Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 8
Ljósm.: TÍMINN—KJ. f Lldo á laogardag. Fundarmenn á ýmsum aldrl hlýddu meS áhuga á umræSurnar um landbúnaSinn. Landbúnaðarumræður á al- mennum stúdentafélagsfundi Stúdentafélag Reykjavíkur efndi til umræðufundar fyrir almenning s.l. laugardag um ástand íslenzks landbúnaðar í dag. Voru fundar- menn eins margir og rúm leyfði í einu stærsta samkomuhúsi borg- arinnar Lodó, og sumir komnir um langan veg, voru það nokkrir bænd ur, sem gert höfðu sér ferð úr ýmsum sveitum, allt norðan úr Húnavatnssýslu og víðar að. Urðu margir til að taka til máls og hefðu fleiri gert, ef tími hefði gefizt til, en rýma þurfti salinn, þegar fundurinn hafði staðið í meira en fjórar klukkustundir. Og voru þá enn einhverjir á mælendaskrá. Umræðuefni var hið sama á þess um fundi og þeim, er Bændafélag Lundarreykjadals hélt í Borgar- nesi um fyrri helgi, og fram- sögumenn hinir sömu, Gunnar Bjarnason kennari á Hvanneyri og Stefán Aðalsteinsson búnaðarráðu nautur. Ýtarleg frásögn af Borgar- nesfundinum birtist hér í blaðinu í vikunni, sem leið, og þar helzt raktar ræður framsögumanna. En þar eð þær voru efnislega hinar sömu á báðum fundunum, þykir ekki ástæða til að rekja þær aft- ur hér, heldur vísast til frásagn- arinnar af hinum fundinum. En í fáum orðum sagt var aðalinntak í ræðu Gunnars það, að tímabært væri að hefja svokallaða skynvæð- ingu i landbúnaði hér á landi, breyta um búnaðarhætti, draga saman byggðina, fækka bændum stórlega en stofna stórbú eða sam bú í staðinn, líkt því er ræðumað- ur kvað algengt í Danmörku. Einn ig taldi hann ástæðu til að auka stórlega svína- og alifuglarækt (hænsna). Hinn framsögumaður- inn, Stefán, var á öndverðri skoð- un, tækniþróun hér hefði verið örari í landbúnaði en víða annars staðar, en bændur bæru allt of lít- ið úr býtum. Sú fækkun bænda, er Gunnar Bjarnason legði til að færi fram, mundi kosta um 3000 milljónir eða svona álíka og Búr- fellsvirkjunin, og gætu allir séð, hvílík fjarstæða slíkt fyrirtæki væri, eða hver ætti að kosta það. Stefán taldi sama fyrirkomulag og verið hefði hér í landbúnaði eiga mikla framtíð, en gera þyrfti miklu meira af því að nýta hrá- efnin, er til legðust í landbúnað- inum. Að loknum framsöguræð- um sagði fundarstjóri, dr. Gunnar G. Sohram, að orðið væri frjálst, og höfðu þá þegar einir sex beðið um orðið. Jónas Jónsson, landbúnaðar- kandidat fékk fyrstur orðið. Hann Jónas Jónsson. kvað undarlega mikillar svartsýni gæta hjá Gunnari Bjarnasyni, er hann ræddi um íslenzkan landbún- að, er varað hefði um aldir. Gunn ar væri líklega bjartsýnn að eðlis- fari, en hann væri orðinn meira en lítið ruglaður og ráðvilltur í þessum efnum. Kvaðst Jónas ekki sjá, að íslenzkir bændur stæðu að baki stéttarbræðra sinna í öðrum löndum. Á ferð sinni um ítalíu s.l. sumar hefði hann kynnzt því af eigin raun, að bændur þar ættu. við sömu vandamál að glíma og hér, nema þar væru þau miklu fleiri og fyrirferðameiri. Þeir mættu margir öfunda íslenzka bændur af tækni. Hann hefði far ið um landbúnaðarhéruð, sem væru tvöfalt stærri en allt ísland, og furðað sig á því, hve fáir bænd ur þar hefðu dráttarvélar. Mikið hefði verið þar um kúarækt og hefðu flestir bændur og notað kýrnar í stað dráttarvéla. Einnig tók Jónas dæmi af Finnlandi. „En“ sagði Jónas, „þessi lönd standa að vísu ekki framarlega í land- búnaði, þeim veitti líklega ekki af því að fá sér einn skynvæðingav- Þá vék hann að þeirri kenningu ráðunaut“. Gunnars Bjarnasonar að auka bæri svína- og hænsnarækt og leggja meiri áherzlu á það en sauð fjárbúskapinn. „Grasið er okkar aðalfjársjóður hvað landbúnað snertir" sagði Jónas. „Þetta verð-1 ur Gunnar