn- ingunni, ekta gullhring. Það. sem gerzt hefur hér á landi, er beint rán á vissum hluta landsmanna, og engir aðrir verða fyrir. Fólkið. sem lagði peninga í banka fyrir nokkrum árum, í einhverju sérstöku augnamiði, hefur ver ið rænt stórkostlega. Þetta llzt mér verst á. Núverandi ||g|f BENEDIKT SVEINSSON, sýslumaSur. stjórn stendur vitanlega fyrir þessu, hvort sem hún hefur ætlað að vinna svo illt verk eða ekki“. Tímabær aðvörun Bernharðs Bernharð víkur síðar í við- talinu að þeirri óhugnanlegu afleiðingu, sem hlotizt hefur af frystingu sparifjárins i Seðlabankanum. Hann segir: „Nú er svo komið, að allt bankakerfið er orðið að ein- um banka, með útibúum, sem verða að hlýða. Bankinn, sem ræður, er Seðlabankinn. Lán takendur fá neitun í peninga stofnunum, en ganga í þess stað fyrir dyr vina og ætt- ingja, sem einhverjar krónur eiga, til að fá þær lánaðar. En það eru ekki allir svo gæfu samir að geta fengið fé hjá vinum og kunningjum. Þeir fara þá, t. d, í Reykjavík, til okraranna. Þar verða þeir að skrifa undir skuldabréf á miklu hærri upphæð en út er greidd Ég held að liggi llfið á að stöðva þessa þróun, og það verður ekki gert með sölu skatti. Því söluskattur á allar vörur verkar eins og gengis- felling". Það er vissulega ekki ofsagt, að frysting sparifjárins er að verða ein mesta meinsemd ís- lenzkra efnahagsmála. Hún þrengir orðið svo að viðsklpta bönkunum, að þeir geta ekki lengur haldið uppi eðlilegri lánastarfsemi. Menn leita þá lánsfjár eftir öðrum leiðum, eins og Bernharð bendir réttl lega á. Þannig fer sparifég í sívaxandi mæli á svartan markað, en ekkert þykir aug- ljósari sönnun um rotið og spillt fjármálakerfi. ym Svo er nú komið, að stjórn- arliðið játar, að illa hafi tek- izt til í efnahagsmálum og þó sé útlitið verra. Það treystir sér ekki til að mótmæla þessu lengur. Afsökun þess er hins vegar sú, ag það sé stjórnarandstöð unni að kenna að svona sé komið Ef það væri rétt, að þetta væri stjórnarandstöðunni að kenna þá sannar það ekki annað en það, að ríkisstjórn- in er máttlaus og getulaus og er ófær um að stjórna. Ríkisstjórn sem viðurkenn ir slíkt, hefur raunverulega gefizt upp. Hún hrekst eins og strá fyrir vindi. Hún hefur auðsláanlega ekki lengur ann að áhugamál en að hanga i stjórnarstólunum, meðan þjóðarskútan hrekst stjórn laus fyrir sjó og vindi. Slík stjórn hefur hreinlega játað uppgjöf sína. Hún getur ekkert heiðarlegt gert annað en að segja af sér Það eltt er heiðarlegt af stjórn. sem seg- ist ekki geta ráðið og fylgt því fram, er hún telur rétt. 4lmennur ,ífevrissióður Eitt mesta stórmálið. sem lagt hefur verið fram á Al- þingi að bessu sinni, er án efa tillaga Ólafs Jóhannessonar og fleiri Framsóknarmanna um stofnun almenns lifeyris- sjóðs. Ólafur Jóhannesson og fleiri Framsóknarmenn fengu samþykkta um það tillögu á þingi 1957, að athugun færi fram á því, hvort stofnun slíks lífeyrissjóðs þætti tiltæki leg. Sérstök nefnd fjallaði síð an um málið og skilaði já- kvæðu áliti til ríkisstjórnar- innar í nóvember 1960. Þótt síðan séu liðin þrjú ár. hefur ríkisstjórnin ekkert gert í málinu. Því er þetta mál tek ið upp að nyju. Almennur lífeyrissjóður myndi stuðla að mjög mikil- vægri fjársöfnun, sem gæti haft þýðingarmikil áhrif til bóta á efnahagslífið. Hann myndi stuðla að stórauknu öryggi þar sem hann veitti viðbótartryggingu með al- mannatryggingunum. Þá myndi hann stuðla ag auknu jafnvægi milli stéttanna, þar sem sumar þeirra hafa komið sér upp slíkum sjóðum en aðr- ar ekki. Svissneskt vandamál UM MENN OG MÁLEFNI Svissneska stjórnin hefur nýlega gripið til víðtækra efnahagsráðstafana, sem stafa af sérstökum ástæðum. Erlendir fjáraflamenn hafa mjög sótzt eftir því seinustu árin að koma upp fyrirtækj- um þar eða festa fé í fyrir- tækjum þar, því að þetta hef- ur verið hömlulítið. Svissnesk Ir atvinnuvegir hafa ekkj ver ið aflögufærir um vinnuafl og því hefur orðið að flytja inn vinnuafl. Um 800 þús útlend- ingar vinna nú i Sviss og eru sumir búnir að vera þar lengi. Svisslendingum er ag verða ljóst, að þetta fólk munl ílengjast I landinu, ef sama þensla helzt á vinnumarkað- inum, og fleira sennilega bæt ast við. Fyrr eða síðar yrði vart komandi hjá því að veita því þegnréttindi með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir Sviss, bar sem svissneska þjóð in er ekki fjölmenn. TIl þess aö koma í veg fyrir áframhald þessarar þróunar og þenslu, sem var talin ógna svissneska gjaldmiðlinum. hefur sviss- neska stjórnin ákveðið að banna sérhverja erlenda fjár- festingu í landinu tvö næstu árin og banna jafnframt ýms ar framkvæmdir aðrar. sem ekki eru taidar aðkallandi. t. d byggingu skemmtistaða. Þannig hyggst stjórnin draga úr fjölda erlends vérkafólks og verja g.ialdmiðilinn verð- rýrnun af völdum óeðlilegrar benslu. Þetta sýnir, að lítil þjóð, sem hefur takmarkað vinnu- afl, verður mjög að gæta sín í sambanr’/ :dð erlenda fjár- festingu. Hún á þvi aðeins rétt á sér, að henni sé haldið inn- an hæfiiegra takmarka. Jafn- framt svnir bett.a a.ð ofbensla verður ekki stöðvug með neinu káki, heldur með bein- um takmörkunum eða tíma- bundnu banni á þeim fram- kvæmdum. sem helzt geta beðið. Framhald á 13. sí8u. TÍMINN, sunnudaginn 9. febrúar 1964 — 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.