Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 1
I benzin eða diesel LAtm^ ^ROVER 34. tbl. — Þriðjudagur 11. febr. 1964 — 48- árg. HEKLA f Sir Alec og Butler komu óvænt GP, RR-Keflavfkurflugvelli, 10. febrúar. Það vakti að vonum mikla athygli, þegar Sir Alec Douglas Home,. forsætisráðherra Biret- lands, og Richard A. Butler, utanríkisráðherra Breta, komu í alls óvænta heimsókn hingað í gær. Þeir höfðu aðeins tæpra tveggja tíma viðdvöl, en frétta mönnum gafst þó örstutt stund til að ræða við þá. Meðal þeirra sem tóku á móti gestunum, voru Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, og Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráð- herra. Sir Alec Douglas Home og R. A. Butler voru á leið til Kanada og Bandaríkjanna, ásamt fjölmennu fylgdarliði, eiginkonum sínum og fleirum. Þeir ferðuðust með þotu af Comet-gerð frá brezka flugfé- laginu B.O.A.C. og mun ísing hafa valdið því, að þotan varð að lenda hér á Keflavfkurflug- velli. ísland heilsaði hinum virðu- legu gestum í þungbúnu veðri, rigning var og dimmt uppi yfir, þegar þotan renndi upp að flug vallargistihúsinu klukkan rúm- lega sex í gær. Brezku ráðherr- arnir og fylgdarlið þeirra dvöld ust svo á gistihúsinu í boði ís- lenzku ríkisstjórnarinnar þessa stuttu stund, sem þeir stóðu Vlð komu brezku ráðherranna. Slr Alec er fyrlr mlðju og snýr a8 mynda véllnnl. Fremst á myndlnnl eru þelr Butler hægra menln og Guðmundur [. Guðmundsson utanríklsráðherra, og snúa þelr bökum í vélina. Vinstra megin vlð Guðmund sést f Bjarna Benedlktsson og Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytlsstjóra. — Ljósm.: TÍMINN—GP. við. Meðal þeirra, sem tóku á utam íkisráðherra, Agnar Kl. foringi, yfírmaður vamarliðs- Sir Alec Douglas Home og móti ráðherrunum, voru Bjarni Jónsáon, ráðuneytisstjóri og ins, Pétur Guðmundsson, flug- R. A. Butler höfðu stuttan við Benediktsson, forsætisráðherra, fleiri embættismenn, Boothby, vallarstjóri, fréttamenn og ræðufund með fréttamönnum. Guðmundur í. Guðmundsson, ambassador Breta, Buie flota- fleiri. Framhaid á 15 síðu J írene trúlofaðist i gær NTB-Amsterdam, 10. febrúar. , Ástin bar sigur af hólmi í dag, þegar Carlos prins af Bourbon Parma dró fagran gullhring með stórum demantsrúbín á fingur Ir- enu Hollandsprinsessu í trúlofunar veizlunni í Amsterdam. Júlíana drottning og prins Bern hard voru mætt á flugvellinum í Amsterdam í morgun ásamt fjór- um dætrum sínum, til þess að taka á móti hinum 74 ára gamla prins Xavier af Bourbon Parma og konu hans, Magdalenu prins- WUWMMMMMl 361 FLÖSKU OG 2200 VINDLINGA KJ-Reykjavík, 10. febrúar. Er togarinn Haukur kom úr söluferð frá Bremerhaven á laug- ardaginn, gerðu tollverðir leit að áfengi í skipinu. Hafðist 361 flaska upp úr leitinni og hafa nú tveir skipverjar játað að vera eigendur áfengisins. Einnig fund ust 2200 Chesterfield sígarettur. Tollgæzlan hafði haft grun um, að um borð í skipinu væri ólög- legt magn áfengisbirgða, og var því gerð leit um borð við komu skipsins til Reykjavíkur. Áfengið fannst á fjórum stöðum í skip- inu; í tank aftantil í skipinu, í birgðageymslu skipsins, skáp á gangi og í stakkageymslu. Var hér um að ræða alls 361 flösku, mestmegnis 75% Vodka og líka eitthvað af Napóleon koníaki og Johnny Walker whisky. Rann- sóknarlögreglan var kvödd á vett vang og játuðu tveir skipverj- anna að eiga smyglið. Sú hefð hefur skapazt, að sjó- menn, sem sigla á erlendar hafn ir einu sinni í mánuði, fá að taka með sér í land yið heimkomuna tvær flöskur af sterku víni og eina af léttu, eða tvær af sterku og þá þriðju upptekna, tvo kassa af bjór og fimm lengjur af sígar- ettum. essu, sem komu til Amsterdam til þess að vera viðstödd trúlofunar- athöfn sonar síns. Hinir æruverð- ugu gestii fóru seinna um kvöldið í klukkust.undar langa siglingu eft ir skurðum Amsterdamborgar og var þeim mjög vel fagnað. Fánar voru að húni á öllum opinberum byggingum, og hinir almennu borg arar flögguðu einnig vegna trúlof- unarinnar Ekki er ennþá ákveðið, hvenær giftingin fer fram, en líklega verð Framhald é 15. sfðu. Einhver f jölmennastl umræðufundur sem haldin hefur verið hér í borg um landbúnaðarmál, fór fram I Lido s.i. laugardag að tilhlutan Stúdenta- felags Reykjavíkur. Margir fundar- menn voru komnir langt að, sumir norðan úr landl. Fundurinn stóð á fimmtu klukkustund og salurinn fu'l skipaður lengst af. Áheyrendur voru á ýmsum aldri og úr öllum stéttum, áhugl mikill og umræður fjörmikl- ar. Hér sjást nokkur andlit úr saln- um, og hinn skeggprúði maður fremst er séra Sigurður Nordal bóndi í Hindisvík á Vatnsnesi. Ágr!p af umræðum er í opnu blaðsins ■ dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.