Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 16
Fangahúsin sem fuglabjarg KJ-Reykjavík, 8. febrúar Mikið var um ölvun í Reykja- víkurborg í nótt, og fylltust allar fangageymslur lögreglunnar af drukknum mönnum. Eitthvað var um smá pústrut Framhalo á 15 siðu Mjallhvit og dvergarnir GB-Reykjavík, 8. febrúar. Jæja, börnln góð. Nú er að taka á allri þolinmæðinni, nú fer að styttast biðin, aðeins vika eftir þangað til MjalShvit og dvergatmir sýö birtast á frumsýningu í Þjóðleikhúsinn, og sfðan reknr bver sýningin aðra, svo að þið getið öll séð þessa gömln kunningja sem allra fyrst. Við skruppum út í leikhúsið í dag, og þá vildi svo til, að Mjallhvít og dverjarnir voru fyist þannig til fara sem þau eiga að vera í leiknum og eins og þið kannizt við þau úr sög- unni, og hérna sjáið þið þau á myndinni, sem Guðjón ljós- myndarí Tímans tók í dag. Ekki þarf að kynna hvern og einn af dvergunum, þið þekkið þá alla. En þeir, sem leika þá, heita Árni, Flosi, Gísli, Guðjón Ingi, Lárus, Sverrir og Valdimar. Og Bryndís verður Mjallhvít. Leik- stjórinn er hann Klemens, sem stjórnaði Kardimommubænum og Dýrunum í skóginum, og þið þekkið nú hann. Og gaman er að geta sagt ykkur það, að sá, sem þýddi leikritið og öll söng- ljóðin er enginn annar en hann Stefán Jónsson, sem orti kvæð- ið um Gutta og sögurnar um hann Hjal'ta litla og Óla frá Framhald á 15. siðu Línuveiðin sáratreg FB-Reykjavík, 8. febr. Gæftir hafa verið mjög slæmar þessa viku, og línubátarnir aflað illa. Yfirleitt hafa verið farnir þrír róðrar og meðalaflinn á bát er frá þremur upp í sjö lestir. Akranesbátar eru í þriðja róðri vikunnar í dag. í hinum tveimur höfðu þeir fengið 150 og 80 lest- ir, en bátamir eru 16 talsins. Línubátum frá Keflavík hefur gengið illa þessa viku, og eru þeir almennt í 3. eða 4. róðri i dag. Aflinn hefur ekki verið meir en 3—7 lesti á bát í róðri. Sandgerð- isbátar eru í fjórða róðrinum í Vélsetjari - ÓSKAST Í PRENTSMiÐJU TÍMANS Ræða framtíðarskipulag íslenzka landbúnaðarins KJ-Reykjavík, 8. febr. Á föstudagin kom hingað til landsins prófessor Svardström frá Uppsala landbúnaðarháskól anum, en hann er hér til skrafs og ráðagerða við Búnaðarnefnd ina svokölluðu sem kosin var á síðasta hausti til að ræða um framtíðarskipulag landbúnaðar á íslandi og stöðu hans í dag. í nefnd þessari eiga sæti þeir Sveinn Tryggvason framkvstj. Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, Einar Ólafsson bóndi í Lækjarhvammi, dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, Hjörtur Eldjám bóndi Tjörn i Svarfaðardal, Kiristján Karls- son erindreki Stéttarsambands bænda og Siggeir Björnsson bóndi Holti, Síðu. Próf. Svárdström er markaðs fræðingur og kemur hann hing Framhaltí á 15 siðu dag. Veiðin hefur verið sáratreg, en þó hefur einn og einn bátur fengið sæmilegan afla, -ur "> í 13 lestir, en þá hefur fiskurinn verið heldur lélegur og mikið um ýsu, keilu og löngu í aflanum. Hádegisklúbburinn — kemur saman í Tjarnargötu 26 á venjulegum tíma næstkomandi miðvikudag. Valfells er ekki eigandi IGÞ-Reykjavík, 8. febr. Tímanum var skýrt frá því í dag j að Sveinn Valfells, framkvæmda-1 stjóri, væri ekki einn af þremur, eigendum Dagverðareyrar, heldur Ástmundur Guðmundsson, bróðir Sveins í Héðni. Þá var blaðinu enn fremur skýrt frá því, að hinn gamli Gáseyrarkaupstaður við Eyjafjörð hefði komið til tals sem staður undir aluminíuverksmiðju. Hann var við ósa Hörgár á sinni tíð, og Framnalo é 15 slðu Litlar skemmdir af leysingum FB-Reykjavík, 8. febrúar. Mikiliir vatnavextir og flóð hafa verið víða um land síðustu daga vegna leysinga, Héraðs- vötn fóru yfir veginn hjá Stóru- Ökrum í Blönduhlíð, Hvítá í Árnessýslu flæddi yfir bakka sína og einnig voru nokkrir vatnavextir austur I Skaftafells sýslum. Um síðustu helgi snjóaði mik ið víðas^ hvar á landinu, og fram undir miðja viku var frost og kuldi, en á miðvikudag og fimmtudag fór að hlýna og var þá komin sunnanátt og hlýindi, svo snjóa tók að leysa, komst hitinn upp í 12 stig á fimmtu- daginn bæði norðan lands og austan. í gær bárust síðan fréttir af því, að vöxtur hefði hlaupið í Héraðsvötn í Skagafirði og fóru þau yfir veginn á 400 metra kafla við Stóru-Akra. í dag hafði Vegamálaskrifstofan þær fréttir að færa, að vatn lægi ekki lengur á veginum, og skemmdir 'væru litlar. Þá flæddi Hvítá í Árnessýslu yfir bakka sína í gær og varð Auðsholl umflotið, eins og allt- af er, þegar vöxtur hleypur í ána. Féll hún yfir veginn á kafla, er. flóðið er nú að fjara út. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum í Laugardal og við Auðsholt, og sama máli er að gegnc1 um vegi austur i Skaftafellssýslum, sem einnig flæddi yfir í gær, en þar er nú allt með eðlilegum hætti í dag. Skýrt frá vallar- málinu í vikunni ÍGÞ-Reykjavík, 8. febr. Ólafur Þorláksson, rannsóknar- dómari í Keflavíkurvallarmálinu hefur nú snúið sér til Morgunblaðs ins og Alþýðublaðsins og skýrt þeim frá því, að hann muni skýra blöðum frá gangi rannsóknarinn- ar í þessari viku. Eins og kunnugt er, hafa þrír Framhald á 15. síðu. ÞESSI MYND var tekin á fundl Búnaðarnefndarinnar I morgun að Hótel Sögu. Á hennl eru frá vinstrl: Einar Ólafsson, próf. Svardström, Sveinn Tryggvason, Hjörtur Kr. Eldjárn, Krlst- ján Karlsson og Siggeir Björnsson. Á MYNDINA vantar dr. Halldór Pálsson sem var fjarverandi vegna veikinda. (Ljósm.: TÍMINN-KJ).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.