Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 9
SVEN LINDQUIST:
HASKOLANAM I PEKING
Alla þessa öld hafa margir
kínverskir menntamenn lært
erlendis, aðallega í Japan,
Bandaríkjunum og Englandi.
Kínverskum kommúnistum var
það metnaðarmál eftir valda-
tökuna að snúa þe9sum straumi
við og taka í staðinn sjálfir
við stúdentum frá þróunarlönd
unum. Þörfin á því að
standa Sovétríkjunum jafnfætis
krafðist þess einnig, að Peking
yrði heimskommúnismanum
jafnmikil menntunarmiðstöð
og Moskva.
í fyrstu sá Pekingháskóli um
menntun erlendra stúdenta, en
nú fer undárbúningskennslan
fram í Skóla erlendra tungu-
mála í norðvesturhluta Peking
borgar. Eftir kennslu og áróð-
ursfræðslu í eitt ár eru nem-
endumir sendir til sémáms í
ýmsum stofnunum. Margir
kjósa tæknigreinar, raunvísindi
eða læknisfræði, aðrir nema
pólitíska hagfræði og skipulagn
ingu við sérstaka flokksháskóla.
Þeir, sem ætla að leggja stund
á hugvísindi, nema kínversku
annað ár til viðbótar. (Þó er
leyft að hafa áhuga á öðrum
löndum — nokkrir Kóreumenn
lesa hindí). Flestir Vesturlanda
búar koma til 1—3 ára náms,
en aðrir lesa í fimm ár að loknu
undirbúningsnámi í málinu.
inu.
Þegar erlendur stúdent kem
ur til Peking fær hann fyrst
fáeina daga frjálsa, því að allt
er gert til að fyrstu áhrifin
verði hagstæð. Síðan er hann
settur í strangt erfiði við að
læra málið. Fjórar kennslu-
stundir á hverjum morgni
þyrftu tíu tíma undirbúning, en'
yfirleitt er varið til þeirra fjór
um stundum eða rúmlega það.
Bftir munnlegar æfingar í
nokkrar vikur þarf hann að
læra á þriðja tug nýrra orða
á hverjum degi, og skammtur-
inn er fljótlega aukinn í hundr
að orð. Kennslumálið er venju
lega enska eða rússneska, en
Kínverjar eru að bæta við sig
kennurum, sem kunna þýzku,
frönsku, spönsku, ítölsku og
arabísku. En snemma á náms-
tímanum hættir kennarinn að
tala annað en kínversku.
Bekkirnir eru litlir: tveggja
til tíu manna hópar. Náms-
tækin eru afar frumstæð. Árið
1959 var enn notazt við prent
aða málfræði með æfingadæm
um fyrir byrjendur, ágæta hvað
málið snerti en rangt byggða
sem kennslubók, og lestrarbók,
þar sem áróðrinum var þó
nokkuð haldið í skefjum. Nú
er notaður flokkur fjölritaðra
kvera með stuttum áróðurs-
textum á lélegum pappír. Skrift
in, sem oft er ólæsileg er eins
og henni hefði verið skotið á
blað með haglabyssu. Enskan
á stílunum ber vitni um þekk-
ingarskort og flumbrugang.
Kennsluaðferðirnar eru eins
og í gagnfræðaskóla og — oft-
ast réttilega- — miðaðar við
nehiendur án námsvana eða
framtaks. Ef þau fádæmi ger-
ast, að nemandi lesi eitthvað,
sem honum er ekki sett fyrir,
er litið á hann með aðdáunar-
blöndnum ótta. Kennslukonan
lítur stranglega eftir því , að
nemendurnir sitji á réttan hátt
ÞESSI textl er teklnn úr elnu þelrra fjölrituSu kvera, sem eru notuð v!8 kennslu I kfnversku við Skóla
erlendra mála í Peklng. í þýSlngu hljóðar hann á þessa leið: „Helmsveldisstefna Bandarfkjanna er
sameiginlegur óvinur allra þjóSa heims. Vér verSum að sameinast, styðja hver annan og berjast hliS viS
hliS. Aðeins ef allar þjóðir sameinast í baráttunni getum vér sigrazt á heimsveldisstefnunni og varð-
veltt helmsfrlðlnn".
málfræðiæfingum er „lesa af
og uppáhaldsdæmi hennar í
kappi“. Kunnáttuna á minnis-
aflið eitt að skapa án hjálpar
frá vogarstöngum málsögu, upp
rúnafræði og táknafræði.
Námið er skipulagt þannig,
að framfarir í málakunnáttunni
og pólitískar framfarir fylgist
að. Aðeins fullkominn réttlínu
orðaforði er látinn í té, og all-
ar tilraunir til að nota þessi
orð til að tjá með þeim aðrar
hugsanir eru barðar niður sem
rangt mál „Það er ekki kín-
verska að tala svona“, er sagt,
þegar átt er við, að ekki sé
kínverskt að hugsa á þennan
hátt.