Bjarnason að taka með í reikninginn, en líka það, að það hentar fyrst og fremst kindum og kúm, þótt að vísu sé hægt að til- reiða það handa svínum og hænsn um. En það verður bara orðið nokkuð dýrt, þegar búið er að gera það matarhæft fyrir hænsn- in. Þetta er nú svo einfalt, við getum skoðað upp í þessar skepn- ur, kindur, kýr, hænsni og svín, og gengið úr skugga um það, hvort þau séu fær um að tyggja gras. Og Gunnar Bjarnason ætti nú að vita, hvað jórturdýr eru. Þótt sú væri tíð í hinni ágætu Danmörk, sem Gunnar Bjarnason vill nú taka til fyrirmyndar að öllu leyti, hvað landbúnað snertir, að svínum væri hægt að beita í skóga, þá er ekki því að hellsa fyrir Gunnar hér á landi, að svín gangi á fjöll og af- réttarlönd. Og fóðrið í hænsnin hans mundi vera enn dýrara en slegið og þurrkað gras. Og hvað viðvíkur kenningu hans um að fækka bændabýlum, þá þýðir það ekkert annað nýtt landnám. Ogi hver á að bera kostnaðinn af því? Nei, svo víst er um það, að þetta er ekki lausnin á vandamálum bænda. Og þeir hafa hingað til átt það mikið til af þrautseigju og bjartsýni, að þeir geti vel kom- izt af án spámannsins Gunnars Bjarnasonar eða að hann gerist bjarvættur þeirra.“ Ómar Ragnarsson lagastúdent og gamanvísnasöngvari var meðal Gísli Kristjánsson hinna fyrstu á mælendaskrá. Hann taldi, að landbúnaðinn yrði að miða við það, að þar væri að flestu leyti hægt að koma tækninni við og leggja hann niður þar sem það væri ekki hægt. „Eg er ekki sérfróður í landbúnaði, þó hef ég nú verið í sveit hjá frænku minni í Húnavatnssýslu", sagði Ómar. „En það er ekki hæg* að loka augunum fyrir því, að við sjávarsíðuna hef- ur húgvitið og tæknin verið virkj- uð og því safnast fólkið þangað. Það þýðir ekki að berjast gegn þessari þróun, heldur verður að læra af henni. Eg er bara nokkuð hrifinn af þessari skynvæðingu svo kallaðri, ég held hún hljóti að ráða miklu í framtíðarlandbúnaði. En þá kemur mér líka í hug annað orð, setn hugsazt gæti að taka upp í þessu sambandi, sem sé kynvæð- ing. Það er ekki gott, að maðurinn búi einn, og mér hrýs hugur við, að bændur verða að strita árið út og inn og hafa engan kvenmann sér til trausts og halds. Það hlýtur að vera ömurlegt lífið einbúans í sveitinni, ég hef heyrt nokkur dæmi þess, að til séu á okkar dög- um bændur búandi og hafa enga konu. Til að leysa' þennan vanda legg ég til, að tekin verði upp kyn- væðing, sem ég svo hef nefnt.“ Gísli Kristjánsson ritstjóri sagði að í öllum hillingum væri raunar nokkur veruleiki. En þótt Gunnar Bjarnason hefði séð margt gott og fyrirmyndarvert í Danmörku, væri ekki þar með sagt, að það hentaði allt hér. „Eg hef séð þetta sama og þekki það, sem Gunnar lýsti fögrum orðum, en ég hef ekki enn sannfærzt um, að okkur beri að taka það allt eftir, sem getur vel blessazt í Danmörku. Hér þarf að ráða bót á mörgu fyrir sveitabúskapinn. Það segir sig sjálft, að eitthvað er að, úr því að meðalaldur íslenzkra bænda er ekki hærri en 47 ár, eins og ég hef komizt að raun um með sam- anburði skýrslna. Eitthvað er bog- ið við það, að menn verði að yfir- gefa jarðirnar á bezta aldri. En það gerir ekkert betra að fara að skipuleggja flóttann úr dreifbýl- inu. Þótt bændur væru fluttir til, þá er ekki hægt að flytja allt það með, sem bændur eru búnir að leggja í býli sín, allt það mikla fjármagn. Það, sem hér þarf að koma til, er hagræðing, meiri tækni, betri aðstaða, róleg og skyn samleg þróun." Björn Pálsson bóndi og alþing- ismaður: „Mér þykir verst, að Gunnari Bjarnasyni er að stórfara aftur. Það er reyndar búið að sýna sig og sanna að hann er ekki nýt- TÍMINN, þriSjudaginn 11. febrúar 1964. - 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.