Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 2
Mánudagur, 10. febrúar.
NTB—Taipei. — Stjórn Þjóð-
ernissinna á Formósu hefur á-
kveðið að slíta stjórnmálasani-
bandi sínu við Frakkland.
NTB—Addis Abeba. — Eþíó-
píar segja, að 307 Sómalíumenn
hafi látizt í bardögunum á
landamærunum, og Sómalir
segja að 350 Eþíópíumenn haí'i
látizt, en einungis 14 Sómalíu-
menn. Bardagar geysa enn.
NTB—Nicosía. — Einn maður
lézt í nýjum átökum á Kýpur
í dag.
NTB—Moskva. — Aukning
komframleiðslunnar er þýðing
armeiri, en endurbót á landbún
aðarkerfi Sovétríkjanna, sagði
Volovtsjenko landbúnaðarmála-
ráðherra á miðstjórnarfundin-
um í dag.
NTB—Dallas. — Mál Jack
Rubys, þess, sem myrti Lee H.
Oswald, verður tekið fyrir í
Dallas 17. febr. n.k.
NTB—Stolíkhólmi. — Nokkrir
sænskir sérfræðingar flugu í
dag til Túnis, þar sem þeir
munu næstu 8 árin kenna Túnis
búum nýja fiskveiðitækni.
NTB—London. — Peter Thom-
as, fulltrúi í brezka utanríkis-
ráðuneytinu, ræddi í dag við
sendiherra Sovétríkjanna í
London um útvísun Peter John
sons, fréttaritara Reuters, frá
gbvétríkjunum.
NTB—Briissel. — Danmörk og
Svíþjóð hafa mótmælt harðlega
áætlun EBE-landanna um að
hækka aukaskatt á eggjum úr
30 pfennig í 60 pfennig.
NTB—Osló. — 31.800 manns
voru atvinnulausir í Noregi í
janúarmánuði s.l., eða 6.800
færri en í fyrra. Atvinnuleysið
er mest í norðurhluta Iandsins.
NTB—London. — Réttarhöldun
um út af Fanny Hill, bók frá
18. öld um unga gleðikonu, lauk
í dag. Bókin var dæmd sem
klám, og gerð upptæk.
NTB-Kaupmannahöfn. — Jens
Otto Krag, forsætisráðherra
Danmerkur, sagði í dag, að
EFTA væri engin endanleg
lausn markaðsvandamálanna,
og danska stjórnin myndi bví
halda áfram viðræðum sínurn
um aðild Danmerkur að EBE.
NTB—Bangkok. — Fundi Indó
nescíu, Filippseyja og Malaysíu
um deilunni um Malaysíusam-
bandið lauk í dag. Árangur
fundarins mun ekki talinn mik-
ill.
NTB—Nairobi. — 155 arabisk-
ir flóttamenn frá Zansibar
komu í dag til Mombasa á leið
, sinni til Muskat og Hadramaut.
Ríkisstjórn Zansibar borgaði
fargjaldið fyrir þá.
NTB—Róm. — Starfsmenn í
lyfjadeildum ítölsku sjúkrahús-
anna hófu í dag þriggja daga
verkfall. Þeir krefjast betri
launa og atvinnuskilyrða.
NESSENK0 TIL USA?
HEFUR HANN UNDIR HÖNDUM ÞÝÐINGARMIKIL HERNADAR LEYNDARMÁL?
NTB-Washington, 10 febrúar.
Juri Ivanovitsj Nossenko, einn af fulltrúum Sovétríkjanna
á afvopnunarráðstefnunni í Genf, hefur beðizt hælis sem
pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum. Telja ýmsir að Nos-
senko, sem hvarf í síðustu viku, hafi þýðingarmiklar hernaðar
legar upplýsingar í fórum sínum.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna. tilkynnti í dag að Nossenko
hefði beðið um hæli sem pólitískur
flóttamaður í Bandaríkjunum, en
lét ekkert uppi um, hvort honum
yrði veitt það eða ekki. Ekki var
heldur tilkynnt, hvar hann héldi
sig.
