Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 7
GIDSKE ANDERSON i Útgefi ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson Cáb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi riLstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: 'Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur f Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- iands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Lóðabraskið í Reykjavík Lóða- og byggingamál eru einn af höfuðþáttum í stjórn borgar og kaupstaða. Þessi mál hafa lengi verið í miklum ólestri í Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðisflokksins- Það er ekki einungis, að þar hafi ríkt hið versta misrétti, þar sem vinum og gæðingum hinna harðpólitísku stjórnar- valda í borginni hefur verið ívilnað með fyrirgreiðslu og forréttindum fram yfir almenna borgara, heldur hefur og lóðaúthlutun borgaryfirvalda beinlínis orðið gróða- drjúg brasklind sérgróðamanna, sem fá lóðir hvað eftir annað til þess að hefja byggingar og selja með okurágóða þeim, sem ekki fá lóðir úr náðarhendi borgaríhaldsins. Menn hafa vonað, að þetta ófremdarástand mundi lag- ast smátt og smátt með nýjum mönnum og batnandi sið- gæði, en því miður virðist lítið djarfa fyrir því. Upplýs- ingar borgarstjórans í Reykjavík um þessi mál á síðasta borgarstjórnarfundi gefa tilefni enn einu sinni til alvar- legra íhugana um þessi mál. Eitt veigamesta atriði til úrbóta í þessum efnum er það, að borgaryfirvöld hafi jafnan til úthlutunar snemma á ári nægilega margar lóðir til þess að fullnægja eðli- legri byggingarþörf, svo að þeir, sem vilja og geta byggt sér íbúðir, geti fengið lóðir. Mundi þá okrið úr sögunni og jafnvægi skapast, auk þess sem nokkur bót fengist smátt og smátt á húsnæðisskortinum sjálfum og húsaleiga þar með færast í eðlilegra horf. Nú veitir borgarstjórinn í Reykjavík þær upplýsingar, að á þessu ári verði engar nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar fyrr en í maí, júní eða júlí, en frá úthlutun verði að líða um þrír mánuðir, meðan verið er að gera lóðirnar byggingarhæfar, og því getur bygging ekki haf- izt á neinum lóðum, sem úthlutað er í ár, fyrr en í sept- ember eða október. Þá er sumarið liðið, bezti bygginga- tíminn. Þetta er óhæft ástand. Hér á landi er alveg sérstök ástæða til þess að borg- áryfirvöld kappkosti, að lóðaúthlutun fari fram í marz- apríl, svo að bygging geti hafizt í maí—júní. Um rök fyrir því ætti að vera óþarft að ræða. Upplýst er, að lágmarksþörf borgarinnar fyrir nýjar íbúðir sé 830 á ári. Borgarstjóri segir, að í fyrra hafi verið úthlutað lóðum undir 625 íbúðir. í ár á aðeins að úthluta rúmlega þeirri tölu, en byggingaframkvæmdir verða því sem næst engar á þeim á árinu, eins og fyrr er greint. Fyrirsjáanlegt er því, að ástandið fer enn versnandi í íbúðamálum borgarinnar. Borgarbúar sjá því fram á meiri húsnæðisvandræði, meiri okurleigu, meira brask með lóðir og hálf- eða albyggð hús, meira mis- rétti, fleiri aukabita handa náðarmönnum Sjálfstæðis- meirihlutans í borgarstjórn, vaxandi ófremdarástand. Það er dapurlegt útlit. Súgþurrkunín Það mun sammæli langflestra bænda, að súgþurrkun sé ein hin mesta nauðsyn og lyftistöng í búskap hvers bónda, sem byggir afkomu að meginhluta á heyöflun En slíkar framkvæmdir eru dýrar að stofni og hafa ekki notið eðlilegs opinbers stuðnings á borð við aðrar bún- aðarumbætur eða ræktun, en er þó hliðstætt. Með hlið- sjón af því og nauðsyn þess, að súgþurrkun komi sem allra fyrst á flestum býlum, hafa Framsóknarmenn lagt til á Alþingi, að umbótaframlag