Kennslan miðar að því, að
nemandinn fái fyrsta misseri
vald á að tala og rita nær því
öll kjarnmestu skrautblóm
kommúnistamálsins. Við lesum
um stálverkamann, sem -brennd
, ist svo illa, að læknar töldu
litla von um hann. En flokks-
leiðtogi einn hrærðist af hróp
um mannsins „stálið þarfnast
mín“ og hann benti læknunum
á það, að öll reynsla um bruna-
sár sé til þessa komin frá auð-
valdslöndunum. Og hverjir
verða fyrir brunasköðum þar?
Auðvitað verkamennirnir. Og
kapítalistarnir kæra sig að sjálf
sögðu ekki um að bjarga verka
manni. Við þessa ræðu „eykst
pólitísk meðvitund læknanna“
og „hugsun þeirra losnar úr
læðingi11 svo að þeir „í eld-
móði“ og „undir óskeikulli
stjórn Flokksins" bjarga lífi
mannsins.
Þegar kennslukonan fór að
þrýsta á lærdómana, sem væri
að hafa af þessum texta, reyndi
ég að lýsa þeirri hjúkrun, sem
er veitt eftir slys í Svíþjóð. Eg
sagði, að þar væri jafnvel mán
uðum saman reynt að bjarga
sjúklingum, sem aldrei kæmust
til meðvitundar, og ég bætti
þvi við, að náinn ættingi minn
ynni á slíku sjúkrahúsi. —
Kennslukonan svaraði:
— Já, bandarískir læknar í
Shanghai nota líka særða verka
menn til slíkra tilrauna undir
yfirskyni mannúðarinnar.
Hv'aða áhrif hefur þessi áróð
ur á nemendurnar? Kínverjarn
ir hafa góða aðstöðu. Þeir hafa
fullt vald á tíma og starfsorku
nemendanna. Tungumálanám
krefst sífelldra endurtekninga
og því neyðast nemendurnir til
að tönnlast stöðugt á áróðrin-
um. Af því að han verður að
lærast á erfiðu máli, verður
hann aðnjótandi þeirrar athygli
og einbeitingar, sem annars
vær ekki gerlegt að sæma hann.
Allar athugasemdir verður að
gera á kínversku, á réttlínumáli
skólans, en það takmarkar
mjög tjáningargetu nemand-
ans.
Kínverjar reyna að ráða um-
hverfinu eftir mætti. Þeir
hræða stúdentinn á ýmsan hátt
frá því að hafa samband við
sendiráð sitt eða aðra landa
sína. Hann býr í herbergi, sem
engu hljóði heldur, oft með
félaga, sem hann getur ekki
treyst til fulls. Útidyr svefnskál
anna eru annaðhvort varðar
eða læstar. Kínverska starfs-
fólkið, félagar hans kínverskir
og sumir útlendinganna eru
skyldir til að gefa reglulegar
skýrslur um hverja hann um-
gengst, venjur hans og u'mmæli.
Bréf hans eru lesin, og í her-
bergi hans er leitað, þegar hann
er ekki viðstaddur. Ýmislegt
bendir til þess, að Kínverjarn-
ir fái á Jjennan hátt slík tök á
sumum stúdentana, að þeir geti
notað þá um alla framtíð.
Árangur þesarar gæzlu er sá
að hræsnin verður gífurleg. —-
Maður, með eðlilegar tilhneig-
ingar til heiðarleika, reynir þá
ósjálfrátt að brúa bilið milli
þess, sem sagt er, og þess; sem
er hugsað. Þetta er ákaflega
hættulegt, því að það leiðir
smám saman til þess, að menn
sannfærast um það, sem þeir
eru neyddir til að segja. Hægt
er að vinna gegn þessum áhrif-
um á ýmsan hátt. Ég var van-
ur að segja það, sem ég trúði
ékki, eins og innan gæsalappa
og með einhverjum formála, til
dæmis „í kennslubókinni stend
ur“, til þess að blekkja ekki
sjálfan mig til að aðhyllast
hugsunarhátt, sem ég var eklti
samþykkur.
