Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.02.1964, Blaðsíða 15
STYÐJA KOMMÚNISTA Framhald af 7. síðu. Ómögulegt er að segja um, hvort DKeferre takist að sigr- ast á franska kommúnistavanda málinu. En tilraun hans og að- ferð er nýjung í franskri póli- tík. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1947 sem jafnaðarmaður virð- ist laus við minnimáttarkennd gagnvart kommúnistum í Frakk landi. Þessi minnimáttarkennd hef- ur allt of oft leitt jafnaðar- menri út í samvinnu við íhalds menri. Heppnist tilraun Def- erre kann einnig franskrar verkalýðshreyfingar að verða að veruleika miklu fyrr en nokkur hefir þorað að vona til þessa. (Þýtt úr Imformation). FRAMTÍÐARSKIPULAG Framhald af 16. sí5u. að fyrir tilstuðlan OECD, Efna- hagsstofnunar Evrópu, en stofn unin veitti styrk til sérfræði- legrar aðstoðar í þessum mál- um. Prófessorinn fræðir nefnd armenn um stefnur og viðhorf í landbúnaðarmálum í V-Evr- ópu, en héðan heldur han utan á þriðjudag. Svardström mun koma hér síðar, er hann hefur unnið úr þeim upplýsingum er hann nú fær um ástand land- búnaðarins hér á landi. FANGAHÚSIO Framnald at 16. síðu. og töluvert mikið af glóðaraug- um. Tveir piltar réðust á mann í Austurstræti, en voru handtekn- ir af lögregluþjónum sem voru nærstaddir. Þá réðust piltur á stúlku á Hverfisgötunni, en lögregl an kom til skjalanna, áður en nokkuð alvarlegt hlytist af. Á tíma bili var eins og í fuglabjargi í húsakynnum lögreglunnar, ölvað ur lýðurinn gaf frá sér hin furðu- legustu hljóð. Mikið var um að vera á horni Brautarhólts og Nóa- túns, mörg hundruð ungmenni; söfnuðust þar saman og létu sum | 'þeirra öllum illum látum. . SKYNDIFUNDUR Framhald af 1. síðu. „Skandinavísku flugmálayfir. völdin ákváðu á fundi í Stokkhólmi í gær, að boða íslenzk flugmála- yfirvöld á skyndifund í tilefni af væntanlegri fargjaldalækkun Loft leiða. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri, hefur tilkynnt komu sína, og einnig er þess vænzt, að fulltrúi frá stjórn Loftleiða mæti til fundarins. Tilraunir til þess að Loftleiðir og SAS geti komið sér saman um skynsamlega stjórn flugmálanna, hafa reynzt árangurslausar. Loft- leiðir eru byrjaðar að selja miða á lækkuðu verði, en það er brot á gildandi samningi og því síður en svo til að ýta undir lausn mál- anná, að því er Aschengren, einn af forstjórum SAS, fullyrðir. Hans Jensen, flugmálastjóri Dana, sem kom heim frá Stokk- hólmsfundinum í gærkvöldi, seg- ir í viðtali í Berlingske Tidende, að íslenzk flugmálayfirvöld hafi með tilvísun til samnings frá 1960 verið kölluð til þessa fundar, þvi að fyrir liggi samningur um, að ekki megi framkvæína verð- breytingar, án þess að viðkomandi yfirvöld fjalli um málið fyrst. Berlingske Tidende segir einn- ig frá því, að Hollendingar, Belg- ar og Frakkar sýni dugnaði Loft- leiða æ meiri áhuga, ekki sízt eft- ir að það vitnaðist, að Loftleiðir hefðu í hyggju að kaupa stóra kanadíska flugvél, sém flutt getur næstum helmingi fleiri farþegá en DC6 vélarnar, sem hingað til hafa verið notaðar. — Martin Petersen verður full- trúi stjórnár Loftléiða á þessum furidi, sagði Alfréð Elíassori, for- stjóri Loftleiða, þegar bláðið hafði tal af honum í dag. Eg býst ekki við, að þessi fundur breyti neinu, en veit auðvitað ekki, hvað þeir kunna að koma fram með þar. Ef Aschengren forstjóri fullyrðir, að við brjótum gildandi samninga með því að selja miða á lækkuðu gjaldi fyrirfram, þá er hann naum ast vel inni í sínu starfi, því að þetta er alltaf gert með