Juri Nossenko hvarf frá hótel-
herbergi sínu í Genf einhvern tíma
í síðustu viku, en ekkert var vitað
um það opinberlega, fyrr en sov-
ézka sendinefndin tilkynnti það
sjálf á sunnudaginn var. Var þegar
í stað sett í gang mikil leit, og
tóku þátt í henni m. a. svissneska
lögreglan, franska lögreglan og
Alþjóðalögreglan, Interpol. Til-
kynning bandaríska utanríkisráðu-
neytisins var hið fyrsta, sem vitnað
ist um Nossenko síðan hann flúði.
Juri Nossenko er 36 ára gamall,
fæddur í bænum Nikolajev árið
1927. Hann er giftur og á tvö börn.
Hann var, auk þess að vera full-
trúi í sendinefnd Sovétríkjanna á
afvopnunarráðstefnunni, liðsfor-
ingi í KGB —Öryggisnefnd rík-
isins, og telja margir í Genf, að
hann hafi ýmis þýðingarmikil hern
aðarleg gögn, auk þess, sem hann
viti allt um samningstækni
sovézku sendinefndarinnar í Genf.
Talsmaður bandaríska utanrík-
isráðuneytisins sagði, að Nossenko
hefði beðið um flóttamannahæli
áður en hann átti að hverfa heim
til Sovétríkjanna 5. febrúar s.l.
Skrúfudagur
HF-Reykjavík, 8. febrúar
Miðvikudaginn 12. febrúar held-
ur Vélskólinn Skrúfudag sinn há-
tíðlegan, en sá dagur er almennur
mótsdagur eldri og yngri nem-
enda skólans, og fer fram með
glaumi og gleði, verðlaunaafhend-
ingum og starfskynningu.
Fyrsti Skrúfudagurinn var hald-
inn hátíðlegur árí«s^l962 og er
þetta því sá þriðji í röðinni. Dag-
skráin að þessu sinni verður þann
ig, að kl. 14—16,30 verður starf-
semi skólans kynnt. Kl. 14—17
verða veitingasalir skólans opnir
og drukkið kaffi. Kl. 17 verður
hátíðafundur í samkomusal Sjó-
mannaskólans, þar sem flutt verða
ávörp og afhentar heiðursgjafir.
Bridgeklúbbur FUF
Lokið er 4. umferð í bridge-
keppni FUF í Reykjavík. Keppn-
in hefur verið jöfn og spennandi
og í efsta sæti núna er sveit Ragn-
ars Gunnarssonar. Auk Ragnars
eru í sveitinni Sigurður Jörgens-
son, Páll Jónsson, Guðmundur
Guðmundsson, Jón Júlíus Sigurðs
son og Sigmar Björgvinsson.
Staða sveitanna er nú þannig:
Sveit Ragnars Gunnarssonar 24 st.
Sveit Hafsteins Ólafssonar 21 stig.
Sveit Ólafs Sigurþórssonar 18 stig.
Sveit Rúnu Þorvalds. 12 stig.
Sveit Halldórs Magnússonar 12 st.
Sveit Bergs Þorvaldssonar 10 stig.
Næsta umferð verður spiluð á
miðvikudaginn. kl. 20 að Tjarnar-
götu 26.
Kl. 19 er svo síðasta atriðið í dag-
skránni og er það árshátíð, sem
haldin verður í Hótel Sögu.
Forráðamenn Vélskólans vonast
til þess, að allir vélstjórar, eldri
sem yngri, fjölmenni í skólann á
þessum hátíðisdegi, og tengi með
því saman fortíð, nútíð og fram-
tíð. Þeir sém að Skrúfudeginum
standa eru Vélskólinn og Vélstjóra
félag íslands, sem jafnframt styrk-
ir framkvæmd dagsins með fjár-
framlögum.