til súgþurrkunar hækki úr 10% í 40%. Er þess að vænta, að Alþingi samþykki þessa tillögu, svo brýn og eðlileg sem hún er. fÍMINN, sunnudaginn 9. febrúar 1964 — Styðja kommúnistar Deferre? FramboS hans hefur esidurvakig pólitískt lif í Frakklandi PÓLITÍSKT líf hefur nú ver ið endurvakið í Frakklandi. — Jafnaðarmaðurinn Gaston Def- erre hefur ákveðið að bjóða sig fram við forsetakosningam ar 1965. En þessu fylgir, að hið óleysanlega kommúnistavanda- mál ber aftur á góma. Vandamáli þessu má lýsa í fá- um orðum: Frönsk vinstri- stefna er máttvana ef komm- únistanna nýtur ekki við, en segja má að barátta hennar sé vonlaus með þátttöku þeirra. Gaston Deferre segist ætla að bjóða sig fram sem fulltrúa allra vinstrimanna gegn de Gaulle. Fyrsta viðfangsefni hans verður því, hverjum tök- um hann eigi að taka kommún- istavandamálið. FRÖNSK pólitík hefur sofið þyrnirósarsvefni síðan 1958. En ýmislegt hefur þó gerzt í land- inu á þessum árum. Þróun mála í Sovétríkjunum og frið- samlegri horfur en áður í sam- búð þjóða hafa haft sín áhrif, en þjóðfélagslífið er í upplausn í Frakklandi sjálfu. Tekið er að ræða ýmis merki leg mál, bæði meðal kommún- ista og jafnaðarmanna, og draumurinn um samtök launa- manna í Frakklandi þarf ekki endilega að verða að martröð eins og nú er komið málum. — Enn hefur ekki gerzt neitt á- þreifanlegt, en þó er afstaða manna tekin að breytast. Gaulleisminn hefur meira og meira nálgazt að verða íhalds- söm þjóðernisstefna og allir vinstri menn hafa fundið þörf- h ina fyrir samstöðu gegn hon- um. Gaulleistar hafa hagnýt.t sér öll tæki til fjöldaáróðurs enda fara þeir með völd í land- inu og eiga hægt um vik í þessu efni. - 1 JAFNAÐARMENN og kom- múnistar hafa efnt til ýmiskon- ar samstöðu gegn Gaulleisman- um, en þetta hefur einkum ver- ið samvinna forustu-manna og ekki að ráði snert fólk utan flokksstjórnanna- Guy Mollet fór til Moskvu í nóvember og Gaston Deferre tók þátt í þeirri för. Þeir áttu lan.gar við ræður við Krústjoff og aðra leiðtoga kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum. Flokkur jafnaðarmanna hef- ur hafið opinberar viðræður við kommúnistaflokkinn um ágrein ingsmálin, en þau eiga rætur sínar að rekja til utanríkis- stefnu ' Sovétríkjanna undan- gengna þrjá áratugi og skoðun- ar kommúnista á því, hvernig koma eigi sósíalismanum á. — Einnig hefur flokkur jafnaðar imanna hafið yfirgripsmiklar tilraunir til samvinnu meðal allra samtaka, sem aðhyllast skoðanir sósíalista, einkum með al verkalýðshreyfingarinnar og annarra atvinnusamtaka. Ætlun in er að ákvarða um nútímasó- síalisma, sem leið til einingar og endurnýjunar á lýðræðis- grundvelli- SVO LÍTUR út, sem nýjung- ar innan kommúnistaflokksins nái aðeins til smáuppreisna hinna ýmissu hópa gegn Maurice Thorez og flokksvél hans. Þessar uppreisnir eru jafnótt brotnar á bak aftur og DEFERRE leiðtogarnir reka upp siguróp. En fast mun sótt á, bæði ut- an flokks og innan. Byrjað er að reyna að milda hina járn- hörðu flokksvél, sem kennd hefur verið við stalínisma. Samkvæmt nýjum reglum leyfist meðlimum flokksins að verja sig, þegar forustan gagn- rýnir þá eða rekur. Kjör í hin- ar lægri stöður á að fara fram á ofurlítið lýðræðislegri hátt en áður. Og Thorez reynir á ýmsan hátt að gera flokk sinn meira aðlaðandi en áður. Þó verður að játa, að frá sjónar- miði áhorfanda miðast aðgerð- ir hans fyrst og fremst við að lifa ,,imildunina” af, án þess að breyta sér að nokkru ráði, og fyrst og fremst án þess að missa völdin. Kjörorðið er nú, að leggja þurfi fram sameiginlega stefnu skrá kommúnista, jafnaðar- manna