fyrirvara. IATA félögin eru líka farin að selja miða fyrirfram á því gjaldi, sem þau hafa boðað frá 1. apríl n.k., þó að ríkisstjórnir viðkom- andi landa séu ekki búnar að sam þykkja lækkunina. VALLARMÁLIÐ Framhald af 16. síðu. menn verið í gæzluvarðhaldi í rúma viku. — Birt- ir Alþýðublaðið nöfn þeirra í gær, og kemur þá í Ijós, að þarna er um að ræða tvo af forustumönn- um Sjálfstæðisflokksink á Suður- nesjum. Enginn varnarliðsmaður mun grunaður um hlutdeild í þeim fjársvikamálum, sem þarna hafa átt sér stað, en einn þeirra hefur verið beðinn að fara ekki úr landi í bráð, vegna vitnaleiðslu. Það mun hafa verið íslenzkur maður, er verið hafði í þjónustu höfuðpaursins í máli þessu, sem kom málinu upp. Mann þennan rak höfuðpaurinn úr þjónustu sinni af einhverjum orsökum. Mað ur þessi býr í Keflavík. GRAFIÐ FYRSTU HOLUNNI HF-Reykjavík, 8. febrúar. Litli borinn, sem kom til Vest- mannaeyja um síðustu helgi hefur nú þegar grafið fyrir einni holu undir Hlíðarbrekkum, en áætlað er að hann bori fyrir þremur höl- um alls, áður cn stóri borinri kem- ur. Árvakur er nú á Húsavík, að lesta Norðurlandsborinn, en hann er væntanlegur til Vestmanna- eyja um miðja næstu viku og mun hann þá taka til við þær holur, sem litli borinn hefur bor- að fyrir. Mikill mannskapur mun fylgja Nórðurlandsbornum, verka menn, verkstjórar og fleiri, fyrir utan ráðskonu, svo að segja má, að Norðurlandsborinn muni setja mikinn svip á bæjarlífið í Vest- mannaeyjum. Vélbáturinn Kristján Guðmunds son, sem strandaði á Eyrarbakka síðast í janúarmánuði kom til Vestmannaeyja í fyrrakvöld og verður settur í slipp þar einhvern næstu daga. irrnmmi Sklufíng Ihiíts'icérfa SlhliSa f?f)iiiá£lfl? Slrrv 17041 RAFViRKJAMEISTARAR ÖNNUMST VINDINGAR Á ÖLLUM TEGUNDUM ANKERA. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KOLLEKTORUM. IDGEIR G UÐMUNPSSON « ÁRMÚLl 5 VÉLAVERKSTÆÐI • SIMI 218 7,7 VALFELLS Framhald af 16. síðu. kannske hefst hann nú aftur upp í sögunni sem iðjuver. Hvað sem því líður, virðist Eyjafjörður bera mikið á góma nú, þegar rætt er um staðsetningu slíks iðjuvers. MJALLHVÍT Framhald al 16. síðu. Skuld. Fullt af krökkum dansa og leika í sýningunni, ég þekki þau ekki nærri öll með nafni. Nú bíðum við öll spennt þang- að til á laugardaginn næsta. saowsksi® mykjudreifara Enginn mykjudreifari jafnast á við þennan dreif- ara. Hann er mjög einfaldur að gerð, slitfletir fáir og viðhaldskostnaður sáralítill. Hann dreifir öll- um búfjáráburði jafn vel, allt frá hörðustu sauða- skán í þynnstu mykju- Rotaspreader dreifir jafnt allt upp í sex metra og tekur tvö tonn- Bændur: Kynnið ykkuð skýrslu Verkfæranefndar um dreifarann. ARNI GE6TS6QN Vatnsstíg 3 — Sími 11555. Konu vantar til starfa á kvöldvakt í Flókadeildinni Flókagötu 29 Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 16630. Reykjavík, 7. febrúar 1964 Skrifstofa ríkisspítalanna RÉTT FRAMUNDAN... ViðburSir, sem veifa munu varanlegan frið Svein B. Johansen talar um þetta efni í ASvent- kirkjunni í dag, sunnúdag inn 9. febr. kl. 5 s.d. Sýndar verSa litskugga- myndir frá jarðskjálftan- um í Skopie, Júgóslavíu og flóðinu í borginni Longarona í Norður-Ítalíu Karlakór syngur. Einsögur Allir velkomnir Móðlr okkar, Guðlaug Pétursdóttir Baldursgötu 26, er lézt 4. þ. m. verður jarðsungin frá Fríkirk|unni 12. febrúar kl. 10,30 f.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. — Athöfninnl verður útvarpað. Börn hinnar láfnú. Tíf.llNN, sunnudaglnn 9. febrúar 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.