Skrúfudagar eins og þessi tiðk-
ast mjög erlendis, cn segja má
Framhald é 15 sí8u
FUNDUR verður haldinn í stjórn
kjördæmissainbands Framsóknar-
marina í Reykjaneskjördæmi,
þriðjudaginn 11. febrúar n. k. ag
hefst kl. 20,30 í félagsheimilinu,
Tjarnargötu 26. Formenn flokks-
félaganna í kjördæminu mæti á
fundinum.
— kemur saman í Tjarnargötu 26
á venjulegum tíma næstkomandi
iniðvikudag.
Unglíngaklúbbur
F.U.F.
Vngri deild unglingaklúbbs FUF
í Reykjavík, heldur skemmtikvöld
laugardaginn 15. febr. að Tjarnar
götu 26. Bingó og dans- Nánar aug
lýst síðar.
BILLINN SEM
SNJÓFLÓÐIÐ TÓK
ÞH—Laufásl, 10. febr.
í vikunni sem leið lentl snjó-
flóS á vörubíl, sem var á Iei3
i Auðbjargarstaðabrekku. Bíllim
fór út af og valt niSur brekkuna,
en þrjá menn, sem I honum voru
sakaði ekkl. Myndina tók Harald-
ur Þórarinsson f þann mund, er
hafizt var handa um a5 koma
bilnum aftur upp á veginn.
Bærinn AuðbjargarstaSir stend
ur neðan við brekkuna, skammt
þaðan sem slysið vildi til og ber
hún nafn bæjarins. Á Auðbjargar
stöðum búa feðgarnir Gunnar
Slgurðsson og sonu - hans Bjarni,
en þelr hafa unnið mikið sjálf-
boðastarf, allt frá því vegurinn
um Tjörnesið var lagður, með
því að hjálpa vegfarendum, sem
þarna eiga leið um, en oft hefur
snjór tafið för manna um þessar
slóðir. Einnig hefur bær þeirra
feðganna staðið öllum þeim op-
inn, sem hafa orðlð að nema
þarna staðar vegna ófærðar.
Listamenn minnast Bjarna frá Vogi
GB-Reykjavík, 10. febr.
Bandalag íslcn,Tkra listamanna
ákvað á síðasta aðalfundi að efna
til hugmyndasamkeppni um minn-
ismerki, er reisa skuli Bjarna Jóns
syni frá Vogi til heiðurs fyrir störf
í þágu íslenzkra lista og lista-
manna, að því er fréttamönnum
var tjáð í dag á fundi með stjórn-
armönnum bandalagsins, tónskáld
unum Jóni Þórarinssyni og Skúla
Halldórssyni, og formanni dóm-
nefndar, Birni Th. Björnssyni.
Staðarval fyrir væntanlegt minn-
ismerki liggur ekki fyrir, að því
leyti getur verið nokkrum erfið-
leikum bundið að búa til skúlptúr-
verk, óvíst er, hvað verður í bak-
sýn og kring. En lausn verkefnis-
ins er alveg óbundin, táknræn eða
ekki eftir vild. Þó skulu tillögur
miðast við að verkið standi utan
húss og skal fylgja greinargerð
um fullnaðarframkvæmd verksins.
Aðeins ein verðlaun verða veitt,
25 þús. krónur. Skila skal tillög-
um auðkenndum ásamt nafni höf-
undar í lokuðu sammerktu umslagi
fyrir 20. sept. n.k. til Jóns Bjarna-
sonar hæstaréttarlögmanns Skóla
vörðustíg 3 A. Á hann sæti í dóm
nefnd af hálfu erfingja Bjarna
frá Vogi, Þorvaldur Skúlason af
hálfu Félags ísl. myndlistarmanna,
en formaður skipaður af bandalags
stjórn, og má leita upplýsinga til
hvers þeirra sem er.
í október s.l. voru liðin hundrað
ár frá fæðingu Bjarna frá Vogi,
en á næsta afmælisdegi hans, 13.
október n.k. verða birt úrslitin í
hugmyndakeppni þessari en það er
í fyrsta sinn, sem íslenzkir lista-
menn efna til hugmyndasam-
keppni slíkrar.
2
T í M I N N, þriðjudaginn 11. febrúar 1964.