og allra annarra lýðræö issinna til þess að takast megi að sigrast á Gaulleismanum. — Þetta er auðvitað aðferð Thor- ez til þess að reyna að laða alla vinstri menn undir merki sitt. JAFNAÐARMENN leggja ckki fram sameiginlega stefnu skrá með koimmúnistum eða taka þátt í neinum sameig- inlegum aðgerðum með þeim meðan samkomulag næst ekki um að fylgja meginsjónarmið- um lýðræðisins. Samt sem á'ð- ur slá þeir ekki á hina fram- réttu hönd, enda þótt þeir efist um einlægni Thorez, en máli'ð snertir eiginlega franska verka- menn, sem fylgja kommúnista- flokknum að málum. Jafnaðar menn munu því reyna að efla hina nýju hreyfingu innan ko.n múnistaflokksins, vegna fram- tíðarinnar. Margir trúa því, að friður komist á innan verkalýðshreyf ingar heimsins eftir tíu til tutt ugu ár. Þeir telja það skyldu jafnaðanmanna að reyna að '■ V'.:.« ,< hraða þessari þróun, án þess B þó að gangast korr.rnúnistum á H hönd eða láta þá svíkja sig. H En Gaston Deferre ætlM aó — bjóða sig fram við kosning- arnar 1965 og má því ekki vera að því að bíða eftir að þessi draumur rætist. Hans hlutverk er að sameina þann meirihluta vinstrimanna og lýð ræðissinna, sem álitið er að fyr ir hendi sé í Frakklandi. Og hann þarf á hverju einasta at- kvæði að halda ef honum á að takast að sigra de Gaulle. Gaston Deferre gen.gur að þessu verki í hreinskilni og hispurslaust. Hann forðast bæði fræðrsetningar og tækifæris- stefnu, en segir blátt áfram, að hann taki ekki þátt í neinu samstarfi við kommúnista. En hann segist þó gera ráð fyrir að fylgismenn kcmmúnista kjósi hann, þar sem hann leggi fram sósíalska stefnuskrá gegn íhaldssemi de Gaulle- KOMMÚNISTAR hafa brugð ið hart við. En þó virðist Def- erre hafa komið Thorez í klípu og hann hótar að senda sinn eigin frambjóðanda út af örk- inni, ef Deferre semur ckki við hann. Svar Deferre er, að fram bjóðandi kommúnista hafi cnga möguleika, á að sigra, og meiri hluti franskra kjósenda að- hyllist alls ekki kommúnistiskt „alþýðulýðræði". Thorez getur því ekki afrek- að annað en að tryggja de Gaulle sigurinn. Hann hefur rétt til þess, en það skal fara fram fyrir opnum tjöldum ef Deferre má ráða. Deferre stefnir að því að vinna kjósendur Thorez til fylg is við sig og sína sósíölsku stefnuskrá. Hann heldur því fram, að kommúnistaflokkurinn geti ekki talið þessa kjósendur trygga. 1958 snérist ein millj- ón kommúnista til fylgis við de Gaulle og það ætti að vera næg sönnun. Ástæðan var, að kjósendur kommúnista litu sín um eigin augum á málin og kusu heldur de Gaulle en ein- ræði hersins, hvað sem Thorez sagði. Gaston Deferre væntir, að kommúnistar taki sjálfstæða af stöðu til málanna og snúist til fylgis við sósíalska stefnuskrá hans, gegn de Gaulle. Hann tel- ur sig ekki þurfa að snúa sér til kommúnistaflokksins til þess að koma þessu í kring. Hann tel , ur sig ekki þurfa að biðja um leyfi til að mega veita atkvæð- um kommúnista viðtöku. MARKMIÐ Deferre er að sigra de Gaulle í kosningunum. Markmið Thorez er að losna úr einangruninni. Hann ætlar að nota forsetakosningarnar til þess að knýja fram samstarf við jafnaðarmenn og aðra lýðræð- issinna. Þá væri hann aftur orð inn virkur .þátttakandi í hinu pólitíska lífi, án þess að þurfa að söðla um. Deferre hefir lýst því yfir, að umræður þær, sem fram fara milli kommúnista og jafnaðar- manna snerti ekki framboð hans við forsetakjörið. Hann I er ekki andstæður þróuninni, en telur hana einungis snerta flokkana sjálfa og framtíðina. Framhald á 15. s(8u. —............................J z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.