Við fáein tækifæri reyndi ég
beina andspyrnu. Eftir að við
höfðum lært utan að þuluna
„heimsveldisstefna Bandaríkj-
anna er erkióvinur allra þjóða
heims“ notaði ég tækifærið í
heimaritgerð til að varpa fram
þeirri spurningu, hvernig á
það yrði litið, ef kínverskir stúd
entar í Sviþjóð væru látnir
læra eitthvað svipað um heims-
veldisstefnu Sovétríkjanna. —
(Þetta var fyrir vinslit Kín-
verja og Rússa). Svíþjóð hefði
friðsamleg samskipti við bæði
Kína og Bandaríkin, sagði ég,
og mér væri eins ógerlegt að
níða Bandaríkin í Kína og mér
væri að níða Kína í Bandaríkj-
unum
Kennarinn neitaði eftir að
hafa talað við yfirmennina að
leiðrétta. ritgerðina. En við
gerðum með okkur þögult sam-
komulag að ekki eins pólitískir
textar yrðu notaðir framvegis.
GEGN áróðrinuin vinnur
nöldrið, sem alltaf skapast hjá
litlum hópum, sem stinga í stúf
við umhverfið. Þetta nöldur
virðist vera jafn ófrávíkjanlegt
í New York og London og í
Moskvu og Peking. Við það bæt
ast hin lélegu lífskjör í Kína.
Erlendu stúdentarnir búa að
vísu við miklu betri kjör en
þeir kínversku, en samt eru þau
mun lakari en það, sem flestir
eru vanir við að heiman.
Nemendurnir búa í risastór-
um búðum, tveir o£ tveir sam-
an í nöktum steinherbergjum
(4x3 tn.) sem í eru tveir stólar,
tvö borð og tveir amerískir her
mannabeddar með hálmdýnu.
Menn þvo sér í steyptri skál
hjá klósettunum við enda gangs
ins. Upphitunin er svo takmörk
uð (klukkutíma kvölds og
morgna) og við lásum í rúmun
um á veturna til að sleppa við
golfkuldann. ínnri gluggahlut-
ana vantar og hurðimar falla
ekki þétt að stöfum. Kvefið er
óupprætanlegt. Á sumrin verð-
ur hins veKar óþægilega heitt í
herbergjunum og magasjúkdóm
ar eru þar algengir.
í matsalnm, sem er eins og
leikfimishús, er hægt að velja
milli kínversks og vesturlenzks
matar, en hvort tveggja er
bragðlaust og svo næringar-
snautt að hárlos og aðrir vönt-
unarsjúkdómar eru algengir.
Þessi erfiðu lífsskilyrði
standa auðvitað í sambandi við
það þróunarstig, sem kínverskt
efnahagslíf er á, og það er
nauðsynlegt að hafa reynt þau
til að geta skilið kínverskt þjóð
félagslíf og viðbrögð Kínverja.
Ef kennslan hefði farið fram í
straumlínulöguðu umhverfi, —
umhverfi, sem hefði að öllu
leyti verið búið til fyrir útlend
ingana, hefði hún misst helm-
inginn af gildi sínu.
Kínverjunum er að sjálf-
sögðu ljóst, að áróðursboðskap
urinn myndi hafa meiri áhrif,
ef dvöl stúdentanna í Kína væri
ekki tengd jafnmiklu harðrétti.
Sumt af ytri aðbúnaðinum er
hægt að laga í þeim nýju húsa-
kynnum, sem Skóli erlendra
tungumála hefur nú fengið, en
það kostar enn ,meiri einangr-
un frá veruleikanum í Kína.
Við kannanir á stéttauppruna
nemandanna hafa þeir einnig
komizt að raun um, að þeim
verður meira ágengt við þá,
sem koma úr lægstu þjóðfélags-
stéttum heimalanda sinna. En
viðmiðunin við þessa studenta,
sem oftast skortir námsæfingu,
hefur í för með sér að kennslu
aðferðirnar verða að einfaldast
og áróðurinn að verða grófari,
en þetta á þátt í að fæla hina
reyndari og menntaðri af stúd-
entunum frá.
Það, sem fyrst og fremst vinn
ur gegn áróðri Kínverjanna er
skilningsleysi þeirra á viðbrögð-
um útlendinga. Þeir „ljúga“ án
þess að gera tilraun til að gera
lygina sennilega, af því að í
þeirra augum er hún ekki lygi.
Þeir stinga upp á atkvæða-
greiðslu um mál, sem er fyrir
fram ákveðið og úrslit atkvæða
greiðslunnar geta ekki haft
nein áhrif á. Þeir geta ekki
skilið, að menn beri ábyrgð á
sjálfum sér- Sérstaklega í þessu
síðastnefnda tilliti vanmeta
þeir hrikalega suma erlenda
stúdenta. Höfðingjasonur frá
Uganda, sem er vanur við ráð-
stefnu karlmanna og umhyggju
kvenna, lætur ekki þá menn,
sem hafa tekið sjálfstæðismál
heimalands hans upp á stefnu-
skrá sína, fara með sig eins og
óvita.
TÍMINN, sunnudaginn 9. febrúar 1964
n